Morgunblaðið - 27.06.1990, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI 1990
SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA SEXTÍU ÁRA:
Baráttuhugnr í mönnum
við stofhun sambandsins
- segir Torfi Hjartarson, stofiiandi og fyrsti formaður SUS
SAMBAND ungra sjálfstæðismanna er sextíu ára í dag, 27. júní.
Þennan dag var SUS stofnað í Hvannagjá á Þingvöllum, meðan á Al-
þingishátíðinni 1930 stóð. Helzti frumkvöðull að stofhun Sambands
ungra sjálfstæðismanna og fyrsti formaður þess var Torfi Hjartarson,
fyrrverandi tollstjóri. Hann er við góða heilsu, kominn hátt á níræðis-
aldur, og man glögglega aðdragandann að stofnun SUS.
„Eg tók lagapróf um miðjan febr-
úar 1930 og skömmu síðar datt mér
þetta í hug einhvern morguninn þeg-
ar ég var að fara á fætur,“ segir
Torfi er hann er spurður hvenær
hugmyndin að stofnun Sambands
ungra sjálfstæðismanna hafi fyrst
fæðzt. Hann bar hugmyndina upp
við Magnús Guðmundsson, vara-
formann og framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins, sem tók hug-
myndinni opnum örmum. Ákveðið
var að nota aðdráttarafl Alþingishát-
íðarinnar á Þingvöllum um sumarið
og halda stofnfundinn samhliða
henni.
Torfi var á þessum tíma varaform-
aður Heimdallar og starfandi for-
maður félagsins þar sem Pétur Haf-
stein formaður var erlendis. Heimd-
allur skipaði Torfa, Pétur og Guðna
Jónsson sagnfræðing í nefnd til að
vinna að málinu. Félög ungra sjálf-
stæðismanna voru á þessum tíma
aðeins sex. Torfa var falið að skrifa
sjálfstæðismönnum úti um land, sem
kunnir voru að dugnaði, og fá þá til
að stofna fleiri félög ungra sjálfstæð-
ismanna áður en af stofnun SUS yrði.
Torfi segist hafa staðið í bréfa-
og símasambandi við þessa menn á
landsbyggðinni, og árangurinn hafi
ekki látið á sér standa, yfirleitt hafi
vel verið tekið í málaleitan hans. Sjö
félög bættust í hópinn áður en hald-
ið var til Þingvalla. „Það færðist líf
í starf ungra manna í kjölfar samein-
ingar Fijálslynda flokksins og íhalds-
fiokksins í Sjálfstæðisflokkinn árið
1929. Það var bjánalegt að hafa tvo
flokka með sömu stefnu, en nú gátu
menn farið að vinna saman,“ segir
Torfi. „Sameiningin og óvinsældir
ríkisstjómar Framsóknarflokksins
hleyptu kappi í menn.“
Stofhfundur í Hvannagjá
Föstudaginn 27. júní, annan dag
Alþingishátíðarinnar, söfnuðust full-
trúar 13 félaga ungra sjálfstæðis-
manna saman um klukkan átta að
morgni. „Það var ljómandi veður,
glampandi sól og logn. Ég hafði tjald
fyrir Heimdall niðri á Leirunum, í
gríðarlegri tjaldborg sem þar stóð.
Ég flaggaði á því með fána, sem ég
hafði útbúið til þess sérstaklega. Þar
safnaðist fólkið saman og við geng-
um svo upp í Hvannagjá, þar sem
ég var búinn að velja stað, skammt
innan við Leiralækinn," segir Torfi.
Stofnendumir vora 45, og var hver
þeirra fulltrúi fyrir 25 unga sjálf-
stæðismenn. Fulltrúar 1125 meðlima
voru því á stofnfundinum, en talið
var að um 1.400 manns væra alls í
félögum ungra sjálfstæðismanna við
stofnun SUS.
Torfi segir að mikill baráttuhugur
hafi verið í mönnum þennan dag, og
menn hafi auðvitað verið undir áhrif-
um af stemmningu Alþingishátíðar-
innar. „Við héldum fund í Reykjavík
þremur dögum eftir stofnfundinn,
og þar kom andinn, sem ríkti á Þing-
völlum, vel í ljós,“ segir Torfi. Um
þennan fund ritar Guðni Jónsson í
blaðið „Heimdall", sem út kom 16.
júlí sama sumar: „Vora þar margar
ræður haldnar og aldrei minnist sá,
sem þetta ritar, að hafa séð jafn al-
mennan og lifandi áhuga meðal
ungra manna sem þar. Hver maður
stóð upp á fætur öðram til þess að
láta í ljós ánægju sína yfir stofnun
sambandsins og eggja félaga sína til
öflugrar framgöngu og samtaka bar-
áttu fyrir hugsjónum sjálfstæðis-
stefnunnar."
Mikið ályktað á fyrsta þingi
Fyrsta þing sambandsins var hald-
ið 1932, og var að sögn Torfa mikið
ályktunarþing. Greinilegt er að ung-
um sjálfstæðismönnum lá_ mikið á
hjarta á sínu fyrsta þingi. í ályktun-
um þess má finna ýmsar hugmyndir,
sem síðan hafa sett mark sitt á bar-
Torfi Hjartarson ásamt Önnu
Jónsdóttur konu sinni á heimili
þeirra á Flókagötu.
Frá stofhíundi Sambands ungra sjálfstæðismanna í Hvannagjá.
áttu SUS. Ályktað er um sambands-
slit við Dani svo fljótt, sem verða
megi, og stofnun Iýðveldis. Þingið
hét á alla góða Islendinga að vinna
að því að íslenzkum ríkisborgurum
yrðu sem bezt tryggð full ráð yfir
auðsuppsprettum landsins og at-
vinnufyrirtækjunum. Þá hvar hvatt
til stofnunar sérstaks utanríkisráðu-
neytis, en Danir fóra með utanríkis-
málin fyrir íslands hönd. Hvatt var
til þess að Islendingar tækju land-
helgisgæzlu í eigin hendur. Baráttu-
mál, sem enn má finna á stefnuskrá
SUS, var að fá fram breytingar á
kjördæmaskipan, þannig að stjórn-
málaflokkar hlytu þingsæti í réttu
hlutfalli við atkvæðamagn um allt
land. Harðorð ályktun um ríkísfyár-
málin var samþykkt, þar sem meðal
annars var hvatt til þess að ríkis-
stjórninni yrði bannað að nota varð-
skipin til snattferða, og að skipuð
yrði nefnd til rannsóknar á fjárhags-
bruðli stjórnarinnar. Þingið lýsti sig
á móti innflutningshöftum og einka-
sölu á áfengi, tóbaki og útvarpsvið-
tækjum. Þá hvöttu ungir sjálfstæðis-
menn til þess að álögur á útgerðina
yrðu léttar, að fengin yrði undanþága
frá tolli á fisk í Bretlandi og Eim-
skipafélaginu yrðu fengnar I hendur
strandferðir, sem ríkið hélt uppi.
Ályktanimar fylltu mörg tölublöð af
„Heimdalli" og er hér fátt eitt talið
af því, sem ályktað var.
Sýndu sjálfstæði sitt
„Þessir ungu menn fóru vel undir-
búnir inn á landsfundinn, sem hald-
inn var skömmu síðar, með allar
þessar ályktanir upp á vasann. Þeir
réðu því heilmiklu á fundinum, stund-
um í lítilli þökk eldri manna,“ segir
Torfi. SUS skipaði sér strax sess sem
aflvaki nýrra hugmynda og veitt
flokksforystunni aðhald. Fyrir ára-
mótin 1929-1930 urðu deilur milli
flokksforystunnar og ungra sjálf-
stæðismanna í Heimdalli hvort einn
af fyrrverandi bæjarfulltrúum Sjálf-
stæðisflokksins eða formaður
Heimdallar, Pétur Hafstein, skyldi
vera fulltrúi ungra manna á fram-
boðslistanum. Gekk Heimdallur þar
með sigur af hólmi. Varð þetta til
að félögum í Heimdalli fyölgaði mjög
mikið og félagið efldist til áhrifa.
Ungir sjálfstæðismenn trúir
hugsjónunum
Torfi segir að í þau sextíu ár, sem
hann hefur fylgzt með starfi Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna, hafi
sér fundizt samtökin trú þeim hug-
sjónum sem þau hafi verið stofnuð
um. „Þetta hafa verið myndarsamtök
oft á tíðum.“
Aðspurður fyrir hvaða málum
hann telji að ungir sjálfstæðismenn
eigi að beijast á næstu árum, segist
hann lítið geta ráðlagt þeim, sjálfir
verði þeir að marka sína stefnu.
sÞeir verða að beijast áfram fyrir
Islandi fyrir Islendinga og athafna-
frelsi og einstaklingsframtaki. Og
vinna jafnframt að því að vanhugsað-
ar ráðstafanir og framkvæmdir ríkis
og einstaklinga verði ekki til þess
að skapa hér láglaunasvæði og hættu
á landflótta. Þetta er kjarninn," seg-
ir Torfi.
Um hugmyndir, sem uppi eru um
aðild íslands að Evrópusamstarfi,
segir hann að í allt slíkt þurfi að
fara með mikilli gát. „Það þarf að
varast að útlendingar fái vald á
íslenzkum málefnum, það hefur allt-
af gefizt illa,“ segir Torfi.
GrundvaUarhugsjón-
imar eru þær sömu
- segir Davíð Stefánsson, formaður SUS
Á SEXTUGASTA aldursárinu eru grundvallarhugsjónir ungra sjálf-
stæðismanna þær sömu og fyrir sextíu árum, þótt stjórnmálabaráttan
hafi ef til vill breytzt. SUS berst enn fyrir athafnafrelsi, sjálfseignar-
rétti og takmörkuðum ríkisafskiptum, eins og ungir sjálfstæðismenn
gerðu 1930. Þetta segir Davíð Stefánsson, formaður Sambands ungra
sjálfstæðismanna. Davíð er yngstur þeirra sautján, sem hafa verið for-
menn SUS, var 24 ára er hann var kjörinn formaður á sambandsþingi
á Sauðárkróki á síðasta ári.
„Á heildina litið held ég að okkur
sé óhætt að vera ánægð með þann
árangur, sem Samband ungra sjálf-
stæðismanna hefur náð. Það er varla
ofsagt að engin önnur pólitísk æsku-
lýðshreyfing kemst með tærnar þar
sem SUS hefur hælana. Nú eru I
SUS 32 félög með samtals um 6.000
félaga í sambandinu, og það bætist
enn í hópinn. Á síðustu áram hafa
mörg félög bætzt við, það yngsta í
Neskaupstað, höfuðvígi sósíalista.
Öll þessi félög hafa verið virk
undanfarið. Forysta SUS leggur mik-
ið upp úr því að halda sem beztum
tengslum við þau öll, og á síðastliðn-
um vetri ferðuðumst við um landið
og héldum undirbúningsfundi fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar með
langflestum félögum. Þetta starf
skilaði sér vel. SUS hefur aldrei gert
stærra átak á landsvísu fyrir sveitar-
stjórnarkosningamar en nú, og félög
ungra sjálfstæðismanna á hveijum
stað lögðu stóran skerf af mörkum
í kosningabaráttunni. Kosningabar-
áttan sannaði að SUS er öflug og
lifandi hreyfíng. Við geram líka okk-
ar til að upplýsa hinn almenna félags-
mann sem bezt um það, sem er að
gerast, og fréttabréf okkar fer nú
til 6.000 félaga um allt land með
reglulegu millibili.
Það hefur margt breytzt í starfi
SUS á þessum 60 áram. Fundir,
ráðstefnur og útgáfa þjóna enn mikil-
vægu hlutverki í að skapa umræður
og að ná til fólks. í fjölmiðlaþjóðfé-
lagi, þar sem er endalaus keppni um
hvem einstakling og tíma hans,
verða stjómmálasamtök hins vegar
að laga sig að breyttum tímum. Við
þurfum sífellt að finna upp á ein-
hveiju nýju til þess að ná athygli
fjölmiðla, ekki sízt vegna þess að
fjölmiðlaheimurinn hefur líka breytzt
á þann veg að stjórnmálaflokkar eiga
ekki aðgang að fjölmiðlunum með
hvað sem er.“
Davíð segir að ætla megi að stjóm-
málin háfi orðið sérhæfðari með ár-
unum. „Þegar SUS var stofnað stóðu
átök milli tveggja andstæðra fylk-
inga, sem deildu í grandvallaratrið-
um um það hvert sjálft þjóðskipulag-
ið skyldi vera hér á landi, miðstýrt
kerfi sósíalismans eða fijálst og lýð-
ræðislegt markaðsþjóðfélag. Þessar
öfgar era ekki lengur til staðar,
vinstriflokkarnir hafa færzt nær
sjálfstæðismönnum. Hrun sósialis-
mans í Austur-Evrópu innsiglar von-
andi endanlega endalok átaka af
þessu tagi. Nú deila menn frekar um
ýmis útfærsluatriði lýðræðisskipu-
lagsins. Þessi útfærsluatriði krefjast
sérþekkingar, og stjórnmálaflokkar
verða að hafa þessa þekkingu innan
sinna raða. Sem betur fer hefur SUS
á að skipa mörgu ungu fólki með
góða menntun og þekkingu á ýmsum
málum, sem era ofarlega á baugi í
pólitískri umræðu."
Davíð tiltekur enn eina breytingu
á starfsemi SUS, sem stofnendur
sambandsins hafi tæplega séð fyrir,
en það séu hin síauknu alþjóðlegu
samskipti hreyfingarinnar. „A þeim
tíu árum, sem ég hef starfað með
ungum sjálfstæðismönnum , hefur
orðið mikil breyting á virkni okkar
á alþjóðavettvangi. Nú er svo komið
að mánaðarlega sendum við tvo til
Davíð Stefánsson
þijá menn á ráðstefnur, námskeið
eða samráðsfundi erlendis. Á síðasta
ári komu hingað um 75 erlendir gest-
ir í boði SUS, annars vegar 35 manna
hópur á vegum Samtaka ungra
íhaldsmanna á Norðurlöndum, NUU,
og hins vegar héldum við 40 manna
ráðstefnu á vegum DEMYC, sem eru
samtök ungliðahreyfinga lýðræðis-
flokka í Vestur-Evrópu. SUS er virk-
ur aðili í báðum þessum samtökum.
Á vettvangi þeirra ræðum við örygg-
is- og varnarmál, menntamál, menn-
ingarmál, fy'arskipti, viðskipti og
margt fleira, sem snertir þjóðimar
sameiginlega í sífellt meira mæli.
Þátttaka okkar í þessu alþjóðasam-
starfi er eitt merkið um það, hvernig
ísland færist sífellt nær öðram
ríkjum.“
Davíð segist telja það eitt helzta
framtíðarverkefni SUS að leiða um-
ræðuna um þátttöku íslendinga í
Evrópusamstarfi. „Við eigum að láta
á það reyna í beinum könnunarvið-
ræðum við Evrópubandalagið hvaða
kostir standa okkur opnir, ef við
sækjum um aðild að EB. Hræðsla
og hik í þessum efnum getur komið
okkur í koll. Staðreyndin er sú, að
opin landamæri, óheft viðskipti og
fijáls samskipti milli þjóða eru undir-
staða velsældar í samfélagi lýðræð-
isríkja. Ég held að eitt flóknasta
úrlausnarefni sjálfstæðismanna á
næstu árum verði að sætta strauma
alþjóðahyggju annars vegar og þjóð-
emishyggju hins vegar í flokknum.
Allt frá seinna stríði höfum við barizt
fyrir vestrænni samvinnu og opnun
landamæra. Núna blasir það við okk-
ur að enn nánara samstarf lýðræðis-
ríkja í Evrópu er að verða að veru-
leika, og þá vilja margir staldra við
og velta því fyrir sér, hvort þetta sé
sú leið, sem við eigum að fara. Sjálf-
stæðismenn verða að finna leið, sem
ekki aðeins getur orðið eining um í
Sjálfstæðisflokknum, heldur meðal
allra íslendinga. Sú leið kann að
verða vandfundin, en Sjálfstæðis-
menn eiga engan kost annan en að
finna hana. Það er horfttil Sjálfstæð-
isflokksins um forystu í íslenzkum
utanríkismálum. Það ber að fara
varlega í þessa hluti, og um leið og
við göngum inn í alþjóðasamstarf,
verðum við að hafa augun á sérkenn-
um okkar. SUS vill beijast fyrir
vemd íslenzkra verðmæta, tungu
okkar, menningar, sögu og umhverf-
is. Það er grandvallaratriði, sem aldr-
ei má gleymast."
Davíð segir að ungir sjálfstæðis-
menn verði á næstu áram að beita
sér fyrir breytingum á kosningakerf-
inu. „Það verður að afleggja óréttl-
átt og óeðlilegt kerfi, sem í fyrsta
lagi gerir smáflokkum og sprengi-
framboðum auðvelt um vik að koma
mönnum á þing og mismunar í öðru
lagi kjósendum mjög eftir búsetu