Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 33

Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 33 Nýmasjúkir mót- mæla hækkun á sérfræðiþj ónustu A FUNDI í Félagi nýrnasjúkra 20. febrúar sl. var stjórn félags- ins falið að koma á framfæri eindregnum mótmælum gegn hækkunum á sérfræðiþjónustu, göngudeildarþjónustu og rannsóknargreiðslum sem ákveðnar eru með reglugerð heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytis frá 15. febrúar 1990. Nýrnasjúkir eru einn hópur af mörgum sem af nauðsyn hlítir eftirliti sérfræðings. Mótmæla verður harðlega þeirri óréttlátu og ótímabæru skattlagningu sem felst í áðurnefndri reglugerð. (Frá Félagi nýmasjúkra.) Morgunblaðið/Amór Sveitarstjórn ásamt sveitarstjóra kynnir fjárhagsáætlun Gerðahrepps 1990. Talið frá vinstri: Finnbogi Björnsson, Ellert Eiríksson, sveitar- stjóri, Ingimundur Guðnason, Sigurður Ingvarsson, Viggó Benedikts- son og Soffia Ólafsdóttir. Framkvæmdafé Gerða- hrepps margfaldast Stór hópur nýrnasjúkra þarfn- ast reglubundins eftirlits nýrnas- érfræðinga á göngudeild eða lækningastofu. Er hér einkum um að ræða sjúklinga haldna nýrnabil- un á mismunandi stigum og sjúkl- inga með ígrædd nýru. An þess að kastað sé rýrð á heilsugæslu- lækna er ljóst að slíku eftirliti er best sinnt af nýrnasérfræðingum enda hefur það verið byggt mark- visst upp á undanförnum áratug- um. Vaxandi hópur nýrnasjúkra verður að leita reglubundið til sér- fræðinga í fleiri en einni gi’ein og má þar nefna nýrnabilaða sykur- sýkissjúklinga. Hækkun gjalds fyrir slíka þjón- ustu um nærfellt 100% á sama tíma og launahækkunum er haldið í lágmarki og lýst er fjálglega áformum um að kveða niður verð- bólgu er furðuleg og vítaverð ákvörðun. í fyrrgreindum hópi sjúklinga eru raunar öiyrkjar, sem greiða munu lægra gjald, en fullyrða má að þeir séu innan við fjórðungur hópsins. Telyur Gerðahrepps aukast verulega milli áranna 1989-90. Koma þar til breyttar reglur um samskipti ríkis og sveitarfélaga. Greiðslur úr jöfnunarsjóði hækka um 14,5 milljónir, þá hækka fasteignagjöld verulega eða úr 8,3 milljónam í um 12,5 milb'ónir og aðstöðugjöld hækka um helming milli ára eða úr 7 milljónum í um hálfa fimmtándu miiljón. Þetta kemur fram í drög- um að fjárhagsáætlun, sem lögð var fram á opnum fundi hrepps- nefhdar og sveitarstjóra með íbú- um Gerðahrepps fyrir nokkru. Að venju eru það skólamálin sem taka stærstan toll af tekjum hrepps- ins. Þá vekur það athygli að ýmsir stórir liðir í útgjöldum fyrri ára eru nú horfnir. í fyrra greiddi Gerða- hreppur í sýslusamlag 6,5 milljónir er nú er þessi liður alfarið greiddur af ríkinu. Þá má nefna 2 milljónir sem fóru í heilsugæslustöð í fyrra og að greiðslur vegnatannlækninga skólabarna lækka milli ára þar sem ríkið greiðir nú 2A þessa kostnaðar. Einnig má nefna liði eins og at- vinnuleysistryggingasjóð, sem ríkið greiðir nú en kostaði Gerðahrepp tæpar 1,8 milljónir í fyrra, og sjúkraflutninga, sem kostuðu um eina milljón í fyrra en verða fram- vegis greiddir af ríki. Heildartölur fjárhagsáætlunar- innar 1990 eru um 119 milljónir á móti tæpum 92 milljónum 1989. Stærstu framkvæmdir og þær ijárfrekustu verða bygging 1. áfanga Gerðaskóla og er áætlað að láta í það 18 milljónir á þessu ári. Þá er áætlað að láta 9 milljónir í vatnsveitu og 14 milljónir í gatna- og gangstéttagerð, þ.e. nýfram- kvæmdir. Frekar var fámennt á fundinum og ekki hægt að sjá né heyra á fundarmönnum að kosningar væru í vor. Það vakti hins vegar mesta athygli undirritaðs að á fundinum var ekki minnst á nve tekjur hrepps- ins aukast verulega milli ára. Tekj- ur sem Gerðahreppur hefir til eigna- breytinga í heimabyggð hækka úr um 23 milljónum kr. 1989 í 49 milljónir 1990. Gerðahreppur tók í fyrra 18 milij- ón kr. lán en í ár er fyrirhugað að taka 14 milljónir kr. þannig að hér er ekki um aukna lántöku að ræða heldur auknar tekjur hreppsins vegna breyttrar verkaskiptingar milli ríkis og sveitarfélaga og hækk- unar gjalda umfram verðbólgu. Arnór Forval Alþýðu- bandalagsins: Sigurjón og Guðrún efst BORGARFULLTRÚARNIR Sig- urjón Pétursson og Guðrún Agústsdóttir urðu í tveimur efstu sætunum í forvali Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í næsta mánuði en forvalinu lauk í fyrra- kvöld. Sigurjón fékk 137 atkvæði í fyrsta sætið af alls 262 gildum atkvæðum sem fram komu. Guð- rún fékk 191 atkvæði samtals í 1. og 2. sætið og hún fékk flest atkvæði alls í forvalinu, 235. Þrettán buðu sig fram. Stefanía Traustadóttir, félagsfræðingur, for- maður Alþýðubandalagsins í Reykjavík, varð í þriðja sæti með 89 atkvæði í fyrstu þijú sætin, í fjórða varð Guðrún Kr. Óladóttir, varaformaður og skrifstofustjóri Starfsmannafélagsins Sóknar, með 118 atkvæði í fjögur efstu sætin og fimmti varð Ástráður Haralds- son, lögfræðingur, með 103 at- kvæði samtals í 1.-5. sæti. Kosning er bindandi í fimm efstu sætin. Rétt til þátttöku í forvalinu höfðu 475 félagar. Atkvæði greiddu 283, eða 60%. Auðir seðlar og ógildir voru 21 og gild atkvæði 262. Umhverfis- ráðuneytið: Tuttugn sækja um stöðu ráðu- neytisstjóra TUTTUGU sóttu um stöðu ráðu- neytisstjóra í nýstofiiuðu um- hverfisráðuneyti, umsóknarfrest- ur rann út 30. mars. Ekki hefúr verið ákveðið hver verður ráðinn FISKVERÐ A UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 4. apríl. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 85,00 59,00 76,84 20,553 1.579.200 Þorskur(óst) 88,00 63,00 75,46 9,616 725.701 Ýsa 93,00 70,00 89,34 35,084 3.134.311 Ýsa(ósl.) 70,00 64,00 68,44 0,338 23.132 Karfi 45,00 32,00 37,72 2,023 76.302 Ufsi 36,00 29,00 35,76 1,529 54.673 Steinbítur 44,00 41,00 43,72 0,523 22.842 Lúða 355,00 200,00 281,67 0,291 81.825 Koli 49,00 38,00 43,32 1,969 85.291 Skötuselur 190,00 190,00 190,00 0,309 58.615 Samtals 81,53 74,399 6.065.752 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 84,00 70,00 78,91 21,245 1.676.371 Þorskur(óst) 76,00 66,00 71,21 18,293 1.302.606 Ýsa 89,00 60,00 85,79 23,752 2.037.637 Ýsa(óst) 105,00 60,00 81,74 13,853 1.132.332 Karfi 44,00 20,00 38,26 18,146 694.283 Ufsi 40,00 25,00 38,28 7,972 305.132 Steinbítur 41,00 37,00 40,60 7,254 294.510 Langa 49,00 29,00 31,03 21,199 657.888 Lúða 340,00 290,00 314,89 0,220 69.275 Skarkoli 31,00 25,00 27,10 0,412 11.165 Keila 25,00' 25,00 25,00 0,168 4.200 Rauðmagi 55,00 30,00 31,55 1,447 45.651 Hrogn 185,00 90,00 142,02 1,790 254.210 Samtals 62,11 137,878 8.562.941 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 97,00 35,00 76,13 67,738 5.156.955 Ýsa 101,00 40,00 79,31 23,020 1.825.826 Karfi 40,00 27,00 37,03 9,189 340.246 Ufsi 34,50 25,00 32,46 13.501 438.208 Steinbítur 34,00 31,00 32,28 7,434 239.968 Langa 43,00 29,00 35,64 0,289 10.299 Lúða 400,00 260,00 293,23 0,405 118.760 Skarkoli 49,00 35,00 48,78 1,908 93.072 Keila 25,00 10,00 24,36 1,086 26.460 Sandkoli 10,00 10,00 10,00 0,267 2.670 Sgmtals 65,58 127,190 8.341.769 Selt var úr Skarti GK, Hörpu GK og dagróðrabátum. VESTUR-ÞÝSKALAND 4. apríl. Hæsta verð Lægsta verð Meðalverð • (kr.) (kr.) (kr.) Þorskur 109,34 100,71 105,03 Ýsa 208,61 154,66 181,64 Karfi 136,68 107,90 122,29 Ufsi 103,59 88,48 96,04 GÁMASÖLUR í BRETLANDI 4. april. Þorskur 149,08 112,20 130,64 Ýsa 184,34 157,09 170,72 Karfi 99,38 96,18 97,78 Ufsi 83,35 80,15 81,85 Flugleiðir: Vilja fá skýringu á ábendingu um óeðlilega mikla sætanýtingu FLUGLEIÐUM hefúr borist ábendingarbréf frá samgöngu- ráðherra í framhaldi af athuga- semd Flugeftirlitsnefndar um mikla sætanýtingu hjá Flugleið- Úr mynd Bíóhallarinnar, „Á bláþræði“. Bíóhöllin sýn- ir „Á bláþræði“ HAFNAR eru sýningar á kvik- myndinni „Á bláþræði" í Bíóhöll- inni. í aðalhlutverkum eru Peter Weller og Richard Crenna. Leik- stjóri er George Cosmatos. Á 16.000 feta dýpi í Atlantshafi stundar hópur manna námagröft. Eftir miklu er að sækjast því þar eru dýrir málmar. í námu nr. 47 hefur níu manna hópur verið að í 86 daga þegar einn félaginn, Kippa, hrasar fram af klettabrún og hverfur. Þegar farið er að svipast um eftir honum rekast námamennirnir á risaskip á botninum. í plöggum, er félagarnir finna, kemur fram að sumir skip- vetja hafi látist úr torkennilegum sjúkdómi. Eitthvað dularfullt er á seyði og smám saman leggst óþægi- legur kvilli á fólkið. Námafólkið reyn- ir að komast upp á yfirborðið en tvísýnt er um hvort það tekst. um í Norður- Atlantshafsfluginu og á nokkrum leiðum í Evrópu- flugi. Flugleiðir hyggjast leita eflir nánari skýringu á þessu áliti nefndarinnar og ráðuneytisins. Einar Sigurðsson fréttafulltrúi Flugleiða sagði í samtali við Morg- unblaðið að Flugleiðir taki þessa ábendingu alvarlega. Hann sagði að samkvæmt henni telji nefndin og ráðuneytið að áætluð sætanýting á leiðunum Keflavík-Kaupampna- höfn, Keflavík- Lúxemborg, Keflavík-Frankfúrt og Keflavík- Bandaríkin sé óeðlilega mikil á ákveðnum tímum yfir sumarið. Hann sagði að nauðsynlegt væri fyrir flugfélög að ná mikilli sæta- nýtingu yfir sumartímann. En þess- ar áætlanir væru byggðar á sömu forsendum og lagðar hafa verið til grundvallar undanfarin ár og virtist Flugleiðamönnum þær vera raun- hæfar. Flugleiðir hafa því ákveðið að leita eftir nánari skýringu á því hvað það er nákvæmlega sem veld- ur mönnum áhyggjum og skýra rtiálið ef farið verður fram á það. GALLERÍ Borg heldur listmuna- uppboð á Hótel Sögu í kvöld, fimmtudaginn 5. apríl, kl. 20.30. í frétt frá galleríinu segir, að meðal þeirra 70 verka sem boðin verða upp sé grafíkmynd eftir Salvador Dali. Myndin heitir „Mose“ og er 40x25 sm. Þá segir að á alþjó- legum markaði hafi falsaðar myndir eftir Dali verið falar og vegan þessa hafi eigandi myndarinnar fengið staðfestingu frá Louisana safninu í Danmörku um að myndin sé eftir en það verður gert einhvern næstu daga, samkvæmt upplýs- ingum ráðuneytisins. Fimm umsækjendur óskuðu nafn- leyndar, aðrir eru: Björn Sigur- bjömsson, líffræðingur, forstjóri hjá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni í Vín; Brynjólfur Jónsson, hagfræð- ingur, forstjóri Starfsþjónustunnar sf.; Edda Lilja Sveinsdóttir, jarð- fræðingur; Einar Valur Ingimundar- son, umhverfísverkfræðingur; Gísli Már Gíslason, prófessor, forstöðu- maður Líffræðistofnunar Háskóla íslands; Gottskálk PYiðgeirsson, líffræðingur, deildarstjóri mengun- arvarnadeildar Varnarliðsins; Her- mann Sveinbjörnsson, líffræðingor, aðstoðarmaður sjávarútvegsráð- herra; Hólmfríður Sigurðardóttir, líffræðingur, fagdeildarstjóri um- hverfisbrautar Garðyrkjuskóla ríkis- ins; Hrafn V. Friðriksson, yfirlæknir í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neyti; Hrefna Kristmannsdóttir, jarðfræðingur, fagsviðsstjóri hjá jarðhitadeild Orkustofnunar; Ingi- mar Sigurðsson, lögfræðingur, skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneyti; Kristján Torfason, lögfræðingur, bæjarfógeti í Vest- mannaeyjum; Páll Hersteinsson, líffræðingur, veiðistjóri ríkisins; Páll Líndal, lögfræðingur í umhverfis- ráðuneyti og Sigurbjörg Sæmunds- dóttir sem er við nám í hagverk- fræði í Berlín. meistarann og fylgir sú staðfesting myndinni. Matsverð hennar er talið vera rúmlega ísl. kr. 236 þús. eða Dkr. 25 þús. Einnig verður boðin upp 200 ára trúarmynd frá Tíbet ásamt myndum eftir yngri sem eldri listamenn þjóð- arinnar, til dæmis eftir Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Nínu Tryggvadóttur, Gunn- laug Blöndal og mynd eftir Þorvald Skúlason, sem Jón Engilberts hefur málað á bakliliðina á. Gallerí Borg: Sjötíu verk á uppboði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.