Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 26

Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 SAMNINGARNIR í ÁLDEILUNNI Við stöndum allir að þessari lausn - segir Gylfi Ingvarsson^ aðaltrún- aðarmaður starfsmanna IS AL „Þetta voru mjög eríiðar samningaviðræður og ég hefði viljað sjá okkur gera samning án þess að til kæmi miðlunartillaga. Við leggjum málið fyrir starfsmenn á morgun (í dag) og þeir taka endanlega ákvörðun," sagði Gylfí Ingvarsson, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ÍSAL í samtali við Morgunblaðið eftir að samningar liöfðu verið undirritaðir í gær. Hann sagði að samningurinn væri á sömu nótum og samningur ASÍ og VSÍ. Starfsmönnum yrði gerð grein fyrir honum á fundum í dag og atkvæði greidd og ekki yrði látin uppi um efnisatriði hans fyrr en að því loknu, en bónus- greiðslan sem deilt hefði verið um væri inni og hagræðing og viðmið- anir varðandi hana sem því tengd- ust. Gylfí sagði aðspurður að ekki hefði verið komist lengra í viðræð- unum, þær hefðu verið stopp þeg- ar ríkissáttasemjari hef-ði lagt fram innanhústillöguna. „Það hefði verið mjög æskilegt að gera samkomulag og við lögðum mikið upp úr því. Það er mjög þýðingar- mikið að menn geti klárað svona mál, en því miður tókst það ekki öðru vísi en sáttasemjari kæmi inn í.“ Hann sagði að það hefðu verið átök innbyrðis um þessa lausn, en þetta hefði orðið niðurstaðan og allir stæðu að henni. „Ég held að þegar menn fara að meta stöð- una verði þeir sammála okkur, en það á eftir að reyna á það,“ sagði Gylfí að lokum. Skynsamleg mður- staða fyrír báða aðila - segir Þórarinn V. Þórarinsson „Ég held að það hafi verið skynsamleg niðurstaða fyrir báða aðila það sem varð samkomulag um að lokum,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Is- lands, sem fer með samningsumboð fyrir hönd Islenska álfélagsins. „Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að deilan hefur fyrst og fremst snúist um það hvort árangurstengd greiðsla frá liðnu ári ætti að endurtakast í nýjum samningi á þessi ári. Samkomu- lagið sem náðist nú loks í morgun er byggt á þessum forsendum um greiðslu og árangur og við vænt- um þess að það reynist bæði starfsmönnum og fyrirtæki vel. Þetta var að ýmsu leyti þvinguð lausn því báðir aðilar gerðu sér glögga grein fyrir því hversu mik- ið var í húfi fyrir fyrirtækið, starfsmenn þess og raunar fyrir þjóðarbúið, því þjóðhagsleg áhrif þessa eina fyrirtækis eru svo gríðarieg að sveiflur í verði sjávar- afurða um 1, 2 eða 3% eyðast auðveldlega ef til stöðvunar þessa fyrirtækis myndi hafa komið,“ sagði Þórarinn ennfremur. Hann sagði að það væri einlæg von þeirra að með þessum samn- ingi hefði tekist að ná ásættan- legu samkomulagi, sem gæti lagt grunn að bættu samstarfi í framt- íðinni, jafnframt því að þeim voða að fyrirtækið stoppaði hefði verið bægt frá. „Það markaði hins veg- ar deiluna og framgang hennar mjög að við erum skuldbundnir til að semja innan þess ramma sem markaðaur var í samningum okkar og Alþýðusambandsins fyrr á þessu ári og það tókst að halda þau markmið og ná þó þessum árangri um leið. Það tel ég fyrir rnestu." Þórarinn sagði að það hefði verið rétt mat hjá ríkissáttasemj- ara að höggva á þau tiltölulega litlu atriði sem í milli báru, því miðað við það sem samkomulag hafði tekist um milli aðila hefði það ekki verið stórt sem á milli bar. „Hlutverk sáttasemjara kem- ur einmitt skýrast í ljós við þær aðstæður og það lánaðist í þessu tilviki,‘tsagði Þórarinn að lokum. Barnabókaverðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur: Sigrún og Herdís deildu verðlaunimum ÞÆR Sigrun Davíðsdóttir og Herdís Egilsdóttir hlutu barnabókaverð- laun skólamálaráðs Reykjavíkur í ár. Davíð Oddsson borgarstjóri af- henti verðlaunin í Höfða í gær og hlaut Sigrún þau fyrir barnabókina „Silfur Egils" og Herdís fyrir sérstakt lramlag til íslenskra barnabóka. Er það í fyrsta sinn sem slík verðlaun eru veitt en bækur hennar hafa verið leiknar, lesnar, kvikmyndaðar og gefnar út á hljómplötum eins og Bragi Jósefsson formaður dómnefndar komst að orði við afiiendingu verðlaunanna. Þær Herdís og Sigrún hlutu 150 þúsund krónur hvor. Þetta er í átjánda sinn sem verð- launin eru veitt og sagði Bragi að hefð hefði skapast að veita tvenn verðlaun. Önnur fyrir frumsamda skáldsögu og þá frekar valin verk eftir nýja höfunda og hin verðlaunin fyrir þýddar sögur. Undantekningar væru á þessari hefð og svo væri reyndin nú. „Silfur Egils er vönduð bók bæði er varðar mál og útlit,“ sagði Bragi. „Efni bókarinnar er menningarlegt og nútímalegt og snýst um að finna fjársjóð þann er Egill Skallagrímsson á að hafa fólgið í jörðu þar sem nú er Mosfellsbær. Þetta er fyrsta bók höfundar, von- andi fylgja fleiri á eftir.“ Herdísi Egilsdóttur er veitt viður- kenning fyrir sérstakt framlag til bamabóka en hún hefur skrifað milli 20 til 30 bækur ætlaðar börnum allt frá árinu 1957. „Barnabók er öflugt uppeldistæki," sagði Bragi. „En þeg- ar höfundur barnabókar fylgir efninu eftir með þeim hætti sem Herdís Egilsdóttir hefur gert í lífi sínu og starfi þá kýs ég fremur að tala um magnþrungin áhrif. Bækur Herdísar láta ef til vill ekki mikið yfir sér en þær eru áhrifamiklar og þær hafa boðskap." Uppörvandi að hljóta þessi verðlaun „Bókin er um krakka og fyrir þá, þó mér finnist að fullorðnir eigi allt eins að geta lesið barnabækur, því öll höfum við verið börn. Það er Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá opnum fundi Utanríkismálanefiidar Sjálfstæðisflokksins í gær. Matthías Á. Mathiesen er í ræðustól, en við borðið sitja Guðmundur H. Garðarsson, Ragnhildur Helgadóttir, Ólafúr ísleifsson, Björn Bjarna- son og Hreinn Loftsson. Víða efasemdir um að samn- ingar EB og EFTA náist — segir Matthías Á. Mathiesen alþingismaður MATTHÍAS Á. Mathiesen al- þingismaður sagði á opnum fundi Utanríkismálanefiidar Sjálfstæðisflokksins um málefiii Evrópu í gær, að margir spyrðu sig hvort möguleikar væru á að samningar næðust milli EFTA og Evrópubandalagsins um evr- ópskt efnahagssvæði, í ljósi þess að fyrirvarar EFTA varðandi ýmis málefiii í viðræðunum væru upp á 60 blaðsíður. Matthías sagði þó, að menn ættu að gera sér vonir um að það takist að strika svo mikið út af þessum fyrirvörum, að eftir verði það sem þeir geti orðið sammála um. En hann sagðist hafa af því fregnir, að innan Evrópuþingsins sé nú viss andstaða við samninga við EFTA, vegna þess að þá muni valdsvið Evrópubandalagsins minnka. Ólafur ísleifsson hagfræðingur sagði í erindi á fundinum, að í ljósi nýlegra atburða í Evrópu kunni sú stund að renna upp fyrr en áður var talið að íslendingar verði að taka afstöðu til Evrópubanda- lagsins pg hugsanlegrar aðildar að því. Ólafur sagði þó að engin ástæða væri að gefa sér neitt um það fyrirfram hver sú afstaða yrði, en tímann framundan yrði að nýta vel til að skoða málið ofan í kjölinn. Björn Bjarnason aðstoðarrit- stjóri Morgunblaðsins ' sagði á fundinum að innan Atlantshafs- bandalagsins njóti íslendingar sama réttar við töku ákvarðana um lífshagsmunamál og hinar fjöl- mennustu þjóðir. Það ætti að vera íslendingum kappsmál að viðhalda þeirri skipan og reyna að öðlast samskonar rétt sem víðast, með því að koma fram af ábyrgð og raunsæi. Á næstunni reyni mest á þetta hvoru tveggja í samskiptum við EB. Björn sagði, að til að ná góðum og varanlegum árangri og tryggja sem best stöðu íslendinga í Evrópu, eigi að rækta sérstaklega tengslin við þijár þjóðir; Þjóðveija, Frakka og Breta, og ræða jafn hiklaust við þær um sameiginlega hagsmuni í öryggis- og varnarmál- um sem fiskveiðar og sölu sjvaraf- urða. Á fundinum íjallaði Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður um austur-þýsku kosningarnar sem hún var viðstödd, og stöðu mála í austantjaldsríkjunum. Guðmund- ur H. Garðarsson alþingismaður fjallaði um stöðu Atlantshafs- bandalagsins í ljósi þróunarinnar í Evrópu og Sovétríkjunum, og sagði að þýðing bandalagsins færi ekki minnkandi. En breyttar að- stæður kölluðu á breyttar áhersl- ur, og nefndi Guðmundur m.a. það mat þeirra sem mynduðu þing- mannasamtök NATÓ, að taka eigi upp náið samstarf við þjóðþing Austur-Evrópu og Sovétríkjanna, og veita aðstoð á sviði efnahags- mála, eftir því sem unnt er. Loks fjallaði Arnór Hannibals- son prófessor um stöðu stjórnmála í Sovétríkjunum og sagði að ástandið þar væri uggvænlegt. Ef einhveijir héldu öðru fram sagðist Arnór ekki vita hvaðan það fólk hefði sínar heimildir. Armannsfell hf. og Réttarholt: Byggingar- leyfi samþykkt BYGGINGARNEFND Reykjavík- ur heftir samþykkt að leyfa bygg- ingu á íbúðum fyrir aldraða við Hæðagarð 33. Á fundi byggingarnefndar, þann 29. mars síðastliðinn, var samþykkt að heimila Ármannsfelli hf. og Rétt- arholti, sjálfseignarstofnun Bústað- arkirkju, að reisa sex hæða hús ásamt tæplega 500 fermetra bfla- geymslu á lóðinn númer 33 við Hæðargarð. Samþykkt heilbrigðisr- áðs er áskilin og frágangur á bruna- vörnum er háður sérstakri úttekt slökkviliðsstjóra. Mótmæli frá nágrönnum voru lögð fram á fundinum. Sigrún Davíðsdóttir tekur við verðlaununum úr hendi Davíðs Oddssonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Herdís Egilsdóttir tekur við verðlaununum. mjög uppörvandi að fá þessi verðlaun fyrir fyrstu bók mína,“ sagði Sigrún Davíðsdóttir. Hún kvaðst ekki vera að vinna að nýrri barnabók núna. „Hugmyndin að söguþræðinum kviknaði vorið 1984,“ sagði Sigrún. „Ég var lengi að vinna að bókinni, en hafði að mestu lokið við hana um mitt ár 1988. Ég er lengi að ná hugs- unum mínum fram á þann hátt sem mér líkar og ég skrifa klárlega ekki eina bók á ári. Vandi minn er því að fella þennan hæga hugsanagang inn í raunveruleikann, sem gengur ekki út á hugsanaveltu, heldur pen- ingaveltu." Sigrún sagði að bestu barnabæk- urnar væru að sínu mati góð ævin- týri, eða bækur með ævintýralegu ívafi, ritaðar á góðu máli. í þeim rúmaðist bæði raunveruleiki og til- finningar. „Gott dæmi um slíka bók er Bróðir minn Ljónshjarta, sem Þorleifur Hauksson þýddi," sagði hún. Sigriín hefur fengist við skriftir áður, meðal annars skrifað greinar í dagblöð. „Nú er ég búsett í Dan- mörku, þar sem ég er að taka saman efni um handritamálið,“ sagði Sigrún Davíðsdóttir. Elskulegt að fá verðlaun úr heimi íúllorðinna „Það er ósköp elskulegt að fá þessi verðlaun úr heimi hinna fullorðnu,“ sagði Herdís Egilsdóttir. „Við sem vinnum með bömum í þeirra heimi eruin svo heppin að fá laun hvern einasta dag. Auðvitað óverðskulduð en sæt fyrir því,“ sagði Herdís. „Ég er náttúrubarn og spila eftir eyranu og læt það ráðast hvað verður hveiju sinni. Það liggur við að hægt sé að líkja því saman við saumakonu sem alltaf á búta og dulur til að klippa saman og sauma úr. Samfélag við lítil börn er ekki líkt því sem margur heldur, að það þurfí að vera mikil vinna; ef maður fær þau með sér á flug þá er ekki betri félagsskapurtil," sagði Herdís.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.