Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 6
6 1 C ________________MO’Mnl’lé'LlMri, friktáfcflÁáúR i»: 'Apnlí. í9<jo'_
Nýir áfengar í viðskipta-
samstarfi þióða á milli
eftir Kjartan
Jóhannsson
Evrópubandalagið (EB) ætlar að
koma á óskiptum heimamarkaði.
EFTA-löndin leggja áherslu á að
Vestur-Evrópa öll fylgist að, eins og
frekast er kostur. í því skyni hafa
staðið yfír könnunarviðræður um það
sem nefnt er Evrópska efnahags-
svæðið (EES), og á að ná til bæði
EB- og EFTA-landanna.
Samvinna EFTA og EB er ekki
ný af náiinni, enda hafa samskiptin
við EB verið eitt aðalviðfangsefni
EFTA frá upphafi. Merkasti áfang-
inn í starfí EFTA fram undir þetta
er fríverslunarsamningar EFTA-
landanna við Evrópubandalagið, sem
tóku gildi 1973. Með þeim var kom-
ið á sameiginlegu fríverslunarsvæði
yfír öll aðildariönd EB og EFTA.
Afnám verndartolla var að mestu
lokið 1977, en að fullu 1984.
Strax að því loknu var lagður
grunnur að frekara samstarfi með
svonefndri Lúxemborgaryfírlýsingu
1984, sem sameiginlegur ráðherra-
fundur EB og EFTA stóð að. Þar
var ákveðið að stefna að því að EB
og EFTA mynduðu í sameiningu
evrópskt efnahagssvæði.
í ræðu í Strassborg 17. janúar
1989 tók Deiors, aðalframkvæmda-
stjóri EB, samskipti EB og EFTA
til umfjöllunar. Þar gerði hann m.a.
tiliögu um að komið yrði á skipulegu
samstarfí milli EB og EFTA með
sameiginlegum stjórnarstofnunum.
Leiðtogafundur EFTA-landanna í
Ósló í mars sama ár lýsti áhuga á
hugmyndinni og markaði stefnu
EFTA gagnvart henni.
Þar með var teningunum kastað
og hófst nú nýtt samningaferli sem
gjaman er kennt við Ósló og Bruss-
el. Ákveðið var að nálgast samskipt-
in á grundvelli þessara yfirlýsinga
og byija á því að kanna að hve miklu
leyti EFTA-löndin gætu fallist á
grundvallarmarkmið EB um það sem
nefnt er frelsin fjögur, þ.e.a.s. um
hindrunarlaus vöruviðskipti, hindr-
unarlaus þjónustuviðskipti, atvinnu-
og búseturétt og fijálst fjármagns-
flæði auk samstarfs um ýmis önnur
verkefni. Þessar könnunarviðræður
um myndun sameiginlegs efnahags-
svæðis (EES) hafa staðið fram undir
það síðasta en nú eru eiginlegar
samningaumleitanir framundan.
Hvað er EES?
Hvað er þá átt við með EES, hvers
vegna er sóst eftir því og hvaða
ávinning telja menn sig hafa að
sækja?
Sameíginlegt efnahagssvæði þýðir •
að fyrir viðskiptaaðila gilda sömu eða.
sambærileg réttindi og skilyrði innan
svæðisins í heild án tillits til þess í
hvaða þjóðlandi á svæðinu þeir búa,
reyndar rétt eins og þeir byggðu
sama land. Samkvæmt þessu á því
að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem
felast í landamærum — a.m.k. í mjög
ríkum mæli. Landamæri eru nefni-
lega dýr, draga úr samkeppni milli
landa og torvelda hagkvæmni. Þau
takmarka jafnframt réttindi fólks og
fyrirtækja. Hugmyndir EB um sam-
eiginlegan heimamarkað eru ekki
síst reistar á þessum forsendum. Með
myndun hans er ætlunin að draga
úr tilkostnaði og bæta starfsskilyrði
fólks og fyrirtækja. Árangurinn mun
þá koma fram í auknum hagvexti
og meiri samkeppnishæfni.
Nærtækt er að minna á að við
höfum vanist því að okkar land væri
eitt efnahagssvæði. Land okkar hef-
ur þá skilgreinst sem efnahagssvæði
m.a. með því að settar hafa verið
reglur um vöru- og fjármagnsvið-
skipti við landið, um rétt til atvinnu-
starfsemi í því og um aðgang er-
lendra aðila að vinnumarkaði í
landinu. Þegar efnahagssvæði á að
ná til fleiri Ianda en eins, verður að
éamræmaþessar regiur milli viðkom-'Vv
andi landa, þannig að innan efna-
hagssvæðisins alls gildi sömu reglur,
hvert sem þjóðemið er, rétt eins og
sömu reglur hafa gilt innan þjóð-
landsins sem efnahagssvæðis.
Hugmyndin um sameiginlegt
efnahagssvæði felur þó fleira í sér.
Innan hvers þjóðlands gilda ekki
bara sömu lög fyrir alla. Þar eiga
lika allir möguleíka á að leita réttar
síns innan dómskerfís landsins og
þeir eiga að geta treyst því að lögin
séu túlkuð eins gagnvart öllum.
Æðsti dómstóll hvers lands sér rti.a.
um slíka samræmingu. Sömuleiðis
er af hálfu opinberra aðila fylgst
með því að lögunum sé fylgt.
I sameiginlegu efnahagssvæði
koma þessi sömu atriði til athugunar
fyrir svæðið í heild — að vísu alls
ekki varðandi öll lög og reglur —
heldur einungis þau sem gilda eiga
yfir svæðið í heild. Af þessum sökum
verður að skilgreina hinn sameigin-
lega grundvöll laga og reglugerða,
sem þar á að gilda, hvernig viðskipta-
aðilar innan svæðisins geti leitað
réttar síns, hvemig tryggð sé sam-
ræmd túlkun á reglum og hvernig
litið sé eftir að reglum sé fylgt innan
svæðisins.
Hvaða reglur?
Fyrst kemur þá til úrlausnar hvaða
reglur eigi að gilda innan EES.
Um þessi atriði eru yfírleitt ekki
til sameiginlegar reglur meðal
EFTA-landanna, en þær eru fyrir
hendi innan EB. Þegar af þeim
ástæðum liggur beint við að reglur
um útfærslu á þessum hugmyndum
og hvemig hið sameiginlega efna-
hagssvæði skilgreinist af þeim hljóta
að byggjast á reglum þeim sem við-
teknar eru innan EB. Það er á þess-
um forsendum sem EFTA-löndin
hafa fallist á að réttararfur EB verði
lagður til grundvallar í væntanlegum
samningaviðræðum milli EB og
EFTA um sameiginlegt efnahags-
svæði. Ástæðan er nánast sú að ekki
er annar raunhæfur valkostur.
í framhaldi af þessu verður að
leita ráða til þess að lögunum eða
reglunum sé framfylgt með sama
hætti, allir hafa sömu réttarstöðu
gagnvart þeim svo og til þess að leita
réttar síns. Að öðrum kosti ríkir ekki
jafnstaða.
Innan þjóðlands er eftirlit á hönd-
um ýmissa opinberra aðila. Innan
EB og þá að því er varðar EB-reglur
fer eftirlit fram í framkvæmdastjórn-
inni. Innan EES yrði að sjá fyrir
þessu eftirliti með einhveijum hætti;
í heimalöndum, hjá EFTA og/eða
hjá EES-stofnun.
Til að tryggja réttarstöðu innan
efnahagssvæðisins verður að skil-
greina með hvaða hætti menn geti
leitað réttar síns og sjá til þess að
samskonar túlkun á réttarreglum
giidi um svæðið allt. í EB er þetta
leyst m.a. með því að komið hefur
verið á sérstökum Evrópudómstóli í
Lúxemborg, sem hefur það hlutverk
að túlka EB-reglur og þá m.a. gagn-
vart dómstólum í EB-löndunum. Það
liggur beint við að innan EES yrði
að vera fyrir hendi samskonar dóm-
stóll til að fjalla um EES-regiur.
Helst er nú rætt um einhvers konar
útvíkkun Evrópudómsins í Lúxem-
borg til úrlausnar á þessu.
Þessi grundvallaratriði eru óum-
deilanleg forsenda sameiginlegs
efnahagssvæðis. Á þessu sviði eru
margvísleg lagaleg atriði til úrlausn-
ar og sum allvandasöm.
Ákvarðanataka
Ekki er nóg að fínna liinn sameig-
inlega laga- og reglugerðargrundvöll
í upphafí, því aðstæður breytast og
þar með þörfín fyrir breytingar á
lögum og reglum. Þess vegna er vita-
skuld til úrlausnar hvernig haga eigi
undirbúningi og töku ákvarðana fyr-
ir hið evrópska efnahagssvæði. Aðil-
a¥%ru sarhmála um að ekki eigi' að
koma á fót meiriháttar stjórnarstofn-
un. Hvor aðili leggur áherslu á sjálf-
stæði af sinni hálfu. EB vill geta
haldið sínu striki, EFTA-ríkin vilja
standa vörð um sjálfstæði sitt. Lög-
gjafarvaldið er hjá þingmönnum í
EFTA-löndunum og því verður ekki
breytt.
Urlausnarefnið er nánast að koma
á nánu samráði og samráðsvettvangi
við allan undirbúning ákvarðana og
mótun þeirra í því skyni að ná sam-
hljóða niðurstöðu, sem EB annars
vegar og EFTA-löndin hins vegar
geta sætt sig við. í þeim tilvikum
að slík sameiginleg niðurstaða feng-
ist ekki, verður að gera ráð fyrir að
leiðir skildu í viðkomandi máli, öðru-
vísi verður sjálfstæði í ákvarðana-
töku ekki haldið. Fyrirkomulagið
ætti að hinu ieytinu að tryggja að
tillit yrði tekið til sjónarmiða mótaðil-
ans áður en hvor aðili tæki nokkra
ákvörðun um mál sem varða EES.
Hvorugur aðili yrði því látinn standa
frammi fyrir orðnum hlut. Jafnframt
er gert ráð fyrir að bæði innan EFTA
og EES yrðu ákvarðanir einungis
teknar sámhljóða. Að því er EFTA-
Iöndin varðar, færu tillögur varðandi
lagasetningar síðan fyrir þjóðþingin.
Sú mynd sem ég hef hér dregið
sýnir einungis megindrætti. Hlutverk
og skipan undirbúningsnefnda og
stjórnarnefnda á einstökum sviðum
t.d. angi þessa máls, sem og verk-
efni og skipan samráðsvettvangs,
sem í könnunarviðræðunum hefur
gengið undir nafngiftinni EES-ráðið.
Frávik frá reglum EB
Á leiðtogafundi EFTA-landanna í
Osló í mars 1989 var samþykkt að
stefna skyldi að ijórfrelsinu svo-
nefnda í fyllsta mögulega mæli.
EFTA-löndin féllust á að til að ná
þessum markmiðum yrði að leggja
réttarfar EB til grundvallar. Starfíð
seinustu 3 mánuði á vegum EFTA
hefur að miklu leyti snúist um að
skoða þessar reglur, meta hveijar
þeirra ættu við í EES og athuga
hvort toi-merki væru á að tileinka
sér þær. Rétt er að taka fram að
um þriðjungur af réttarreglum EB
lýtur að landbúnaðarmálum. Þær
koma ekki til álita, því ekki er ætlun-
in að EES nái til landbúnaðarmála.
Athugunin á réttarfari EB hefur leitt
í ljós — eins og reyndar vænta mátti
— að langstærstur hlutinn er í sam-
ræmi við réttarreglur í EFTA-lönd-
unum. Upptaka nýrra formreglna
mundi því að því er þennan hluta
varðar ekki þýða raunverulegar efn-
isbreytingar. I annan stað er rétt að
benda á að þessi yfirferð hefur stór-
lega aukið þekkingu okkar íslend-
inga og annarra EFTA-þjóða á öðr-
um hlutum Evrópu, þargildandi lög-
um og reglugerðum, markmiðum og
væntingum.
Hitt hefur allar götur verið ljóst,
að EFTA-Iöndin gætu ekki að öllu
leyti tileinkað sér þær reglur sem
gilda innan EB. Frá upphafi hefur
verið gert ráð fyrir því að samið yrði
um undantekningar eða aðlögun-
artíma fyrir svið sem hin ýmsu
EFTA-lönd ættu af ýmsum ástæðum
í erfiðleikum með að taka upp.
Vöruskipti
Fyrsta frelsissviðið snýr að vöru-
skiptum. í því sambandi er vert að
minna á að markmið EFTA-Iandanna
er að sömu ákvæði gildi um við-
skipti með físk og fískafurðir eins
og önnur vöruviðskipti.
Á blöðum hafa Verið tvær hug-
myndir varðandi skipulagsramma
vöruskipta, annars vegar tollabanda-
lag og hins vegar útvíkkað og dýpk-
að fríverslunarsvæði. Hið síðar-
nefnda er nú ofan á. Á fríverslunar-
svæði er leitast við að ná frelsi í við-
skiptum vara, sem eiga sér uppruna
innan svæðisins. Innan tollabanda-
lags gilda hins vegar sömu skilyrði
hjá öllum löndum inhán" þess* gágn-
Kjartan Jóhannsson
„Ég veit að vísu að íslend-
ingar hafa verið hikandi
við hvert skref sem þeir
hafa stigið í átt til aíháms
hindrana í hagkerfinu og
til samvinnu við erlenda
aðila. Og þessi skref hafa
verið umdeild. Þau hafa
þó tvímælalaust skilað
okkur verulegum ábata.
Þetta á við um viðskipta-
frelsi og afiiám skömmt-
unar í upphafi viðreisn-
ar.“
vart utanaðkomandi vörum, en þá
eru jafnframt hindrunarlaus viðskipti
innan svæðisins með vörur frá þriðju
löndum. Vel að merkja; tollabanda-
laginu fylgir þá sameiginleg við-
skiptastefna út á við. EFTA-löndin
ætla sér hins vegar sjálfstæði í þeim
efnum.
Fríverslunarsvæðum fylgja
ákvæði um svonefndar upprunaregl-
ur. Innan EES er markmið EFTA-
landanna að tryggja að ekki sé beitt
hindrunum gegn framleiðsluvörum
frá þeim, þótt rekja megi aðföng til
varningsins til annars uppruna.
Mikilvægasta EB ákvörðunin sem
tryggir fijáls vöruviðskipti snýr að
banni gegn magntakmörkunum. Sú
einfalda aðgerð að þetta eigi við inn-
an EES og gildi þá jafnframt um
fiskafurðir myndi hafa mikla þýðingu
fyrir ísland.
Tæknilegar viðskiptahindranir
torvelda mjög viðskipti milli landa.
Með þeim er fyrst og fremst átt við
mismunandi skilyrði um eiginleika,
merkingar og eftirlit með vörum.
Sömuleiðis fylgir þessu skoðun og
prófun í hveiju Iandi með tilliti til
þargildandi reglna. EB stefnir að
afnámi þessara viðskiptahindrana,
ýmist með sameiginlegum reglum
eða gagnkvæmri viðurkenningu á
reglum og prófunum í einstökum
þjóðlöndum innan EB. Hið sama
ætti að eiga við innan EES.
Til þessa sviðs heyrir að sömu
samkeppnisreglur gildi um allt svæð-
ið. Löggjöf okkar á' þessu sviði er
öðruvísi uppbyggð en hjá EB, en hin
efnislegu markmið eru hin sömu.
Ákvæði um undirboð sem Járn-
blendiverksmiðjan á Grundartanga
hefur fengið að finna fyrir, er sömu-
leiðis til umfjöllunar í þessum viðræð-
um. EFTA-ríkin halda því fram að á
sameiginlegu efnahagssvæði yrðu
þau óþörf og án forsendna. Reglur
um ríkisstyrk yrði að samræma innan
EES, en byggðastefna og styrkir á
grundvelli hennar yrðu sérmál hvers
lands. Opinber innkaup yrðu opnuð
fyrir sánikeþþrii iririan álls svæðiéihs::
Þjónustuviðskipti
Á þjónustusviðinu sem telst þá
annað frelsissviðið er ætlunin að
þjónustu megi í megindráttum bjóða
hindrunarlaust á öllu EES-svæðinu.
Þjónusta felur í sér fjármálaþjónustu,
tryggingastarfsemi og samgöngur
þ.m.t. síma, útvarp og sjónvarps-
rekstur. Varðandi flutningastarfsemi
er ætlunin að setja samræmdar regl-
ur. Þær ættu að því er okkur varðar
að tryggja markaðsaðgang íslenskra
aðila á þessu sviði þ.e.a.s. í flugi og
sjóflutningum. Á sviði fjárskipta
hangir m.a. á spýtunni þátttaka í
sameiginlegum þróunarverkefnum.
Nánar tiltekið er hér á ferðinni,
ef við lítum á málin af okkar sjónar-
hóli, að íslenskum fyrirtækjum væri
fijálst og hindrunarlaust að leita lána
eða annarra fjármálaviðskipta hvar
sein þau lysti innan EES.
Á hinn bóginn fengju fjármálafýr-
irtæki frá EES-löndunum_rétt til að
koma upp þjónustu á íslandi og
íslensk fjármálafyrirtæki samskonar
rétt til að koma sér fyrir hvar sem
þau kysu innan EES.
Á íslandi eins og annars staðar á
svæðinu hefði þetta fyrirkomulag í
för með sér lægri fjármagnskostnað,
en jafnframt aukna samkeppni fyrir
innlendar bankastofnanir, sem þá
yrðu knúnar til aukinnar hagræðing-
ar.
Varðandi vátryggingastarfsemi
eru áformin í megindráttum sams-
konar og lýst hefur verið um fjár-
málaþjónustu.
Fjármagnshreyfingar
Þriðja frelsið snýr að fjármagns-
hreyfingum. Hugmyndir um afnám
hindrana í ijármagnshreyfingum eru
vitaskuld nátengdar því sem fyrr var
reifað um íjármálaþjónustuna því án
frelsis í fjármagnshreyfíngum yrði
torvelt að ná árangri í fjármálaþjón-
ustunni.
Meðal helstu iðnaðarþjóða hefur á
undanförnum árum stefnt sífellt í
átt til afnáms á hvers kyns gjaldeyr-
isreglugerðum. Norðurlöndin eru nú
í óðá önn að afnema takmarkanir
sínar. Þessu ræður annars vegar
þörf atvinnuiífsins og hins vegar að
takmarkanir hafa ekki svarað til-
gangi sínum. Á íslandi búum við enn
við miklar takmarkanir og meiri en
annars staðar, þótt líka hjá okkur
hafí stefnt nokkuð í fijálsræðisátt.
Atvinnu- og búseturéttur
Komum þá að íjórða frelsinu,
þ.e.a.s. um atvinnu- og búseturétt. I
samningnum um EES verður samið
um rétt íbúa EES-ríkjanna til þess
að leita sér atvinnu og setjast að
hvar sem er innan svæðisins án til-
lits til þjóðernis. Hér er reyndar ekki
á ferðinni að fólk geti flykkst hvert
sem er og sest upp án þess að geta
séð fyrir sér. Það sem um er að
ræða er réttur til dvalar í 3 mánuði
í öðru landi en heimalandi í þeim
tilgangi að leita sér atvinnu. Fái við-
komandi vinnu á hann rétt á dvalar-
leyfí, annars verður hann að hverfa
á braut úr landinu að ofangreindum
þrem mánuðum liðnum.
Til þessa máls heyrir að gert er
ráð fyrir að samið verði um gagn-
kvæma viðurkenningu á prófgráðum
til þess að tryggja starfsréttindi
fólks.
Vert er að benda á að þau ákvæði
sem hér eru til umfjöllunar varðandi
atvinnuréttindi eru mun takmarkaðri
en þau sem í gildi eru á hinum nor-
ræna vinnumarkaði, sem ísland er
aðili að.
Til umíjöllunar eru auk þess
margvísleg önnur samstarfsmál, sem
miklu máli skipta en ég mun ekki
gera hér nein frekari skil önnur en
að nefna þau helstu, nefnilega -um-
hverfismál, menntamál, ranrisókir og
þróun, menningarmál og ferðamál.
Ljóst er að ísland hefur mikilla
hagsmuna að gæta á þessum sviðum,
ekki síst að því er varðar samstarf
í menntamálum þ.m.t. aðgang að
menntastofnunum, og á sviði rann-
sókna og þróunarstarfs.
Þetta er í grófum dráttum megin
inntakið í því evrópska efnahags-
svæði, sem senn munu væntanlega
hefjast formlegir samningar um.
Atvinnustefna á íslandi
Víkjum þá sérstaklega að íslandi.
Hver eru efnahagsleg markmið okk-
ar íslendinga, hveijar eru horfurnar
í efnahags- og atvinnumálum, hvaða
leiðir liggjá áð þeim inarkmiðum sem