Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 42

Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 HÓTEL ÖDK Sparidagar Bænadagar 11 .'14. apríl Gestgjafi: Hermann Ragnar Stefánsson með fjölbreytta dagskrá “ZífafiAeÉt Óstaðfestar bókanir seldar fimmtudaginn 5. apríl. PÁSKAR 14.'17. apríí Fjölskyldudagar: ð Frá eldhúsinu gómsætir hátíðarréttir. ®Vilberg Viggósson með léttklassíska hádegis- píanótónleika frákl. 13.00-13.30 laugardag ®Tískusýning. S'Teiknikeppni bamanna. ®Þátttakendur fá Arkar-Kjörís. ®Píanóbar um helgina. ^Hestaleiga. Verð: 2 nœtur kr. 5.700,-* 3 nœtur kr. 8.500,-* 4nœtur kr. 11.400,-* 5 nœturkr. 12.500,-* * pr. mann í 2ja manna herb. Innifalið íverði: gisting, morgunverður og kvöldverður 'páel* úesUfoupl Ceucd. BONEY-M Skírdag kl. 22 Annan í páskum kl. 22 Verð með hátíðarkvöldverði kr. 2.950,- Muniö vinseelu gjafakortin HÓTEL ÖI2K - æ Sfmi: l-.y j 98-34700 Freysteinn á Alþjóðaþingi FIDE. Upphaf heimsmeist- araeinvígis á Islandi eftir Eddu Þórarinsdóttur Á námsárum sínum í Rússlandi, nánar tiltekið árið 1957, horfði Freysteinn Þorbergsson á heims- meistaraeinvígi í skák milli þáver- andi heimsmeistara Smyslovs og fyrrverandi heimsmeistara Bot- winniks, sem þá var að endur- heimta titilinn. Skrifaði Freysteinn ' um þetta einvígi í dagblaðið Tímann á sínum tíma. Skömmu eftir að við giftum okk- ur í mars 1960, sagði Freysteinn mér frá því er hann horfði á þetta einvígi. Frásögnin var svo lifandi að það var eins og ég væri komin í iðandi mannþröngina í kæfandi hitanum og andaði að mér blöndu af reykingarlykt, svitalykt og sterkri hvítlaukslykt sem var svo megn að litlu munaði að Freysteinn hyrfi frá skákinni. En þá komu svo spennandi leikir, að Freysteinn gleymdi stund og stað og horfði á skákina til enda. Gaman vaéri að koma slíku einvígi hingað heim, sagði Freysteinn með löngunar- hreim í röddinni. Það held ég að verði aldrei hægt, sagði ég. Held- urðu að hinar stóru og ríku þjóðir mundu nokkurn tíma samþykkja slíkt? Aðalatriðið er að vera á undan að fá hugmyndina og hafa sterkan vilja, þá er hægt að ná langt. Við ræddum þetta ekki frekar þá. Salmson Miðstöðvardœlur M Þróuð. framleiðsla. Hagstœtt verð. LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 SlMI (91) 20680* FAX (91)19199 Árið 1968 erum við búsett í Varmahlíð í Skagafirði. Freysteinn er þar skólastjóri. Ég fer að tala um hve lítið sé um vinnu í sveit- inni, sérstaklega fyrir konur sem vilji vinna utan heimilis. Þá segir Freysteinn: „Ég verð sannfærðari um það með hveiju árinu sem líður að hingað þarf að fá verulega stór- an viðburð, sem vekur heimsat- hygli í nokkurn tíma, til þess að vekja athygli á landi okkar og þjóð. Hér er paradís fyrir sólbrennda Suðuriandabúa og svo þarf að hrista upp í fólki hér heima. Hér gæti fólk unnið við að búa til minjagripi á vetrum og þjónustað ferðafólk á sumrin." Ég vissi hvað klukkan sló. Freystinn var enn að hugsa um heimsmeistaraeinvígi á Isiandi. Þegar Freysteinn var að tefla á ólympíumóti í skák í Siegen í Vestur-Þýskalandi haustið 1970, kom dr. Euwe til Freysteins til að ræða við hann um næsta heims- meistaraeinvígi í skák. Dr. Euwe var fyrrjverandi heimsmeistari og þáverandi forseti alþjóðaskáksam- bandsins FIDE. Ljóst var að næsta einvígi mundi standa á milli Banda- ríkjamannsins Róberts Fischer og rússnesks skákmeistara. „Um mitt næsta ár mun koma til kasta al- þjóðaþings FIDE,“ mælir Dr. Euwe. „Ég vænti þess að þér sjáið yður fært að mæta því nú ríður á að vér vestrænar þjóðir stöndum jsaman svo einvígið fari ekki austur fyrir járntjald." Ræddu þeir síðan nokk- uð um tilhögun væntanlegs einvígis. Ekki hefði Freysteinn þurft þess- ara hvatningarorða við því hann hafði fyrir löngu hugsað sér að reyna að komast á þetta þing. Mánuði áður en þingið átti að hefj- ast hringdi dr. Euwe í Freystein og ítrekaði við hann að mæta. Slíkur var áhuginn. Ég er að láta niður í tösku Frey- steins sem er full fyrir af bókum „Gífurlega hörð and- staða reyndist vera á þinginu gegn íslandi sem einvígisstað. Fannst sumum fulltrú- anna sem væri verið að reyna að fela einvígið með því að senda það út í hafsauga.“ og pappír. Freysteinn hafði alltaf mikið af bókum meðferðis, bókum eftir Turgeniev og Tolstoy á frum- málinu og fleiri heimsfræga rithöf- unda sem honum fannst ómissandi í farteski sínu. Af innlendum höf- undum voru Þórbergur Þórðarson og Gunnar Dal efstir á lista. „Hvernig á ég að korna fötunum í töskuna?" spyr ég og horfi vonlitl- um augum á allt þetta bókaflóð í töskunni. „Settu þau bara ofan á,“ segir hann. Síðan er sest ofan á töskuna til að freista þess að geta pressað lokið nógu langt niður svo smelli í læsingunum. Að pakka nið- ur var orðinn hversdagslegur við- burður í lífi mínu. I þau tólf ár sem við Freysteinn höfðum verið gift, fannst mér hann alltaf vera að koma eða að fara. Að taka upp úr töskum eða pakka niður eins og núna var fyrir löngu orðið að vana. Það var alltaf eitthvað heillandi og spennandi við ferðir hans. Þegar hann kom aftur og sagði frá öllum ævintýrunum var eins og ég upp- lifði þau með honum. Svo lifandi voru frásagnirnar og svo einstakur maður var Freysteinn. „Ætlarðu ekki að halda fund með Skáksambandinu og segja þeim hvað þú hyggst fyrir?“ segi ég og horfi spyijandi augum á eiginmann minn. Freysteinn horfir á mig, lítur síðan til hliðar og segir: „Ég hafði hugsað mér það en þegar ég fór að hugsa málið betur, sá ég að þessir menn í Skáksambandinu hafa ekki reynst mér hliðhollir. Ef ég fer að segja þeim frá þessu núna, get ég alveg eins reiknað með því að a.m.k. 60% þeirra séu efasemdar- og úrtölumenn. Ég mundi því lenda í þeirri aðstöðu að verða að beijast fyrir einvíginu bæði hér heima og erlendis samtímis og slíkt tel ég óvinnandi einum manni. Ég hef því hugsað mér að fara á þingið og stinga upp á íslandi sem einvígis- stað. Senda síðan fréttir hingað heim, tala við skáksambandsmenn og skrifa greinar um málið þegar heim er komið. Þá trúi ég ekki öðru en ýmsir frammámenn muni fá áhuga á málinu og þrýsta á skák- sambandsmenn." Eftir að Skáksambandið hafði staðfest að Freysteinn mætti sitja þing FIDE fyrir þeirra hönd, hélt Freysteinn til Amsterdam. Margir fulltrúar stungu upp á löndum sínum sem einvígisstað og þar á meðal Freysteinn, einn Norður- landabúa. (Á næsta þingi FIDE vildu fleiri þjóðir fá að bætast í hóp þeirra sem halda vildu einvígið, þar á meðal Svíar, en dr. Euwe tók af skarið og sagði að þar sem svo margar þjóðir hefðu nú þegar boðist til að halda einvígið, yrði ekki fleirum bætt við. Freysteinn hafði þó nokkr- um sinnum áður setið þing FIDE fyrir hönd SÍ og aldrei fengið greiddan kostnað^ eða laun fyrir. Eini kostnaður SÍ var skeyti sem senda þurfti til staðfestingar.) En það voru ekki allir sáttir við uppástungu Freysteins og þar á meðal var sjálfur dr. Euwe. Margir hinna fulltrúanna litu á uppástungu Freysteins sem kjánalega og jafnvel hreina móðgun við stórþjóðirnar. Að íbúar lítillar eyju norður í ballar- hafi sem vart væru fleiri en íbúar í einu úthverfi stórborgar skyldu voga sér að bjóðast til að halda svo mikilvægt mót og heimsmeistara- einvígið í skák. Þannig hugsuðu reyndar sumir hér heima þá þó engum þyki það nema sjálfsagt nú að íslendingar héldu einvígið. Dr. Euwe hringdi á hótelherbergi Freysteins eftir uppástungu hans á fundinum og bauð honum heim til sín um kvöldið. Stundvíslega kl. 20.00 mætti Freysteinn að húsi hins aldna höfðingja. Dr. Euwe býður honum inn en er óvenju þurr á manninn. Þegar þejr ganga til stofu segir dr. Euwe: „Ég ætla að biðja yður að draga til baka þessa fárán- legu tillögu yðar um ísland sem einvígisstað. Island er vanþróað ríki sem ekki er fært um að sjá um ein- vígi sem þetta." Freysteinn gengur nær glugganum og horfir út. Nú ríður á að vanda mál sitt. Hann hugsar sig lengi um. Dr. Euwe er farinn að ókyrrast, hefur ræskt sig nokkrum sinnum, þegar Freysteinn snýr sér seinlega við og segir: „Dr. Euwe, ég hef setið alþjóðaþing FIDE af og til frá 1953. Ég hef verið einlægur aðdáandi yðar ög met yður afar mikils en nú get ég ekki verið yður sammála." Dr. Euwe bendir Freysteini á að setjast sem hann þiggur en heldur síðan Viðtalstimi borgarfulltrúa i Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 7. apríl verða til viðtals Páll Gíslason, formaður bygginganefndar aldr- aðra, sjúkrastofnana og veitustofnana, Helga Jóhannsdóttir, í stjórn umferðarnefndar og SVR, og Sigurjón Fjeldsted, formaður stjórnar SVR, í stjórn skólamálaráðs og fræðsluráðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.