Morgunblaðið - 27.06.1990, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1990
KNATTSPYRNA / HEIMSMEtSTARAKEPPNIN A ITALIU
Charfton vissi
ekki hverjir
tækju vrtin...
Vinsældir Jacks Charlton, lands-
liðsþjálfara íra, meðal blaða-
manna hvaðanæva úr heiminum
aukast nú daglega. Þeim fjölgar á
fundum með honum
FráBob eftir hvern leik liðs-
Hennessy ins; menn hafa gam-
á/ía//l/ an þv]- jjyg aj_
slappaður hann er
og svarar vel fyrir sig.
Eftir sigurleikinn gegn Rúmen-
um í fyrradag vakti það furðu þeg-
ar hann sagðist ekki hafa haft hug-
mynd um hverjir tækju vítaspyrn-
umar, þegar að þeim kom í leiks-
lok! Menn trúðu varla sínum eigin
eyrum, greinilega vanir því að þjálf-
arar landsliðanna skipuleggi slíkt
vandlega fyrir fram, en Jack var
hinn rólegasti og sagði: „Eg treysti
strákunum alveg fyrir þessu!“
Mikill fjöldi stuðningsmanna
fylgir írska liðinu til Ítalíu og fögn-
uðu þeir ákaft í fyrrakvöld. Engin
vandræði urðu þó; það var nú eitt-
hvað annað. Allt fór fram í friði og
spekt. Menn trúa varla því sem
hefur gerst, finnst þeir sem í
draumi. Enginn hafði búist við þess-
um árangri og ljóst er að írar fara
ánægðir heim á sunnudag, eftir
leikinn við Ítalíu á laugardag.
Nema...
írar hitta páfann í dag
ÆT
. rar komu til Rómar í gáír, en þar mæta þeir Itölum í átta liða úr-
I slitum á laugardag. Jack Charlton hafði ákveðið að vera með æf-
ingu fyrir hádegi í dag, en hún feliur niður. í staðinn fer landsliðs-
hópurinn á fund Jóhannesar Páls páfa og er gert ráð fyrir um tveggja
stunda dagskrá í Páfagarði.
Jack Charlton þjálfari íra, sem komið hafa gífurlega á óvart.
■ JACK Charlton sótti um stöðu
landsliðsþjálfara Englands 1982.
Hann þótti ekki merkilegur pappír
og ekki svaraverður.
■ „JACK, farðu heim,“ voru
skilaboðin frá stuðningsmönnum
írska landsliðsins, sem Jack
Charlton fékk, þegar hann kom í
fyrsta sinn til Dublin sem nýráðinn
landsliðsþjálfari Ira fyrir rúmlega
fjórum árum. Hánn var útlending-
ur, sem var slæmt og að auki var
hann Englendingur, sem var enn
verra í augum íra.
■ „HEILAGI JACK“ var nafnið,
>2%em flugvél írska flugfélagsins Air
Lingus var gefið, áður en hún sótti
írska landsliðshópinn til Vestur-
Þýskalands tveimur árum síðar
eftir frækilega frammistöðu liðsins
í Evrópukeppninni.
■ „STÓRI“ JACK er þessa dag-
ana vinsælasti „Irinn“ á Irlandi.
Fótbolti er málið, liðið er komið í
átta liða úrslit á HM og Englend-
ingurinn er í hávegum hafður.
■ JACKIE fer sínar eigin leiðir í
einu og öllu. Hann segir að FAI
[The Football Association of Ireland
— Knatttspyrnusamband írlands]
standi fyrir „Find an Irishman“
[finnið íra] og hefur staðið sig vel
í því efni með aðstoð kirkjubóka.
TONY Cascarino taldi sig alla
tíð Englending þrátt fyrir ítalskan
föður. Jackie komst að því að
amma pilts var af írsku bergi brot-
in. Þar með var Cascarino íri og
löglegur í írska landsliðið.
I RAY Houghton hafði lítið spáð
í ættfræðina fyrr en Jackie spurði
hann hvort faðir hans væri ekki
fæddur í Donegal á Irlandi. „Það
veit ég ekki, en ég skal hringja
heim og spyija,“ var svarið. Stað-
reyndin kom í ljós og ekki að sökum
að spyija.
IRAR hræddust ekki Ruud
Gullit á dögunum, en hann var
hættulegri fyrir tveimur árum. „Þú
hefur auga með þessum með hey-
sátuna,“ sagði þjálfarinn við Paul
McGrath fyrir leik þjóðanna.
■ ENGLENDINGAR sætta sig
ekki allir við velgengni íra og
.^spyrja hvað sé sameiginlegt með
lilnglendingu, Skotum og Wales-
búum. Jú, þeir spila allir fyrir
Jackie Charlton.
„ítalska liðið
ósigrandi“
„ÞAÐ þarf hjálp Guðs til að Beckenbauer hælir mjög ítalska
eiga möguleika á að sigra liðinu og sagði að allir leikmenn
ítalska landsliðið í keppninni. liðsins væru í „heimsklassa". Fyr-
Ef það nær að leika eins vel ir nokkrum dögum sagði hann að
og það hefurgerttil þessa ekkert lið gæti unnið Vestur-
erþaðósigrandi,“sagði Þjóðveija nema það sjálft. En
Franz Beckenbauer, þjálfari tákna þessi orð hans að Vestur-
Vestur-Þjóðverja, eftir að Þjóðverjar eigi ekki möguleika
hafa séð Itali vinna fjórða leik gegn ítölum ef þeir mæta þeim í
sinn íröðá HM, gegn Urugu- úrslitum? „Öll lið geta tapað,"
ay, 2:0. sagði landsliðsþjálfarinn. „En það
Beckenbauer sagði að ítalir þarf mikið til, hver leikmaður
hafa leikið fjóra leiki án þess verður að spila af 100 prósent
að hafa fengið á sig mark og það getu jafnframt því að að hafa
væri draumastaða. „Við höfum heppnina með sér.“
einnig leikið fjóra leiki, en fengið FÍestir spá því að ítalir og Vest-
á okkur mörk í þeim öllurn - það ur-Þjóðveijar leiki til úrslita í
er martröð.“ keppninni. franz Beckenbauer.
Reuter
Marco Van Basten kemur til Hollands á mánudag, með
Rebeccu dóttur sína í burðarrúmi.
Hollenska liðinu vel
fagnað - þrátt fyrirallt
Hollenska landsliðið í
knattspyrnu kom
heim á mánudag frá ít-
alíu. Fagnaðarlætin voru
ólík því
Kjartan L.
Pálsson
skrífar
frá Hollandi
sem var
fyrri
tveimur
árum,
þegar liðið kom heim með
Evrópumeistaratitilinn
frá Þýskalandi. Þá var
sungið og dansað um all-
ar götur. Nú var hvorki
sungið né dansað. Engu
að síður biðu fleiri hundr-
uð manns er liðið kom á
Schiphol-flugvöll. Var vel
tekið á móti leikmönnum
- dúndrandi lófatak og
húrrahróp, blóm og bros-
andi andlit biðu þeirra
þegar þeir komu. Áttu
leikmennirnir ekki von
þessu og voru hrærðir
yfir móttökunum.
í augum Hollendinga
er keppnin búin. „Ég hef
engan áhuga á henni
lengur," sagði einn góður
kunningi minn f gær.
„Mér er alveg sama hver
vinnur úr þessu. Ég horfi
ekki á leikina lengur. Nú
fylgist ég bara með
Wimbledon tenniskeppn-
inni. Það er miklu
skemmtilegra," sagði
hann.
Verslunareigendur og
aðrir hafa líka þurrkað
HM keppnina út eftir að
Holland var úr leik. Sjón-
varpið sýndi í gær frá
þvf er eigendur verslanna
og fleiri voru að taka
niður flögg, blöðrur,
myndir og fleira úr hill-
unum og gluggum.
„Veislan er búin,“ sagði
einn verslunareigandinn.
„Verst er að við liggum
með milljónir króna í
þessu og þetta er ónýtt
fyrir okkur.“
Allir ætluðu að græða
á HM keppninni. Fram-
leiddir voru hundruð
hluta sem minntu á holl-
enska liðið og HM keppn-
ina. Einhveijir sitja nú
eftir með sárt ennið og
mikið fjárhagslegt tap.
Völler
neitar -
Rijkaard
talar ei
TVEIR af leikmönnum hol-
lenska liðsins komu ekki heim
með þvítil Hollands. Fyrirlið-
inn, Ruud Gullit og besti vinur
hans, Frank Rijkaard, sem
gerður hefur verið að bióra-
bögli fyrir að hrækja á Þjóðverj-
ann Rudi Völler, urðu eftir á
Ítalíu.
Hollenska sjónvarpið margsýndi
myndir frá „uppþotinu" milli
Rijkaards og Völlers. Þar kemur
greinilega í ljós að Völler segir eitt-
hvað við Rijkaard
Kjartan L. sem æsir hann upp.
Pálsson Einnig sést greini-
skrifar jega ag Rijkaard
snýr upp á eyrað á
Völler, þar sem hann situr á jörð-
inni eftir samstuðið, sem ekkert
var, við Van Braukelen, markvörð
Hollands.
Völler neitar því í viðtölum að
hafa farið háðulegum orðum um
litarhátt hins, eða sagt eitthvað í
þeim dúr. „Ég held bara að hann
hafi verið svona yfirspenntur á
taugum. Ég var það raunar líka -
og við allir,“ segir hann. Rijkaard
vill ekkert um málið segja. Hann
hefur lokað sig inni í íbúð sinni í
Mílanó, og talar ekki við neinn nema
æskuvin sinn Ruud Gullit, segja
blöðin. Gullit vill heldur ekkert segja
um málið, eða þennan vin sinn. „Eg
veit að honum líður illa út af þessu.
Þetta er ekki sá Frank sem ég þekki
sem gerir svona lagað,“ sagði Gullit.
Undir þetta taka aðrir leikmenn.
Meðal þeirra er Völler sjálfur:
„Þetta er ekkert líkt honum. Við
höfum leikið á móti hvor öðrum
margoft. Hann er harður andstæð-
ingur, en ekki neinn ruddi eða
dóni,“ sagði Völler. Hann harðneit-
ar því að hafa beðið eftir Rijkaard
í ganginum í búningsklefanum eftir
að þeir voru báðir reknir útaf.
„Þetta er tilbúningur hjá frétta-
mönnum hér á Ítalíu. Ég hefði ver-
ið rekinn úr keppninni ef ég hefði
gert það, og það vissi ég þegar ég
hljóp útaf,“ sagði Völler við blaða-
menn í gær.