Morgunblaðið - 07.03.1990, Page 41

Morgunblaðið - 07.03.1990, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 41 faém FOLK ■ MILLWALL, sem er í mikilli fallhættu í ensku 1. deildinni, hefur hug á að kaupa írska landsliðs- manninn Mick McCarthy frá franska liðinu Lyon FráBob fyrir 500 þúsund Hennessy pund. McCarthy, er ' Englandi 30 £ra 0g fjgfur nokkrum sinnum verið fyrirliði írska landsliðsins. Félögin hafa samþykkt félagaskipt- in og er reiknað með að McCarthy skrifi undir í London í dag. Hann lék með Celtic áður en hann fór til Frakklands. ■ BRIAN Talbot, framkvæmda- stjóri WBA, keypti í gær Gary Hackett frá Stoke fyrir 70 þúsund pund. Hackett er útherji. ■ RON Fenton, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Nottingham Forest, keyptþ í gær Ian Woan, sem er aðeins 19 ára, fyrir 80 þúsund pund. Woan hefur leikið með utandeildar- HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN Morgunblaðið/Júlíus Basic, markvörður Júgóslava sem lokaði markinu gegn Islendingum í vikunni, lék mjög vel í gær gegn Ólympíumeist- urum Sovétmanna. Hér kemur hann þó engum vörnum, og eitt sovésku markanna verður staðreynd. Mile Isakovic, fyrir miðri mynd, fylgist skelkaður með. Sovét- menn fásér- staka með- ferð... - segir þjálfari Júgóslava sem er óhress með dómarana á HM liði og þykir mjög efnilegur miðju- maður. Everton, Manchester Un- ited og Arsenal höfðu einnig sýnt áhuga á að kaupa hann. ■ TONY Coton, markvörður Watford, hefur áhuga á að fara frá félaginu og leika í 1. deild. Arsenal og Manchester United hafa sýnt áhuga á að kaupa hann. En Coton er samningsbundinn Watford fram til 1995. KORFUBOLTI Snæfell í úr- valsdeildina Snæfell frá Stykkishólmi tryggði sér um helgina sæti í úrslitakeppninni í körfuknattleik með því að sigra Stúdenta, 93:81, í 1. deild. Staðan í 1. deild karla, sem birt- ist í blaðinu í gær, var ekki rétt og því birtum við hana aftur nú. Fj.leikja U j r Mörk Stig SNÆFELL 16 15 0 1 401: 127 30 VÍKVERJI 18 14 0 4 386: 262 28 UMFL 16 12 0 4 230: 044 24 ÍS 15 10 0 5 181: 067 20 UÍA 15 8 0 7 037: 050 16 AKRANES 15 7 0 8 081: 095 14 BREIÐABLIK 16 5 0 11 118: 250 10 UMSB 15 4 0 11 054: 116 8 Bolungarvík 17 3 0 14 097: 333 6 LÉTTIR 15 1 0 14 913: 154 2 ÚRSLIT Knattspyrna EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA: Fyrri leikurinn í 8-liða úrslitum: Anderlecht - Wacker (Austurr.).2:0 Marc Degryse 2 (32., 37.). 15.000. UEFA-KEPPNIN: Köln - Antverpen....................2:0 Pierre Littbarski (2.), Anders Giske (53.) 20.000. ENGLAND - 2. DEILD: Boumemouth - Oxford...............0:1 Portsmouth - Wolvers..............1:3 Stoke - Ipswich...................0:0 Swindon - Bradford...............3:1 3. DEILD: Birmingham - Blackpool............3:1 Bristol City - Tranmere...........1:8 Bury - Northampton................1:0 Cardiff - Rotherham...............2:0 Crewe - Shrewsbury.............. 1:1 Fulham - Chester..................1:0 Leyton - Huddersfield 1:0 Mansfíeld - Bolton................0:1 Notts County - Swansea.............2:1 Preston - Walsall..................2:0 Reading - Bristol Rovers...........0:1 Wigan - Brentford..................2:1 4. DEILD: Burnley - Torquay..................1:0 Cambridge - Maidstone..............2:0 Colchester - Carlisle..............4:0 Doncaster - Hartlepool.............2:2 Gillingham - Peterborough..........0:0 Rochdale - Chesterfield.......... 1:0 Scunthorpe - Aldershot.............3:2 Wrexham-York.......................2:0 Júgóslavar stóðu í Sovétmönnum SOVÉTMENN sigruðu Júgó- slava 24:22, í einum besta leik keppninnar. Sovétmenn voru þó sterkari og sigur þeirra nokkuö öruggur, þrátt fyrir að munurinn hafi aðeins verið tvö mörkílokin. Vendipunkturinn í leiknum var snemma í fyrri hálfleik er Jú- góslövum tókst að vinna upp tveggja marka forskot og jafna, 3:3. Þá var tveimur Logi Bergmann Júgóslövum vikið af Eiðsson leikvelli, fyrir litlar skrilarfrá sem engar sakir og Bratislava Sovétmenn náðu fljótlega fjögurra marka forystu og í leikhléi var staðan 8:11, Sovét- mönnum í vit. Júgóslavar náðu að minnka mun- inn í tvö mörk, 18:16, en Sovét- menn gerðu þá þijú mörk í röð og nánast tryggðu sér sigur. Júgóslav- ar náðu þó að svara fyrir sig og breyttu stöðunni úr 24:18 í 24:22 en lengra komust þeir ekki. Mirko Basic var besti maðurinn í liði Júgóslava, varði mjög vel, þar á meðal þijú vítaköst og setti punkt- inn yfir i-ið er hann gerði síðasta mark Júgóslava með því að senda boltann yfir Lavrov í sovéska mark- inu. Vujovic átti einnig góðan leik, gerði fimm mörk og var reyndar valinn besti maður liðsins sem þótti frekar ósanngjarnt. Isakovic gerði sex mörk og átti einnig mjög góðan leik. Víatseslav Atawin var kjörinn besti maður sovéska liðsins, hann átti mjög góðan leik og gerði níu mörk. Lavrov varði mjög vel og Tutsjkín gerði fimm mörk fyrir Sovétmenn, þrátt fyrir að vera í strangri gæslu allan leikinn. Flestir telja að Sovétmenn séu nokkuð ör- uggir í úrslit, enda með besta liðið, en þó sást í þessum leik að þeir eru ekki ósigrandi og með smáheppni og hagstæðari dómgæslu hefðu Júgóslavar geta sigrað. HM-hópur Morgunblaðsins kom enn saman: Úrslitin mikið áfall fyrir íslenskan handknattleik - sagði Kaii Benediktsson, fyrrum landsliðsþjálfari SAMKOMA HM-hóps Morg- unblaðsins var kaflaskipt á Fógetanum í gærkvöldi. Menn voru ánægðir framan af en trúðu vart sínum eigin augum þegar á leið, og urðu svekktir. Leikurinn byijaði vel, hraðinn var mikill svo og krafturinn í leikmönnum. „Það verður mikið skorað í þessum leik,“ sagði Sig- urður Einarsson, línumaðurinn gamli úr Fram. „Það er allt annað að sjá til strákanna en í hinum leikjunum. Þeir eru miklu ákveðn- ari og öruggari,“ sagði Frímann Gunnlaugsson, fyrrum formaður landsliðsnefndar HSÍ. „Kristján er þó ekkert líkur sjálfum sér. Hann hefur ekkert. sjálfstraust," bætti hann við. Karl Benediktsson, fyrrum landsliðsþjálfari, hafði framsögu í leikhléi um gang mála. „Við sjáum að strákamir koma miklu ákveðnari til leiks en í fyrri leikj- unum. Það er glampi í augunum á þeim, stemmning í hópnum. Við höfum ekki séð mikið af því nema gegn Spánveijum — það var góð- ur leikur. Nú er vamarleikurinn í þokkalegu standi, enda sóknar- menn Pólveija af allt annarri getu Morgunblaðiö/Bjami „Hvað er að gerast?“ Sigurbergur Sigsteinsson grípur fyrir andlitið í gær. en þeir sem við höfum glímt við hingað til. Um leið og hraðinn er keyrður upp sitja okkar menn eft- ir. Fótavinnan — sérstaklega til hliðar — er ekki í lagi,“ sagði hann, en Karl benti einnig á þetta í fyrri leikjum. Karl sagði, þegar hann reyndi að rýna í framtíðina, síðari hálf- leikinn, að úrslitin réðust á því hversu mörgum sóknum okkar menn næðu að Ijúka með skoti. „í síðasta leik lauk 15 sóknum án skots og þannig er ekki hægt að vinna leik. Nú er númer eitt að halda höfði. Strákarnir hafa leikkerfi og ef þeir ná að keyra þau getur þetta gengið, og þá vinnum við. En ef þeir fara að klúðra sóknum eins og þeir hafa gert í hinum leikjunum, þá töpum við,“ sagði hann. Menn sögðu ekki mikið meðan á síðari hálfleik stóð. „Ótrúlegt" sagði einhver þegar Pólveijar höfðu gert sjö mörk í röð, og tóku allir undir það. „Hvað er að ger- ast?“ „Það er allt inni.“ Kari Benediktsson spáði í spilin að nýju eftir leik: „Strákarnir náðu ekki að halda höfði. Þegar þeir voru komnir yfic 15:11 var eins og vanmat kæmi. Að leik- menn hafi fengið það á tilfinning- una að þeir væru að leika gegn iélegu liði. Þeir fengu á sig sjö mörk 1' röð og staðan varð 15:18. Leikmennirnir þoldu það ekki. Það hefur sýnt sig í mótinu að þeir hafa verið lengi að ná sér aftur á strik eftir slæma leikkafla. Þessi úrslit eru mikið áfall fyr- ir íslenskan handknattleik. ís- lenska landsliðið er geysilega leik- reynt og undirbúningur liðsins undanfarin ár hefur verið gríðar- lega mikill,“ sagði Karl Benedikts- son eftir leikinn. MARGIR þjálfarar hafa lýst yfir óánægju sinni með dómara á heimsmeistarakeppninni og segja að líklega hafi dómgæsl- an sjaldan verið jafn slök. Þjálf- ari Júgóslava, Vezdimir Stankovic, var ómyrkur í máli í garð dómara eftir tap Júgó- slava fyrir Sovétmönnum. „Þeir fá sérstaka meðferð og dómarar dæma alltaf þeim f hag ef um vafaatriði er að ræða,“ sagði Stankovic. Hann var sérstaklega óhress með kafla í fyrri hálfleik er tveimur ieikmönnum hans var vikið af leikvelli. „Þarna áttum við möguleika á að komast yf ir og dómararnir ákváðu að hjálpa < þeim,“ sagði Stankovic. Frá Loga Bergmann Eiðssynii Bratislava Þeir fengu sömu meðferð í leikn- um gegn íslendingum og þetta er þreytandi að besta liðið skuli fá svona aukahjálp," sagði Stankovic. Þjálfarinn var súr í broti eftir leikinn. „Við áttum mögu- leika á sigri en lið okkar nær ekki nógu vel saman. Það má segja að við séum í sömu stöðu og íslending- ar — með sterkt lið sem skortir meiri breidd. Við eigum sjö til átta góða leikmenn en í keppni sem þessari er ekki hægt að komast af með minna en tólf til fimmtán mjög sterka leikmenn,“ sagði Stankovic. „Við höfum fengið lítinn tíma til undirbúnings og samæfingar og það hefur sagt til sín í leikjum okk- ar. Við náum ekki saman og erum í mestu vandræðum þegar við erum einum færri. Hann sagðist búast við því að Sovétmenn myndu sigra Ungveija eða Svía í úrslitum. „Ég held að ekkert lið standist Sovétmönnum snúning og ég tel að þeir séu með lang besta lið heims enda undirbúið þetta lið í fjögur ár.“ „Slökuðum á í lokin“ Anatolíj Evtutsjenkó, þjálfari Sovétmanna, sagðist vera ánægður' með sigurinn en óhress með hve leikmenn slökuðu á síðustu minú- turnar. „þegar við vorum komnir með fimm marka forystu hættum við og þetta var of tæpt í lokin,“ sagði Evtutsjenkó. „Júgóslavarnir eru með góða ein- staklinga sem náðu vel saman í dag en ég var engu að síður viss um sovéskan sigur,“ sagði þjálfarinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.