Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990
31
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Gamlar
pólitískar lummur
Davíð Oddsson borgarstjóri
komst þannig að orði í
ræðu, sem hann flutti þegar
framboðslisti sjálfstæðismanna
vegna borgarstjórnarkosning-
anna í Reykjavík var kynntur,
að vænta mætti kosningabar-
áttu sem einkenndist annars
vegar af málefnafátækt vinstri
manna og hins vegar persónu-
legum árásum. Þegar borgar-
stjóri flutti þessa ræðu var allt
í óvissu með framboð vinstri-
sinna í Reykjavík. Þær línur
hafa nú skýrst og samtök sem
kenna sig við nýjan vettvang
koma í stað Alþýðuflokks, hluta
Borgaraflokks og hluta Al-
þýðubandalags.
Alþýðublaðið virðist ætla að
taka að sér hlutverk málgagns
þessa nýja framboðs. Ef marka
má málflutning þess í forystu-
grein í gær, hefur framboðið
ekkert nýtt fram að færa, þvert
á móti hverfur það mörg ár
aftur í tímann og vegur að
andstæðingum sínum með
skætingi og persónulegum
svívirðingum.
Fyrir skömmu varð Ólafur
Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra sér til skammar með því
að líkja Davíð Oddssyni við
Nicolae Ceausescu, einræðis-
herra og ofbeldismann í Rúm-
eníu. Alþýðublaðið fetar í fót-
spor Ólafs Ragnars í gær með
setningum eins og þessari:
„Kommúnistaleiðtogar Austur-
-Evrópu þurftu áður fyrr ekki
að hlusta á raus alþýðunnar
og fóru sínu fram. Davíð og
meirihluti sjálfstæðismanna
búa hins vegar í lýðræðisríki
og þurftu að þola mótmæli al-
mennings en fóru sínu fram.“
Og ennfremur segir Alþýðu-
blaðið: „Líkt og í hrundum
valdakerfum Austur-Evrópu,
ákvað foringinn og hirð hans
uppstillingarlista og auðvitað
var Davíð efsti maður.“ Ef Al-
þýðublaðið og skjólstæðingar
þess ætla að heyja komandi
kosningabaráttu á þessum nót-
um geta engir sem hafa ein-
hveija sómatilfinningu átt við
þá orðastað í alvöru. Það er
engum sæmandi að láta ný
framboð með gamlar og úreltar
baráttuaðferðir draga sig niður
á þetta lága plan.
Glundroði hefur jafnan ein-
kennt framboð vinstri manna í
Reykjavík. Hann hefur síður
en svo minnkað við að brot og
brotabrot úr að minnsta kosti
þremur flokkum taki sig saman
og segist fara fram á nýjum
vettvangi. Vinstrisinnum tekst
ekki að breiða yfir sundurlynd-
ið innan eigin raða með per-
sónulegu skítkasti í Davíð
Oddsson eða aðra forystumenn
Sjálfstæðisflokksins. Sjálf-
stæðismenn hafa staðið þannig
að stjórn borgarmálefna und-
anfarin fjögur ár, að andstæð-
ingar þeirra þurfa að nota
gamlar og myglaðar pólitískar
lummur í von um að geta kom-
ið á þá höggi. Slík vinnubrögð
dæma sig sjálf.
Flokkur í
molum
Borgaraflokkurinn hefur
enn klofnað. Er furðulegt
að stjórnmálaflokkur sem nýtur
einskis fylgis meðal kjósenda,
ef tekið er mið af skoðanakönn-
unum, skuli klofna jafn oft og
Borgaraflokkurinn. Valda-
streitan í forystuliði flokksins
er meiri en í flestum öðrum
flokkum enda var flokksmönn-
um hópað saman í spennu-
ástandi rétt fyrir kosningar
1987 og minnir tilurð flokksins
þannig á fæðingu Nýs vett-
vangs fyrir þessar kosningar.
Enginn veit í raun, hvernig slík
skyndikynni í pólitík endast og
oftast eru þau fljót að breytast
í óvild undir mikilli pressu.
Þetta hefur gerst í Borgara-
flokknum.
Júlíus Sólnes formaður
Borgaraflokksins sýnist alls
ekki átta sig á stöðu eigin
flokks, ef marka má ummæli
hans í Morgunblaðinu í gær.
Hann segir: „En þetta allt sam-
an [klofningur Borgaraflokks-
insj sýnir að það er gífurlegt
umrót í íslenskri pólitík og
rennir stoðum undir þá skoðun
mína að á næstu árum verður
mikil breyting þar á. Við erum
að sjá greinileg merki þess að
gamla flokkakerfið er að stokk-
ast upp, þótt margir hafi talið
það ómögulegt.“ Hvað er for-
maðurinn að fara? Það er flokk-
ur hans, yngsti stjórnmála-
flokkurinn, sem er að brotna í
mola. Flokkurinn sem Júlíus
Sólnes vildi sérstaklega koma
höggi á, Sjálfstæðisflokkurinn,
sem hefur starfað í rúm sextíu
ár, nýtur hins vegar vaxandi
styrks.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON
Upplausn hjá andstæðing-
um Sjálfetæðisflokksins
SUNDRUNG og upplausn einkennir nú vinstri væng íslenskra stjórn-
mála. Alþýðubandalagið hefur klofnað vegna framboðs í Reykjavík
og þróunar mála í Austur-Evrópu. Bendir margt til að klofningur
þess sé að verða óhjákvæmilegur. Alþýðuflokkurinn býður ekki fram
undir eigin nafni í Reykjavík og hefur haft frumkvæði að stofnun
„nýrra“ framboða í höfuðborginni og víðar á landinu. Borgaraflokkur-
inn, sem samkvæmt skoðanakönnunum undanfarna mánuði virðist
ekki eiga neitt fylgi, er að Ieysast upp í frumeindir sínar. Hefur ekk-
ert framboð á hans vegum vegna komandi sveilarsljórnarkosninga
verið kynnt ennþá. Einn þingmanna flokksins í Reykjavík tekur þátt
í prófkjöri Nýs vettvangs. Þótti einum fyrrum þingmanna Framsóknar-
flokksins, Haraldi Ólafssyni, ástæða til að vekja athygli á þessu ástandi
á fiindi framsóknarfélaganna í Reykjavík í síðustu viku og sagði Fram-
sóknarflokkinn þurfa að hugsa meira til framtíðar vegna stöðunnar
í samstarfsflokkunum í rikisstjorn
Haraldur Ólafsson sagði að einn
samstarfsflokkanna væri ekki til,
annar væri svo margklofinn að ekki
væri nokkur leið til að vita hver
stjórnaði honum og þriðji flokkurinn
væri hættur við að bjóða fram.
Hann sagði menn verða að gera
sér grein fyrir því að Alþýðubanda-
lagið væri í upplausn og verið væri
að halda þeim flokki á floti með
því að halda honum í ríkisstjórn.
Alþýðuflokkurinn óttaðist gífurlegt
fylgishrun en hefði samt eitthvað á
bak við sig. Haraldur sagðist ekki
vita af hveiju í ósköpunum Borg-
araflokkurinn væri þarna inni.
Líklega væru einu mennirnir sem
styddu þann flokk ráðherrarnir
tveir.
Borgaraflokkur
Borgaraflokkurinn hefur enn
ekki kynnt framboð neins staðar á
landinu vegna sveitarstjórnarkosn-
inga. í Reykjavík hefur Borgara-
flokkurinn boðað til prófkjörs en
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun ekki vera einhugur
um þá ákvörðun. Er ætlunin að
boða til almenns félagsfundar á
næstunni þar sem endanleg ákvörð-
un verður tekin um framboðsmál
flokksins í höfuðborginni.
Einn þingmanna Borgaraflokks-
ins í Reykjavík, Ásgeir Hannes
Eiríksson, hefur lýst því yfir opin-
berlega að hann styðji Nýjan vett-
vang og gefi kost á sér í prófkjör
þeirra samtaka.
Óánægja virðist ríkja víðar í
Borgaraflokknum en í Reykjavík.
Gunnar Sigurðsson, formaður kjör-
dæmafélags flokksins á Vestjörð-
um, hefur lýst því yfir að kjördæma-
félagið hafí sagt skilið við flokkinn.
Þrír stjómannenn kjördæmafélags-
ins á Reykjanesi hafa sagt af sér
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn þar
sem Óli Þ. Guðbjartsson dómsmála-
ráðherra skipaði Hjört Torfason í
embætti hæstaréttardómara en
ekki Jón Oddsson. Einnig má nefna
að á Akranesi hefur stjórnarmaður
í borgaraflokksfélaginu ákveðið að
ganga til liðs við Alþýðuflokkinn í
bæjarstjórnarkosningunum. Loks
ber að geta að tveir þingmenn, Ingi
Björn Albertsson og Hreggviður
Jónsson, sögðu skilið við Borgara-
flokkinn þegar á síðasta ári og
mynduðu nýjan flokk, flokk Fijáls-
lyndra hægri manna.
Aðalstjórnarmaður í Borgara-
flokknum sagði við Morgunblaðið
að lítið fylgi flokksins samkvæmt
skoðanakönnunum gerði það að
verkum að erfiðlega gengi að fá
fólk til að taka þátt í prófkjöri.
Samkvæmt skoðanakönnun sem
Félagsvísindastofnun vann fyrir
Morgunblaðið í febrúar fengi flokk-
urinn 0,6% fylgi. í sambærilegri
könnun Félagsvísindastofnunar í
október á síðasta ári sögðust 0,3%
ætla að kjósa flokkinn. Fylgi flokks-
ins í síðustu kosningum var 10,9%.
Þessi sami aðalstjórnarmaður
sagði mikla gagnrýni hafa komið
fram á forystu flokksins á fundi
aðalstjórnar síðasta laugardag. For-
maður flokksins hefði hins vegar
túikað fundinn sem svo að einhugur
ríkti. „Það er alveg ljóst að það
hefur ekki tekist að vinna að neinu
uppbyggilegu vegna innanflokks-
átaka. Það er erfitt að gera eitt-
hvað uppbyggilegt í sókninni ef
maður þarf sífellt að vera í vörn.
Aðalstjórnin hefur ekki tekið á
þessu máli af nægilegri festu og
flokkurinn gleymt að skilgreina
hlutverk sitt.“
Alþýðuflokkur
Alþýðuflokkurinn býður ekki
fram eigin lista á fjölmörgum stöð-
um á landinu og hefur haft frum-
kvæði að því að hér og þar hafa
verið mynduð ný samtök um fram-
boð, m.a. í Reykjavík. I samtölum
við alþýðuflokksmenn kemur oft
fram sú skoðun að þetta sé ekki
.síst gert vegna ágreiningsins í Al-
þýðubandalaginu. Menn vilji ganga
á lagið og fá til fylgis við Alþýðu-
flokkinn fólk í Alþýðubandalaginu
sem telur sig fylgja ,jafnaðar-
stefnu“. Ákvörðunina um að bjóða
ekki fram í eigin nafni má eflaust
líka rekja til hræðslu innan flokks-
ins við að gjalda afhroð í sveitar-
stjórnarkosningunum vegna óvin-
sælda ríkisstjórnar Steingríms Her-
mannssonar. Samkvæmt skoðana-
könnun Félagsvísindastofnunar í
febrúar fengi flokkurinn einungis
8,1%, í október 1989 sögðust 8,3%
ætla að kjósa flokkinn og í septem-
ber 1989 8,9%. í síðustu alþingis-
kosningum var fylgi Alþýðuflokks-
ins 15,2%.
Farið er að bera á vaxandi
óánægju innan Alþýðuflokksins
vegna stjómarsamstarfsins og hafa
ýmsir forystumenn flokksins verið
með þreifingar í átt til Sjálfstæýis-
flokksins. Lýsti til dæmis Árni
Gunnarsson, alþingismaður, því yfir
á fundi á dögunum að hann teldi
að mynda bæri ríkisstjórn Alþýðu-
flokks og Sjálfstæðisflokks.
„Það er skylda stjórnmálahreyf-
ingar að skapa valkosti og við vild-
um taka þátt í að búa til sem
víðtækastan valkost fyrir borgar-
ana,“ sagði Birgir Dýrljörð, for-
maður Fulltrúaráðs Alþýðuflokks-
ins í Reykjavík, þegar hann var
spurður hvort það hefði ekki verið
ótti við fylgistap sem hefði ráðið
þeirri ákvörðun flokksins að bjóða
ekki fram undir eigin nafni. „Það
sem skiptir máli núna er að Sjálf-
stæðisflokkurinn kynni sinn val-
kost. Sá valkostur sem fær flest
atkvæði er bestur og hann fær
umboðið. Ef niðurstaðan verður sú
að Sjálfstæðisflokkurinn fær flest
atkvæði þá verður bara að una
því. Menn skilja ekki almennilega
svona pólitík. Þetta er einfaldlega
lýðræðið í sinni víðustu og bestu
mynd. Alþýðuflokkurinn er bara að
sinna skyldum sínum við fólkið og
lýðræðið.“ Birgir sagðist telja að
ríkisstjórnin myndi ekki hafa nei-
kvæð áhrif á þessi framboð. Honum
virtist sem ríkisstjórnin væri að
vinna sér aukið traust almennings
og áhrif hennar yrðu jákvæð ef ein-
hver.
Alþýðubandalagið
Illvígar deilur innan Alþýðu-
bandalagsins eru engin nýlunda.
Þar hafa löngum tekist á tvær fylk-
ingar sem kallaðar hafa verið
„flokkseigendafélagið" og „lýðræð-
iskynslóðin“. Þrátt fyrir mjög hörð
átök á köflum hefur flokkurinn
samt komið fram sem ein heild
hingað til. Það virðist nú vera liðin
tíð og virðist fátt geta stöðvað
klofning flokksins.
Eftir fall sósíalismans í Austur-
Evrópu á síðasta hausti gerðust þær
raddir æ háværari innan flokksins
sem kröfðust uppgjörs við fortíð
flokksins og tengsl hans við komm-
únistaflokka austantjalds. Miklar
umræður voru um þetta atriði á
miðstjórnarfundi flokksins í febr-
úar. Urðu þeir aðilar ofan á sem
töldu sögu flokksins heijast árið
1968 við stofnun Alþýðubandalags-
ins og vildu þar með afneita tengsl-
um þess við Sósíalistaflokkinn og
Kommúnistaflokkinn.
Sömu fylkingar tókust einnig á
um framboðsmálin í Reykjavík og
vildi sá hópur sem myndaði félagið
Birtingu á síðasta ári samstarf við
hina vinstri flokkana um framboð
gegn Sjálfstæðisflokknum. Var til-
laga þess efnis felld á félagsfundi
Alþýðubandalagsfélags Reykjavík-
ur og ákveðið að bjóða fram G-lista.
Æskulýðsfylkingin hefur samt
sem áður lýst yfir stuðningi við
annað framboð, Nýjan vettvang, og
einnig eru félagar í Birtingu, sem
er félag innan Alþýðubandalagsins,
áberandi í hinum nýju samtökum.
Einn borgarfulltrúa Alþýðubanda-
lagsins Kristín Á. Ólafsdóttir tekur
þátt í prófkjöri Nýs vettvangs sem
og aðrir alþýðubandalagsmenn.
„Sama og í Austur-Evrópu"
„Upplausn vinstri flokkanna sýn-
ir og sannar að sósíalisminn á enga
framtíð," sagði Kjartan Gunnars-
son, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins, þegar Morgunblaðið
spurði hann álits á stöðu mála á
vinstri vængnum. Hann sagði sós-
íalismann vera andstæðan mann-
legu eðli og skynsemi og þeir aðilar
sem hingað til hefðu stutt hann
væru smám saman að átta sig á
þessum staðreyndum. Þá sæju þeir
að borgaraleg viðhorf Sjálfstæðis-
flokksins sem væru reist á virðingu
fyrir manninum, sjálfsákvörðunar-
rétti hans og fijálsum vilja væru
einu viðhorfin _sem skiptu máli í
stjórnmálum. „Ég get því ekki sagt
að mér komi upplausn vinstri flokk-
anna á óvart,“ sagði Kjartan. „Það
sem gerist hér á landi endurspeglar
líka það sem hefur gerst undanfar-
in misseri í Austur-Evrópu þar sem
flokkum er boða samsvarandi
stefnu og íslensku vinstri flokkarnir
hefur hveijum á fætur öðrum verið
hafnað í kosningum og ekki hlotið
fylgi annarra en þeirra sem hafa
haft beina atvinnu af að vera við
völd.“
Spurður um riý framboð vinstri
flokkanna á borð við Nýjan vett-
vang sagði Kjartan að þetta væri
nákvæmlega það sama og menn
hefðu gert í Austur-Evrópu. Þar
hefðu sósíalistar farið að kalla sig
sósíaldemókrata og gamla eða nýja
vettvanga. „Breitt er yfir nafn og
númer með sama hætti og landhelg-
isbijótamir gerðu í þorskastríðinu.
íslensku sósíalistaflokkarnir hafa
unnið með þessum aðferðum í meira
en sextíu ár en þjóðin ávallt séð
betur og betur í gegnum sauðar-
gæruna og skilið þau óheilindi sem
að baki hafa búið,“ sagði Kjartan
að lokum.
Norræna húsið:
Sýning og dagskrá um
ævi Alfreds Wegeners
UM þessar mundir eru 60 ár
síðan þýski heimskautafarinn og
jarðeðlisfræðingurinn Dr. Alfred
Wegener varð úti á Grænlands-
jökli. Wegener var einn helsti
höfundur landrekskenningarinn-
ar um tilurð meginlanda og út-
hafa. A morgun 6. apríl eru 60
ár síðan Grænlandsfarið Diskó
undir forystu' Wegeners kom til
Islands til að taka 25 hesta og 3
islenska leiðangursmenn. Af
þessu tilefiii efiiir sendiráð Sam-
bandslýðveldisins Þýskalands,
Norræna húsið og þýsk-íslenska
félagið Germanía til sýningar og
dagskrár er tengjast ævistarfi
Wegeners. Borgin Bremerhaven
er styrktaraðili sýningarinnar.
Alfred Lothar Wegener fæddist
í Berlín 1. nóvember 1880. Á árun-
um 1899-1904 stundaði hann nám
í raunvísindum, einkum stjörnu-
fræði, í Berlín, Heidelberg og Inns-
bruck. Árið 1906 setti hann ásamt
Kurt Wegener heimsmet í loftbelgs-
flugi (52 klst). Á árunum 1906-
1911 kom út fjöldi ritgerða eftir
Wegener um veðurfræði háloftanna
sem flestar byggðust á mælingum
með loftbelgjum og flugdrekum,
bæði í Þýskalandi og á Grænlandi.
Árið 1912 flutti hann fyrsta fyrir-
lestur sinn um landrekskenninguna.
Veturinn 1912-1913 kom Wegener
til Islands á leið til Grænlands til
að reyna íslenska hesta. Þá fór
hann ásamt J.P. Koch og Vigfúsi
Morgunblaðið/Bjarni
Giinter Langenberg (t.v.) hefur unnið að undirbúningi Alfred Weg-
ener-sýningarinnar fyrir hönd sendiráðs Sambandslýðveldisins
Þýskaíands og prófessor Sigurður Steinþórsson mun flytja erindi
þriðjudaginn 24. apríl um Wegener.
Sigurðssyni ríðandi frá Akureyri
suður Vatnajökul til Esjufjalla og
til baka. Árið 1915 kom út bók
hans Uppruni meginlanda og út-
hafa. Wegener gegndi herþjónustu
í fyrri heimsstyijöldinni og særðist
tvívegis. Eftir stríð setti hann fram
tilgátu um að gígarnir a tunglinu
væru för eftir loftsteina. Árið 1930
hélt Wegener í mikinn leiðangur til
Grænlands. Komið var til
Reykjavíkur 6. apríl til að taka 25
M 0 R GUNBLAÐIÐ
Uegeners-lelðaneurlm
til Græniandsjðkla.
i -----
Merkilegar rannsúknír.
Uiðtal við prófessor Wegener.
Grænlandsfarið „Disko“ kom
lingað til Reykjavikur í fyrra-1
icvöld. Með skipinu er hinn
hýski frægi vísindamaður We-
■ener, og fjelagar hans 12,.er
Vla að hafa vetursetu vestur
] Grænlandsjöklum að vetri. —
luk þess eru með skipinu yfir
aðrir farþegar á leið til
Irænlands.
Skipið kom hjer upp að hafn-
trbakka um kl. 5 í gær. En
hVegener prófessor var kominn
kemur strax í Ijós á skjálftl
mælinum, sem þar er rjett hjj]
En titringsins gætir gegn u
jökulbreiðuna, og alla leið nið f
i jarðlögin. Titringuriim end
varpast frá jarðlögunum uj]
eftir jöklinum aftur, og hefj
þetta endurvarp áhrif á skjálf J
mæli þann sem í fjarlægð
Eftir því hve langur tími liil
milli þess, að skjálftin ko|
fram á mæli þeim, sem er
hjá1 sprengingunni, og mælhj
Úrklippa úr Morgunblaðinu þriðjudaginn 8. apríl 1930 þar sem er
viðtal við Wegener við komuna til Islands á leið til Grænlands.
Alfred Wegener.
hesta og 3 íslenska leiðangurs-
menn. Bækistöðvar og veðurathug-
unarstöðvar voru reistar á Græn-
landsjökli. 1. nóvember á fimmtugs-
afmæli sínu lagði Wegener af stað
frá Miðjökli í grimmdarfrosti í átt
til vesturstrandarinnar ásamt eski-
móanum Rasmus Willumsen og
urðu báðir úti.
Á sýningunni í Norræna húsinu
verða 30 töflur með myndum og
texta sem varða ævi og störf Weg-
eners. Það er Heimskauta- og haf-
rannsóknadeild Alfred Wegener-
stofnunarinnar í Bremerhaven sem
hefur látið þessi gögn í té. Sýning-
in verður opnuð annað kvöld klukk-
an 18.00 og stendur hún til 3.
maí. Sunnudaginn 8. apríl kl. 16.00
verða haldnir tveir fyrirlestrar í
Norræna húsinu í tengslum við sýn-
inguna. Fyrirlesarar eru Mathias
Peters og Niels Reeh sem báðir
starfa við Alfred Wegener-stofnun-
ina. Þriðjudaginn 24. apríl kl. 20.30
flytur prófessor Sigurður Steinþórs-
son erindi sem nefnist „Wegener,
ísland og landrekskenningin".
Laxveiðibáturinn Onkel Sam:
Um 5% aflans merktur lax
Geysihátt hlutfall, segir Orri Vigfússon
í LJÓS hefiir komið að um 5%
afla laxveiðibátsins Onkel Sam
er merktur lax. Onkel Sam var
kyrrsettur í Hirtshals í Dan-
mörku í byrjun marsmánaðar
vegna gruns um ólöglegar lax-
veiðar á alþjóðlegu hafsvæði.
Danski ríkissaksóknarinn hef-
ur lagt fram kæru á hendur
útgerðinni og er búist við að
dómur falli í dag, að sögn Orra
Vigfússonar, forsvarsmanns
níu landa hóps um bann við
laxveiðum í úthafínu.
Orri segir þetta hlutfall vera
geysihátt og það gefi tilefni til að
allur aflinn verði rannsakaður, en
ekki hefur enn verið athugað
meira en eitt tonn af aflanum, sem
er alls um 23 tonn.
Orri segist hafa snúið sér til
Veiðimálastofnunar með ósk um
að afli bátsins verði rannsakaður
með tilliti til merkja. Veiðimála-
stofnun hafi snúið sér til Dana og
þarjend stofnun kannað aflann.
Ákveðið var fyrir nokkrum dög-
um að selja afla bátsins þótt dóm-
ur væri ekki fallinn í málinu og
við það tækifæri fór rannsóknin
fram. Laxinn reyndist vera veið-
iuggaklipptur og því þarf að sögn
Orra að leita að örmerkjum í hon-
um. Örmerkjunum er komið fyrii
í trjónu laxins og er hægt að lesa
úr þeim hvar og hvenær hann vai
merktur og rekja þannig uppruna
hans. Til þess að finna örmerkin
þarf að kaupa allan veiðiugga'-
klippta laxinn og verður það gert
í samráði við kaupanda aflans.
Orri segir að mál þetta veki
allmikla athygli ytra, enda sé um
eins konar prófmál að ræða, sem
skeri úr um rétt manna til fiskjai
í úthafinu og hvort það dugi mönn-
um að sigla undir skjólfána til ac
geta stundað veiðarnar óáreittir.