Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990
55
SIEMENS
WV 2760
Margra ára sigurganga á íslandi!
Þessi góða og hagkvæma þvottavél hefur
sannað ágæti sitt svo að um munar. Það stað-
festa þúsundir ánægðra notenda um allt land.
• Mörg þvottakerfi. • Sparnaðarhnappur.
• Frjálst hitaval. • Vinduhraði 600 og 800
sn./mín. • íslenskir leiðarvísar.
Staðgreiðsluverð: 6o.900,-
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SlMI 28300
HEIMSKULEGUR
MÁLFLUTNIN GUR
Til Velvakanda.
Það hefur verið plagsiður á ís-
landi, að fávísir og fljóthuga menn
slá fram einhverri staðhæfingu, lítt
grundaðri og oft rangri. Síðan hefur
næsti maður tekið undir þessa full-
yrðingu, vegna þess að hún hefur
hentað málflutningi hans, og þá
skiptir ekki máli hvert er réttmæti
hennar eða sannleiksgildi. Loks hef-
ur upphafsaðilinn vitnað í þann sem
vitnaði til upphaflegu vitleysunnar
og er þar með kominn með full-
komna sðnnun fyrir máli sínu.
Venjulega iðka menn svona skrif
undir nafni, enda tilgangurinn oft
sá að láta á sér bera. Önnur gerð
manna kýs að skrifa undir dulnefni
og venjulega hafa slíkir einstakling-
ar næsta fátt fram að færa annað
en kjarkleysi sitt og hnjóðsyrði til
þeirra sem ekki eru eins blauðir og
þeir sjálfir.
Slíkum skrifum ætti ekki að
svara, þótt ég ætli nú að eyða fáein-
um orðum á skrif „Ósoltins", sem
birtust í Velvakanda 1. apríl sl. Sjálf-
sagt væri hentugast fyrir höfundinn
að grein hans væri lesin með því
hugarfari sem deginum hæfir. Það
er þó ekki hægt, því til þess skortir
hana allt sem slíkar ritsmíðar þarf
að prýða.
Svo sem áður er sagt ætti ekki
að elta ólar við aðila sem ekki hafa
kjark til að láta nafns síns getið, en
fela sig í aumingjaskap á bak við
dulnefni, svo hlálegt sem það er.
En þar sem þessi nafnleysingi hefði
gott af því að standa fyrir máli sínu,
sé ég ástæðu til að eiga við hann
nokkurn orðastað, mætti það verða
til þess að hann kynnti sér málið
betur fyrir næstu skrif sín.
Því vil ég beina fáeinum spurning-
um til nafnleysingjans:
1. Hversu oft hefur það sem „vit-
að“ er reynst rangt, m.a. í matvæla-
fræði og næringarfræði?
2. Hvaða rannsóknir hafa verið
gerðar á íslensku dilkakjöti á síðustu
Kjöt til Rúmeníu
Til Vrlvnkanda.
Með skrifum sfnum (dagblöðum
hafa undariega margir risið
indveröir gegn kjötsendingum til
túmenlu. Veldur sltkt nokkurri
furðu þar sem hér er um tveggja
ira gamalt kjöt að ræða, og þá
árum til að sýna fram á breytingar
á meltanleika þess, miðað við mis-
munandi geymslutíma? Hveijar eru
niðurstöðurnar.
3. Hvaða rannsóknir hafa sýnt
að „öll bætiefni" væru glötuð úr
dilkakjöti eftir þriggja mánaða
geymslu við nútíma geymsluaðferð-
ir?
4. Hver er meðal suðutími á
íslensku dilkakjöti? Hvaða rannsókn-
ir hafa sýnt fram á að magasjúkling-
ar eigi að sjóða dilkakjöt lengur eða
skemur en aðrir?
5. Hvaða rannsóknir hafa farið
fram á „frostþurrkun" dilkakjöts,
sem geymt er í loftþéttum umbúðum
við nútíma aðstæður? Hveijar eru
niðurstöðurnar?
6. Hver er „þránun" íslensks
dilkakjöts, hvenær verður hennar
vart, hversu lengi geymist kjötið án
„þránunar", hvaða rannsóknir hafa
verið gerðar og hveijar eru niður-
stöðurnar?
7. Hafa bragðprufur á íslensku
dilkakjöti leitt í ljós að hægt sé að
greina á milli kjöts eftir geymslu-
tíma?
Þegar „Ósoltinn" hefur svarað
þessum spurningum skilmerkilega
undir fullu nafni, er ég tilbúinn til
að ræða frekar við hann um tilskrif-
in og framleiðslu- og sölumál
íslenskra sauðfjárafurða.
Árni Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Búvöru-
deildar Sambandsins.
Arshátíð
Félags eldri borgara
Árshátíð Félags eldri borgara verður haldin
á Hótel Sögu miðvikudaginn 11. apríl nk.
Upplýsingar og pantanir á skrifstofu félags-
ins í síma 28812.
DÁSAMLEGT
í einu orði sagt
Þýska verksmiðjan Klose Kollektion framleiðir svo frábœrlega vönduð
ogfalleg borðstofuhúsgögn, að hrein unun er að snerta þau og strjúka.
Á húsgagnasýningunni í Köln núna í janúar, keyptum við dágott
úrval afþessum hágœða borðstofusettum i mörgum viðartegundum.
Það mun vissulega koma þér á óvart hvað Húsgagnahöllin á mikið
til af borðstofusettum frá Norðurlöndum - Italíu - Þýskalandi og
fleiri löndum í öllum hugsanlegum verðflokkum.
Við leggjum áherslu á gæði og hagstœð innkaup til þess að þú fáir
reglulega mikið fyrir peningana þína.
i>vM=naii
FAX 91-673511
Húsgagna»höllin
REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI
SÍMl 91-681199 BÍLDSHÖFÐl 20 112 REYKJAVIK
V