Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR, 5. APRÍL 1990
NEYTENDAMAL
Matvælaiðnaður
Virkara eftirlit - betri matvæli
Ráðsteliia um öryggi matvæla og samskipti hagsmunaaðila var
haldin á vegum Félags íslenskra iðnrekenda á Hótel Loftleiðum,
þriðjudaginn 27. mars. Meðal eftiis sem tekið var til umræðu á
ráðsteftiunni voru góðir framleiðsluhættir, eftirlit og aðgerðir frá
siátrun til vinnslu, vinnsla, dreifing og sala matvæla, samskipti
fyrirtækja og eftirlitsaðila og áhrifamáttur, tjáningarfrelsi og sið-
fræði Ijölmiðla.
í máli sérft-æðinga kom fram, að ástand í matvælaiðnaði hefði
stöðugt farið batnaði á undanförnum árum, en Þórhallur Halldórs-
son forstöðumaður Hollustuverndar sagði að hér væru þó starf-
rækt matvælafyrirtæki sem ekki ættu að koma nálægt matvæla-
framleiðslu.
Fyrirtækin með eigið eftirlit
Halldór Runólfsson hjá Holl-
ustuvernd sagði að fjármagn hefði
skort til opinbers eftirlits, sem
hefði orðið til þess að fyrirtækin
sjálf hefðu aukið innra eftirlit með
framleiðslunni. Fyrirtækin færu
þar eftir reglum sem þau settu
sjálf í samvinnu við opinbera eftir-
litsaðila, en þau bæru í vaxandi
mæli ábyrgð á eigin framleiðslu.
Eftirlit með sláturhúsum er í
höndum yfirdýralæknis. Brynjólf-
ur Sandholt yfirdýralæknir sagði
að breyttar matarvenjur krefðust
breytinga á sláturaðferðum, en
breytingar hefðu mætt andstöðu
framleiðenda sjálfra og tengdist
það viðskiptalegum hagsmunum.
Sláturhúsum hefði fækkað í
landinu, en þau voru 50 fyrir tíu
árum.
Fóður uppspretta sýkla
Áhættuþætti í búfjárrækt sagði
hann vera nokkra og benti á að
oft væri fóðrið uppspretta sýkla,
en væri það hitameðhöndlað
dræpust sýklarnir. Svín og kjúkl-
ingar væru áhættusöm, sýkingar
hjá þeim væru algengari en í öðr-
um búfénaði sem kæmi til af því
að þessi dýr búa þétt og við ákveð-
ið hitastig. Sýkingar vegna salm-
onella og campylobacter væru
nokkuð útbreiddar í alifuglum en
stefnt væri að því að útrýma þess-
um áhættuþáttum.
Brot ekki gerð opinber
Heilbrigðiseftirlit á hveijum
stað hefur eftirlit með hreinlæti
og vörum á framleiðslustað. Odd-
ur Hjaltason, forstöðumaður Heil-
brigðiseftirlits Reykjavíkur, sagði
að einnig væri fylgst með hrein-
læti og fatnaði starfsfólks á
vinnustað. Hann benti á, að þar
mætti margt betur fara, það væri
t.d. undantekning ef starfsfólk
léti höfuðfat hylja hár sitt við
matvælaframleiðslu. Hvað fram-
leiðsluhætti snerti sagði Oddur
að heilbrigðiseftirlitið færi varlega
í að útvarpa því, ef einhver fram-
leiðandinn gerðist brotlegur, eins
og með notkun aukefna. Veitt
væri áminning. Hægt væri að
beita dagsektum eða innsigla, en
reynt væri að koma í veg fyrir
að framleiðendur yrðu fyrir tjóni.
Eftirlitsaðilar þjónar
framleiðenda fremur en
neytenda
Það kom greinilega fram á ráð-
stefnunni að opinberir eftirlitsað-
ilar telja sig fremur þjóna fram-
leiðenda en neytenda.
Jón Gunnar Jónsson frá Slátur-
félagi Suðurlands sagði að fyrir-
tækin væru ábyrg gagnvart neyt-
endum en einnig gagnvart fyrir-
tækinu sjálfu. Hann fór fram á
þáð við þá sem völdin hafa hjá
eftirlitsaðilum að sýna fyrirtækj-
um sanngirni. Hann ásakaði fjöi-
miðla fyrir að flytja fréttir af áföll-
um í matvælaiðnaði án þess að
hafa kynnt sér allar hliðar mála.
Betri samvinna allra hagur
Elías Snæland Jónsson aðstoð-
arritstjóri DV, talsmaður fjöl-
miðla, sagði að blaðamenn og fjöl-
miðlar teldu sig hafa skyldum að
gegna við neytendur. Þeir álitu
brýnt að neytendur fengju réttar
uppiýsingar. Blaðamenn legðu sig
fram við að fá sem bestar upplýs-
ingar og leituðu þá oft til margra
aðila eftir staðfestingu áður en
frétt væri birt. Hann benti einnig
á að þegar eitthvað færi úrskeiðis
í framleiðslunni væru framleið-
endur yfirleitt ekki til viðtals.
Hann sagði þessi viðbrögð vera
bagaleg, fjölmiðlar gætu oft með
umfjöllun sinni aðstoðað fyrirtæk-
in við að komast yfir óvænt áföll
og benti á nokkur dæmi máli sínu
til stuðnings. Því væri gagn-
kvæmt traust og betri samvinna
þessara aðila allra hagur.
M. Þorv.
Mengun frá vinnuvélum
Kæruleysi og vanræksla
Það er orðið tímabært fyrir þjóð, sem ætlar sér að markaðs-
setja landið út á hreina „ímynd“ landsins, að líta nú vel í kringxim
sig og átta sig á þeirri mengun umhverfisins sem hér er látin
viðgangast.
Neytendasíðunni bárust ákveðnar ábendingar sem tengjast
hirðu vinnuvéla. Því var haldið fram, að við skipti á olíu á stórum
vinnuvélum hefði olían, til skamms tíma, verið látin renna frá
vélum óhindruð niður í jarðveginn (eða hraunið hér fyrir sunn-
an). Við höfðum samband við nokkra aðila til að kanna hvaða
reglur væru í gildi i slíkum málum og hverjir væru eftiriitsaðil-
ar. Lausleg könnun leiddi margt óvænt í ljós. Opinbert eftirlit
með olíuskiptum á vinnuvélum reynist vera mjög takmarkað eða
alls ekki neitt.
Aðeins eftirlit með öryggi
starfsmanna
Haukur Sölvason hjá vinnueft-
irlitinu var spurður um eftirlits-
skyldu stofnunarinnar gagnvart
vinnuvélum. Hann sagði að vinnu-
eftirlitið hefði aðeins eftirlit með
þeim þáttum sem snerta öryggi
þeirra starfsmanna sem vinna á
vélunum eins og hemlabúnaði og
bremsum. Hann kvaðst álíta að
nokkuð vel væri litið eftir vinnu-
vélum hjá stærri verktökum þar
sem verktakafyrirtækin hefðu sín
eigin verkstæði.
Hjá vinnueftirlitinu eru á skrá
236 hjólaskóflur, 200 jarðýtur,
600 skurðgröfur, 94 vegheflar og
534 dráttarvélar sem eru í hönd-
um verktaka. En eftirlit með
mengun frá vinnuvélum fellur
ekki undir vinnueftiriitið eða
neina aðra stofnum.
Dráttarvélar ekki
skoðunarskyldar
Hjá Bifreiðaskoðun íslands
voru í síðustu viku komnar á skrá
11.403 dráttarvélar og eru það
vélar frá helstu þéttbýlissvæðum
landsins. Talsmaður eftirlitsins
vakti athygli á að dráttarvélar
landsmanna væru ekki skoðunar-
skyldar - eigendum bæri aðeins
að láta skrá þær.
Satt að segja vekur það furðu
að dráttarvélar skuli ekki vera
skoðunarskyldar, þar sem varla
hefur liðið svo ár, að ekki hafi
orðið fleiri eða færri stórslys af
akstri dráttarvéla. Nú mun vera
til umræðu að vinnueftirlitið í
samvinnu við dómsmálaráðuney-
tið setji saman reglugerð um ör-
yggi dráttarvéla.
Olíumengun í náttúrunni
Olían sem tii fellur við skipti á
olíu getur verið umtalsverð. Á
vinnuvél munu fara um 20-30
lítrar af olíu og er endingartíminn
áætlaður um 500 vinnustundir
(eða tveir mánuðir að jafnaði).
Stórir flutningabílar hafi verið í
notkun hér á landi, m.a. á hálend-
inu, og hefur verið bent á að óljóst
sé hvemig staðið hafi verið að
olíuskiptum á þessum stóru bílum
svo fjarri byggð.
Á landsbyggðinni liggja vinnu-
vélar og gömul og ný bílhræ víða
á bæjarhlaði eða í túnjaðri við ár
og læki og virðist enginn hafa
áhyggjur af því hvort hættulegir
vökvar, þ.e. kælivökvar, olía eða
sýrur, frá ónýtum geymum hafi
verið fjarlægðir úr þessum gömlu
vinnutækjum áður en þeim var
lagt, - eða hvort þessi eiturefni
hafi náð að menga jarðveginn og
komist í grunnvatn eða vatnsból
heimafólks.
í sambandi við vinnuvélar í
notkun til sveita hafa menn talið
líklegt að bændur hirði olíu sem
kemur við olíuskiptin þar sem
hana sé hægt að endurnýta til
brennslu. Það verður þó að gera
með gát eins og fram kemur hér
á eftir.
Nýja mengunarvarna-
reglugerðin „hriplek"
Hjá Hei I brigði sefti r 1 iti
Reykjavíkur fer Tryggvi Þórðar-
son með umhverfismál og var
hann spurður um mengunareftirlit
heilbrigðiseftirlitsins. Hann sagði
að eftirlit með mengun væri tak-
markað þar sem engar reglur
væru til um mengun og mengun-
arvarnir fyrir smáiðnað.
í sambandi við brennslu olíu
nálægt byggð þá benti Tryggvi á
að hún væri ekki hættulaus, frá
henni gætu komið eitraðar lofteg-
undir ef blandað væri saman við
hana olíum sem ekki má brenna
eins og olíu frá rafspennum. Olíur
úr rafspennum geta m.a innhaldið
PCB sem er stórvarasamt efni.
Eins og lesendur rekur minni til
komst PCB úr rafspennum út í
jarðveginn í Sundahöfn, en efnið
er viðurkenndur krabbameins-
valdur.
Mengun frá bíla-
þvottastöðvum?
Tryggvi benti á að í nýju meng-
unarvarnareglugerðinni væri ekk-
ert getið um mengun sem komið
gæti frá bílaþvottastöðvum. Við
forþvott á bílum væri notað
„white spritt“ og í því væru ýmis
varasöm efni. Þvottastöðvar
hefðu ekki hreinsibúnað og færi
efnið því beint í holræsið og út í
sjó. Það hefur verið áætlað, að
frá bílaþvottastöðvum hér í
Reykjavík fari um 100-150 tonn
af þessu efni út í „Sundin“ ár-
lega. Rétt er að benda á að eldis-
silungur er alinn í kvíum úti fyrir
ströndinni.
White spritt hefur einnig verið
notað við hreinsun á bílum við
heimahús. Þaðan getur efnið auð-
veldlega borist í jarðveginn eða í
holræsið. Þar er önnur hætta til
staðar. í öllum nýrri hverfum hef-
ur verið komið fyrir tvöföldu hol-
ræsakerfi. Annað kerfið tekur við
frárennsli og skolpi frá hýbýlum
en í hitt kerfið fer afrennsli frá
götum, aðallega rigningarvatn,
sem ekki er talið skaðlegt og er
því látið fara í annan farveg, m.a.
í ár og læki (Elliðaárnar). Ef
white spritt kemst, við þvott á
bílum í íbúðarhverfum, út í holæsi
gatna og þaðan út í umhverfið,
getur það valdið skaða.
Tryggvi sagði að æskilegt væri
að nota tjöruhreinsunarefni sem
skildist frá vatni í olíuhreinsunar-
útbúnaði bílaþvottastöðva. Hann
sagðist telja að mun öruggara
yrði fyrir umhverfið að þvottur
bíla færi fram á þessum þvotta-
stöðvum eftir að hreinsibúnaður
hefði verið settur þar upp. Hann
sagði að heilbrigðiseftirlitið teldi
nauðsynlegt að settar verði sem
fyrst reglur um mengunarvarna-
búnað bílaþvottastöðva.
Hin hreina ímynd landsins
Ljóst er að ef við ætlum okkur
að kynna heimsbyggðinni hina
hreinu „ímynd“ Islands þá er
tímabært að gert verði átak í að
fegra ,,ímyndina“ hér á heima-
velli. I þessari umfjöllun hefur
aðeins verið tiplað yfir dekkstu
pollana.
M. Þorv.