Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 25 En eg hika ekki við að endurtaka að allar atburðarásir á festingu, sem lýst er í túlkunum mínum, eru mínar eigin. Þær eru ekki frá þér runnar, nema að svo miklu leyti sem fræði þín hafa sett mig á sporið í upphafi vega. Er sú leiðarvísun hér með viðurkennd með þökk og virð- ingu. Túlkanakerfi mitt rennur samhliða þínu og styrkir það, er frá sömu rótum runnið, en sem sérstak- ur stofn. Önnur ágreiningsatriði hvað snertir höfundarrétt, og þú tíundar í reiðilestri þínum, eru tekin úr sam- hengi: þú greinir ekki á milli hug- lægrar túlkunar þinnar og mynd- rænnar túlkunar minnar. Það sem eg ber fram er „leiksvið" nætur- skuggsjár himins, eins og eg tel fornmenn hafa skilið hana og klætt í dulbúning goðsagnanna, sem gervi leikaranna. Þar eru stjörnumerkin baktjöld leiksviðsins, himintunglin öll leikendur þess. þar ganga þau sinn misjafna gang, sum lengri en sum styttri, sum hægt, sum hratt (Óðinn/Merkúr, Loki/Satúrn), sum beint, sum í hringdansi (Þór/Júpit- er, Satúrn, Mars/ýmsir). Sumir leikarar hanga lengi á sviðinu (Sat- úrn), aðrir skjótast oft bak við hlið- artjöldin (Merkúr, Iðunn/Venus). Sumir mylja hausa í smáa mola, sumir eðla sig, aðrir míga. Allt á sviðinu! Allt upp á nýjustu tísku. ' Eg vil benda þér og lesendum á að hvergi kemur þú fram með hreyfingar og gang reikistjarna sem skýringu á atburðarás goðsagn- anna. Og hvergi hefur þú „skil- greint stjárnhimin" í því tilliti, eins og þú segir. Því síður gefið ákveðna staðsetningu mítanna á stjarn- himni, eða dagsetningu atburðar- ins. Framvinda mítanna í einstaka atriðum er viðfangsefni túlkunar minnar. Þar kemur hún til beinnar aðstoðar við nútimarannsóknir um samsvaranir og skyldleika míta á nærlægum menningarsvæðum. A eg einkum þar við gelíska hefð. Ástæða þess að þú hefur ekki gefið þig að þessu viðhorfi stjarngoð- fræðinnar er sú að þú hefur farið aðrar leiðir, og vissulega ekki ómerkari. Þú ert að klæða íslenskar fornbókmenntir í fjölþættan litvef hugmyndafræðinnar, eg að smíða þeim grind eða ramma. Algerlega er þér fyrirgefið „flausturslegt" og nærgöngult „flan“, af misskilningi byggt, á sviði þessu sem þú virðist vilja gera að vígvelli. Ert jafnvel farinn að safna þér andskotaliði úr óvæntustu átt. Á eg þar við óverðskuldaða árás þína á þá prúðu menn Harald Bessason háskólarektor og Ian Cameron stjarnfræðing, sem rita formála bókarinnar, og niðrandi aðdróttanir að stofnunum þeirra. Svona fer mönnum er þeir særa sér upp drauga til að berjast við. Nefn- ist sú íþrótt nú til dags skugga- glíma. Haraldur á einungis við að samtíma bókmenntir hafí notað dulmál, og styrki sú staðreynd gildi aðferðar minnar: þar kunni að hafa verið fyrir hendi eitthvað til að ráða úr. Dulmáls-jarðvegur væri til stað- ar sem mætti leggja undir plóg. Það nær ekki lengra. Hann leggur engan dóm á þesu mína eða aðrar forsendur. hennar. Stjarnfræðingur- inn tímasetur þá afstöðu reiki- stjarna, tungls og sólar, sem eg les úr mítunum. Varðandi „uppkasts“-form bók- arinnar er þess getið í inngangi að hún sé stytt útgáfa, eða úrtak, af enskri gerð, sem heitir Astral Aspects of the Eddas, og bíði enn prentunar. Niðurstöður hennar voru flestar unnat' 1981-82, og voru notaðar í fyrirlestra við Manitóba- háskóla og Smithsonian-stofnunina í Washington 1982 og 1983. Bókin var fyrst rituð 1983-84 og þá tilbú- in frá minni hendi. Samt fór hún í þtjár yfirferðir vegna málfars og framsetningar, eins og þér er kunn- ugt. Bíður hún enn útgáfu vegna hins síðara, en „gildi“ (likelihood of correct conclusions) niðurstaðn- anna og „innsæi“ (insight) þeirra er viðurkennt af handritsdæmend- um (í bréfum til mín frá styrkveit- inganefnd). í þeirri bók er skýrt frá rannsóknum þínum og mikilvægi þeirra og bækur þínar allar skráð- ar, sem útkomnar voru. Eg kynnti mér ýmsar greinar fornfræði í 12 ár áður en samband- ið fékkst við Súmer og endarnir náðu saman. Síðan gátu innviðir hallarinnar risið af grunni dýra- hrings þess sem þú hafðir lagt. Þá var aðeins eftir að þreifa sig áfram um völundarhúsið til að finna sam- ræmdar samsvaranir goðfræði og stjarnfræðisögu. Eins og segir í bókarlok var hvorki ætlun mín né raunsæ von að geta „lokið“ þessu grúski. Það er ætlað öðrum. Eg vildi bara benda á nýja leið til skiln- ings goðsagnanna. En hvers vegna bregðast' svo hastarlega við ef ein- hver annar kemur fram með skoð- anir á þessu sviði? Sérstaklega er þú sjálfur hafðir hafnað efnislegu sambandi við mig meðan á myndun þeirra stóð. Eg hélt að þú vildir að skoðanir þínar vektu áhuga annarra og fengju hljómgrunn. Eg vona að þú sjáir þér bráðlega fært, í ljósi þessara útskýringa minna, að „rökræða hið góða í verki Björns“, minnugur þeirra ólíku sviða sem við leikum á. Væri þá æskilegt að ráðningar mínar væru ræddar í sínu eigin samhengi og bornar við texta Eddu, en láta þær ekki týnast í orðfjálgri heimfæringu til þinna kenninga einvörðungu. Eg mun ekki svara frekari ádeil- um en bregðast við kurteisri gagn- rýni af þakklæti þegar hún berst mér í hendur. Það var af tilviljun að eg fékk þessa „sendingu“. Þinn einlægur lærisveinn og vin- ur. Höfundur er læknir í Kanada. 0 sem vera áttu í kvöld í Háskólabíói, falla niður af óviðráðanlegum orsökum *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.