Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990
57
Woosnam Faldo
faémR
FOLK
H IAN Woosnam, frá Wales, er
talinn líklegur til sigurs í banda-
rísku meistarakeppninni í golfi
(Masters) sem hefst í dag. Hann
gerir sér miklar vonir og segist
vart geta beðið eftir því að komast
að: „Eg hef aldrei verið í betra formi
og ég veit að ég get unnið,“ sagði
Woosnam. Aðrir sem taldir eru
Iíklegir til sigurs eru Greg Nor-
man, Seve Ballesteros og Curtis
Strange. Margir eru einnig á þeirri
skoðun að Jack Nicklaus, sem
hefur sex sinnum sigrað á mótinu,
eigi góða möguleika en hann tók
þátt í golfkeppni öldunga um helg-
ina í fyrsta sinn. Fáir gera ráð fyr-
ir að Nick Faldo, sem sigraði í
fyrra, klæðist græna jakkanum aft-
ur um helgina. Nicklaus er sá eini
sem hefur sigrað á mótinu tvö ár
í röð og oft hefur það gerst að
meistari frá árinu áður hafí orðið
að sitja eftir þegar fækkað er á 3.
degi.
B UPP hefur komist um sölu fals-
aðra miða á mótið. Snuðrarar FBI
upplýstu málið og þegar hafa marg-
ir verið handteknir. Mikil aðsókn
er að mótinu en margra ára bið-
listi. Miðinn kostar hinsvegar aðeins
90 dollara sem margfaldast á svört-
um markaði.
■ WAYNE Riley fór holu í höggi
á sterku golfmóti í Montpellier í
Frakklandi um helgina og fékk að
launum nýjan bíl, um tveggja millj-
óna króna virði. Riley gat þó ekki
ekið burt því hann missti prófið
fyrir skömmu vegna ölvunarakst-
urs. Þegar hann tók við bílnum
þakkaði hann sérstaklega bílstjóra
sínum en það var honum að þakka
að hann var ennþá með í mótinu.
„Eg vaknaði átta mínútum fyrir
rástímann og var enn að klæða mig
í buxurnar þegar ég kom út í
bílinn," sagði Riley. „En bflstjórinn
ók eins og eins og Alain Prost og
það er honum að þakka að ég gat
haldið áfram og unnið bílinn." Paul
Curry sigraði á mótinu, með einu
höggi færra en Mark McNuIty.
B DANSKI framheijinn frábæri
Brian Laudrup, sem leikur með
Bayer Uerdingen vill fara þaðan
eftir tímabilið. Hann segist staðna
þar sem knatt-
spyrnumaður. Það
er alveg rétt hjá
honum enda liðið
mjög lélegt. Vitað
er að 1. FC Köln hefur áhuga á
að næla í Laudrup, sem talinn er
besti framheijinn í v-þýsku deild-
inni.
FráJóni
Halldóri
Garðarssynii
V-Þýskalandi
■ CHRISTOPH Daum, þjálfari
knattspyrnuliðs Kölnar, hefur
fengið tilboð um að taka við At-
letico Madrid á Spáni. Honum
hafa verið boðin 800.000 v-þýsk
mörk í grunnlaun á ári - það eru
tæpar 30 milljónir ísi. króna.
■ WANNE Eickel, félagið sem
Bjarni Guðmundsson leikur með
í v-þýsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik, rak þjálfarann um helg-
>na, en gengið í vetur hefur ekki
verið gott.
■ MÖRG félög á Ítalíu eru á eft-
ir Brasilíumanninun Jorginho
sem leikur með Leverkusen; hann
er ieikinn eins og svo margir landar
hans, einnig harður og ákveðinn
og spilar vel fyrir liðið. Því má
bæta við að hann lék ekki með liði
sínu um helgina — fékk þursabit
rétt fyrir leik er hann var að bursta
í sér tennurnar!
TÓNUST SEM BIT ER í...
DEPECHE MODE - VIOLATOR
Almenningur og gagnrýnendur eru á einu máli: Viol-
ator er besta verk Depeche Mode á áratuga ferli
þeirra. Taktföst og ágeng popptónlist í bland við
seiðmagnaðar ballöður hefur verið aðalsmerki De-
peche Mode til þessa, og Violator skartar níu lögum,
sem grípa hlustandann traustu taki. Inniheldur m.a.
lögin Personal Jesus, Enjoy the Silence og Policy of
Truth. Fyrsta upplag seldist upp í seinustu viku;
nýtt upplag kemur í verslanir um land allt í dag!
THE SUNDAYS
- READING, WRITING AND ARITHMETIC
Meðlimir bresku nýbylgjusveitarinnar The Sundays
urðu skyndilega hetjur óháða rokksins þegar fyrsta
breiðskífa þeirra kom út á dögunum. Söngur Harriet
Wheeler hefur verið lýst sem magnaðri blöndu af
Edie Brickell, Suzanne Vega, Liz Fraser og Björk
Guðmundsdóttur. Tónlist The Sundays hefur verið
hampað sem innblásnu framhaldi af gítarrokki The
Smiths. Þarftu frekari vitnanna við?
NICK CAVE
- THE SHIP S0N6
Eftir tvær vikur kemur út ný
breiðskífa Nick Cave & The Bad
Seeds, meistaraverkið The Good
Son. Þangað til getur þú gætt þér
á magnaðri smáskífu af þessari
plötu, The Ship Song. Þetta er Ijúf-
sárasti óður meistara Cave hingað
til og hans heilsteyptasta lag í
mörg ár.
HAPPY MONDAYS
- HALLELUJAH
Manchestersveitin Happy Mondays
hreif tónleikagesti með sér i Reykjavík
á dögunum með kröftugri blöndu af
gítarrokki og danstónlist. Breskir gagn-
rýnendur fullyrða að dansrokk Happy
Mondays feli í sér framtíð óháðo rokks-
ins. Nýja platan Hallelujah gefur þér
tækifæri til að uppgötva báðar hliðar
Happy Mondays, með endurhljóðblönd-
unum Steve Lillywhite (U2, David
Byrne o.fl.) og plötusnúðsins Paul
Oakenfold.
Hefur þú kynnt þér Rokk-klúbb Geisla?
Afsláttur og tilboð fyrir félaga - mesta
úrval landsins - fréttabréf - sérpantanir
- persónuleg þjónusta.
Upplýsingar í síma 62 60 29!
Nýlegur „metall":
M.S.G. - Sav'e Yourself
Tora Tora - Surprise Attack
Shark Island - Law of the Order
Dangerous T oys - Dangerous Toys
Savatage - Gutter Ballet
Danger Danger- Danger Danger
Babylon A.D. - Babylon A.D.
Raging Slab - Raging Slab
Soundgarden - Louderthan Love
Thunder - Back Street Symphony
Robert Plant - Manic Nirvana
Lillian Axe - Love and War
Quireboys - A bit of what you Fancy
Salty Dog - Every Dog...
Rush - Presto
Britny Fox - Boys in Heat
Iron Maiden - Allar nýju 12“
o.fl., o.fl.
Nýlegt „Speed/Thrash“:
Sepultura - Beneath the Remains
Voivod - Nothingface
Rigor Mortis - Freaks
Overkill - Years of Decay
Testament - Practice what you Preach
Laaz Rockit - Annihilation Principle
D.R.I.-ThrashZone
Ýmsir - Thrash the Wall
King Diamond - Conspiracy
Gang Green - Older Budweiser
Obituary - Slowly we Rot
o.fl., o.fl.
Einnlg eigum við gott úrval af eldri plöt-
um meðt.d.:
Alice Cooper - Aerosmith - AC/DC - Thin
Lizzy - Rush - Van Halen - Ozzy Osbourne
- Anthrax - Metallica - Whitesnake - King
Diamond - Magnum - Iron Maiden - Great
White o.fl.
Væntanleg er í apríl: stærsta „thrash
metal" sending sem komlð hefur!
Inniheldur m.a.:
Kreator - Death - Sodom - Destruction -,
Nuclear Assault - Helloween - Carcass -
Dark Angel - Napalm Death - Overkill -
S.O.D.- Slayer o.fl., o.fl.
Nýtt rokk
The Church - Gold Afternoon Fix
CowboyJunkies -The Caution Horses
B-52's - Cosmic Thing
Cassandra Complex - Cyberpunx
Jello Biafra - High Priest of Harmful Malter
The Cramps - Stay Sick!
Laibach - Macbeth
Renegade Soundwave - Soundclash
Galaxie 500 - On Fire
TheSilos-The Silos
Sweet Hearts of the Rodeo - Buffalo Zone
The Stone Roses - The Stone Roses
They might be Giants - Flood
Ýmsir (Jello Biafra, Beatnics o.fl.)
-Terminal City Ricochet
Siglo XX - Under A Purple Sky
Sinead O'Connor -1 do not Want
Depeche Mode - Allar breiðskífur
Skinny Puppy - Rabies
VIIIERIIM FLmTIR!
Hljómplötuverslun Geisla hefur flutt sig um set.
Við erum nú í nýju húsnæði í Skipholti 7 (Opus).
Líttu við og láttu sannfærast um sérstöðu okkar!
EEISLI
VIA höfum mesta úrval danstónlistar á
landinu. Sérpöntunarþjónusta ð tólf
tommum...
Nýjar tólf tommur:
Leila K - Got to get (US Remix)
Depeche Mode - Enjoy the Silence
(The Quad: Final Mix)
Young MC -1 Come Off
Jungle Bros. - Beyond this World
Technotronic - Get up! (US Remix)
lceT -What Ya Wanna Do?
Professor Griff (Public Enemy) -
Pawns in the Game
Soul II Soul - Jazzie's Groove
Salt N'Pepa - Expression
Rob Base - Get Up and Have...
L’il Louis -1 called U (US Remix)
Baby Ford - Beach Bump
Renegade Soundwave - Probably a Robbery
Da Posse - Searchin Hard
Nitzer Ebb - Lightning Man
o.fl.
Eldri tólf tommur:
Depeche Mode - Allar 12“
Depeche Mode - áður ófáanleg US mix!
Prince - Flestar (US mix)
Madonna - Flestar (US mix)
Michael Jackson - Flestar
The Clash - Rock the Cascah (US mix)
The Clash - This is Radio Clash
+ gott úrval af gömlu diskói t.d. Chic - Wham
- Sugar Hill Gang - Yazoo - Gap Band -
Marvin Gayeo.fi.
Dans LP:
Mantronix - This should move Ya!
Public Enemy - YO! Bum Rush...(fyrsta LP)
Young MC - Stone Cold Rhymin
Biz Markie - The Biz Never Sleeps
Jungle Bros. - Done by the Forces...
3rd Bass - The Cactus Album
Baby Ford - OOH the World of Baby Ford
SKIPHOLTI 7 PÓSTKROFUSIMI: 62 60 29 DREIFING: STEINAR HF.