Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. APRIL 1990
e n
Rétta eðlið sýnir sig
eftir dr. Gunnlaug
Þórðarson
Haustið 1985 sóttum við Sigurður
Georgsson, hæstaréttarlögmaður,
alþjóðaráðstefnu lögfræðinga, sem
haldin var í Vestur-Berlín. Að aflok-
inni ráðstefnunni fórum við eina
dagstund yfir til Austur-Berlínar.
Þótti Sigurði nóg um alla eymdina
og dapurleikann, sem yfir öllu hvíldi.
Hvergi var nýbyggingar að sjá og
allt athafnalíf virtist í dróma. Þó
vakti ein bygging, sem var í
smíðum, athygli okkar, en það var
ógnarmikið stórhýsi, sem var verið
að ljúka við fyrir sendiráð Búlgaríu.
Aður en við fengum að snúa aftur
til Vestur-Berlínar, var bifreiðin
okkar rannsökuð af þýskri ná-
kvæmni, kerrum með speglum ofan
á var rennt undir bílinn, svo að
hægt væri að sjá hvort flóttamaður
hengi neðan í bílnum. Sætum í
bílnum var lyft upp.
Hefði ferðafélagi minn ætlað eitt-
hvað austar, var þessi forsmekkur
af ástandinu í sæluríkinu austan-
tjalds nógur til þess að fæla hann
frá þeirri hugmynd. Slíkur var
óhugnaðurinn.
Ofsóttir lögmenn
Aftur á móti hafði ég bundið fast-
mælum við átta bandaríska iög-
menn, að fara til Prag, Búda-Pest
og Búkarest og hitta þarlenda lög-
menn að máli. Auðvitað skyldi það
standa. Bandarísku lögmennirnir
höfðu undirbúið ferðina af mikilli
fyrirhyggju, þar á meðal haft bréf-
legt samband, ári áður, við stjórnir
lögmannafélaga á hveijum stað og
óskað eftir fundi með þeim.
Það var sammerkt með fundum
þeim, sem við áttum með austan-
tjaldslögmönnum hve fáir lögmenn
mættu. Þeir sem komu voru allir
mjög á varðbergi um hvað eina, sem
amerískir kollegar mínir vildu
punkta niður hjá sér. Þeir þorðu
t.d. ekki einu sinni að skiptast á
nafnspjöldum við okkur, sem er
ósköp saklaus kurteisisathöfn. Þeir
tóku sérstaklega fram, að þeim
þætti mikilvægt að þessir fundir
væru nánast trúnaðarmál og yrði
a.m.k. ekki getið í ijölmiðlum, er
við kæmum heim.
Framkoma þeirra gaf manni hug-
boð um, að þeir hefðu orðið fyrir
áreitni eða óttuðust hana. Þeir
sögðu, að störf þeirra væru undir
mjög ströngu opinberu eftirliti.
Einkamálarekstur þekktist ekki að
heitið gæti. Þeir væru á launum hjá
ríkinu og það, sem þeir öfluðu, rynni
til þess. Þeir kváðu það vera
áhyggjuefni, að ungt fólk hefði ekki
hug á að leggja stund á lögfræði.
Viðsjárvert starf
í ljós kom, að í öllum þrem höfuð-
borgunum hafði lögmönnum fækk-
að svo um munaði. Það mátti skilja
á þeim flestum, að það stafaði af
því hve lögmennska þætti viðsjár-
vert starf frá almennu sjónarmiði.
Þannig hefðu fyrir seinni heims-
styijöldina verið um 10.000 starf-
andi lögmenn í Prag, en þegar við
vorum þar voru þeir um 1.600. Svip-
aða sögu var að segja um Búda-
Pest, en þar virtust lögmenn þó
ekki eins bugaðir. Þar hefðu verið
um 6.000 lögmenn fyrir 1940, en
voru 1985 aðeins um 1.200. í Búk-
arest voru aðstæður svipaðar. Þeir
voru sammála hinum amerísku
starfsbræðrum sínum um það, að
lögmenn hefðu mikilvægu hlutverki
Afar óheppi-
legar málalyktir
að gegna í mannréttindabaráttu, en
það gæti verið varhugavert að fara
of geist í því efni.
Mikill drungi hvíldi yfir þessum
fundum, en það hvernig þessir
elskulegu og kurteisu kollegar mínir
lýstu ástandinu eins og t.d. persónu-
njósnum og því hvernig það eitt að
láta sjá sig í kirkju, að ekki sé talað
um að láta ferma barn sitt, gæti
stefnt öryggi fjölskyldunnar í voða
sýndi svo ekki varð um villst,
hvílíkur skuggi ógnana hvíldi yfir
þeim.
Það var allt annar blær yfir þess-
um fundum en yfir þeim, sem ég
hafði átt með bandarískum og
suður-amerískum lögmönnum í
nokkrum höfuðborgum Suður-
Ameríku tveimur árum áður.
Þetta kom mér ekki á óvart, því
ég hafði lesið bækur eftir russneska
lögmenn, sem íengið höfðu það hlut-
verk að vetja fólk í Sovétríkjunum,
sem hafði verið ákært fyrir hin
ómerkilegustu andsovésku afbrot.
Brotið var oft í því fólgið að hafa
fengið send tímarit frá Bandaríkjun-
um. Verjendur í slíkum sakamálum
urðu á eftir fyrir slíku aðkasti, að
margir þeirra áttu ekki aðra úr-
kosti en að koma sér úr landi, til
þess að lenda ekki sjálfir í vinnubúð-
um.
Obærileg þagnarskylda
Þegar heim kom úr þessari
Bjarmalandsför, kaus ég að segja
hvergi opinberlega frá ferð minni
cg hélt með því loforðið, sem ég
hafði orðið að gefa þessum kúguðu
lögmönnum.
Auðvitað langaði mig til þess að
segja frá skoðunarferð í Meyerling-
höllina í Bæjaralandi, þar sem Rud-
olf af Habsburg, erkihertogi og
krónprins Austurríkis, fyrirfór sér
og ástkonu sinni í lok síðustu aldar.
Þá ekki síður frá komu okkar í kast-
ala Drakúla greifa í Karpatafjöllum.
En mér var ómögulegt að segja frá
því án þess að segja frá öllu og
kaus því að geyma leyndarmál hinna
ofsóttu lögmanna samkvæmt ósk
þeirra.
Nú eftir að lögfræðingurinn
Gorbatsjov virðist vera að reyna að
gera Sovétríkin að réttarríki með
„perestrojku" sinni, leyfi ég mér að
segja frá þessu, í trausti þess að
það komi engum illa.
Fúkyrði og hótanir ráðherra
Ástæðan til þess er þó all sér-
stök, en það er ósiðleg árás þeirra
Ólafs Ragnars Grímssonar og Svav-
ars Gestssonar á ríkislögmann fyrir
þær „sakir“ að gefa Alþingi sam-
viskusamleg svör við spurningum
varðandi meðferð Sturlumálsins
svokallaða. í því máli hafa umrædd-
ir tveir ráðherrar hegðað sér með
svipuðu móti og starfsbræður þeirra
í einræðisríkjum austur í Evrópu,
áður en öllu var kollvarpað austur
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500
Fósturheimili
Fjölskyldudeild félagsmálastofnunar Reykjavíkur óskar
eftir fósturheimili í Reykjavík fyrir rólegan 13 ára gamlan
dreng. Æskileg staðsetning á heimili er Breiðholt eða
austurhluti borgarinnar.
Nánari upplýsingar veitir Regína Ásvaldsdóttir, félags-
ráðgjafi í.síma 678500.
„Þó tekur út yfir allan
þjófabálk, þegar þeir
ausa fukyrðum yfir
embættismenn eða
heimta að embætti hans
sé lagt niður og hann
m.ö.o. rekinn vegna
þess að hann gerir ekki
grein fyrir málum á
þann hátt, sem þeir
vilja. Slík fiikyrði og
hótanir afhjúpa hugar-
far kommúnismans.
Slíkir eru ráðherrar
„terrorsins“ eða ógnar-
innar.“
þar. Ráðherrar þessir hafa ekki
frekar en aðrir í núverandi ríkis-
stjórn fengið neina kennslu í rök-
réttri hugsun, sem er undirstaða
lögfræðinnar. Af þeim ástæðum
skilja þeir ekki mismun þess þegar
embættismaður lýsir því yfir fyrir-
fram og vísvitandi, að hann muni
hafa að engu ákvæði fjárlaga um
embættisrekstur hans eða því er
embættiskostnaður fer fram úr
áætlun af meira og minna óviðráð-
anlegum ástæðum. Af sömu ástæðu
hafa þeir opinberað algjöra van-
þekkingu sína á þeirri undirstöðu
lýðræðis, sem byggist á þrískiptingu
valdsins. Ráðherrar, se/n þessir, er
skella skollaeymm við áliti héraðs-
dóms og koma í veg fyrir að mál
fái endanlega meðferð æðra dóm-
stigs, þegar þess var brýn þörf, eru
alls ekki vanda sínum vaxnir. Þó
tekur út yfir allan þjófabálk, þegar
þeir ausa fúkyrðum yfir embættis-
menn eða heimta að embætti hans
sé lagt niður og hann m.ö.o. rekinn
vegna þess að hann gerir ekki grein
fyrir málum á þann hátt, sem þeir
vilja. Slík fúkyrði og hótanir afhjúpa
hugarfar kommúnismans. Slíkir eru
ráðherrar „terrorsins" eða ógnar-
innar.
Úthugsaður ódrengskapur
í grein hér í blaði, 2. febrúar
1989, spáði ég því, að tilgangur
þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar
Gunnlaugur Þórðarson
og Svavars Gestssonar með því að
láta hætta við áfrýjun Sturlumálsins
til Hæstaréttar, væri fyrst og fremst
sá að geta núið Sverri Hermanns-
syni því um nasir um alla ókomna
tíð, að Sverrir hafi verið dæmdur
fyrir embættisverk. Slíkur er
ódrengskapur þessara manna.
Sturla og Sverrir eru löngu komnir
út úr mynd þessa máls, en virðingar-
leysi kommúnistaráðherranna, Ól-
afs Ragnars Grímssonar og Svavars
Gestssonar, fyrir lýðræði og dóm-
stólum, verður aldrei af þeim skaf-
ið. Rétt eðli þeirra hefur sýnt sig,
að ekki sé talað um hrokann.
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Auglýsing frá
Orlofssjóði VR
ORLOFSHÚS VR
Dvalarleyfi
Auglýst er eftir umsoknum um dvalarleyfi í orlofshúsum VR sumarið 1990. Umsóknir á þar til gerðum
eyðublöðum þurfa að berast skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 9. hæð í síðasta lagi 20. apríl 1990.
Orlofshús eru á eftirtöldum stöðum:
Ölfusborgum
Húsafelli í Borgarfirði
Svignaskarði í Borgarfirði
lllugastöðum í Fnjóskadal
Vatnsfirði, Barðaströnd
Einarsstöðum, Suður-Múlasýslu
íbúðir á Akureyri
Flúðum
Miðhúsum, Biskupstungum
Aðeins fullgildirfélagar hafa rétttil dvalarleyfis. Þeirsem ekki hafadvalið sl. 5 ár í orlofshúsum átíma-
bilinu 28. maí til 17. september sitja fyrir dvalarleyfum. Hafi ekki verið gengið frá leigusamningi fyrir
18. maí n.k. fellur úthlutun úr gildi. Dregið verður milli umsækjenda ef fleiri umsóknir berast en hægt
er að verða við. Verður það gert á skrifstofu félagsins laugardaginn 5. maí n.k. kl. 14 og hafa umsækj-
endur rétt til að vera viðstaddir.
Sérstök athygli er vakin á því að umsókinir verða að berast skrifstofu VR
í síðasta lagi föstudaginn 20. apríl n.k.
Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar 9. hæð. Ekki verður tekið á móti
umsóknum símleiðis.