Morgunblaðið - 27.06.1990, Qupperneq 43
T T ' 1»
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
MIÐVIKUDAGUR 27. JUNI 1990
43
KNATTSPYRNA / HEIMSMEISTARAKEPPNIN AITALIU
Draumur varamannsins
David Platt kom inn á og gerði eina
markið á 119. mínútu!
VARAMAÐURINN David Platt
var hetja Englendinga í gær-
kvöldi. Hann gerði 100. mark
Heimsmeistarakeppninnar á
Ítalíu, sem jafnframt var fyrsta
mark hans fyrir England. Það
tryggði liðinu 1:0 sigur gegn
mótherjunum frá Belgíu á
síðustu stundu í framlengdum
leik og England mætir
Kamerún í átta liða úrslitum.
Leikurinn í Bologna var
skemmtilegur á að horfa.
Belgarnir voru aðgangsharðari, en
fimm manna vörn Englendinga var
þétt. Engu að síður komu mark-
stangirnar Englendingum tvisvar
til bjargar og þegar vítakeppni virt-
ist óumflýjanleg fékk Paul Gas-
coigne einhvern aukakraft. Hann
þaut upp völlinn, en Gerets náði að
stöðva samheija Guðna Bergssonar
hjá Tottenham rétt utan vítateigs.
Gascoigne tók aukaspyrnuna, iyfti
boltanum yfir þreytta varnarmenn
Belga og þar var Platt á réttum
stað — sneri sér á vinstra fæti, tók
boltann á lofti með hægri og
hamraði í netið.
Englendingar beittu skyndisókn-
um og sýndu sinn besta leik í keppn-
inni. John Barnes skoraði í lok fyrri
hálfleiks, en markið var dæmt af
vegna rangstöðu. „Markið var full-
komlega löglegt," sagði Bobby Rob-
son, þjálfari. „En sigurinn var sæt-
ur — þökk sé Gascoigne og Platt.
Eins var ánægjulegt að sjá liðs-
heildina svo sterka sem raun bar
vitni, þrátt fyrir að Terry Butcher
og Des Walker væru meiddir og
yrðu að ljúka leiknum sem slíkir.
Úrslitin voru vonbrigði fyrir Belga,
en þeir eru með sterkt lið.“
Þetta var 18. landsleikur þjóð-
anna — eini sigur Belga var árið
1936. „Óheppni er til,“ sagði Guy
Thys. „Við réðum gangi leiksins
lengst af og menn mínir voru frá-
bærir. Ég er hreykinn af liðinu, en
þetta var ekki okkar dagur. Ég hef
stjórnað liðinu í 108 leikjum og
þetta var sá besti.“
SIGURMARK A ELLEFTU STUNDU
GASCOIGNE
REUTER
Urslit: ENGLAND 1 - BELGIA 0
Átla liða úrslit
Laugardagur
Flórens:
Kl. 15:00 Argentína — Júgóslavía
Róm:
Kl. 19:00 Ítalía — írland
Sunnudagur
Mílanó:
KI. 15:00 Tékkósl. — V-Þýskaland
Napólí:
Kl. 19:00 Kamerún — England
■ Undanúrslit fara fram 3. og 4.
júlí kl. 18:00.
ÚRSUT
16-liða úrslit
Veróna
Júgóslavia — Spánn..................2:1
(Eftir framlengingu)
Dragan Stojkovic (77., 92.) - Julio Salinas
(82.).
Bologn a
Engíand — Belgía....................1:0
(Eftir framlengingu)
David Platt (119.).
Reuter
Varamenn Englendinga fagna markinu. David Platt, sem skoraði, krýpur á vellinum og Steve Bull kemur aðvífandi.
náfram
hefndum“
Júgóslvar mæta heimsmeisturum
Argentínu í átta liða úrslitum
HM. Þeir tryggðu sér áframhald-
andi keppni með 2:1 sigri gegn
Spánveijum í gær, en að venjuleg-
um leiktíma loknum var jafnt, 1:1.
„Spánveijar léku vel, en við vildum
ná fram hefndum,“ sagði Ivica
Osim, þjálfari Júgóslava, en Spáj£j-
veijar fóru með sigur af hólmi í
viðureign þjóðanna í HM á Spáni
1982.
Dragan Stojkovic var í sviðsljós-
inu og gerði bæði mörk Júgóslava.
Luis Suariz, þjálfari Spánveija,
hrósaði Stojkovic og sagði að hann
hefði sýnt góðan leik, „en hann
gerði ekki gæfumuninn. Óheppni
okkar réð úrslitum — við fengum
ótal færi, en nýttum þau ekki. Við
áttum skilið að sigra, mínir menn
stóðu sig vel, en svona er fótbolfc*í-
inn.“
Stojkovic lét ummæii þjálfarans
ekki á sig fá. „Ef hann ségir að
við höfum verið heppnir þá hann
um það. Við lékum vel og uppskár-
um samkvæmt því. Við höfum oft
leikið vel í vináttuleikjum og tapað,
en það var kominn tími til að sigra,
þegar mikið lá við.“
Osim sagði að hitinn hefði haft
mikil áhrif á leikmenn, „en við stóð-
umst álagið og Spánveijar voru frá
sínu besta. Heppnin var okkur hlið-
holl, en liðið lék vel og ég get ekki
beðið um meira.“
Spánveijar voru aðgangsharðari
til að byija með, en vörn Júgóslava
var yfirleitt vel á verði. Hún vqjgr
hins vegar ekki vel með á nótunum,
þegar Julio Salinas jafnaði. Þrír
Júgóslavar og tveir Spánveijar
fengu að sjá gula spjaldið, en Júgó-
slavarnir höfðu ekki fengið spjald
fyrr í keppninni og verða því ekki
í banni gegn heimsmeisturunum.
Stojkovic útnefndur!
Einvígi hans við Maradona á laugardag beðið með eftirvæntingu
Reuter
Dragan Stojkovic fagnar síðara
marki sínu ! gaer.
DRAGAN Stojkovic er
tvímælalaust hetja Júgóslava
eftir leikinn gegn Spánverjum
f gær. Stojkovic skoraði bæði
mörk Júgóslava í framleng-
ingunni og var maðurinn bak
við sigurinn á Spánverjum og
þarmeð besta árangur júgó-
slavnesks landsliðs f 28 ár.
Hann er litríkur leikmaður og
þykir hafa sjálfstraustið í lagi.
Það er kannski ekki svo
skrítið þarsem hann er talinn
líklegur arftaki Maradona
sem besti knattspyrnumaður
heims.
Stojkovic hélt aðalhlutverkinu
á blaðamannafundi eftir leik-
inn og svaraði spurningum á ör-
uggan og allt að því hrokafullan
hátt með sólgleraugun á nefinu
allan tímann. „Það er ykkar að
dæma hvort ég er eins góður og
Maradona og þið fáið bráðum
tækifæri til þess,“ sagði Stoj-
kovic, en Júgóslavar mæta Arg-
entínumönnum í átta liða úrslit-
um. Mörkin gegn Spánveijum
voru ekki af verri endanum. Hið
fyrra gerði Stojkovic af stuttu
færi eftir að hafa leikið varnar-
mann Spánveija illa og síðara
markið var þrumuskot úr auka-
spyrnu af 25 metra færi, en slíkar
aukaspyrnur eru sérgrein hans.
Stojkovic hefur leikið með
Rauðu stjörnunni frá Belgrað, en
flytur sig um set fyrir næsta vet-
ur þarsem franska liðið Marseille
keypti hann í vor. „Þessi mörk
gegn Spánveijum eru vafalítið
þau mikilvægustu sem . ég hef
gert á ferlinum,“ sagði kappinn
eftir leikinn. Hann gaf lítið út á
það að úrslitin hefðu verið ósann-
gjörn í Ijósi þess að Spánverjar
réðu ferðinni mestallan leikinn.
„Kannski er það bara svo að þeim
er umbunað sem láta ekki bugast
við mótlæti,“ var svar hans.
Stojkovic þykir skapmikill leik-
maður. Hann hefur þegar fengið
eitt gult spjald í keppninni og
þarf því að gæta sín í leiknum
gegn Argentínumönnum. Gegn
Spánverjum virtist hann eyða
miklum tíma í að skamma $am-
heija sína fyrir að styðja ekki
nógnj vel við bakið á sér. „Ég
held að allir hafi gert sitt besta,“
sagði hann þó með lítillátu brosi
eftir leikinn.
Einvígi Stojkovics og Maradona
á laugardag er beðið með mikilli
eftirvæntingu. Það er nokkuð vfst
að Maradona er ekki á þvi að láta'
titilinn sem besti leikmaður heims
af hendi baráttulaust. Eins má
telja jafn öruggt að Stojkovic
leggi sig allan fram til þess að
ná tvöföldum áfanga á laugardag,
slá heimsmeistarana útúr keppn-
inni og sýna heiminum að Mara-
dona hafí eignast verðugan arf-
taka.
J