Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 Minning: Sveinbjöm Sigur- jónsson fv. skólasljóri Fæddur 5. október 1899 Dáinn 26. mars 1990 Fáir- kynnast í starfi sínu jafn mörgu fólki sem kennarar. Þótt skólakynni endist aðeins eitt eða fá ár, verðaYþau hveijum góðum kenn- ara dýrmæt og leiða m.a. til þess að hæfileikamenn endast í þessu starfí um áratugi, þótt færni þeirra gæti leitt þá á arðvænlegri og létt- ari brautir. í þessum hópi var Sveinbjörn Siguijónsson, skólastjóri, sem við kveðjum í dag. Mér er ljúft og skylt að minnast hans fáum orðum, enda áttum við samleið um 13 ára skeið í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Sveinbjörn var dagfarsprúður maður, stefnufastur en gætinn og fáskiptinn um aðra að óþörfu. Eftir aldarfjórðungs kennslustörf við skólann var honum skyndilega falin stjóm hans. Slík störf krefjast þess að vel sé hlýtt á rök manna, með og móti, eigi síst þegar vandamál krefjast úrlausnar. Þar verður sjald- an gert svo öllum líki. En þar, sem víðar, hygg ég að Sveinbirni hafi nýst vel þeir hæfileikar sem mjög einkenndu kennslustörf hans: vand- virkni, skyldurækni og samvisku- semi. Ég naut aldrei beinnar kennslu hans sem nemandi. En oftlega leit- aði ég ráða hjá honum, en móður- málið varð á þeim árum aðal- kennslugi'ein mín. Á því sviði hafði Sveinbjörn yfirburða þekkingu og reynslu, en hann haslaði sér völl við kennslu og fræðastörf að loknu meistaraprófi árið 1926. íslensk tunga var honum kær; þess gætti hvern dag í máli hans, mæltu og rituðu. Óvönduð meðferð tungunn- ar, þvogl, tafs og óskýrmæli voru honum ógeðfelld. Nemendur hans, sem og við samkennarar, nutu þar leiðsagnar sem æ mun endast. Þá hafa skólar um land allt fram til þessa notið góðra kennslugagna er hann samdi. Má þar nefna smáritin íslensk réttritun, Bragfræði og Skýringar við Lestrarbók Sigurðar Nordals. Öll þessi rit, sem og fleiri, bera glöggt vitni um hæfni hans til fræðistarfa, skarpa þekkingu og vandvirkni. Enn munu þessi hjálp- argögn nýtast lengi, þótt vitanlega hafi aðrir aukið við þau eða byggt á þeim. Vafalaust hefur kennslu- reynsla hans orðið honum hvati og hjálp við samningu þessara rita. Ljóst er að, hæfileikar Sveinbjarnar hefðu einnig orðið íslenskri tungu að miklu gagni hefði honum auðn- ast tími til að sinna fræðastörfum meira en skólaannir leyfðu. En skólastörf urðu æviverk Sveinbjarnar. Hann vann samfellt við Gagnfræðaskólann í Reykjavík (síðar Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar) frá stofnun hans árið 1930 til ársins 1969, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Raunar hafði hann sinnt kennslu í sveit og borg meira og minna frá átján ára aldri. Fáir munu því hafa lengri kennslu- reynslu, meira en hálfa öld. Þeir skipta því ótvírætt þúsundum nem- endurnir, sem eiga honum að þakka traustan grundvöll menntunar sinnar. Víst hefur Sveinbjörn átt þess kost sakir þekkingar sinnar og reynslu að færast til starfa við menntaskóla eða Háskóla Islands. Það var hins vegar fjarri lundarfari hans að sækjast eftir mannvirðing- um eða upphefð. Margþætt nefnd- ar- og stjórnunarstörf voru honum hins vegar falin, einkum varðandi uppeldis- og fræðslumál. Þau mun hann hafa rækt af sömu glögg- skyggni og trúmennsku án þess að vanrækja nokkru sinni skólann sinn. Ég á Sveinbirni Siguijónssyni margt að þakka, leiðsögn, samstart og fyrirmynd. Aldrei gleymist mér, er hann, nýráðinn skólastjóri, kvaddi mig óvænt á sinn fund upp í skóla sumarið 1955 og bað mig Sigurbjörg H. Guðna dóttir - Kveðjuorð að taka þar við yfirkennarastarfi af sér og fól mér að mestu sjálf- dæmi um hversu ég leysti það af hendi. Slíkt traust hlýtur að vera hverjum starfsmanni ómetanlegt. Svo kveð ég traustan og sam- viskusaman skólamann að loknu löngu og farsælu ævistarfi. Ekkju hans, frú Soffíu Ingvarsdóttur, Guðrúnu dóttur þeirra og öllu venslafólki votta ég dýpstu samúð. Helgi Þorláksson Fædd 24. apríl 1917 Dáin 1. desember 1989 Mig langar í fáeinum orðum að minnast Sigurbjargar Halldóru Guðnadóttur, ömmu Gógóar, eins og hún var alltaf kölluð. Alltaf var gott að kíkja inn til hennar. Hún lumaði alltaf á ein- hveiju góðgæti handa manni. Og alltaf þótti mér gaman að fá að vera hjá henni ef pabbi og mamma fóru eitthvað. Þá var nú ýmislegt skrafað og stundum gripið í spil. Ef ömmu gekk illa í spilum var hennar aðal orðatiltæki: „Maður gleypir nú ekki sólina.“ Svona voru hennar tilsvör. Hún var alltaf svo jákvæð og hress og kát. Hún sá alltaf björtu hliðarnar á lífinu. Hennar uppáhald var meðal annars að fá smá bíltúr. Og eftir að ég fékk bílpróf áttum við það til að keyra um bæinn þveran og endi- langan og helst að fara allar götur bæjarins. Já, það þurfti ekki mikið til að gleðja hana. Hún amma var mjög félagslynd, hún fór í fönd- urtíma á elliheimilið og gerði þar ýmislegt fallegt, sem nú prýðir flest heimili innan fjölskyldunnar. Ekki lét hún sig vanta ef eitthvað var að gerast í félagsmálum bæjarins. Hvoit sem þar voru skemmtanir eldri borgara, tónleikar eða leiksýn- ingar og alltaf fór hún á þorrablót. Já, það verður skrýtið að koma heim á Eskifjörð, nú þegar amma er farin. En það er ég viss um að hún og afi halda verndarhendi yfir okkur öllum. Með þessum fáu orð- um vil ég og Einar Örn ásamt Svenna syni okkar þakka ömmu löngu, eins og Svenni kallaði hana, fyrir allar yndislegu samverustund- irnar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Halldóra Ósk Sveinsdóttir * Asta Málfriður Bjama- dóttir — Minning Fædd 30. júlí 1897 Dáin 5. febrúar 1990 Það kom mér ekki á óvart er Einar Stefán, sonur Málfríðar, tjáði mér umskiptin. Heilsa hennar hafði- verið á svo veikum þræði undan- farnai; vikur. Ásta Málfríður hafði verið vin- kona móður minnar mjög lengi. Höfðu þær verið saman sumarlangt norður í landi, er ég var aðeins fjög- urra ára gamall og var þá nokkur leikbrúða, beggja. Taldi Málfríður sig alltaf eiga part í mér síðan. Ég hef þess vegna talið mér skylt að huga að heilsu hennar eftir að móðir mín lést. Ásta Málfríður var fædd 30. júlí 1897 í Efra-Miðbæ, Norðfjarðar- hreppi, Suður-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Geirlaug Loftsdóttir frá Efri Brú, Grímsnesi, og Bjarni Kolbeinsson frá Stóra Hálsi í Grafn- ingi og var hún einkabarn foreldra sinna. Ólst hún upp hjá þeim til 15 ára aldurs en þá lést móðir hennar og feðginin fluttust til Reykjavíkur, þar sem hún hefur átt sitt heimili síðan, — fyrst með föður sínum, t Móðir mín, MARGRÉT STEFÁIMSDÓTTIR, lést 24. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðríður Bjarnadóttir. t Ástkær móðir okkar, ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR frá Mosfelli, andaðist í Landspítalanum þriðjudagskvöldið 3. apríl. Valdís og Guðrún Tómasdætur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR frá Súðavík, Hlyngerði 7, Reykjavík, sem lést 29. mars í Borgarspítalanum veröur jarðsungin frá Bú- staðakirkju föstudaginn 6. apríl kl. 13.30. Kristin Ólafsdóttir, Jón Hallsson, Margrét Ólafsdóttir, Guðmundur Ámundason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI SVEINSSON verslunarmaður, Hvassaleiti 56, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 6. apríl kl. 13.30. Fanney Jónsdóttir, Fanný Bjarnadóttir, Jón Brynjólfsson, Karl Pálsson, Líneik Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, EYGERÐUR ESTER RUNÓLFSDÓTTIR, Elliheimili Grund, áðurtil heimilis á Baldursgötu 12, Keflavík, sem lést 1. apríl, verður jarðsungin föstudaginn 6. apríl frá Garða- kirkju kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS SIGURÐSSONAR, Mávahlíð 2. Lilja M. Petersen, Birna Jónsdóttir, Jóhann Rúnar Björgvinsson, Sigurður Jónsson, Dagný Guðmundsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Leó G. Torfason, Hans Pétur Jónsson, Alda Björk Sigurðardóttir, Guðrún M. Jónsdóttir, Hörður Ragnarsson, barnabörn og langafabarn. t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐNÝJAR ALEXÍU JÓNSDÓTTUR, Birkivöllum 17, Selfossi, sem lést 2. þessa mánaðar, verður gerð frá Selfosskirkju laugar- daginn 7. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Gunnar Friðriksson, Þórir Gunnarsson, Friðrik Gunnarsson, Brynja Hjartardóttir, Hrafn Ásgeirsson, Torfey Hafliðadóttir, Sigurður Ásgeirsson, Ólöf Þorgeirsdóttir og barnabörn. þar til hún giftist Einari Stefáns- syni múrarameistara, en hann lést 1.10. 1966. Eftir það bjó hún ein til ársins 1976 er hún fluttist á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún lést 5.2. 1990. Að eigin ósk var hún brennd og jarðsett í kyrrþey. Þau Ásta Málfríður og Einar eignuðust fjögur börn; Ásta Kristín, f. 2.6. 1927, hún er nú ekkja og var maður hennar Harry F. Michic, búsett í Bandaríkjunum, Ásgeir Daniel, f. 14.8. 1929, d. í mars 1974, hann var kvæntur Huldu Sig- urbjörnsdóttur Knudsen, Ólöf Margrét, f. 13.12. 1930, ekkja, hún er búsett í Bandaríkjunum og var maður hennar Joseph J. Haggerty, Einar Stefán, f. 27.4. 1932, kvænt- ur Gerd Ellen Einarsson. Ásta Málfríður var hávaxin og tíguleg kona og bar hún þá reisn að eftir var tekið. Móðir mín og hún voru æskuvin- konur og héldu þær þeim vinskap til æfiloka. Þær höfðu báðar þá skapgerð er þær deildu ekki með öllum, en betur þótti að eiga þeirra vináttu. Ásta Málfríður var alla tíð heima- vinnandi húsmóðir og hafði á stund- um stórt heimili um að hugsa. Öll sín störf leysti hún af hendi með miklum sóma og myndarskap. Með ,sama hug og einlægni starfaði hún og í Oddfellow-reglunni. Mig langar til að enda þessar fáu línur með orðataki sem henni var tamt á vör: „Svo vinnist þér á morg- un það sem vannst ei mér í dag, það verða skal að lokum hinsta kveðja." Mín innileg kveðja til eftirlifandi barna, barnabarna og nánustu vandamanna. Guð veri með ykkur. ____________ Björn Guðmundsson ii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.