Morgunblaðið - 05.04.1990, Side 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990
Kristskirkja:
Píslargrát-
ur Jóns bisk-
ups Arason-
ar lesinn
LEIKARARNIR Gunnar Eyjólfs-
son og Baldvin Halldórsson munu
lesa Píslargrát Jóns biskups Ara-
sonar í Kristskirkju, annað
kvöld, föstudagskvöldið 6. apríl.
Hefst lestur þeirra kl. 20.30.
Píslargrátur Jóns biskups er eitt
fegursta trúarljóð úr kaþólskum sið
hér á landi, ort undir sama bragar-
hætti og Lilja Eysteins munks Ás-
grímssonar. Píslargrátur segir frá
atburðum úr píslarsögu Jesú, frá
því að hann gekk út í grasgarðinn
Kristskirkja.
Getsemane, eftir síðustu kvöldmál-
tíðina, þangað til hann lét líf sitt á
krossinum.
Allir eru velkomnir að hlusta á
upplestur þeirra Gunnars og Bald-
vins.
Fimm fangar struku af Litla-Hrauni:
Fjórir teknir á hlaupum
sá fimmti gaf sig fram
FANGARNIR fimrn sem struku af vinnuhælinu á Litla-Hrauni að
kvöldi þriðjudagsins hafa allir verið handteknir. Lögreglan handtók
fjóra þeirra á hlaupum í Elliðaárdal í fyrrinótt en sá fímmti komst
undan. Lögreglan hringdi á heimili hans í Breiðholti í gærmorgun.
Hann svaraði þar í síma og samþykkti að gefa sig fram.
Skömmu eftir að tilkynnt var um
flótta fanganna stöðvaði lögreglan
bíl á leiðinni austur yfir fjall og
játuðu þeir sem í bílnum voru að
hafa lagt að stað austur yfir til að
sækja strokufangana. Þeim var
snúið við og lögreglumenn héldu
áfram að svipast um eftir mönnun-
um, sem eru á frítugs- og fertugs-
aldri og hafa allir hlotið fleiri en
einn refsidóm.
Á sjötta tímanum í gærmorgun
sáu lögreglumenn á eftirliti á Suð-
urlandsvegi við Rauðavatn til ferða
Lada-bifreiðar sem skömmu áður
hafði verið tilkynnt ,um að stolið
hefði verið á Selfossi. í bílnum voru
fangarnir. Þeir sinntu ekki stöðvun-
armerkjum en reyndu að komast
undan: Eftir nokkra eftirför hlupu
þeir úr bílnum Breiðholtsbraut og
inn í Elliðaárdal. Lögreglumenn
náðu fljótlega að hlaupa þijá uppi
en tveir komust yfir árnar. Öðrum
þeirra náði lögreglan á hlaupum en
sá fimmti komst undan.
Nokkrum klukkutímum síðar
hringdi lögreglan heim til þess
mannsins. Hann kom í símann og
féllst á að gefa sig fram.
Mennirnir voru til yfirheyrslu hjá
RLR í gær. Það telst varða við
hegningarlög ef fangar sammælast
um að stijúka úr refsivist en það
er refsilaust hveijum einum. Hins
vegar eru strokufangar látnir sæta
eingangrun um skeið eftir að til
þeirra næst.
Barafyrirbíl
ÞRIGGJA ára drengur varð fyrir
bíl á Laugavegi við Vitastíg
síðdegis í fyrradag. Hann meidd-
ist á fæti en meiðslin voru ekki
eins alvarleg og talið var í fyrstu,
að sögn lögreglu.
Þá meiddist ökumaður bifhjóls
er hann féll af hjólinu á Sæviðar-
sundi í fyrradag. Hann var réttinda-
laus að prófa hjólið. Þegar hann sá
konu með barnavagn ganga út á
götuna uppgötvaði hann að bensín-
gjöfin var föst í botni og sá hann
ekki önnur ráð til að forðast slys
en að láta hjólið falla.
Á vinnusvæði við Sundahöfn var
lyftara ekið á starfsmann. Sá
meiddist á fæti.
Samstarfsnefiid um opinberar framkvæmdir:
Breytingar á Þjóðleik-
húsinu teknar fyrir
FYRIRHUGAÐAR breytingar á
Þjóðleikhúsinu verða teknar
fyrir á fúndi Samstarfsnefhdar
um opinberar framkvæmdir í
dag. Samþykki neftidarinnar
þarf að liggja fyrir áður en til
útboðs kemur.
Að sögn Magnúsar Péturssonar
■ GUNNAR G. Gunnarsson hef-
ur opnað myndlistarsýningu í Furu-
húsinu, Grensásvegi. 11 olíu-
myndir eru á sýningunni. Opið er
virka daga milli kl. 9—18 og á laug-
ardögum kl. 9—16.
ráðuneytisstjóra ' Ijármálaráðu-
neytisins er nefndin ráðgefandi
fyrir fjármálaráðherra og er ætlað
að samræma verklegar fram-
kvæmdir og kostnað við þær.
Á fundi byggingarnefndar
Reykjavíkur var samþykkt að
fresta afgreiðslu umsóknarinnar
um breytingarnar. Er óskað eftir
að lagðar verði fyrir nefndina nán-
ari upplýsingar urn breytingar og
efnisval. Nefndin heimilaði byijun-
arframkvæmdir að því tilskyldu
að samþykki stjórnar Brunamála-
stofnunar ríkisins verði lögð fyrir
á næsta fundi nefndarinnar.
BRÉFA-
BINDIN
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað.
Lagt hald á myndbönd i þijú ár:
Eigandi myndbanda-
leigu krefst skaðabóta
LÖGREGLAN vinnur nú að því að skila um 15 þúsund myndbands-
spólum, sem lagt var hald á á myndbandaleigum um allt land í árs-
lok 1986 og ársbyrjun 1987. Aðallega var lagt hald á ótextuð bönd,
sem talin voru ólögleg samkvæmt höfúndarlögum, en kæra hafði
borist frá Samtökum rétthafa myndabanda vegna þess. „Þegar kom-
ið var með spólurnar aftur til mín á mánudag fékk ég engar skýring-
ar,“ sagði Þóroddur Stefánsson, eigandi Videohallarinnar í
Reykjavík. „Það var farið offari í þessu og ég er ákveðinn í að höfða
mál og krefjast skaðabóta."
Þegar lagt var hald á spólurnar
var m.a. haft eftir framkvæmda-
stjóra Samtaka rétthafa að hérlend-
is væri óheimilt að leigja út mynd-
bönd án samþykkis rétthafa og þó
hægt væri að kaupa spólur erlendis
með ótakmörkuðum sýningarrétti
þá gilti slíkt ekki hér. „Til að vernda
höfundarrétt að hugverki varð ríkið
aðili að Bernarsáttmálanum og hafa
Samtök rétthafa unnið mál á þess-
um grunni. Síðan hefur komið í ljós,
að t.d. Bandaríkin urðu ekki aðili
að Bernarsáttmálanum fyrr en í
fyrra og gat því hver sem er flutt
inn myndbönd þaðan,“ sagði Þór-
oddur. „Þegar lögreglan fór í allar
myndabandaleigur í árslok 1986
gat ég sýnt fram á samninga við
erlenda rétthafa, kvittanir frá toll-
yfirvöldum fyrir innflutningi mynd-
anna og að þær hefðu verið skoðað-
ar af kvikmyndaeftirlitinu. Lögregl-
an fór við svo búið, en kom aftur
í ársbyijun 1987 og tók þá 1200
myndir. Það var gefið í skyn að
verið væri að fjarlægja klám- og
ofbeldismyndir, en slíku var ekki
til að dreifa hjá mér. Þeir tóku
meðal annars Mjallhvíti og dverg-
ana sjö, þögla mynd með Charlie
Chaplin af því að hún var ekki text-
uð og sama gilti um íslensku mynd-
ina Dalalíf. Eftir því sem ég kemst
næst vantaði víst líka textann þar.“
Þóroddur sagði að hver vísaði á
annan vegna þessa máls. „Ég hef
ekki fengið nein skýr svör þau rúmu
3 ár sem liðin eru. Ég ætla að höfða
mál og fá úr því skorið hvort það
er hægt að standa svona að málum.
Ég tapaði miklu á þessu, því þriðj-
ungur allra mynda hjá mér var tek-
inn. Ef lögreglan borgaði mér leigu
fyrir þetta tímabil þá væri hún um
75 milljónir á ári. Auk þess var
fyrirtæki mitt opinberlega bendlað
við ólöglegt athæfi.“
SYS og Varðberg halda
fuiid um variiir Kanada
A. John G.D. de Chastelain,
hershöfðingi, æðsti yfirmaður
allra landvarna í Kanada, verður
ræðumaður á sameiginlegum
fúndi Samtaka um vestræna sam-
vinnu (SVS) og Varðbergs, félags
ungra áhugamanna um vestræna
samvinnu, laugardaginn 7. apríl
næstkomandi.
Umræðuefni hans verður: Varnir
Kanada með sérstöku tilliti til
Norður-Atlantshafsvamarsvæðis
NATO. Hann flytur erindi s'itt á
ensku og svarar fyrirspurnum á
eftir.
Fundurinn verður haldinn í Átt-
hagasal í suðurenda Hótels Sögu
og hefst kl. 12. Fundurinn er opinn
félagsmönnum í SVS og Varð-
bergi, svo oggestum félagsmanna.
(Fréttatilkynning)
A. John G.D. de Chastelain
Blómstrandi páskaliljur í pottum
Stór pottur
10-1 5 blóm
kr. 295
Lítill pottur
3-5 blóm
kr. 99
- ÞAR SEM VORIÐ BYRJAR