Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 OI9B0 Univartoi Prau Syndicate J/ Tbzpp/nn -fór <5uf. " Þá er heimsóknartímanum lokið og við förum í bað. Með morgunkaffinu Þetta er nýjasta hundakex- ið. Það er eins á bragðið og gamlir inniskór. HÖGNI HREKKVÍSI Yfirborðslegar yfirlýsingar Vvtautas 1 forgeti Litháens, uro liðsflutninga Rauða hersins i tyrrinótt: „Okkur finnst ciiis og við séum hemumin þjóð‘ Til Velvakanda. Nú sést að flótti er að gera vart við sig í liði gömlu kommanna hér á landi og þeir reyna að hreinsa sig af öllum samskiftum og syndum feðranna að austan sem þeir þó dyggilega hafa unnið fyrir á flestan hátt og spillt íslensku þjóðfélagi, en skammast sín nú fyrir að viður- kenna að sú stefna sem þeir geng- ust fyrir hafi verið í alla staði röng en er nú að öllum líkindum að hrynja í þeirra rétta föðurlandi og sem þeir sóttu til hugmyndafræð- inganna austantjalds og spilltu þar af leiðandi velferð alþýðunnar á íslandi með áætlunum sem valdið hafa miklum erfiðleikum alls efna- hagslífs auk andlegs hruns og hnignunar mannlegs samfélags austur þar sem nú verður uppvíst um er fjötrarnir rakna og fólki leyf- ist að tala. Ekki að undra þó þeim sé orðafátt og fari í felur með skoð- anir sínar og gefi yfirborðskenndar yfirlýsingar sem alls ekki eru sann- færandi, enda hefur yfirtaka kommúnismans verið ein sorgar- og niðurlægingarsaga frá upphafi allt til þessa dags. Þeim tekst ekki að þvo hendur sínar með afsökunum sem stangast á við gerðir þeirra og engin rök eru fyrir. Smán þeirra er mikil. Ég skrifa nú, í tilefni þess að ég las viðtal í Mogganum við Hjörleif Guttormsson sem fer í iovcskir skriödrekar og fallhlífarhermenn fara um götur Vilnius - Landsber^is segir að tauga- itrið magnist - Þing Litháens framselur völd sín sendifullrua landsins 1 Washmgton in ^ streymir hingad en við vitum ekki hvaí hann hyggat fyrir." ■agði Vytautaa Landabergts. for- seti Litháens. við umra-ður á lit- háaka þinginu, akttmmu eftir að um hundrað skriðdrekar og brynvarðar herflutningabifreið- ar fallhlUaraveita Kauða herain* brunuðu I fyrrinðtt inn I VU- niua, httfuðborg Uthiena. Landabergi* mðtmarlti liðaflutn- ingunum I akeytl aem hann aendi Mikhail (kirbaUjov og aakaði hann um að reyna að taka LH- háa á taugum. Sýnt þðttí að kring um gerðirnar eins og köttur heitan graut, þeir vita ekki sitt ijúk- andi ráð því flokkur þeirra er að sundrast sem er gleðiefni ef heyrði sögunni til, til viðvörunar. Hjörleifur gat nú samt ekki alveg hætt að reyna að halda á loft moggalyginni þeirra frægu, sem öll reynist nú sannleikur en uppspuni kommanna er sumir hafa reynst menn til að viðurkenna, sem þeir fá einhverja punkta fyrir, en hafa þó leitt yfir sig vantraust sem reyn- ast mun erfitt að yfírstíga um langt skeið og svo verður einnig um traust þjóða milli. Rússar hafa á liðnum árum gert sér mikið far um að leika Hættulegar reykingar Til Velvakanda. Það var mjög óánægður maður eða kona sem skrifaði í Velvakanda 27. mars með undirskriftinni Flug- farþegi og hafði séð í DV nýlega að það ætti að fara að banna reykingar í millilandaflugi. Hann eða hún er smáhluthafi í Flugleiðum og er mjög annt um hag félagsins. En að fara að banna fullorðnu fólki að fá sér sígarettu um leið og það fær sér hressingu er mjög alvarlegt brot á mannréttindum hins almenna borgara, segir hann eða hún. Eg er á annari skoðun. Ég er með því að allar reykingar verði bannað- ar í flugvélum og það ætti að banna þær með lögum. Það er stórhættu- legt að reykja í vélunum þegar fólk er kannski líka undir áhrifum áfeng- is. Einn neisti getur orðið að stóru báli. Svo er það ekki gott fyrir fólk sem er kannski flugveikt að fá síga- rettureykinn yfir sig. Svo má ég til með að minnast á ræðutíma þingmanna. Maður heyrði í útvarpinu að það hefði þingmaður talað í fjóra klukkutíma og finnst mér það nokkuð langur tími, að mönnum skuli vera leyft að þvæla svona lengi um sama málefnið bara til þess að reyna að eyða tímnaum í hálfgerða vitleysu. Mér finnst að það ætti að takmarka ræðutíma því það ætti að vera nógu langur tími fyrir menn að tala í klukkutíma. Það er mikið hægt fyrir mælskan mann að segja á þeim tíma. Þeir menn sem tala svona lengi, þeir spilla fyrir öðrum málefnum því tíminn er dýr- mætur eða ætti að vera hjá þessu fólki sem á þingi situr. Ingimundur Sæmundsson á Vesturlönd í viðskiptum, efna- hags- og millilandaviðskiptum og hafa svo gert mikið grín að, heima- fyrir, svo þeir eiga eftir að leika þann leik og kannski ekki þann minnsta á stjórnmálasviði. Allt er ástandið ömurlegra og hræðilegra en nokkurntíma hefur komið fram í Mogganum um ástand og aðstæð- ur fólks austan járntjalds. Ekki á að flana að neinu í við- skiftum við þessi lönd kommún- ismans því það er svo margt sem á eftir að koma í ljós og ég tel að breytingin sé bragð til að ryðja sós- íalismanum braut á fölskum for- sendum, raddir eru margar og markmiðin mörg sem berast að austan. 40 ára kúgun og efnahags- þrengingar verða ekki leystar á fáum árum. Frelsi sem fengið er, að því er virðist á svipstundu kallar á fjölda vandamála, ekki síst þar sem fá- tækt almúgans er yfirþyrmandi og allt í vanrækslu, uppbygging og tækni. Þeir eiga eftir að leysa vanda endurreisnar og uppbyggingar úr efnahagslegum rústum og það verð- ur varla átakalaust en lærdómsríkt viðfangsefni sem fróðlegt verður að fylgjast með. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Frábært handboltalið Til Velvakanda. Handboltalandsliðið okkar hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í vetur, einkum eftir heimsmeistara- mótið í Tékkóslóvakíu. Mér finnst umræðan oft hafa verið á lágu plani, neikvæð og jafnvel mótast af heimtufrekju. Það virðist svo sem við ætlumst til þess að næstum hver einasti leikur gegn sterkustu atvinnuhandknattleiksliðum heims vinnist. Þó að við höfum orðið und- ir í nokkrum leikjum, flestum með mjög litlum mun, er engin ástæða til að setjast niður og væla. Við eigum frábært handboltalandslið. Flestir íslendingar, ungir jafnt sem gamlir, í bæjum sveitum og sjávar- þorpum, sitja límdir við sjónvarpið þegar þeir leika. Alfreð Gíslason, Kristján Arason, Þorgils Óttar og allir hinir eru heimilisvinir á næst- um hveiju einasta heimili á íslandi. Og Bogdan hefur unnið frábært starf. Eg ætla sko að borga happ- drættismiða H.S.I. svo lengi sem ég fæ að sjá þessa stráka á skjánum í Ríkissjónvarpinu. Austfirðingur Yíkveiji skrifar Isíðustu viku gerði Víkveiji ísknattleik að umræðuefni og kvaðst ekki vita til þess að knöttur sá sem notaður er í leiknum og heitir á ensku „puck“ hefði hlotið íslenzkt nafn. Birgir Þór Bragason starfsmaður íþróttadeildar Stöðvar 2 hafði samband við Víkveija og sagði að þeir notuðu orðið pökkur, sem beygist eins og köttur. Pökk- ur, pökk, pekki, pakkar. Birgir sagði að starfsmenn Orðabókar Háskólans hefðu mælt með þessu orði. Víkveija líst ekki illa á þetta orð og kemur því hér með á fram- færi. xxx Víkveiji átti' fyrir skömmu leið í Blómaval við Sigtún. Honum blöskraði aðkoman að staðnum. Risastórar holur voru í malbikinu og stórir skaflar, sem gerðu það illmögulegt að komast að verzlun- inni. Víkveija minnir að svona hafi ástandið verið þegar hann kom þarna fyrir nokkrum árum. Þetta er vinsæl verzlun sem ætti að sjá sóma sinn í því að lagfæra þessa vankanta. xxx Hvítir máfar heitir lag, sem Víkveiji hreifst af í flutningi Helenar Eyjólfsdóttur söngkonu. Nú hefur menntamálaráðuneytið gefið út tilskipun um svarta máfa í reglugerð um eyðingu vargfugls á okkar landi. í reglugerðinni er heimilað að fela veiðistjóra og trúnaðarmönnum hans að nota í tilraunaskyni með ákveðnum skilyrðum tiltekin eitur- efni til „fækkunar hrafni og öðrum skaðlegum mávategundum“, eins og segir orðrétt í reglugerðinni. „Aðgerðir þessar skulu miðaðar við að koma í veg fyrir beint tjón af völdum fugla,“ segir einnig í reglu- gerðinni, sem hefur birzt í Stjórn- artíðindum og er undirrituð af Arna Gunnarssyni, fyrir hönd ráðherra, og Stefáni Stefánssyni. Víkveiji telur a.m.k. suma hafa sloppið óþarflega vel frá samræmdu prófunum í dýrafræði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.