Morgunblaðið - 27.06.1990, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990
Minning:
Sigfús Magnússon
fískmatsmaður
Fæddur 13. júlí 1905
Dáinn 19. júní 1990
í dag, miðvikudaginn 27. júní kl.
13.30, verður jarðsunginn frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði Sigfús
Magnússon, fiskmatsmaður.
Sigfús Sigmar Magnússon, eins
og hann hét fullu nafni, var borinn
ogbarnfæddur Hafnfirðingur og
var' þai' búsettur lengst af ævi
sinnar.
Foreldrar hans voru Magnús Jó-
hannesson, verkstjóri og bæjarfull-
trúi þar í bæ, og eiginkona hans,
Jóhanna Bergsteinsdóttir. Magnús
var frammámaður í Firðinum í sinni
tíð. Brautryðjandi og forystumaður
í verkalýðshreyfingunni og bæjar-
málum, en formaður verkamanna-
félagsins Hlífar var hann á árunum
1913 til 1915 og bæjarfulltrúi 1914
til 1916.
Sigfús kvæntist Ástu Ásbjörns-
dóttur frá Hellissandi árið 1931.
Þau eignuðust sex börn: Sverrir,
bankaútibússtjóri, kvæntur Sól-
veigu Þórðardóttur, Baldur, húsa-
smiður, kvæntur Elsu Hönnu
Ágústsdóttur, Jóhanna, gift Birni
Helga Björnssyni, Magnús, húsa-
smiður, kvæntur Auðdísi Karlsdótt-
ur, Ásbjörn, læknir, kvæntur Jó-
hönnu Björnsdóttur, Hólmfríður,
gift Birni Þór Egilssyni. Þá ólu þau
upp Hólmfríði Jónasdóttur, systur-
dóttur Ástu, eiginkonu Sigfúsar,
sem gift er Sigurði Guðjónssyni.
Sá sem þessar línur ritar átti því
láni að fagna að vinna sem Sigfúsi
um árabil. Fyrst var það í sumar-
vinnu á námsárunum, árlega frá
1938 til 1948 við fiskveiðar á togur-
um, þegar afla var svo til eingöngu
landað á erlendum mörkuðum, að
minnsta kosti á sumrum. Þá hófust
kynni sem ég nú minnist með mik-
illi ánægju og þakklæti.
Um árabil stundaði Sigfús sjó-
mennsku, aðallega á þeim skipum
sem hér skulu nefnd: Um skeið var
hann á hafnfirska Bæjarútgerðar-
togaranum Maí undir skipstjórn
Benedikts Ögmundssonar. Þegar
Bæjarútgerðin keypti síðar annan
togara, Júní, fluttist hann þangað
með Þorsteini Eyjólfssyni, sem þar
tók við skipstjórn eftir stýrimanns-
störf á Maí. Þaðan fór hann á togar-
ann Óla Garða, sem keyptur var til
Hafnarfjarðar, með Baldvini Hall-
dórssyni, sem þá hafði um skeið
verið skipstjóri á Júní, og svo með
honum á nýsköpunartogarann
Bjarna riddara þegar hann kom nýr
til landsins árið 1947, en Sigfús var
þá orðinn bátsmaður.
Mér er minnisstætt að hlusta á
tal föður míns og Ásgeirs frænda,
forstjóra togarafyrirtækisins,
skömmu áður en ég lagði upp í
fyrstu togaraferðina ungur að
árum, aðeins 13 ára. Ræddu þeir
um, að rétt væri og nauðsynlegt
að einhver hefði sérstakt auga með
drengnum unga. Ákveðið var að
tala um það við Fúsa Magg, en
undir því nafni gekk Sigfús gjarnan
í Firðinum meðal vina og kunn-
ingja. Segir þetta sína sögu um það
álit og traust sem hann þá þegar
hafði áunnið sér, en hann var þá
ekki orðinn yfírmaður á togara.
Það var samdóma álit allra sem
til þekktu, að Sigfús væri afburða
togarasjómaður, hörkulegur, kunni
til allra verka út í ystu æsar á dekki
á togara, útsjónarsamur, handlag-
inn og handfljótur. Sem stjórnandi
á dekkinu var hann öruggur og
traustur. Hann naut virðingar
þeirra sem með honum unnu, ekki
síst hásetanna sem voru undir hans
stjórn eftir að hann varð bátsmað-
ur. Jafnframt var hann einkar vin-
sæll meðal þeirra, þótt beita þyrfti
stjórnsemi á stundum, éins og gefur
að skilja, enda gat hann verið hrók-
ur alls fagnaðar, hafandi góða frá-
sagnar- og kímnigáfu og á taktein-
um ýmis konar kveðskap sem hann
gat kastað fram án nokkurrar fyrir-
hafnar.
Óbilandi dómgreind hans, æðru-
leysi og rósemi, jafnvel við erfiðar
og andsnúnar kringumstæður, og
tillitssemi gagnvart undirmönnum
var þannig, að ekki gleymist.
Eftir að ég hætti að stunda sjó-
inn lágu leiðir okkar Sigfúsar ekki
mikið saman um nokkurra ára
skeið. En það átti eftir að breytast.
Hann mun hafa farið í land um
1955 og fór fljótlega upp úr því að
vinna við fiskmat í Hafnarfirði, en
árið 1956 var hann kallaður til að
sinna stærri verkefnum á vegum
Fiskmats ríkisins. Var hann gerður
að yfirfiskmatsmanni 1966 og 1968
varð hann yfirmaður þeirrar deildar
sem hafði með höndum yfirstjórn á
mati saltfisks og skreiðar á vegum
ríkisins. Því starfi gegndi hann til
sjötugs. En Sölusamband ísl. fisk-
framleiðenda óskaði eftir að hann
héldi áfram eftirlits-, leiðbeininga-
og kennslustörfum vegna gæða-
mats á saltfiski á þess vegum svo
lengi sem hann treysti sér til og
gæti, og það mun hann hafa gert
til ársins 1987. Slíkan starfa hafði
hann m.a. á sinni könnu hjá Fisk-
mati ríkisins ásamt sams konar
starfi vegna gæðamats skreiðar.
Þá mun hann hafa sinnt kennslu-
störfum hjá Fiskvinnsluskólanum
og á námskeiðum Fiskmats ríkisins.
Á þeim starfsvettvangi sem hér
hefur verið nefndur hófust sam-
skipti okkar á nýjan leik. Eins og
verða vill í kaupsýslu og viðskiptum,
svo sem eins og við sölu afurða á
erlenda markaði, kemur fyrir, að
seljendur og kaupendur deila um
gæði, söluverð og þyngd. Við slíkar
aðstæður kemur fyrir að opinberir
aðilar eru kallaðir til að greiða fyr-
ir lausn mála. Einkum undir þess
háttar kringumstæðum lágu leiðir
okkar saman að nýju. Voru þau
samskipti öll hin ánægjulegustu,
þótt afskipti af deilumálum séu í
sjálfu sér óskemmtileg viðfangs-
efni.
Ekki aðeins varð ég var við mik-
ið traust sem menn hér heima á
íslandi báru til Sigfúsar á starfs-
sviði hans í landi, heldur varð ég
vitni að því erlendis, er við vorum
þar saman í embættiserindum, að
þar var hann þekktur og virtur
meðal kaupenda saltfisks og skreið-
ar vegna framlags hans í gæðamál-
um sjávarafurða. Hann hafði þann-
ig unnið sér traust útlendinga vegna
starfa sinna á þeim vettvangi, svo
mikilvægt sem slíkt er fyrir farsæla
markaðssetningu afurðanna.
Segja má, að á orð Sigfúsar
væri litið sem Iög, þegar um gæða-
mál saltfisks og skreiðar var að
ræða, sem m.a. lýsir sér í því, að
þeir, sem með honum unnu eða
undir hans stjórn voru settir í þess-
um málum, höfðu gjarnan á orði
sín á milli í góðlátlegu gamni og
sjálfsagt einnig í nokkurri alvöru
að Fúsi Magg væri „Guðfaðirinn"
á vettvangi umræddra sjávaraf-
urða. Segir það auðvitað sitt um
það traust sem til hans var borið
vegna þekkingar og góðrar dóm-
greindar á umræddu sviði.
Þegar Sigfús er kvaddur hinstu
kveðju koma í hugann ýmsar ljúfar
endurminningar af samskiptum og
samveru okkar á lífsleiðinni. Þær
eru margar og margvíslegar, af
sjónum og í landi, frá ferðum til
Bretlands með togara á stríðsárun-
um, og til Þýskalands strax eftir
stríðið og síðar nokkrum sinnum til
Ítalíu í embættiserindum.
Með þessum orðum vil ég kveðja
vin minn Sigfús Magnússon með
virðingu og þökk fyrir samfylgdina.
Ég votta Ástu, börnunum og fjöl-
skyldunni allri, samúð mína.
Stefán Gunnlaugsson
Mig langar með örfáum orðum
að minnast elsku afa míns, Sigfúsar
Magnússonar, er varð bráðkvaddur
á heimili sínu 19. júní sl. Þrátt fyr-
ir háan aldur var afi mjög ern, og
bar aldur sinn vel. Hann var mjög
glaðlyndur og hlýr persónuleiki.
Alltaf var mjög gaman að koma
í heimsókn til afa og ömmu í Boða-
hlein, og ekki var tilhlökkun lang-
afabarnanna minni, þar sem hann
gaf þeim alla sína athygli, og þau
fengu virkilega að njóta sín, og nú
verður erfitt fyrir þau að skilja af
hvetju Fúsi afi er ekki lengur til
staðar fyrir þau.
Nú er afa sárt saknað af sínum
nánustu, en nú hefur hann naustað
sinni knörr og hrindir ekki aftur
fram.
Elsku amma megi góður kraftur
gefa þér styrk í þinni miklu sorg.
Ásta Björk og fjölskylda
Hann afi, Sigfús S. Magnússon,
er dáinn. Þegar ég fékk þessar
fréttir í hádeginu þriðjudaginn 19.
júní varð ég undrandi. Þegar manni
sem aldrei hafði kennt sér meins
er kippt í burtu á einu augnabliki
fyllist maður söknuði og eftirsjá.
Eftirsjá eftir afa sem gaf sér tíma
til að sitja með mig tímunum saman
í fanginu, afa sem aldrei hækkaði
róminn þótt eitthvað bæri útaf, afa
sem tók mig með sér að taka upp
kartöflur og sagði mér sögur á
meðan ég sat og horfði á hann
hnýta netin. Eftir því sem ég eltist
sá ég betur hvern gæðamann hann
hafði að geyma.
Fyrir stuttu var ég að hjálpa
honum við að helluleggja á meðan
hann vann í kartöflugarðinum. Og
þótt hann hafi ekki náð upp-
skerunni að þessu sinni þá hefur
hann á langri ævi uppskorið mikið
og látið margt gott af sér leiða.
Síðustu árin hefur hann ásamt
ömmu búið að Boðahlein 10 við
Hrafnistu í Hafnarfirði og átt þar
góð efri ár.
Ég kveð afa með söknuði og
þakka honum samfylgdina.
Hjörtur
Þegar mér var sagt frá því að
Fúsi afi minn væri dáinn trúði ég
því ekki. Hann var svo stór og sterk-
ur í mínum augum og ég hafði
ekki getað ímyndað mér að hann
gæti dáið. Núna verð ég þó að
sætta mig við dauða hans þó það
sé mjög sárt og erfitt. Núna þegar
hann er farinn finn ég hve mikla
þýðingu hann hafði fyrir mig. Ég
á ótal margar góðar minningar um
afa minn. Sárt þykir mér að litlu
systkinin mín fái ekki sama tæki-
færi og ég að kynnast indæla afa
okkar sem var alltaf svo lífsglaður.
Ég ætla því að reyna að gefa þeim
hluta af mínum minningum. Ég
þakka Guði fyrir svona góðan afa
og bið hann um að veita ömmu
minni styrk.
Jenný Rut
Mig langar með fáum orðum að
kveðja elsku afa minn, Sigfús Sig-
mar Magnússon, sem svo skyndi-
lega var kallaður frá okkur.
Ekki grunaði mig er ég og dóttir
mín heimsóttum afa og ömmu að-
eins tæpum þrem sólarhringum
áður en hann lést að þetta væri í
síðasta sinn sem ég sæi Mann. Full-
ur af lífsþrótti eltist hann við dóttur
mína úti sem inni og lék á als oddi,
því ávallt hafði hún Fúsa langafa
frá mörgu að segja.
Afi hafði sérstakt lag á börnum
og hændust þau öll að honum. Oft
er ég spurði börnin mín hvert við
ættum að fara var svar þeirra
beggja: „til Fúsa langafa og
langömmu.“
Eg hef orðið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að búa ætíð skammt frá afa
og ömmu og á heimili þeirra hefur
ávallt verið jafn gott að koma og
vel tekið á móti mér. Þaðan á ég
margar góðar minningar og sér-
staklega hin fjölmennu jólaboð á
jóladag þegar öll barnabörnin hitt-
ust og þá var glatt á hjalla. Hin
síðari ár. eru mér ógleymanlegar
þær stundir er við sátum yfir kaffi-
bolla og ræddum um allt milli him-
ins og jarðar. Því afi hafði frá svo
mörgu að segja og sagði svo
skemmtilega frá, enda var hann
mikill fróðleiksmaður og fylgdist
vel með samtímanum. _
Elsku amma mín. Ég, Ási, og
krakkarnir biðjum Guð að styrkja
þig í sorg þinni og söknuði.
Við söknum hans öll.
Sigrún
t Eiginmaður minn, HALLGRÍMUR SIGTRYGGSSON, Nökkvavogi 22, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt 26. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Sigurðardóttir.
)i t RAGNAR Ó. ÓLAFSSON, Austurbrún6, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Kristján E. Þórðarsson, Unnur Oddsdóttir.
t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, ^ Miðtúni 8, Reykjavík, lést í Landspítalanum 25. júní. Eðvald Hinriksson, Jóhannes Eðvaldsson, Atli Eðvaldsson, Steinunn Guðnadóttir, Anna Eðvaldsdóttir, Gísli Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Alda Sigurðardóttir og barnabörn.
t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HJÁLMAR GUNNAR STEFÁNSSON verslunarmaður, 4 Safamýri 57, Reykjavík, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 21. júní. Útförin fer fram ,frá Háteigskirkju föstudaginn 29. júní kl. 15.00. María Helga Hjálmarsdóttir, Ágúst Þorsteinssón, Ingibjörg Unnur Hjálmarsdóttir, Lars Holm, Edda Elín Hjálmarsdóttir, Sigmar Sigurðsson og barnabörn.
■ t y, Minningarathöfn um elskulegan son okkar og bróður, REYNI FREY ÖLAFSSON, Mánagötu 27, Grindavik, sem féll fyrir borð af m/b Hafliða GK 140 26. apríl sl., fer fram i Grindavíkurkirkju laugardaginn 30. júní kl. 15.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á björgunarsveitina Þor- björn, Grindavík. K Ólafur Guðbjartsson, Anna Kjartansdóttir, Heiðbjört Ólafsdóttir, Páll Ólafsson, Ómar Davið Ólafsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa-
langömmu,
SVEIIMBJARGAR ORMSDÓTTUR,
Garðavegi 6,
Keflavík.
Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki sjúkra-
hússins í Keflavík.
Vilborg Eiríksdóttir,
Július Eiríksson,
Fjóla Eiríksdóttir,
Svéinbjörn Eiríksson,
Eirikur Eiríksson,
Sigrún Eiríksdóttir,
Sigurður K. Eiríksson,
Hildur Eiríksdóttir,
Reynir Eiríksson,
barnabörn,
Þurfður Þórarinsdóttir,
Rannveig Guðmundsdóttir,
Þóra Hjelm,
Guðrún Lárusdóttir,
Andreas Færseth,
Sigurður Guðjónsson,
Kristín Hermannsdóttir,
barnabarnabörn
og barnabárnabarnabörn.