Morgunblaðið - 05.04.1990, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990
29
Landhelgi Namibíu:
Beðið með formlega
útfærslu í 200 mílur
„Namibíustjórn hefur ekki fært
landhelgina út í 200 mílur enn
sem komið er og á því getur orð-
ið einhver bið,“ sagði Dóra Stef-
■ GENF- í þessum mánuði mun
Mikjáll fyrrverandi Rúmeníukon-
ungur sækja land sitt heim í fyrsta
sinn frá því að hann var neyddur
til að segja af sér konungdómi fyr-
ir 42 árum. Hann verður viku í
höfuðborginni, Búkarest, og fer
síðan í vikufei’ðalag um landið. Með
Mikjáli, sem nú er 68 ára gamall,
verður Anne eiginkona hans, fyrr-
verandi drottning, og þijár af fimm
dætrum þeirra.
■ LONDON- Bresk stjórnvöld
sögðu á þriðjudag að ekki stæði til
að Bretland gengi aftur í UNESCO,
Menningar- og vísindastofnun Sam-
einuðu þjóðanna, í bráð, en landið
gekk úr samtökunum árið 1985
vegna deilna út af meintu stjórn-
leysi innan stofnunarinnar og hlut-
drægni sem Bretar töldu beinast
gegn Vesturlöndum. Tim Sainsbury
aðstoðarutanríkisráðherra sagði í
svari við fyrirspurn í breska þinginu
að ýmislegt hefði verið fært í betra
horf hjá UNESCO að undanförnu,
en ekki nóg til að það réttlætti
endurkomu Breta. Hann sagði að
fylgst yrði gaumgæfilega með
framvindunni innan stofnunarinn-
ar.
ánsdóttir, fulltrúi Þróunar-
samvinnustofiiunar Islands í
Namibíu, í samtali við Morgun-
blaðið en af ýmsum fjölmiðlum
hefiir mátt skilja, að útfærslan
væri þegar um garð gengin. Sagði
Dóra, að stjórnvöld í Namibíu
hefðu hins vegar farið fram á það
um miðjan síðasta mánuð, að er-
lend ríki hættu veiðum við landið
frá og með 1. apríl.
Erlendu fiskiskipin eru nú flest
að veiðum úti af Angóla en Dóra
sagði, að Spánveijarnir, sem hafa
verið stórtækir á Namibíumiðum,
hefðu beðið um að fá að ljúka veiði-
ferðinni. Þeir væru hins vegar ný-
komnir með tveggja eða þriggja
mánaða birgðir og því ólíklegt, að
þeirri beiðni yrði tekið vel.
„Útfærslan í 200 mílur er dálítið
flókið mál fyrir Namibíu vegna þess,
að Suður-Afríkumenn fara fram á
200 mílur út af Walvis Bay og nokkr-
um eyjum, sem þeir eiga með strönd-
inni, og vilja, að 14% af allri land-
helginni komi í þeirra hlut. Um þetta
stendur deilan og fyrr en hún leysist
með einhveijum hætti verður land-
helgin ekki færð út formlega," sagði
Dóra Stefánsdóttir.
Fréttir hafa einnig verið um, að
Norðmenn ætluðu að taka að sér
landhelgisgæslu fyrir Namibíumenn
og hafði Dóra það eftir norska kons-
úlnum, að viðræður um þau mál
væru að hefjast, aðeins hefði verið
beðið eftir ríkisstjórnarmyndun í
landinu.
Þú getur lækkað
fargjaldið þitt
IBBBBBH BB BH B B B H B BB Bi m BB ■"'■I Bi BB
Innlegg í ferðasjóðinn
1000 krónur
Handhafi þessa seðils sparar sér 1000 krónur
ef hann staðfestir ferð til Costa del Sol,
Mallorka eða Algarve í Portúgal fyrir 1. maí.
Hver einstaklingur getur skilað einum miða
þannig að fimm manna fjölskylda sparar sér
fimm þúsund krónur o.s. frv.
Ekki skiptir máli hvenær sumars ferðirnar
eru farnar.
Fylgist með auglýsingum okkar á
næstunni til að fá fleiri miða.
URVALUTSYN
Örugg þjómuta um allan heim
Álfabakka 16, sími 60 30 60 og Pósthússtræti 13, sími 26900.
Reuter
Uppreisnarfangar í sólbaði
Fangar í Strangeways-fangelsinu í Manchester njóta sólarinnar á þaki fangelsisins í gær. Staðfest
hefur verið að 46 ára gamall fangi, Derek White, lést á sjúkrahúsi á þriðjudag af sárum sem hann hlaut
í uppreisn fanganna er hófst á sunnudag. Fangelsisstjórinn sagði óvíst hvort fleiri hefði týnt lífi. Hann
sagði að enn léku um 100 menn lausum hala í húsakynnum stofnunarinnar, meðal þeirra tveir tugir
sem hefðu haft forystu fyrir föngunum 1.500. Gífurleg þrengsli eru í Strangeways-fangelsinu og aðbún-
aður allur sagður slæmur.
mm
OG SAMSKIPTABUN AÐUR
SEMHSGTER AÐTREYSTA
HYBREXAX
er eitt fullkomnasta símkerfi sem völ er á á íslandi í dag
■
■
HYBREXAX
er með sveigjanlegan fjölda innanhússnúmera
Nýjung
á Islandi
• islenskur texti á skjá-
tækjum Hybrex.
Allur texti sem birtist á
skjám tækjanna er á
íslensku.
• Vandaður íslenskur
ieiðarvísir fylgir öllum
Hybrex símtækjum.
Láttu sjá þig
Sértu að hugsa um sím-
kerfi þá er rétti timinn
núna.
Komdu við á Tæknideild
Heimilistækja hf. og
rabbaðu við okkur. - Við
erum sérfræðingar í
símamálum.
Okkar stolt
eru ánægðir
viðskiptavinir
Samband ísl. sveitarfélaga.
Kapaltækni hf.
Hátækni hf.
Borgarteikhúsið.
Rafiðnaðarskólinn.
ofl. ofl.
HH
.
Heimilistækí hf
Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI69 15 00
(/íðe'MKSiKÖjya/tÉe^ósaituuKýu/K,
H