Morgunblaðið - 07.03.1990, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990
43
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
Mistök á mistök ofan
Enn einu sinni kastaði íslenska liðiðfrá sérsigri
Alfreð Gíslason,
sem hér skorar gegn
Pólverjum í gær, var
markahæstur ís-
lendinga í leiknumT
„Við, þessir eldri í
liðinu, reynum að
klára þetta með
sóma og vinna Aust-
ur-Þjóðverja,“ sagði
Alfreð í gærkvöldi.
Logi Bergmann
Eiðsson
skrifarfrá
Bratislava
ÞAÐ voru niðurlútir íslendingar sem gengu af velli eftir tap fyrir
Pólverjum í íþróttahöllinni í Bratislava í gær. Loks var útlit fyrir
að liðið væri að ná sér á strik og í upphafi síðari hálfleiks hafði
það fjögurra marka forskot. En það sama gerðist og í leiknum
gegn Júgóslövum, mistök á mistök ofan, og eftir hræðilegan
síðari hálfleik urðu íslendingar að játa sig sigraða 24:26 og að
öllum líkindum að taka að nýju sæti í B-keppninni.
Þegar staðan var 15:11 og
skammt liðið af síðari hálfleik,
virtist íslenska liðið hafa leikinn í
hendi sér. En þá kom svartur kafli
þar semekkert gekk
upp hjá íslendingum
en Pólveijar röðuðu
inn ódýrum mörk-
um, sjö í röð. Eftir
það áttu íslendingar á brattann að
sækja. Þeir n áðu þó að minnka
muninn í eitt mark en heppnin var
ekki með þeim á lokamínútunum
og Pólverjar tryggðu sér sigurinn.
Andleysi
Islenska liðið var þreytulegt í
þessum leik og er komið var í síðari
hálfleik gekk allt á afturfótunum.
Islendingar máttu reyndar þakka
fyrir að hafa forystu í leikhléi því
vörn og markvarsla voru með allra
slakasta lagi í fyrri hálfleik. Þegar
23 mínútur voru liðnar af fyrri hálf-
leiknum náði markvörður íslands
að veija fýrsta skotið. í síðari hálf-
leik skánaði markvarslan en liðið
gerði þó fleiri mistök. Kristján Ara-
son og Sigurður Gunnarsson léku
langt undir getu, voru ragir og lítt
sannfærandi og Alfreð Gíslason
gerði mörg mistök. Ljósu punktam-
ir voru Guðmundur Guðmundsson
sem gerði fjögur mörk og fiskaði
sex vítaköst og Bjarki Sigurðsson.
Þá varði Einar þokkalega í lokin
en sóknarleikur liðsins var andlaus
og kraftlítill.
Mistök
Það er auðvelt að vera vitur eft-
ir á en sú spurning hlýtur að vakna
hvort ekki hefði verið rétt að gefa
Sigurði Sveinssyni tækifæri. Að
hafa hann við hlið Kristjáns í sókn-
inni gaf góða raun gegn Sovét-
mönnum og því skrýtið að hann
skyldi ekki fá tækifæri þegar svo
illa gekk. Þá er undarlegt að Einar
skuli ekki hafa farið fyrr inná og
pirrandi að sjá hve íslensku leik-
mennimir voru seinir í vörninni
gegn snöggum Pólveijum.
Ennervon
Islendingar eiga enn möguleika
á að halda sér í A-keppni og
Olympíuleikunum í Barcelona en
þeir möguleikar em hverfandi. Það
er þó alls ekki rétt að afskrifa
íslenska liðið og bara hægt að vona
að það nái sér á strik gegn Austur-
Þjóðverjum á morgun.
■ BJARKI Sigurðsson var kjör-
inn besti maður íslenska liðsins
gegn Pólverjum en Thomas Lebi-
edzinski þótti bestur í liði Pól-
lands.
■ MARGIR þjálfarar fylgjast með
leikjunum í heimsmeistarkeppninni
og myndbandsupptökur, sérstak-
lega úr leikjum Sovétmanna, þykja
hin mesta gersemi. Til þess að sjá
sem best hvernig Sovétmenn haga
vöm sinni hafa nokkir þjálfarar
fengið að hafa myndavélar uppi í
rjáfri, í mikilli grind sem þar er,
og taka myndir beint niður á varn-
irnar.
Morgunblaðið/Júlíus
Gífurieg vonbrigði
„ÞETTA voru gífurleg vonbrigði og
ég get ekki sagt svona rétt eftir
leik hvað gerðist. Það bara hrundi
allt hjá okkur og við spiluðum illa.
Það er allt sem ég veit,“ sagði
Kristján Arason eftir leikinn gegn
Pólveijum.
„Sóknin var slök og án baráttu
ISLAND - PÓLLAND 25 : 27
Nafn Skot Mörk Varin Yfireöa framhjé i stöng Fengin vfti ÚUf i2mfn Knetti glntað Línusend. sem gefur mark Skot- nýtlng
Einar Þorvaröarson 4/1
Guðmundur Hrafnkelsson 5
Þorgils óttar Mathiesen 6 4 2 1 1 2 67%
Bjarki Sigurðsson 3 2 1 1 2 1 67%
Guömundur Guömundsson 5 4 1 6 1 80%
Geir Sveinsson 1
Sigurður Gunnarsson 2 1 1 2 1
Alfreö Gfslason 16/8 9/6 4/1 2/1 1 1 2 56%
JúlíusJónasson 4/4 4/4 1 100%
Sigurður Sveinsson
Kristjón Arason 4 2 2 2 4 3 50%
JakobSigurðsson
b
Getur ekki versnað
- segir Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari
„ÞETT A var virkilega slæmur
leikur hjá okkur og það brást
í raun allt. Markvarslan og
vörnin voru með versta móti
og sóknin vandræðaleg. Við
eigum enn möguleika og ég
held að þetta geti ekki versn-
að,“ sagði Bogdan Kowalc-
zyk, þjálfari íslenska lands-
liðsins eftir leikinn gegn Pól-
verjum.
Pólveyjarnir náðu mjög góðum
leik í síðari hálfleik og á sama
tíma gekk ekkert upp hjá okkur.
Það er í raun engin ein lausn á
vanda liðsins en það hefur gífur-
lega mikið að segja þegar lykil-
menn ná sér ekki á strik og það
er stærsta vandamál okkar hve
óstöðugir þeir hafa verið,“ sagði
Bogdan.
Hann sagði að kannski hefði
verið réttara að setja Einar Þor-
varðarson fyrr inná en hann hefði
átt von á að Guðmundur Hrafn-
kelsson færi í gang. „Það hefði
kannski getað breytt einhveiju.
En það sem réði úrslitum var að
við gerðum ótrúlega mörg mistök
og í keppni sem þessari hefur
ekkert lið ráð á því að gera mis-
tök,“ sagði Bogdan.
og þeir náðu öllum fráköstum.
Vörnin var slöpp og það vantaði
alla grimmd í hana og þá er ekki
við góðu að búast. Þetta var stærsti
möguleiki okkar og nú er hann far-
inn. En við lítum á leik til sigurs
gegn Austur-Þjóðveijum og þá er
bara að vona að það dugi,“ sagði
Kristján.
Nýttum ekki færin
„Ég veit ekki hvað gerðist. Við
nýttum ekki færin og það réði
líklega úrslitum," sagði Alfreð
Gíslason. „Vörnin og markvarslan
voru ekki nógu góð og sóknin léleg.
Við, þessir eldri í liðinu, reynum
að klára þetta með sóma og vinna
Austur-Þjóðveija en þá þurfum við
að bæta okkur verulega," sagði
Alfreð.
lila undirbúnir
„Við komum til leiks illa undir-
búnir og það er fljótt að segja til
sín. Það afsakar þó kannski ekki
þennan kafla í síðari hálfleik en þá
er bara eins og það sem við erum
að reyna að gera gangi ekki upp,“
sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyr-
irliði landsliðsins. „Þetta var af-
spyrnulélegt í síðari hálfleik og ég
á bágt með að skilja af hveiju þetta
fór svona,“ sagði Þorgils. „En það
eru tveir leikir eftir og við höfum
alls ekki gefist upp,“ sagði Þorgils.
Sorglegt
„Þetta var hryllilegt. Svo sorg-
legt að það er varla hægt að lýsa
því,“ sagði Bjarki Sigurðsson. „Þeir
. nýttu sér misheppnuðu skotin okkar
og unnu okkur á hraðaupphlaupum.
Við vorum seinir aftur, þeir tóku
áhættuna og það gekk upp,“ sagði
Bjarki.
Erum ekki í formi á réttum tíma
„Það var ótrúlegt að við skyldum
tapa þessu. Með fjögurra marka
forystu og möguleika á að bæta
við. Ég bara skil þetta ekki,“ sagði
Einar Þorvarðarson eftir leikinn.
„Ég held að það sé augljóst að við
erum ekki í formi á réttum tíina
og liðið nær alls ekki saman.'
Kannski hefði mátt leika öðruvísi í
síðari hálfleik en það er alltaf erfitt
að segja hvernig það hefði farið,“
sagði Einar. „Leikimir hjá okkur
hafa verið köflóttir og það er eitt-
hvað meira en lítið að liðinu. Það
er ekki eðlilegt að tapa tveimur
leikjum svona,“ sagði Einar.
Morgunblaðið/Júlfus
Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði
íslenska liðsins, skorar hér eitt af fjfir-
um mörkum sínum í leiknum gegn
Pólveijum.