Morgunblaðið - 05.04.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.04.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 Bókhalds- nám Tölvuskóli Reykjavíkur býður nú uppá bókhaldsnám fyrir fólk sem vill ná tökum á bókhaldi fyrirtækja. Markmið námsins er að þátt- takendur verði fullfærir um að starfa sjálfstætt við bók- haldið og annast það allt árið. T*eÍMt ient e&ái yeját kodtur d áéfutö/iu yuuoutÓMtidíeác. A námskeiðinu verður eftirfarandí kennt: ★ ÍTARLEGBÓKHALDS- VERKEFNI ★ LAUNABÓKHALD ★ VIRÐISAUKASKATTUR OG AÐRIR SKATTAR ★ VÍXLAR OG SKULDABRÉF ★ LÖG OG REGLUGERÐIR ★ RAUNHÆF VERKEFNI, FYLGISKJÖL OG AFSTEMMINGAR ★ TÖLVUBÓKHALD: FJÁR- HAGS- OG VIÐSKIPTA- MANNABÓKHALD Næsta grunnnámskeið hefst 10. apríl og bókhaldsnámið hefst 23. apríl. Skráning er þegar hafin. Tölvuskóli Reykíavíkur Borgartúni 28. S:687590 TÖLVUFRÆÐSLA Nýir tekju- stofiiar ríkisins eftir Emil Þór Eyjólfsson Mikið hefur verið rætt og skrifað um þær hækkanir sem urðu á ýms- um leyfum og skírteinum nú um síðustu áramót, svonefnda reglu- gerð um aukatekjur ríkissjóðs nr. 644, sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ákvað til að fá fleiri krónur í ríkiskassann, saman- ber verkfall unglækna nú nýverið. Félagar í Flugvirkjafélagi Islands urðu áþreifanlega varir við þessar hækkanir. Þannig hækkuðu skírteini flugtæknis, sem íslenska Flugmálastjórnin gefur út, úr 2.900 kr. í 25.000 kr. en þetta er um 862% hækkun. Þetta gjald er greitt einu sinni og síðan í hvert skipti sem þú endurnýjar skírteinið er greitt annað gjald, í dag er það 2.400 kr. var áður 2.000 kr. Nú, þetta er ekki nóg, því ef þú lærir á aðra flugvélategund sem oftast tekur um sex til sjö vikur með ströngum prófunum á öllum kerfum flugvélarinnar og lýkur síðan með prófskírteini frá þeim aðiia sem námskeiðið heldur, þá er þess kraf- ist að þú fáir það skráð í skírteinið en það gjald hækkaði úr 600 kr. í 1.000 kr. Þá er auðvitað ótalin hækkunin sem varð á sveinsskír- teini úr 1.000 kr. í 5.000 kr. eða 500%. Stjórn Flugvirkjafélags íslands vakti athygli á þessum hækkunum er varða leyfi til þess að stunda sína atvinnu við forsvarsmenn ASÍ þegar í byijun janúar og þegar samningar stóðu sem hæst, reyndar vöktum við athygli á fleiri hækkun- um en þeim sem eingöngu snertu okkur svo sem hækkunum á vega- bréfum, ökuskírteinum, fæðingar- vottorðum o.fl. Þarna voru miklar hækkanir á ýmsum þeim hlutum sem okkur nútímamanninum hefur verið gert skylt að hafa, vegna alls pappírsflóðsins og skriffinnskunnar sem allt þetta þjóðfélag krefst (t.d. vegabréf fullorðna úr 1.500 kr. í 2.500 kr. eða um 67% hækkun). Þessar hækkanir eru langt umfram verðlagsþróun undanfarin ár og þær óskir sem stjórnvöld settu fram um að öllum hækkunum yrði stillt í hóf. Forsvarsmönnum ASI tókst ekki að koma í veg fyrir þessar hækkanir eða draga úr þeim af ein- hveijum ástæðum en „hörmuðu þær mjög“. Þegar þessi niðurstaða var ljós ákváðum við að hafa samband við fjármálaráðherra og kynna honum okkar hlið á málinu og gerðum það með bréfi dagsettu 15. janúar 1990 og fer hér á eftir úrdráttur úr því bréfi. „Það er krafa loftferðaeftirlits og íslenskra flugmálayfirvalda að til að flugvélar teljist lofthæfar verði að skrifa þær út af flugtækni (flugvirkja) með fullgild réttindi. Til að geta starfað í flugvirkjun eru gerðar kröfur um að menn hafi sveinsbréf og skírteini flugvéla- tæknis. Þegar þessi réttindi eru farin að kosta eins mjkið og fyrr er nefnt þá kann það að leiða til þess að þau þarf ekki að gefa út. Menn hafa ekki efni á skírteinunum og slíkt kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslensk flugmál. Um það bil 95% af þeim sem flug- tækniskírteini hafa starfa fyrir íslensk flugfélög hér á landi og fá menn enga sérstaka umbun fyrir þessi skírteini, en verða samt að hafa þau. Flugvirkjun er eina iðngreinin á íslandi sem stjórnvöld gera kröfu um ákveðin skírteini auk sveins- bréfs til að fá að starfa í iðngrein- inni, auk þess sem endurnýja þarf þessi skírteini á fimm ára fresti, og einnig í hvert skipti sem áritun á sér stað og þarf að borga fyrir , slíkt.“ Fjármálaráðherra taldi þrátt fyr- ir þessi rök okkar ekki hægt að draga þessar hækkanir til baka, þær byggðust á lögum og í ráðu- neytinu hefði átt sér stað endurmat á öllum þeim þáttum sem snertu fyrrgreinda reglugerð og ýmislegt sem menn hefðu talið óvenju lágt verið hækkað, en þrátt fyrir þetta lofaði hann að endurskoða þessar hækkanir gagnvart okkur, þó gæti sú endurskoðun ekki gerst fyrr en í lok ársins því að þessi gjöld væru aðeins endurskoðuð einu sinni á ári. Vegna verkfalls unglækna nú nýlega var haft eftir fjármálaráð- herra að rétt væri að læknar borg- uðu vel fyrir þann aðgang að háum launum sem þeir nytu. Nú vil ég beina því til fjármálaráðherra að hann taki hátt gjald af kjörbréfum alþingismanna sem hingað til hafa verið án gjaldtöku enda er um að Emil Þór Eyjólfsson „Nú vil ég beina því til íjármálaráðherra að hann taki hátt gjald af kjörbréfum alþingis- manna sem hingað til hafa verið án gjaldtöku enda er um að ræða aðgang að háum laun- um“ ræða aðgang að háum launum eins og allir landsmenn vita, nú þá er ekki úr vegi að ráðherra borgi sitt gjald fyrir ráðherrastól enda eru það eftirsóknarverðir stólar bæði vegna valds og launa. Þetta myndi eflaust mælast vel fyrir, þar sem alltaf vantar fleiri krónur í kassann og með þessu væru þingmenn auð- vitað að borga fyrir þau forréttindi að fá að vinna við Alþingi Islands. Þessa nýju tekjuöflun mætti síðan útfæra nánar, t.d. forstjóraleyfi, bankastjóraleyfi, framkvæmda- stjóraleyfi o.s.frv. Við skorum hér með á ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar að láta alla launþega njóta sama réttar og að hækkanir þær sem urðu nú um áramót er varða beinan atvinnurétt launþega verði dregnar til baka eða finnst mönnum kannski eðlilegt að t.d. forseti íslands þurfi að greiða gjald fyrir að gegna forsetaembætt- inu, en það er einmitt það sem við flugvirkjar þurfum að gera til að fá að starfa í flugvirkjun og teljum við að þarna sé um skýlaust mann- réttindabrot sé að ræða. Höfíindur er formaður Flugvirkjafélags íslands. — -----------|---------- Er gjaldkerastarfið flókið? Við greiðum úr því. Æði margir gjaldkerar húsfélaga og félagcisamtaka vita hvernig það er að sitja fram á nótt við að reikna út greiðslur og skrifa gíróseðla eða kvittanir. Vera svo jafnvel andvaka yfir öllu saman. Núna höfum við hjá sparisjóðunum endurbætt félaga- og húsfélagaþjónustuna. Við reiknum saman gjöld og skiptum þeim niður á greiðendur, skrifum gíróseðla með fullum upplýsingum og sjáum um innheimtu. Með tengslum við Símabanka sparisjóðanna er hægt, hvenær sem er, að fá upplýsingar um reikninga félagsins, hreyfingu o.fl. SPARISJÓÐIRNIR -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.