Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 60
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Fyrsta 757-
þotan afhent
,Flugleiðum
HAFDÍS, fyrsta Boeing 757-flug-
vél Flugleiða, var aflient félaginu
í Seattle i Bandaríkjunum síðdeg-
is í gær. Hafdis er væntanleg til
íslands 10. apríl næstkomandi.
Kaupverð flugvélarinnar er tæp-
lega 50 milljónir dollara, eða sem
nemur um þremur milljörðum
króna. Það var Sigurður Helgason
forstjóri Flugleiða sem veitti Haf-
dísi viðtöku.
Á þriðjudag var hafist handa við
að leita bilunarinnar með neðansjáv-
armyndavél og mælitækjum. Á
þriðjudagskvöldið fannst bilunin og
kom í ljós að flak Sjöstjörnunnar lá
á strengnum 0,4 sjómílur vestur af
Elliðaey.
Myrkur var orðið þegar bilunin
fannst og því erfitt að skoða aðstæð-
ur náið en haldið verður áfram at-
hugun um leið og veður gefur.
Grímur
Varað við
jakahlaupi
ísafírði.
LÖGREGLAN á ísafirði hefiir
beint þeim tilmælum til foreldra
á Isafirði og Bolungarvík að þeir
fylgist með ferðum barna sinna
og aftri þeim lrá að fara út á ísinn
sem er þar við fjörur.
Að sögn lögreglunnar hefur verið
allmikið um það undanfarna daga
að börn hafa farið út á jaka. Þetta
er hættulegt, ekki síst þar sem mik-
il hreyfing er komin á ísnn til hafs.
— Úlfar
Hákarlsverkun um hávetur
Morgunblaðið/Jón Birgir
Samningar tókust í kjaradeilunni í ÍSAL:
Starfemenn fá uin 50 þúsund
í framleiðnitengda greiðslu
Atkvæði greidd um samninginn í tíu verkalýðsfélögum starfsmanna í dag
KJARASAMNINGAR milli
starfsmanna Islenska álvei-sins
í Straumsvík og viðsemjenda
þeirra voru undirritaðir á sjötta
tímanum í gær eftir að ríkis-
sáttasemjari hafði lagt fram inn-
anhússtillögu til lausnar deil-
unni, sem báðir aðilar sam-
þykktu. Samningafundur hafði
þá staðið sleitulaust frá því
klukkan 14 á þriðjudag eða í 27
klukkustundir. Verkfalli starfs-
manna, sem staðið hefiir frá
miðnætti á fostudag, verður
ekki aflýst fyrr en kjarasamn-
ingurinn hefijr verið samþykkt-
ur, en hann verður borinn undir
atkvæði á fúndum starfsmanna
seinnipartinn í dag. Starfsmenn
ÍSALs eiga aðild að tíu verka-
lýðsfélögum og eru atkvæði
greidd meðal félaga hvers
þeirra um sig. Framkvæmda-
stjórn Vinnuveitendasambands
Samkomulag milli borgarstjóra og heilbrigðisráðherra:
Breytingnm á yfirsljórn
Borgarspítalans frestað
SAMKOMULAG hefúr tekist milli Davíðs Oddssonar borgarstjóra
og Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra, um að fresta fyrir-
huguðum breytingum á yfirstjórn Borgarspítalans, sem gert var ráð
fyrir í breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu sem ráðherra lief-
ur lagt fram á Alþingi. Að sögn Davíðs felur samkomulagið í sér
að engar breytingar verða á yfirstjórn Borgarspítalans og stöðu
starfsmanna að þessu sinni.
„Menn munu taka sér tíma til
að ræða málin,“ sagði Davíð. „Þau
verða ekki knúin fram á þessu þingi
"þannig að tækifæri gefst til að fara
betur yfir þau og það tel ég mjög
skynsamlegt. Yfirstjórn spítalans
og staða starfsmanna verður því
áfram óbreytt."
í breytingartillögu heilbrigðis-
ráðherra, sem nú hefur verið frest-
að, var gert ráð fyrir að stjórnir
allra heilbrigðistofnana verði skip-
aðar með sama hætti um allt land
og að þær störfuðu á ábyrgð ráð-
herra. Jafnframt var þar gert ráð
fyrir að starfsmenn stofnananna
yrðu ríkisstarfsmenn eftir sveitar-
stjórnarkosningarnar í vor.
Borgaryfirvöld vildu ekki sætta
sig við breytta skipan í stjórn spítal-
ans og jöfnuðu breytingartillögu
ráðherra við eignaupptöku, auk
þess sem ekki hefði verið gert ráð
fyrir að starfsmenn spítalans yrðu
ríkisstarfsmenn.
íslands þarf einnig
þykkja samninginn.
að sam-
Kjarasamningurinn er í megin-
atriðum hliðstæður kjarasamningi
Alþýðusambands Islands og VSI,
sem gerður var í byijun febrúar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins felur samkomulagið í sér
að bónusgreiðsla tengd afkomu
fyrirtækisins á síðasta ári og
87.200 tonna framleiðslu, sem hef-
ur verið aðaldeiluefnið í viðræðun-
um, kemur í hlut starfsmanna í
ár, en er nú tengd því að tiltekin
framleiðnimarkmið náist á árinu,
þar sem miðað er við fækkun í
álverinu um 22 störf.
Samkomulag tókst í gærmorgun
í meginatriðum milli aðila um slíka
greiðslu og viðmiðanir varðandi
hana, en ekki náðist saman um
útfærsluna. Innanhússtillaga
sáttasemjara tók meðal annars á
því atriði, en samkvæmt henni er
ákvæðið óbreytt frá síðustu samn-
ingum. Greiðslan er tvískipt, ann-
ars vegar upp á 20 þúsund krónur
til hvers starfsmanns og hins veg-
ar upp á 1,8% af heildarlaunum
ársins. Að meðaltali var þessi
greiðsla um 46 þúsund krónur á
síðasta ári, en verður að líkindum
um 50 þúsund krónur í ár vegna
hækkunar heildarlauna milli ára.
Innanhússtillaga sáttasemjara
tók einnig til upphafs og loka
samningsins, en hann gildir frá 9.
febrúar til 15. september á næsta
ári. Vinnuveitendur vildu láta hann
gilda fram í nóvember, eins og
aðra verksmiðjusamninga. Þá á
nefnd sem fylgist með framkvæmd
og viðmiðunum um framleiðni að
skila af sér 15. júní í stað 1. októ-
ber.
Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis-
sáttasemjari, sagðist hafa ákveðið
í gærmorgun að leggja fram innan-
hússtillögu þegar forsvarsmenn
deiluaðila hefðu skýrt honum frá
að þeir teldu útilokað að nálgast
frekar um fáein atriði sem voru
ófrágengin. Hann hefði talið það
skyldu sína að gera það.
Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar-
maður starfsmanna ÍSALs, sagði
að þetta hefðu verið mjög erfiðir
samningar. Öll samninganefndin
stæði að þeirri lausn sem hefði
orðið niðurstaðan og myndi mæla
með samþykkt hans.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, sagði að hann
teldi að niðurstaðan væri skynsam-
leg fyrir báða aðila. Það hefði ver-
ið rétt mat hjá ríkissáttasemjara
að grípa inn í með innanhússtil-
lögu, því það hefðu ekki verið stór
atriði sem á milli báru miðað við
það sem samkomulag hafði tekist
um milli aðila.
Sjá ennfremur viðtöl bls. 26.
Sjöstjarnan
^liggnr á raf-
strengnum
Vestmannaeyjum.
BILUNIN á rafstrengnum til Eyja
fannst á þriðjudag. Eldri sæ-
strengurinn bilaði 21. mars sl.
Mælingar leiddu í ljós að bilunin
væri á svipuðum slóðum og Sjö-
stjarnan VE fórst deginum áður
og læddist sá grunur að mönnum
að flak bátsins hefði lent á sæ-
>■ ~3%trengnum.