Morgunblaðið - 27.06.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.06.1990, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990 HEIMSOKN ELISABETAR II. BRETADROTTNINGAR Morgunblaðið/Einar Falur Forsætisráðherra, Bretadrottning, Edinborgarhertogi, forseti íslands og eiginkona forsætisráðherra framan við Þingvallakirkju. Bresku gestirnir í skoðunarferð; Drottningin var hrifín af krafiti íslensku hestanna Morgunblaðið/Einar Falur Sr. Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður greinir Bretadrottningu frá staðháttum á hinum forna þingstað. „SJÁÐU kraftinn,“ sagði Elísa- bet Bretadrottning við Filippus prins þegar gæðingar skelltu á skeið fyrir þau í Mosfellssveit í gærmorgun. Drottningin og hertoginn af Edinborg ásamt forseta íslands og fylgdarliði skoðuðu gæðinga og íslenska hunda á hrossabúinu Dal þar í sveit. Þau komu við í Nesja- vallavirkjun á leið til Þingvalla þar sem forsætisráðherra bauð til hádegisverðar. Skógarreit- urinn Vinaskógur í Kárastaða- landi var síðasti viðkomustaður drottningar á ferð hennar út úr bænum. Heimsókn drottn- ingar hingað til lands lýkur í dag. Drottningin bar sig vel þrátt fyrir norðangarra í ferð- inni, var glöð í bragði en jafnan stillileg. Filippus prins fylgdi drottningu eftir, virtist lífiegur og málgefnari en hún. Þau spurðu þó bæði margs um gæðing- ana á Dal, enda ræktar drottning- in hesta. Nærri lætur að hvert fótmál drottningar í gær hafí verið skipu- lagt. Hún gekk frá borði snekkj- unnar Brittaníu klukkan tíu um morguninn og settist upp í smá- rútu sem beið á bryggjunni við Ægisgarð. Ferðinni var heitið í út úr bænum, í Mosfellssveit, Nesjavallavirkjun og á Þingvelli. Fyrirhugað var að stutt stund gæfist til hvíldar og hressingar að leiðangri loknum áður en hald- ið yrði til síðdegismóttöku borgar- stjóra. En þar sem aðeins teygðist úr skoðunarferðinni hefur lítið orð- ið úr slíkum munaði. Auk drottningar og eiginmanns hennar voru í smárútunni Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, William Waldegrave varautanrík- isráðherra Bretlands, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og eiginkona hans Bryndís Schram. í stærri bíl sem fvlgdi á eftir voru sendiherrar íslands og Bret- lands og eiginkonur þeirra, tvær fylgdarkonur eða hirðmeyjar drottpingar, Magnús Magnússon sjónvarpsmaður og eiginkona hans, blaðafulltrúi drottningar, hirðlæknir og hermálafulltrúi. Einnig einkaritarar hertoga, drottningar og breska ráðherrans. Bílar lögreglumanna fóru fremst og aftast í ferðinni um nágrenni Reykjavíkur. Fleiri lög- reglubifreiðar voru í bílalestinni, svo og bifreið siðameistara. Þá sveimaði þyrla Landhelgisgæsl- unnar yfir Þingvöllum þegar drottningin fór þar um. Drottning þekkti gangtegundir hestsins Fyrsti áfangastaður ferðarinnar var hrossaræktarbúið Dalur í Mos- fellssveit. Þar biðu fimmtán gæð- ingar og kynbótahross, flest í eigu hjónanna Gunnars Dungal og Þórdísar Sigurðardóttur á Dal. Gestimir komu í Dal undir hálfell- efu í gærmorgun. Fólkið stóð framan við skeiðvöllinn og fylgdist með sjö knöpum sýna tölt og skella gæðingum sínum á skeið. Drottningu þótti mikill kraftur í því síðarnefnda og benti Filippusi prins á hraðann sem hestarnir náðu. Gunnar Dungal sagði greinilegt að Bretadrottning væri mjög glögg á hesta. „Hún þekkti gang- tegundirnar fimm og veitt smáat- riðum athygli," sagði Gunnar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði drottningu hafa spurt sig um algengust liti og stærð á íslenskum hestum. Hún hafi tekið eftir hve viljugir hestarnir voru, spurt út í ræktun hérlendis og keppni í hestaíþóttum. Eftir að knaparnir Rúna Einars- dóttir á Dimmu og Albert Jónsson á Salvador höfðu sýnt gangteg- undimar fimm og haldið á fullum kampavínsglösum án þess að út af flóði til að sýna þýðleika hest- anna, gekk drottningin og aðrir gestir á Dal að hesthúsunum. En áður en inn var farið fengu þau að sjá íslenska hunda frá Ólafsvöll- um á Skeiðum. Sigríður Péturs- dóttir hundaræktarkona er eigandi þeirra og sýndi drottningu þau Stássa og Kötlu. Sigríður sagði blaðamanni að íslenskir hundar hafí verið eftirsóttir af ensku að- alsfólki á miðöldum og mikið keyptir utan. Þar sem veður var heldur nap- urt í gærmorgun var brugðið á það ráð að fara fyrr inn í hesthús- in á Dal en ráðgert hafði -verið. Þar gekk Gunnar Dungal um með drottningu en Þórdís Sigurðar- dóttir leysti úr spurningum hertog- ans. Drottningin gaf sig á tal við knapa sem vom að spretta af hest- úm sínum. Hún spurði Albert Jóns- son hvort hrossin fæddust með fimm gangtegundir og hvort þau væra öll af sama kyni. Þegar drottning heyrði að margir hest- anna kæmu af Norðurlandi spurði hún hvort þar væru betri gæðing- ar en sunnanlands. Ljúfír stóðhestar Tveir tamningamenn höfðu bömin sín með í hesthúsin og settu á bak. Ðrottningin var hrifin af því hvað hestarnir voru rólegir og sagði ljúflyndi þeirra ólíkt látunum í stóðhestum þar sem hún þekkti til. Undir lok heimsóknarinnar í Dal gáfu Gunnar og Þórdís drottn- ingunni bókina „Hestar“ eftir Sig- urgeir Sigurjónsson. Hún blaðaði aðeins í henni og bað Gunnar að segja sér að lokum hvernig íslenskir bændur þekktu hesta sína aftur af afrétti. Elísabet II. og Filippus virtust ánægð með heim- sóknina I Dal þegar lagt var í hann undir klukkan 11. Litast um á Nesjavöllum Bílalestin ók Nesjavallaveg að virkjuninni og nam staðar á útsýn- isstað ofan við hana. Þar tók Gunnar Kristinsson hitaveitustjóri á móti gestunum, gerði grein fyrir virkjuninni og öðra sem fyrir augu bar. Heiðskýrt var og útsýni yfir Nesjavelli og Þingvallavatn með besta móti. Næst var ekið að borholu núm- er 6 á Nesjavöllum þar sem gufu- strókar stigu til himins. Hópurinn litaðist um við borholuna litla stund og þótti drottningu greini- lega mikið til koma. Af Nesjavöllum lá leiðin að hringsjánni við Almannagjá. Þar tóku Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Edda Guð- mundsdóttir á móti gestunum ásamt Séra Heimi Steinssyni þjóð- garðsverði og Dóru Þórhallsdótt- ur. Danskir frímúrarar hittu vel á Skammt undan, eða eins og lög- regla frekast leyfði, biðu fimmtíu rosknir Danir með myndavélamar tilbúnar. Þarna vora á ferð frímúrarar og konur þeirra og sagði forsprakkinn bera vel í veiði að mæta drottningu í þjóðgarðin- um. Þau hefðu raunar vitað að um þessar mundir vantaði hér ekki góðar heimsóknir frá útlönd- um, en síst átt von á að sjá hina konunglegu tign í eigin persónu. Bresku gestirnir og íslending- arnir dvöldu um stund í Þingvalla-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.