Morgunblaðið - 27.06.1990, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990 41
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLSÐIÐ
Þurfum að sjá
hvar við stöndum
- segirÞorbergurAðalsteinsson, lands-
liðsþjálfari. Jakob tekur við tyrirliðastöðunni
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleiktekur þátt í fyrsta
móti sínu undir stjórn Þorbergs
Aðalsteinssonar. Það erfjög-
urra þjóða mót sem hefst í
Hafnarfirði á morgun. Auk ís-
lendinga eru mætttil leiks
sterkustu lið Danmerkur, Nor-
egs og Kuvait.
etta er mjög mikilvægt mót
fyrir landsliðið. Við erum að
reyna að-byggja upp nýtt lið fyrir
B-keppnina og þurfum að sjá hvar
við stöndum. Þess vegna er gott
að leika við Dani og Norðmenn sem
eru með lið sem þeir ætla að nota
í B-keppninni,“ sagði Þorbergur
Aðalsteinsson, þjálfari íslenska
landsliðsins. „Liðið hefur ekki æft
nema í tæpar þijár vikur en mér
líst vel á mótið. Það er góð
stemmning í hópnum og mikill
hugur í liðinu,“ sagði Þorbergur.
Jakob Sigurðsson tekur við fyr-
irliðastöðunni. Sigurður Sveinsson,
sem var fyrirliði í leikjunum í Nor-
egi, gefur ekki kost á sér í liðið.
Magnús Sigurðsson, eini nýliðinn
í hópnum, tekur stöðu Sigurðar í
sókninni og leikur líklega stærsta
hluta mótsins.
Fimm markverðir eru í hópnum
og hafa þeir verið á sérstökum
æfingum hjá Einari Þorvarðarsyni,
aðstoðarþjálfara landsliðsins. „Þeir
hafa staðið sig vel og við erum að
reyna að byggja markverðina upp
fyrir B-keppnina. Þeir eru fimm
og því verður meiri samkeppni og
barátta á milli þeirra,“ sagði Þor-
bergur.
ísland mætir Kuvait í fyrsta
leiknum og sagðist Þorbergur
hovkri þekkja haus né sporð á lið-
inu. „Við þekkjum lið Noregs og
Danmerkur og eigum von á góðum
leikjum af þeirra hálfu,“ sagði
Þorbergur.
íslendingar mæta svo Norð-
mönnum á föstudaginn og síðasti
leikurinn verður á laugardaginn
gegn Dönum. Allir leikirnir fara
fram í nýja íþróttahúsinu í Kapla-
krika.
Lið íslands í mótinu er skipað eftirtöldum
leikmönnum:
Markverðir:
Hrafn Margeirsson, Víkingi........... 24
Guðmundur Hrafnkelsson, FH........... 93
Leifur Dagfinnsson, KR............... 10
Páll Guðnason, Val.................... 2
Bergsveinn Bergsveinsson, FH.......... 2
Aðrir leikmenn:
Birgir Sigurðsson, Víkingi........... 33
Jakob Sigurðsson, Val................177
Bjarki Sigurðsson, Víkingi........... 79
ValdimarGrímsson, Val................ 74
Gunnar Gunnarsson, Ystad.............. 8
Óskar Ármannsson, FH................. 33
Sigurður Bjarnason, Stjörnunni........ 6
Konráð Olavsson, KR.................. 14
Héðinn Gilsson, FH................. 70
Geir Sveinsson, Granollers...........167
Magnús Sigurðsson, HK................. 0
Gunnar Beinteinsson, FH.............. 19
Július Jónasson, Paris Asnieres......121
Ólafur Gylfason, ÍR................... 2
Morgunblaðið/Einar Falur
Jakob Sigurðsson tekur við fyrirliðastöðu íslenska landsiðsins.
IMorðmenn
og Danir
mætamed
sterk lið
Danir og Norðmenn mæta til
leiks á fjögurra þjóða mótið í
Hafnarfirði með mjög sterk lið.
Þeir eru að undirbúa sig fyrir B-
keppnina í Austurríki og allir bestu
leikmenn liðanna eru með.
í liði Dana má m.a. nefna Erik
Veje Rasmussen, Otto Mertz, Lars
Lundbye, Claus Bo Munkdal og
Michael Fenger en þessir leikmenn
eiga flestir um eða yfir hundrað
landsleiki að baki.
Erik Veje Rasmussen er líklega
þekktastur dönsku leikmannanna
og jafnfram elstur, 31 árs. Hann
hefur gert 701 mark í 176 lands-
leikjum.
Helstu tromp Noi'ðmanna eru
tveir leikmenn úr vestur-þýsku úr-
valsdeildinni. Roger Kjendalen, sem
leikur með Schutterwald og Rune
Erland, sem leikur með Gummers-
bach. Norðmönnum hefur gengffr
vel að undanförnu og sigruðu m.a.
í C-keppninni þar sem þeir lögðu
Þjóðveija að velli.
„Þetta eru sterk lið og skemmti-
leg. Mér líst sérstaklega vel é
norska liðið sem er ungt og efni-
legt. Norðmenn ákváðu að byggj;
upp nýtt lið fyrir tveimur árum o[
það er að skila sér nú,“ sagði Þor-
bergur Aðalsteinsson. „Það samj
má segja um Dani, þeir hafa yngt
upp í liðinu og sett stefnuna á lit—.
keppnina í Austurríki," sagði Þor-
bergur.
íslendingar í erfiðum riðli
Mæta Júgóslavíu, Spáni og Suður-Kóreu á Friðarleikunum
Islendingar eru í erfiðum riðli á
Friðarleikunum sem fara fram
í Seattle í Bandaríkjunum í lok
júlí. íslendingar mæta Spánveij-
um, Júgóslövum og Suður:Kóreu-
mönnum í riðlakeppninni. í hinum
riðlinum leika Sovétríkin, Tékkó-
slóvakía, Bandaríkin og Japan.
íslendingar voru í riðli með
Spánveijum og Júgóslövum í
heimsmeistarakeppninni í Tékkó-
slóvakíu og töpuðu fyrir báðum
þjóðunum, og töpuðu reyndar
einnig fyrir Sovétmönnum.
Þorbergur Aðalsteinsson, þjálf-
ari íslenska landsliðsins, hyggst
nota sama lið og í mótinu í Hafn-
arfirði og gefa yngri leikmönnum
liðsins tækifæri til að afla sér
mikilvægrar reynslu.
HANDKNATTLEIKUR / KVENNALANDSLIÐ
Morgunblaðið/Sverrir
íslenska kvennalandsliðið í handknattleik fer í dag til Portúgals þar sem liðið mun taka þátt í alþjóðlegu móti
Þaðan liggur leiðin til Spánar á annað slíkt mót.
TENNIS
Wimbledon:
John
McEnroe
úr leik
- tapaðióvæntí
tyrstu umferð á
Wimbledon
JOHN McEnroe, þrefaldur
Wimbledonmeistari ítennis,
tapaði óvænt í fyrstu umferð á
Wimbledonmótinu ígærkvöldi
fyrir landa sínum Derrick
Rostagno. Það voru reyndar
ekki einu óvæntu úrslitin í gær
því Andres Gomez, nýkrýndur
sigurvegari Opna franska
meistaramótsins, tapaði fyrir
Bandaríkjamanninum Jim
Grabb.
McEnroe, sem er í fjórða sæti
heimsafrekalistans, átti ekk-
ert svar við kröftugum leik
Rostagno og tapaði 7:5, 6:4 og 6:4.
Rostagno sem er 24 ára var á
síðasta ári nálægt því að sigra Bor-
is Becker á Opna bandaríska mót-
inu, en hefur ekki unnið stórafrek
á tennisvellinum hingað til.
Andres Gomez, sigurvegara
Opna franska meistaramótsins fyrr
í mánuðinum, var kippt harkalega
niður á jörðina er hann tapaði gegn
lítt þekktum Bandaríkjamanni Jim
Grabbs, 6:4, 6:2 og 6:2, í fyrstu
umferð. Gomez er í fimmta sæti
heimsafrekalistans og sá sjötti er
líka úr leik. Það er Tim Mayotte
sem tapaði fyrir Gary Muller frá
Suður-Afríku, 4:6,7:6,7:5 og6:3.
í einliðaleik kvenna tapaði Manu-
ela Maleeva frá Sviss fyrir bresku
stúlkunni Söru Gomer, 6:3 og 6:2,
en ekkert var um önnur óvænt úr-
slit þar.
Kvenna-
landsliðið
til Portú-
galsog
Spánar
- tekurþáttí
tveimuralþjóðleg-
um mótum
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í
handknattleik fer í dag í keppn-
isferð til Portúgal og Spánar
þar sem liðið tekur þátt í tveim-
ur alþjóðlegum mótum.
MT
IPortúgal verður leikið við An-
góla, Ítalíu, Túnis, Uruguay og
Alsír auk Portúgal. Alsír var reynd-
ar boðin þátttaka í mótinu á síðustu
stundu og í gær fékk íslenska hand-
knattleikssambandið skeyti þess
efnis að ísland ætti að leika við
Alsír i kvöld klukkan 10.30 að port-
úgölskum tíma, tveimur tímum eft-
ir kQmuna til landsins.
Á Spáni verður leikið gegn öllu
sterkari liðum. Andstæðingar
íslenska liðsins þar verða gestgjaf-
arnir, Rúmenía og Hvíta Rússland.
Áður en mótið hefst verða tveir
vináttulandsleikir við Spán.
Eftirtaldir leikmenn skipa
íslenska liðið, en Guðný Gunnsteins-
dóttir er fyrirliði.
Markverðir:
Kolbrún Jóhannsdóttir........Fram
Hjördís Guðmundsdóttir....Víkingi
Hugrún Þorsteinsdóttir.......Fram
Aðrir leikmenn:
Guðný Gunnsteinsdóttir-.Stjörnunni
Herdís Sigurbergsdóttir..Stjörnunni
Helga Sigmundsdóttir ....Stjörnunni
Inga Lára Þórisdóttir.....Víkingi
Ikvöld
SEX leikir verða í 4. deild
Islandsmótsins í knattspyrnu
í kvöld: ÍBR og Víkveiji leika
á gervigrasinu, Augnablik og
Ægir í Kópavogi, Sindri og
Huginn á Höfn, KSH og Hött-
ur á Staðarborgarvelli, Leikn-
ir og Valur Rf. á Fáskrúðs-
fírði og Neisti og Umf. Stjarn-
an á Djúpavogi. Allir leikirnir
heijat kl. 20.00.
Halla M. Helgadóttir........Víking
Heiða Erlingsdóttir........Víking^
Matthildur Hannesdóttir....Víking
Ósk Víðisdóttir..............Frair
Auður Hermannsdóttir.......Selfoss
Svava Sigurðardóttir............IF
Laufey Sigvaldadóttir......GrótíK' •
Elísabet Þorgeirsdóttir.....Gróttt
Brynhildur Þorgeirsdóttir....Grótti