Morgunblaðið - 27.06.1990, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Fr'eysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sírrii 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Frelsi einstaklinga
hafið til virðingar
Um helgina var þess
minnst að 60 ár eru lið-
in frá því að Samband ungra
sjálfstæðismanna var stofn-
að. Af því tilefni heiðruðu
ungir sjálfstæðismenn Geir
Hallgrímsson, seðlabanka-
stjóra og fyrrum formann
Sjálfstæðisflokksins, í þakk-
lætis- og virðingarskyni fyrir
störf hans í þágu sjálfstæðis-
stefnunnar, og sérstaklega
einarða afstöðu hans i ut-
anríkismálum. Var vel við
hæfí að staðfesta þennan
heiður með því að gefa Geir
brot úr Berlínarmúrnum,
smánarmúr kommúnismans
sem hrundi í nóvember 1989
fyrir þrýsting einstakling-
anna og þrá þeirra eftir
frelsi.
Geir Hallgrímsson er af
þeirri kynslóð sem hóf virka
þátttöku í stjórnmálum um
það leyti sem ísland hlaut
fullt sjálfstæði og lýðveldi
var stofnað hér á landi. í
ávarpi sem hann sendi af-
mælisfundi Sambands ungra
sjálfstæðismanna riíjar Geir
upp, hver voru höfuðbaráttu-
mál fijálshuga manna á
þeim árum. í fyrsta lagi var
það baráttan gegn kommún-
isma og sósíalisma innan
lands og utan. í öðru lagi
vildu menn sporna við upp-
gangi Sambands íslenskra
samvinnufélaga, er þá naut
sérréttinda í pólitísku skjóli.
Nú er öldin önnur eins og
Geir Hallgrímsson bendir á
í ávarpi sínu:
„í þá daga vildu sósíalist-
ar þjóðnýta atvinnufyrirtæk-
in og koma á miðstýrðum
áætlunarbúskap sem átti að
tryggja kjör fólksins og út-
rýma arðráni kapítalismans.
Nú afneita jafnvel þeir sem
enn kalla sig sósíalista ríkis-
rekstri og miðstýringu.
í þá daga töldu sumir
menn það sér til gildis að
vera miðjumenn og boða
hugsjón samvinnuhreyfingar
sem bjargráð í efnahagsmál-
um. Nú keppast samvinnu-
menn við að gera samvinnu-
félögin að hlutafélögum."
Þegar stórtíðindi hafa
gerst eins og þau sem hér
er lýst í fáum orðum, láta
margir eins og þau séu sjálf-
sögð og eðlileg, það liggi
einfaldlega í hlutarins eðli
að menn hafni ekki frum-
kvæði einstaklingsins eða
takmarki ekki svigrúm hans
í atvinnulífi eða svipti hann
eignarrétti. Þeim, sem að-
hylltust önnur viðhorf en þau
sem nú eru í sigurför um
heiminn, er að sjálfsögðu
mesta kappsmál að gera sem
minnst úr breytingunum. Sé
sagan skoðuð kemur hins
vegar í ljós, að þeir sem
hafna forræðishyggjunni í
hverri mynd sem hún birtist,
hafa orðið að beijast af
hörku fyrir skoðunum
sínum. Það hefur síður en
svo verið sjálfgefið, að sjón-
armið þeirra sigruðu. Eða
eins og Geir Hallgrímsson
orðar það:
„Ungir sjálfstæðismenn
héldu því fram gegn harðri
andstöðu að eignarréttur
einstaklinga og markaðsbú-
skapur væri forsenda lýð-
ræðis og mannréttinda. Við
þurfum ekki að hafa mörg
orð um það hvað reynslan í
þessum deilumálum hefur
sýnt og hvaða árangur starf
sjálfstæðismanna og ann-
arra einstaklingshyggju-
manna hefur borið.
En það væri glámskyggni
ef við héldum að fullur sigur
væri unninn fyrir hugsjónir
sjálfstæðisstefnunnar.“
Baráttan fyrir frelsi ein-
staklingsins heldur áfram og
er eilíf eins og varðstaða
þjóðar um menningu sína og
arf. Við lifum nú þá tíma
að almennt er viðurkennt að
frelsi manna og náið sam-
starf þjóða sé besta leiðin til
að tryggja frið og farsæld.
Megi þeir tímar vara sem
lengst og bera mikinn ávöxt,
því að eins og Geir Hall-
grímsson segir í lok ávarps
síns til ungra sjálfstæðis-
manna:
„Mestu skiptir að virðing-
in fyrir manninum, einstakl-
ingnum, sé í heiðri höfð og
um leið og einstaklingsfram-
takið tryggi hagvöxt og
batnandi lífskjör þá hafi
menn ávallt skilning á að
vernda rétt lítilmagnans."
HEIMSOKN ELISABETAR II. BRETADROTTNINGAR
Gestir í mat-
arboði Breta-
drottningar
HÉR fer á eflir listi yfir gesti í matar-
boði hennar hátignar Elísabetar II
Bretadrottningar og Filipps prins,
hertoga af Edinborg, um borð í
snekkjunni Britanníu klukkan 20.15 í
gærkvöldi:
Forseti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir, Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra og frú, frú Halldóra Eld-
járn, Guðrún Helgadóttir forseti samein-
aðs Alþingis, Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra og frú, Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra og frú, Hall-
dór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og
frú, Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnað-
arráðherra og frú, Svavar Gestsson
menntamálaráðherra, Guðmundur Jóns-
son forseti hæstaréttar og frú, herra
Ólafur Skúlason biskup og frú, Davíð
Oddsson borgarstjóri og frú, dr. Sig-
mundur Guðbjarnason háskólarektor og
frú, Þorsteinn Pálsson alþingismaður og
frú, Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri
og frú, Guðmundur Benediktsson ráðu-
neytisstjóri og frú, Þorsteinn Ingólfsson
ráðuneytisstjóri og frú, Helgi Ágústsson
sendiherra og frú, Sturla Friðriksson
fulltrúi World Wildlife Fund og frú,
Magnús Magnússon fylgdarmaður her-
togans, Sveinn Bjömsson skrifstofustjóri
og frú, Kristín Einarsdóttir alþingismað-
ur og eiginmaður, Komelíus Sigmunds-
son forsetaritari og frú, Gunnar Dungal
eigandi hrossabúsins Dals í Mosfellssveit
og frú, William Waldegrave aðstoðarut-
anríkisráðherra, Richard Best sendiherra
og frú, hertogaynjan af Airlie hirðmey,
sir William Heseltine einkaritari drottn-
ingar, sir Paul Greening aðmíráll ráðs-
maður, John Perlin einkaritari drottning-
ar í ferð hennar til Kanada, sir Robert
Fellowes aðstoðareinkaritari drottning-
ar, Robin Janvrin blaðafulltrúi, Dominic
Asquith einkaritari aðstoðamtanríkisráð-
herra, John Garnier aðmíráll, skipherra
á snekkjum drottningar.
Davíð Oddsson borgarstjóri og eiginkona hans, frú Ástríður Thorar-
ensen, taka á móti Elísabetu II. Bretadrottningu og Filippusi prins,
hertoga af Edinborg, við Höfða.
Heimsókn yðar eykur
enn mikilvægi Höfða
- sagði Davíð Oddsson við móttöku Elísabetar II. og
Filippusar prins
BRETADROTTNING og Filipp-
us prins komu til móttöku borg-
arstjórans í Reykjavík í Höfða
um kl. 16.00 í gærdag. Davíð
Oddsson borgarstjóri og firú
Ástríður Thorarensen tóku á
móti drottningunni og hertog-
anum þegar þau stigu úr bifreið
sinni við Höfða. Hinir tignu
gestir rituðu í gestabók hússins,
skoðuðu húsakynni og málverk
og ræddu við gestina. „Þau voru
einkar aðlaðandi og áhugasöm
í hvívetna. Þau voru að sjálf-
sögðu einkar virðuleg en virtist
lagið að tala við fólk,“ sagði
Davíð Oddsson borgarsljóri í
samtali við blaðið að hófinu
loknu.
Viðstaddir móttökuna voru um
75 gestir, þeirra á meðal allir borg-
arfulltrúar, fyrrverandi borgar-
stjórar og forsetar borgarstjórnar,
ýmsir embættismenn borgarinnar,
fulltrúar forsetaskrifstofu, ut-
anríkisráðuneytis, breska sendi-
ráðsins og makar þeirra. Elísabet
II. og Filippus prins gerðu sér far
um að ræða við alla gestina. Með-
an á móttökunni stóð var borið
fram hvítvín, rauðvín og léttar
veitingar.
Borgarstjori ávarpaði gestina
og sagði meðal annars: „Það er
einnig ánægjulegt að taka á móti
yðar konunglegu tignum í þessari
byggingu, Höfða, sem tilheyrði
einu sinni bresku krúnunni, þar
sem hún er fyrrum bústaður
breska sendiherrans. Margir land-
ar yðar hafa verið gestir í þessu
húsi. Þeirra þekktastur er eflaust
stjórnmálaskörungurinn sir Wins-
ton Churchill, sem snæddi hér
hádegisverð fyrir 49 árum. Þessi
litla bygging hefur í mörgu tilliti
gegnt sögulegu hlutverki í þessu
landi og nú hefur heimsókn yðar
aukið enn gildi hennar og mikil-
vægi.“
Móttakan stóð í 50 mínútur, en
að því búnu héldu Elísabet II. og
Filippus prins til snekkju sinnar
við Ægisgarð. Drottningin og her-
toginn rituðu nöfn sín í gestabók
hússins. Þessi bók er bundin í
geitaskinn, en fyrstu gestimir sem
skrifuðu nöfn sín í hana voru Mik-
haíl Gorbatsjov og Ronald Reagan
forsetar Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna, á leiðtogafundi þeirra
Reykjavík.
• •
Oryggi drottningar:
Kafari, sprengju-
leit og; sérsveit
ALLT tiltækt lögreglulið í Reykjavík hefúr eitthvað haft hönd í
bagga við öryggisgæslu vegna heimsóknar Bretadrottningar hing-
að til lands. Lítill kjarni sérsveitarmanna og breskra öryggisvarða
fylgir drottningunni flest fótmál. Kafari hefúr leitað í höfninni við
snekkju hennar hátignar, Brittaníu, og bátur Landhelgisgæslunn-
ar er skammt undan.
Um 280 lögreglumenn í
Reykjavík hafa komið við sögu
öryggisgæslu vegna heimsóknar
Bretadrottningar. Menn úr vega-
eftirliti og umferðardeild fylgja
bifreiðum drottningar og Edin-
borgarhertoga og lögregla stendur
vörð á ýmsum stöðum sem gestirn-
ir fara hjá.
Þá er snekkju Elísabetar II.
gætt nótt og dag og hefur kafari
leitað í höfninni nokkrum sinnum.
Jafnframt er gerð sprengjuleit á
fólki og farangri sem um borð
fer. Bátur Landhelgisgæslunnar
er á siglingu utar í höfninni, en
Ægisgarði og raunar Suðurbugt
allri hefur verið lokað vegna heim-
sóknarinar.
Þorri þeirra lögreglumanna og
öryggisvarða sem fylgja drottn-
ingu eru óeinkennisklæddir að
sögn lögreglu. Sama fyrirkomulag
hefur verið við aðrar heimsóknir
tiginna gesta að undanförnu. Til
dæmis voru aðeins 6 öryggisverðir
í lögreglubúningi af þeim 30 sem
gættu páfa hvað best þegar hann
kom hingað í fyrra.
Lögregla segir afar mismunandi
hve margir menn fylgi drottningu
eftir, flestir hafi þeir líklega verið
þegar hún gekk innan um mann-
fjölda við Fríkirkjuveg eftir heim-
sókn í Listasafnið í fyrradag.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990
í Vinaskógi:
I íramtíðiiini verða þetta stærstu trén
sagði Bretadrottning eftir gróðursetninguna
Morgunblaðið/Þorkell
Forseti Islands og Bretadrottning gróðursettu hvor sína birkiplöntuna í Vinaskógi við Þingvelli í gær.
Þeim til aðstoðar eru Kristinn Skæringsson skógarvörður og Hulda Valtýsdóttir formaður Skógræktar-
félags Islands.
„ÞETTA verða stærstu trén í
skóginum,“ sagði Elísabet
Bretadrottning glaðlega eftir
að hún gróðursetti birkiplöntur
með forseta Islands í Vinaskógi
í gær. Skógarreiturinn í landi
Kárastaða í Þingvallasveit var
síðasti viðkomustaður bresku
gestanna á ferð þeirra um ná-
grenni Reykjavíkur.
Bílalest gestanna kom að Vina-
skógi sem svo hefur verið nefndur
um tíu mínútum yfir þtjú. Þar er
tæplega 30 hektara land sem áætl-
að er að planta í um 10 þúsund
tijáplöntum í sumar, en sendiráð
erlendra ríkja á íslandi hafa nýlega
gefið á aðra milljón króna til verks-
ins;
í Vinaskógi tóku á móti gestun-
um þau Hulda Valtýsdóttir, formað-
ur Skógræktarfélags íslands, Sig-
urður Blöndal, fyrrverandi skóg-
ræktarstjóri, Brynjólfur Jónsson,
framkvæmdastjóri Skógræktarfé-
lags íslands, og Kristinn Skærings-
son, skógarvörður Skógræktar
ríkisins á Suðvesturlandi.
Vigdís Finnbogadóttir byijaði á
því að sýna Bretadrottningu um 400
birkiplöntur sem sendiherrar er-
lendra ríkja gi'óðursettu nýlega á
þessum stað. Þær skoðuðu aðeins
villtan gróður í skógarreitnum og
gróðursettu síðan hvor sína birki-
plöntuna með aðstoð ofangreindra
aðila. Plönturnar eru báðar 116
sentimetra háar.
Bretadrottning sýndi gróðursetn-
ingunni mikinn áhuga og virtist
leggja sig fram um að vanda vel
til verksins. Hún er fyrsti erlendi
þjóðhöfðinginn sem gróðursetur tré
á þessum stað. Að verkinu loknu
var henni sýnflega skemmt, en þá
hió hún við og varð að orði að þess-
ar plöntur yrðu í framtíðinni
stærstu trén í skóginum.
Ljósmynd/Árni Bjarnason
Bretadrottning bauð til kvöldverðar og móttöku í snekkju sinni,
Brittaniu í gærkvöldi. Myndin af drottningu, forseta og hertoga var
tekin við það tækifæri.
Hátt í 300 gestir
um borð í Britanníu
BRETADROTTNING og eiginmaður hennar héldu kvöldverðarboð
til heiðurs forseta íslands um borð í snekkjunni Britanníu í gær-
kvöldi. Eftir kvöldverðinn hélt drottningin og hertoginn móttöku
fyrir um 225 gesti um borð í skipinu.
Kvöldverðurinn hófst klukkan
20, í hátíðarsal snekkjunnar. Elísa-
bet II. og Filippus prins sátu við
háborð ásamt forseta íslands, ráð-
herrum úr ríkisstjórn íslands, for-
seta Sameinaðs Alþingis, breska
sendiherranum, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Breta, einkaritara drottn-
ingar og hertogaynjunni af Airlie.
í hópi annarra gesta voru biskupinn
yfir íslandi, háskólarektor, forseti
hæstaréttar, formenn stjórnmála-
flokka á Alþingi og breskir og
íslenskir embættismenn. Gestir í
veislunni voru 56 talsins.
Elísabet II. drottning bar smá-
kórónu á höfði setta safírum og
demöntum. Hún var klædd í kjól
úr hvítu siffonni, með gylltum út-
saumi og bar demantshálsmen og
-eyrnalokka. Kjólinn hannaði Ian
Thomas.
í forrétt gæddu gestir sér á sand-
hverfuflökum „Bréval". Aðalréttur
var úrbeinuð kjúklingabringa með
mangó, gufusoðnum spergli, París-
arkartöflum og salati. Þá var borin
fram eftirréttur, hindbeija ísfrauð.
Undir borðum lék liljómsveit skips-
ins tónlist eftir ýmsa höfunda, frá
ólíkum tímabilum, meðal annars
eftir Mozart, Sullivan og Lloyd
Webber.
Að kvöldverðinum loknum, laust
eftir klukkan 22, hófst móttaka
fyrir um 225 gesti um borð í snekkj-
unni. Meðal gesta voru ýmsir
embættismenn ríkis og Reykjavík-
urborgar, framámenn í viðskiptalífi
og fjölmiðlun, ræðismenn, sendi-
herrar og makar þeirra.
Veislunni lauk um klukkan 23,
með því að lúðrasveit skipsins sté
á bryggju og lék heiðurssyrpu fyrir
veislugesti. Þessi athöfn nefnist á
ensku „Beating retreat“, sem út-
leggst bókstaflega „hop við trumbu-
slátt“. Þessi siður byggir á alda-
gamalli hefð sem fólst í því að trum-
buslagarar söfnuðu hermönnum til
búða sinna þegar húmaði að kvöldi.
Lagasyrpunni lauk með því að fán-
ar á skipinu voru dregnir niður og
þjóðsöngvar ríkjanna beggja voru
leiknir. Töluverður mannfjöldi var
á bryggjunni og fylgdist með at-
höfninni, sem lauk um klukkan
23.30.
Gestir í móttöku
um borð í Britaimíu
BRETADROTTNING og eiginmaður
hennar veittu inóttöku gestum um borð
í snekkjunni Britanníu í gærkvöldi, að
loknum kvöldverði. Listi yfír gestina fer
hér á eftir:
Ungfrú Ástríður Magnúsdóttir, Guð-
mundur Bjarnason heilbrigðisráðherra, Óli
Þ. Guðbjartsson dóms- og kirkjumálaráð-
herra og frú, Hannes Hafstein sendihena
og frú, Hörður H. Bjarnason siðameistari
utanríkisráðuneytisins og frú, Matthías Á.
Mathiesen alþingismaður og frú, Jóhann
Einvarðsson alþingismaður og frú, Böðvar
Bragason lögreglustjóri og frú, Árni Sigur-
jónsson aðstoðarlögreglustjóri og frú, Guðni
Bragason sendiráðsritari og frú, Sigríður
Gunnarsdóttir aðstoðarmaður siðameistara,
Aðalsteinn Maack fulltrúi húsameistara
ríkisins og frú, Davíð Á. Gunnarsson for-
stjóri ríkisspítalanna og frú, Gunnar Berg-
steinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar og
frú, Ólafur Jónsson og frú, Hannes Valdi-
marsson hafnarstjóri og frú, Pétur Guð-
mundsson flugvallarstjóri og frú, Þorgeir
Þorsteinsson lögreglustjóri og frú, Jóhann
Jóhannsson forstöðumaður útlendingaeftir-
litsins og frú, Jóhann H. Jónsson fram-
kvæmdastjóri og frú, Jón Helgason forseti
efri deildar og frú, Árni Gunnarsson forseti
neðri deildar og frú, Ólafur O. Johnson fram-
kvæmdastjóri og frú, Garðar Cortes óperu-
söngvari og frú, Sigfús Sigfússon fram-
kvæmdastjóri Heklu og frú, Orri Vigfússon
framkvæmdastjóri Sporti og frú, Magnús
L. Sveinsson forseti borgarstjórnar og frú,
Sigurður Þorgrímsson hafnsögumaður og
frú, Katrín Fjeldsted sendiráðslæknir og eig-
inmaður, Thomas F. Hall aðmíráll, yfirmað-
ur herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og
frú, R. Perkins aðstoðaryfírmaður herstöðv-
arinnar og frú, Lars-Ake Engblom forstöðu-
maður Norræna hússins og frú, Bera Nor-
dal forstöðumaður Listasafns íslands og eig-
inmaður, Jónas Kristjánsson forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar og frú, Ás-
björn Björnsson forstöðumaður kirkjugarðs-
ins í Fossvogi og frú, Pétur Einarsson flug-
málastjóri og frú, Haukur Hauksson vara-
flugmálastjóri og frú, Ólafur Tómasson póst-
og símamálastjóri og frú, Friðrik Ólafsson
skrifstofustjóri Alþingis og frú, séra Karl
Sigurbjörnsson og frú, séra Amgrímur Jóns-
son og frú, séra Alfred J. Jolson biskup
kaþólska safnaðarins, Haraldur Haraldsson
formaður Félags íslenskra stórkaupmanna
og frú, Björgvin Vilmundarsson bankastjóri
Landsbanka og frú, Valur Valsson banka-
stjóri Landsbanka og frú, Ólafur B. Thors
formaður stjórnar Seðlabankans og frú, Jón
H. Bergs aðalræðismaður Kanada og frú,
Þór Magnússon þjóðminjavöi*ður og frú, Sig-
urður Bjamason sendiherra og frú, H.H.
Haferkamp sendiherra Þýska sambandslýð-
veldisins og frú, Sveinn Björnsson, við-
skiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, og
frú, Halldór Jónatansson forstjóri Lands-
virkjunar og frú, Leifur Breiðfjörð glerlista-
maður og frú, Kristján Ragnarsson formað-
ur LÍÚ og frú, Sveinn Einarsson dagskrár-
stjóri og frú, Vigdís Bjamadóttir deildar-
stjóri forsetaskrifstofu og eiginmaður, Vil-
borg G. Kristjánsdóttir fulltrúi á forseta-
skrifstofu og eiginmaður, Markús Örn Ant-
onsson útvarpsstjóri og frú, Indriði G. Þor-
steinsson ritstjóri Tímans og frú, Óli Kr.
Sigurðsson forstjóri Olíuverslunar íslands
og frú, Indriði Pálsson forstjóri Skeljungs
og frú, Guðjón B. Ólafsson forstjóri SIS og
frú, Sigurður Helgason stjórnarformaður
Flugleiða og frú, Sigurður Helgason for-
stjóri Flugleiða og frú, séra Heimir Steins-
son og frú, séra Bragi Friðriksson og frú,
Lúðvík Geirsson formaður Blaðamannafé-
lags íslands og frú, Aðalsteinn Jónsson vara-
ræðismaður Bretlands og frú, Guðrún Agn-
arsdóttir alþingismaður og eiginmaður,
Ragnar Borg ræðismaður og frú, Tony
Welch fyrrverandi radartæknir og frú, Gísli
Alfreðsson Þjóðleikhússtjóri og frú, Halldór
Snorrason framkvæmdastjóri Light Nights
og frú, Árni Bergmann ritstjóri Þjóðviljans
og frú, Björn Bjarnason aðstoðarritstjóri
Morgunblaðsins og frú, Gunnar Dyrset
sendiráðstannlæknir og frú, Frank Ponzi
listfræðingur og frú, Vilhjálmur Egilsson
framkvæmdastjóri Verslunarráðs Islands og
fní, Stella Hálfdánardóttir íslenskukennari,
Einar Halldórsson forstjóri Kringlunnar og
frú, Haraldur J. Hamar ritstjóri Iceland
Review og frú, Þorvaldur Gylfason, stjórn
íslensku ópemnnar, og frú, Gunnar Kristins-
son forstjóri Hitaveitu Reykjavíkur og frú,
Jón T. Olgeirsson ræðismaður í Grimshy og
frú, Niels P. Sigurðsson sendiherra og frú,
R.H.G. Mitchell sendiherra Kanada og frú,
Hallmar Sigurðsson leikhússtjóri LR og-frú,
Sigþrúður Friðriksdóttir ráðskona sendiráði
og eiginmaður, Páll Magnússon fréttastjóri
Stöðvar tvö og frú, Albert Jónsson starfs-
maður Öryggismálanefndar og frú, Bogi
Ágústsson fréttastóri RÚV og frú, Kári
Jónasson fréttastjóri RÚV og frú, Guðmund-
ur Matthíasson framkvæmdastjóri flugum-
ferðarþjónustu og frú, Skúli Þorvaldsson
hótelstjóri Hótels Holts og frú, Pálmi Jóns-
son forstjóri Hagkaupa og frú, Jóhannes
Ingólfsson framkvæmdastjóri Reykjavíkur-
hafnar og frú, Jón Þorvaldsson yfíiwerk-
fræðingur Reykjavíkurhafnar og frú, Jónas
Hvannberg aðstoðarhótelstjóri Hótels Sögu,
Björn Friðfínnsson skrifstofustjóri viðskipta-
ráðuneytis og frú, Páll Flygenring skrif-
stofustjóri iðnaðarráðuneytis og frú, Sverrir
'Sigfússon framkvæmdastjóri Heklu og frú,
Einar Sigurðsson yfirbókavörður Háskóla-
bókasafns og frú, Stefán Friðfínnsson að-
stoðarmaður utanríkisráðherra og frú, Ólaf-
ur Egilsson sendiherra og frú, Páll Tryggva-
son, utanríkisráðuneyti, og frú, George Jo-
hnson fylkisstjóri Manitoba og frú.
Frá Breska sendiráðinu: Alper Mehmet
sendiráðsritari og frú, Caroline Gibson
sendiráðsritari, Barry Ross skjalavörður,
Carole Mitchell aðstoðarmaður, Örn Valdi-
mai*sson viðskiptafulltrúi og frú, Phil Lead-
better fulltrúi Konunglega breska flughers-
ins og frú.
Úr áhöfn HMS Penelope: Nigel Bray,
Andrew Davies, David McKenzie, Iain Ca-
meron og Stephen Chaston.
_____________________2Í
Arsfiindur Osló-
arsamningsins:
Samkomulag
um bann við
brennslu úr-
gangseftia
á hafi úti
Á ÁRSFUNDI Oslóarsamnings-
ins um varnir gegn mengun sjáv-
ar, sem lauk í Reykjavík á laug-
ardaginn, var ákveðið að
brennslu úrgangsefna á liafi úti
verði hætt fyrir árslok 1991. Þá
var einnig ákveðið að hætt verði
að varpa iðnaðarúrgangi í hafið
eigi síðar en 31. desember 1992,
og sainkomulag náðist uin að öll
aðildarríki samningsins hætti að
losa úrgang frá skolphreinsi-
stöðvuin í hafíð fyrir árslok 1998.
Magnús Jóhannesson siglinga-
málastjóri sagði í samtali við Morg-
unblaðið áð hann teldi mjög mikil-
vægt að bann við brennslu úrgangs-
efna á hafinu hefði náðst á árs-
fundi Oslóarsamningsins. „Meng-
unarefni frá slíkri brennslu hafa
borist víða, bæði með andrúmsloft-
inu og sjávarstraumi, og þar haf^
komið fram efni sem eru þrávirk í
umhverfinu. í fyrra fannst til dæm-
is díoxín í íslensku þorskalýsi, og
þótti margt benda til þess að efnið
hefði komið úr slíkri brennslu frek-
ar en úr frárennsli frá pappírsiðn-
aði.“
Á ársfundinum greindi Júlíus
Sólnes umhverfisráðherra frá því
að hér á landi væri stefnt að því
að hætta að sökkva skipum í sjó,
en að sögn Magnúsar fellur það
undir Oslóarsamninginn. „Sökkvuri
þessara skipa hefur verið gerð í
fullu samráði við ákvæði samnings-
ins þó þetta sé ekki flokkað sem
hættulegur úrgangur. Þetta hefur
fallið undir ákvæði í samningnum
er fjallar um rúmfrekan úrgang,
sem gæti' haft áhrif á lögmæta
notkun hafsins, eins og til dæmis
að skipum sé ekki sökkt þar sem
menn stunda fiskveiðar eða aðra
nýtingu hafsins. Ekki hefur verið
um mjög mikið af þessu að ræða
hjá okkur, en á undanförnum tíu
árum hefur að meðaltali verið sökkt
3-4 skipum á ári.“
Að sögn Magnúsar fyrirsjáanlegt
að gildi Oslóarsamningsins muni
minnka mjög á næstu árum, þar
sem þær aðgerðir sem hann var t
upphafi settur til að hafa stjórn á
eru nánast að leggjast af. Næstu
ársfundir Parísar- og Oslóarsamn-
inganna verða haldnir í Berlín að
ári liðnu, og ráðherrafundir verða
síðan haldnir í Frakklandi 1992.
Grindavík:
Góð veiði
á eldislaxi
Grindavík.
GÓÐ laxveiði liefur verið það sem
af er sumri í lóninu við Laxeldi
Grindavíkur. Þar er laxi sleppt
reglulega og þeir stærstu hafa
verið um 14 pund.
Að sögn Árna Vals Þórólfssonar
hjá Laxeldi Grindavíkur hafa komið
412 laxar á land frá miðjurn maí.
Hann sagði þeir sem hafi komið séu
ánægðir með veiðina og fiskurinn
er stærri heldur en síðasta sumar.
„Menn fá_ meira á flugu en áð*
ur,“ sagði Árni, „nú nýlega fékk
einn veiðimaður 9 laxa á flugu.“
Árni sagði einnig að í júlí væri í
bígerð að bjóða upp á hópafslátt
fyrir stærri hópa eða fyrirtæki sem
taka sig saman.
„Það er nægur fiskur í vatninu
hjá okkur og þeir sem koma verða
yfirleitt varir,“ sagði Árni að lokum.
FÓ