Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 49

Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 49 Cecilía Þórðar- dóttir — Minning Fædd 25. ágúst 1931 Dáin 27. mars 1990 Cecilía Þórðardóttir, eða Cilla eins og hún var ávallt kölluð, verð- ur jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag. Hún var fædd í Odda í Ögur- hreppi við Djúp, en þar bjuggu for- eldrar hennar, Þórður Ólafsson út- vegsmaður og kona hans, Kristín Svanhildur Helgadóttir. Lifa þau dóttur sína í hárri elli. Cilla ólst upp á bernskustöðvun- um í hópi þriggja systkina, en þau eru í aldursröð: Helgi, Guðrún, sem nú er látin, og Þórunn. Cilla var næstyngst. Árið 1944 fluttist fjölskyldan til Isafjarðar og síðan til Reykjavíkur árið 1947. Cilla gekk í Gagnfræða- skólann á Isafirði og síðan í Ingi- marsskólann eftir að hún fluttist suður. Þá lá leið hennar í Samvinnuskól- ann ogþaðan útskrifaðist hún 1950. Cilla hóf störf hjá embætti bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík 1. sept. 1952, eftir að hafa verið valin úr hópi umsækjenda, en þeir höfðu áður orðið að gangast undir strangt hæfnispróf. Er þetta víst í eina skiptið, sem þannig hefur verið staðið að ráðn- ingu hjá borginni. Síðan hefur Cilla starfað óslitið við embættið undir stjórn fjögurra byggingarfulltrúa og hafði lokið hálfu 38. starfsári sínu, er hún lést. Á heilli starfsævi hlýtur starfs- maður með skapgerð Cillu að setja mörk sín á stofnunina, enda var embætti byggingarfulltrúa og Cilla oftast nefnd í sömu andránni. Störf Cillu voru frábær alla hennar löngu Þann 28. mars andaðist á heim- ili sínu Óskar Sigurvin Ólafsson bifvélavirki, Fannborg 1, Kópavogi. Óskar hafði kennt lasleika um hríð og var undir læknishendi, er hann kvaddi svo skyndilega. Óskar var fæddur í Reykjavík 9. janúar 1917. Foreldrar hans Sól- veig Guðmundsdóttir, Efstadal í Ögursveit, yngst sautján barna þeirra hjóna Margrétar Jónsdóttur og Guðmundar Egilssonar. Faðir var Ólafur Kr. Ólason trésmiður, Skarði í Ögursveit, sonur Guðríðar Bjarnadóttur og Óla Kr. Ólafssonar. Óskar ólst upp í Reykjavík og nam bifvélavirkjun og með eljusemi og dugnaði vann hann við iðn sína alla ævi. Óskar var hæglátur maður og bar ekki tilfinningar sínar á torg, en þeir sem þekktu hann vissu að undir sló tilfinningaríkt hjaita og var hann reiðubúinn að rétta hjálp- arhönd og halda skildi yfir varnar- lausum, því hjálpsemin var honum í blóð borin og hann vildi hvers manns vanda leysa. Margir munu minnast hans með hlýjum huga er fengu bíla sína við- gerða úr höndum hans, og enn fleiri munu sakna hans vegna mannkosta hans og ljúfmennsku alla tíð. Eina systur átti Óskar, Sigríði, og var alla tíð kært með þeim systk- inum og mikill og góður samgangur milli heimila þeirra. Eftirlifandi eiginkona Óskars er Lára L. Loftsdóttir fædd 1924. Sér hún nú á bak ástkærum eiginmanni sínum eftir hálfrar aldar samleið. Óskar og Lára áttu barnaláni að fagna, en börnin eru: Guðmunda Hjördís fædd 1941, Margrét Sólveig starfsævi. Hún þroskaðist með stofnuninni og var ávallt reiðubúin að tileinka sér nýjar starfsaðferðir með nýjum tíma. Hún hafði brenn- andi áhuga á tölvuvæðingunni sem átt hefur sér stað síðustu árin. Það er ekki ofmælt að segja að hún hafi verið lykillinn að stofnun- inni, henni mátti alltaf treysta, hún vissi um alla hluti og minnið var það traust, að hún hafði upplýsing- ar á reiðum höndum, ef til hennar var leitað. Hún var ætíð reiðubúin að vinna fyrir embættið og margar eru þær aukavinnustundir, sem hún lagði á sig, en þær eru oft óumflýj- anlegar á slíkum vinnustað. Cilla giftist ekki en eignaðist einn son, Þórð Eínarsson húsasmið. Barnabörnin eru þijú: Ólafur, Cecilía og Þórður Hjálmar. Þegar Cilla þurfti að vinna um helgar, sem oft kom fyrir, tók hún oft nöfnu sína með og engum gat dulist hve náið samband var á milli þeirra. Það var á fyrri hluta síðasta árs er Cilla veiktist en sjúkdómurinn greindist ekki fyrr en sl. sept. Hann hafði þá búið svo rækilega um sig að við ekkert var ráðið. Hún hélt þó sínu andlega þreki og eygði von- ina um að brátt brygði til betri tíðar. Þessa síðustu mánuði dvaldist hún á heimili sínu á milli þess sem hún var á sjúkrahúsi. Vildi hún helst vera heima sem lengst og naut umönnunar og hjálpar einka- sonar síns sem hjá henni var þessa síðustu mánuði. Ævisól Cillu er hnigin til viðar, smitandi hláturinn er þagnaður — en minningin lifir. Við samstarfsfólkið þökkum henni allar samverustundir. fædd ’43, Ólafur Kristján fæddur ’44, Anna Edda fædd ’45, Sigrún fædd ’47, Guðríður Ósk fædd ’48, Kjartan fæddur ’51. Að auki ólu þau hjón upp dóttur- dóttur sína og nú eru barnabörnin orðin 27 og barnabarnabörnin 23. Af þessu má sjá að frá Óskari og Láru er kominn stór og myndar- legur hópur, sem saknar nú föður, afa og langafa, sem var fastur punktur í tilverunni, enda var ást hans og kærleiki bundinn fjölskyld- unni sem var honum allt. Börnin munu nú öll sem eitt styrkja og umvefja móður, ömmu og langömmu. Fjölskylda mín mun líka minnast af þakklæti fjölmargra samveru- stunda, því það var svo gott að koma í heimsókn og njóta gleði og hlýhugar fjölskyldunnar. Ennfremur minnist hans mágur hans, Páll M. Ólafsson, ekkill Sigríðar, og þakkar honum sam- fylgdina og tryggðina gegnum árin, Vandamönnum sendum við inni- legar samúðarkveðjur — þeirra er missirinn sárastur. Gunnar Sigurðsson, byggingarfúlltrúi. Ég man eftir því að í fyrra stóð til að skipta um gardínur í stof- unni. Mömmu hraus hugur við að standa í þeim framkvæmdum og færði í tal við Cillu frænku. Ekki liðu margir dagar þar til verkið var hafið og búið. Auðvitað var það Cilla sem dreif allt áfram. Tók efn- ið með upp í Espó og saumaði það sem sauma þurfti. Síðustu daga hefur skotið upp í kollinn minningum um Cillu. Sú fyrsta sem kemur upp í hugann er Cilla í ijölskylduboðum. Annaðhvort inní Barðavogi eða hjá afa og ömmu upp á Boðahlein og áður á Njálsgöt- unni. Það var alltaf Cilla sem tók stjórnina í sínar hendur ef um meiri- háttar boð var að ræða. Þegar nóg var að gera, eitthvað sem þurfti að drífa áfram, þá tvíefldist hún og stjórnaði öllu með miklum krafti. Hún var stór hluti háværrar og hressilegrar fjölskyldu. Einu sinni vorum við niðri á Njálsgötu í jóla- dagsboði hjá afa og ömmu. Það var verið að ræða málin og öllum systk- inunum frá Odda liggur heldur hátt rómur. Það var alltaf þannig aö allir þurftu að komast að og þá sérstaklega ef umræðan snerist um stjórnmál, eða þá sænska sálfræð- inga svo eitthvað sé nefnt. Nema hvað; þar sem allir töluðu og töluðu hver í kapp við annan og þöndu sig var afa nóg boðið. Hann stóð upp, hreinlega til að geta yfirgnæft eig- in afkomendur og tók til að koma sínum skoðunum að. Það datt allt í dúnalogn og allir horfðu undrandi á afa. Er hann hafði lokið máli sínu settist hann niður og brosti ánægð- ur. Þegar fjölskyldan rankaði við sér sprungu allir úr hlátri. í þessu andrúmslofti kynntist ég Cillu frænku. Vinnan hjá byggingarfulltrúa Reykjavíkur er annað sem alltaf var sem og við hin úr fjölskyldu systur hans. Hjartanlegar samúðarkveðjur sendum við til fjölskyldunnar allrar og biðjum við Guð og blessa minn- ingu góðs manns. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Hulda og Qölskylda stór hluti af lífi Cillu. Einkenni hennar þar voru öðru fremur mikil samviskusemi. Ef hún átti einhveiju ólokið í vinnunni mætti hún gjarna á laugardagsmörgni til að ljúka við verkefnið. Hún vann hjá byggingar- fulltrúa í 38 ár. Þar hóf hún störf fljótlega eftir að hún lauk prófi frá Samvinnuskólanum. Hún fylgdist alltaf með nýjungum í starfi sínu og kunni út í hörgul allt sem viðkom götum og byggingum í Reykjavík síðustu. 38 árin. Fjölskyldan hefur misst mikið. Tói og krakkarnir og afi og amma sjá á bak umhyggjusamri dóttur í annað sinn á fimm árum. Cilla var ótrúlega sterk og barð- ist hetjulegri baráttu við erfiðan sjúkdóm og ef hennar ódrepandi viljastyrkur hefði haft lækninga- mátt þá hefði hún sigrað. Blessuð sé minning hennar. Kristín S. Hjálmtýsdóttir Cecilía Þórðardóttir er látin. Cilla var reyndar ekkert á þeim buxunum að láta undan, þegar ljóst var við hvaða sjúkdóm hún átti að stríða. Bjartsýnin var jafnan til staðar og hún ræddi um framtíðaráform sín. Þá var ekki talað um að dauðinn væri á næsta leiti, heldur réð lífsgleðin ríkjum sem fyrr. En eng- inn má sköpum renna. Tilveran er undarleg og oft á tíðum óskiljanleg. Lífsbaráttan er sjaldnast eilífur dans á rósum, en jákvætt hugarfar er oftar en ekki lykill að hamingjunni. Cilla hafði þennan eiginleika í ríkum mæli og ekki skemmdi kímnigáfan fyrir. Lundin var létt og ótrúlegt er, hve miklu hún fékk áorkað. Hún var sífellt gefandi — það var birta, ljömi, kátína, hlátur og tilheyrandi. hávaði hvar sem hún fór. Cilia var staðföst og samvisku- söm, trú starfi sínu og traust fjöl- skyldu sinni. Hún vann alla tíð mik- ið og þótti mörgum nóg um, en ætíð hafði hún tíma fyrir sína nán- ustu, ræktaði frændgarðinn af alúð. Fyrir það verður henni ekki lengur þakkað með orðum, en fordæmið er verðugt til eftirbreytni. Cilla verður jarðsungin í dag og lögð til hinstu hvílu við hlið Guðrún- ar systur sinnar og móður minnar, sem sami sjúkdómur lagði að velli í september 1984. Allir geta átt von á dauða sínum hvenær sem er, ekki síst þegar krabbamein er annars vegar, en engu að síður er ávallt, erfitt að sætta sig við fráfall náins ættingja. Áfallið er mikið, en tíminn græðir öll sár og mestu skiptir að minningin um trausta, góða og umfram allt jákvæða og lífsglaða konu lifir. Steinþór Guðbjartsson t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞORGERÐAR LÁRUSDÓTTUR frá Heiði, Langanesi, til heimilis í Nýbergi, Keflavík, sem andaðist 30. mars, fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 6. apríl kl. 15.00. Grétar Árnason, Þráinn Árnason, Petrína Bára Árnadóttir, Hrönn Árnadóttir, Elínóra Á. Árnadóttir, Arnþrúður B. Árnadóttir Þórdís Herbertsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Örn Randrup, Gregory Patrick, og barnabörn. t Astkær móðir mín, amma okkar, systir og mágkona, CECILÍA ÞÓRÐARDÓTTIR fulltrúi, Espigerði 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 5. apríl, kl. 15.00. Blóm vinsamlegast, afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Þórður Einarsson, Ólafur Þórðarson, Cecilfa Þórðardóttir, Þórður Hjálmar Þórðarson. Þórður Ólafsson, Kristín S. Helgadóttir, Helgi G. Þórðarson, Þorgerður Mortensen, Þórunn Þórðardóttir. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, GUÐRÚNARJÓNASDÓTTUR frá Litladal, til heimilis á Grettisgötu 55c, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hvítabandsins fyrir hjúkrun og vináttu við hina látnu. Fyrir hönd vandamanna, Ásta og Sigurbjörg Jónasdætur. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HANNESARÁRNASONAR frá Brekkum, Holtum, Þingskálum 12, Hellu. Guð verndi ykkur og blessi. Halldóra Ólafsdóttir, Jóhanna Hannesdóttir, Jón. I. Guðmundsson, Erna Hannesdóttir, Hjörtur Egilsson, Árni Hannesson, Guðbjörg ísleifsdóttir, Sigríður Hannesdóttir, Þorsteinn Ragnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: ÓskarS. Ólafs- son biívélavirki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.