Morgunblaðið - 05.04.1990, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 05.04.1990, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 47 Sigurlína Símon- ardóttir - Minning Fædd 6. desember 1912 Dáin 26. mars 1990 Um héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í tvennt, er hríðarbylur geisar; það liggur gleymt og fennt. (G.F.) Þessar hendingar úr kvæði Guð- mundar Friðjónssonar, Ekkjan við ána, komu í hug mér þegar ég heyrði fregnina af skyndilegu and- láti Sigurlínu Símonardóttur, eða Línu frænku eins og hún var jafnan nefnd í fjölskyldu minni. Þó að ýmsu leyti sé ólíku saman jafnað, þá var hún í ríkum mæli gædd flest- um þeim eiginleikum, sem skáldið sér hjá ekkjunni. Báðar voru af hjarta lítillátar, örlátar á allt sem þær áttu og skylduræknar án þess að horfa til endurgjalds eða launa. Hvorug vann til opinberrar viður- kenningar, en báðar veittu vinum og vandalausum af „gestrisninnar einlægni". En þar sem hins vegar var lítil „sorg á ferðum" við andlát ekkjunnar við ána, verður Línu sárt Vinnsla en ekki veiðar SÚ meinlega villa varð í frásögn í Morgunblaðinu í gær af fundi Samtaka fiskvinnslustöðva um mótun fiskvinnslustefnu, að tvívegis var talað um fiskveiði- stefnu í stað fiskvinnslustefnu. Villa þessi er bæði í fyrirsögn og höfð eftir formanni samtakanna í niðurlagi fréttarinnar. Morgun- blaðið leiðréttir hér með þessi mis- tök um leið og það biðst velvirðing- ar á þeim. saknað af öllum þeim sem til þekktu og urðu elsku hennar og alúðar aðnjótandi. Sigurlína var fædd 6. desember 1912, dóttir hjónanna Símonar Kristjánssonar bónda í Ölversgerði í Eyjafirði og Maríu Sigtryggsdótt- ur, Sigurðssonar bónda frá Æsu- staðagerði. Hún ólst þó að mestu leyti upp á Æsustöðum hjá móður- systur sinni, Sigurlínu Rósu, og manni hennar, Níels Sigurðssyni. Önnur börn Maríu og Símonar voru Sigtryggur og Svanhildur, sem dóu ung, Sigtryggur, bifreiðarstjóri á Akureyri, og María Brynjólfsdóttir, húsmóðir og tónlistarkona í Reykjavík. María eldri hafði veikst af berklum og lést þegar Sigurlína var á sjöunda árinu, en hún hafði áður komið dætrum sínum í gott fóstur. Sigurlína yngri hefur vafa- lítið hlotið gott uppeldi hjá nöfnu sinni og orðið fyrir góðum áhrifum á Æsustöðum, en frá því merka heimili segir nokkuð í endurminn- ingum uppeldissystur hennar, Helgu M. Níelsdóttur, ljósmóður. Sigurlína eldri lét félagsmál mikið til sín taka og meðal baráttumála hennar voru hjúkrunar- og líknar- mál, og ef til vill hafa veikindi syst- ur hepnar orðið til þess að hún lagði sig sérstaklega fram í baráttunni fyrir bættri aðstöðu til meðhöndlun- ar á berklum. Sigurlína yngri smit- aðist þó ekki af félagsmálaáhgua nöfnu sinnar, en ekki skorti hana dugnað og ákefð til góðra verka. Hún var bókhneigð og frá fyrstu tíð talin vel greind, skapmikil en glaðsinna. Um sextán ára aldurinn fór Sigurlína frá Æsustöðum og flutti þá suður til Reykjavíkur. Hun vann fyrst hjá Helgu frænku sinni en síðan við ýmis störf þar til er hún kynntist mannsefninu sínu, Albert Jónssyni. Albert var Þingey- ingur að uppruna, f. 1893, en alinn upp hjá séra Ludvig Knudsen, presti á Bergsstöðum í Svart ú’dal og Breiðabólstað í Húnavatnssýslu. Þau Sigurlína og Albert giftust i Reykjavík 9. október 1936, en flutt- ust norður _til Siglufjarðar í ársbyij- un 1939. Á Siglufirði vann Albert lengst af við trésmíðar og eftir að þau fluttust aftur til Reykjavíkur árið 1952 starfaði hann hjá Tré- smiðju Reykjavíkurborgar. Albert lést árið 1969 eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Sigurlína og Albert eignuðust einn son, Lúðvíg Björn, viðskipta- fræðing, f. 1938, sem er frkvstj. heildverslunarinnar Nordic sf. í Reykjavík. Lúðvíg er kvæntur Kristjönu Halldórsdóttur, kennara, og eiga þau tvo syni, Halldór, verk- fræðinema, f. 1967, og Albert f. 1976. Sonur Lúðvígs og fyrri konu hans, Lucindu Grímsdóttur, er Grímur, f. 1961. Hin litla fjölskylda sonarins var Sigurlínu allt eftir að maður hennar lést. Auðsætt var að hún harmaði Albert stöðugt enda hafði samband þeirra verið mjög náið. Albert var hlédrægur maður eins og Sigurlína kona hans og ekki mannblendinn. Hann var skapmaður mikill ef því var að skipta, en undir niðri bjó þó hlý lund og örlát, og skopskyn hafði hann ágætt. Það var undirrituðum stöðugt gleðiefni á árum áður að fylgjast með sambandi þessara ágætu hjóna. Glaðværðin, sem geislaði af konunni, léttur hláturinn og hugarflugið fengu enn meiri fyllingu þegar góðlátleg alvörugefni og kímni eiginmannsins voru með í ieiknum. Einnig var það oft undr- unarefni hve vel alvörumaðurinn tók ærslum og stríðni hinnar gáska- fullu eiginkonu. Ærslin annars veg- ar og umburðarlyndið hins vegar hafa vafalítið átt traustar rætur í heitum tilfinningum, sem þau hjón báru hvort til annars _og erfitt var að tjá á annan hátt. — Á óvitaaldrin- um átti undirritaður víst athvarf á látlausu heimili þeirra á Túngötu 10 á Siglufirði. Óteljandi voru ferð- BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA, LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA OG HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Söfnunardagur 7. apríl Allar einnota öl- og gosdrykkjaumbúöir L.. 7. apríl Skátar veröa viö dósakúlurnar og taka viö dósum og flöskum 7. apríl Viö veitum þjónustu þennan dag. Viö sækjum heim. Þú hringir — við komum. Síminn er 26440 og 621390. Hentu ekki öl- og gosdrykkjaumbúðum. Notaðu dósakúlurnar, þannig styrkir þú okkur. Æ L.H.S D kej LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA HJALPARSTOFNUN KIRKJUNNAR irnar yfir götuna til að sníkja kleinu, heyra sögu eða bara til að vera samvistum við þetta kærleiksríka fólk. Þau hjón höfðu á þeim tíma tekið að sér netahnýtingar og á kvöldin að lokinni annarri vinnu stóð heimilisfaðirinn gjarnan við hnýtingarnar meðan húsmóðirin sinnti heimilisstörfum. Oft var óvit- inn notaður til að bera skilaboð og smástríðni á milli hjónanna þar sem þau kepptust við störf sín. Sigurlína hóf þá oftast leikinn: „Ósköp geng- ur þetta hægt hjá þér, Albert minn!“ eða „Flýttu þér nú Albert minn!“ Barnið bar orðin á milli og svörin létu ekki á sér standa: „Ekki hitnar kaffið við það, Lína mín!“ eða „Það er svo laust í nálunum hjá þér, Lína mín!“ Minningarnar um þessa góð- látlegu gamansemi eru meðal fjár- sjóða bernskunnar og víst er að fleiri smásveinar og meyjar áttu öruggt athvarf hjá þeim hjónum þegar hríðarbylur geisaði. Gestrisn- inni lauk ekki þó að lengra yrði milli vina og þakka ber gistinætur og margar ánægjustundir í litlu ibúðinni á Kleppsveginum. Sigurlína starfaði utan heimilis- ins eftir að þau hjón voru komin til Reykjavíkur og tók þá að sér störf sem mörgum öðrum hefðu þótt erfið, en hún veigraði sér ekki við. Hun starfaði meðal annars um árabil sem gæslukona á Kleppsspít- ala og þá aðallega á næturvöktum. Síðan, þegar aldurinn færðist yfir og þrekið tók að minnka, starfaði Sigurlína í nokkur ár á Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjómanna, og loks sinnti hún aðhlynningu aldr- aðra á vegum heimilishjálparinnar í Reykjavík. í þessum störfum komu dugnaður, æðruleysi og hið létta skap Sigurlínu að góðum notum. Auðheyrt var að allir skjólstæðing- arnir voru henni kærir og áttu sam- úð hennar óskipta. Á sínum yngri árum var Sigurlína glæsileg kona, létt í hreyfingum og nær alltaf geislandi af gleði. Hún veitti óspart af þessum innri eldi fram eftir árum. Síðustu árin átti hún sjálf við heilsubrest að stríða, og naut þá traustrar og öruggrar umhyggju fjölskyldu sonar síns sem var henni svo kær. Stoltið, dugnaðurinn og viljinn til að vera sjálfri sér nóg leyfðu ekki ölmusur, en augasteinn- inn hennar, sonarsonurinn yngsti, var ömmu sinni sú stoð og stytta sem nægði til að gera ævikvöldið bjart. Megi hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar blessa minningu góðrar konu og líkna þeim sem sárt syrgja. Jóhann Heiðar Jóhannsson íslensk fegurö meö NO NAME -.... ■ COSMETICS .. Vib kynnum no NAME sumarlitina — COSMETICS — Vid sýnum íslenska fegurb fyrir íslenskar konur Kynnlngar á sðlustððum okkar næstu daga: Paradís, Laugarnesvegi Gimll, Miðleiti Ingöllsapðtek, Kringlunni 60tt Ótiit, Nýbýlavegi, föstudoginn 6/4, kl. 12-15 Garósapótek, Sogovegi Snyrtistotan Lit, Mjóddinni fösfufoginn 6/4, kl. 15-18 Snyrtivöruverslunin Brá, Lougavegi laugardag 7/4, kl. 11-14 Perlan, Akranesi Snyrtilínan, Fjarðarkaupi, föstudaginn 6/4, kl. 15-18 Snyrtistolan RÓS, Engihjalla Snyrtihöllin, Garðabæ, fimmtudoginn 5/4 Id. 15-18 Snyrtistofan Anita, Skólavegi, Vestmannaeyjum Helga Kristjánsdóttir, Blómsturvöllum, Grindavik Fðta- og snyrtistotan Táin, Sauðórkróki Gloría, Samkaupum, Njarðvík Snyrtistofan NH, Laugavegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.