Morgunblaðið - 27.06.1990, Page 44

Morgunblaðið - 27.06.1990, Page 44
Krafíst gjald- þrots Isfílm hf.: Skuldir á milli 60 og 7 0 milljóna LAGÐAR hafa verið fram tvær beiðnir um gjaldþrotaskipti kvik- myndafyrirtækisins ísfilm hf. hjá borgarfógetaembættinu í Reykja vik. Reikningar Isfilm fyrir síðastliðið ár liggja ekki fyrir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru skuldir félagsins að minnsta kosti 60-70 milljónir kr. en eignir eru taldar óverulegar. 'v- ifejaldþrotabeiðnirnar eru frá Tollstjóraembættinu í Reykjavík og Sigurði Guðjónssyni lögmanni. Þær verða teknar fyrir hjá embættinu í dag eða á morgun. Isfilm skuldar mest hjá Iðnlána- sjóði, Búnaðarbankanum og Fé- fangi. Stjórn félagsins hefur reynt hlutafjársöfnun til að rétta við hag þess. Helstu eigendur ísfilm hf. eru Samband íslenskra samvinnufé- laga, Tíminn, Haust hf., Aða hf. ,og Almenna bókafélagið. Ljósagang- ur í Esjunni LÖGREGLUNNI í Reykjavík var rétt fyrir miðnættið í gærkvöldi tilkynnt um hvítt blikkandi ljós í Esjunni, við Kistufell. Ljósið sást úr Grafarvogi og töldu menn að það gæti verið neyðarmerki. Lögreglumenn fóru á staðinn að áthuga málið. Þegar Morgunblaðið háfði seinast spurnii’ af voru þeir á leið upp í hlíðina að grennslast fyr- ir um orsök ljósagangsins. -^Txigreglumenn hitfu fjallgöngu- menn, sem voru a,ðj koma af Esj- unni, en þeir höfðu ekki orðið varir við neitt óvenjulegt; enda voru þeir alllangt frá staðnum, þár sem ijósið sást. Fagurgul hófsóley í Grasagarðinum Morgunblaðið/KGA Helmings verðlækkun á tómötum o g papriku ÚTSALA verður á tómötum og grænni papriku næstu daga. I dag lækkar verðið um helming, að sögn Níelsar Marteinssonar sölusljóra hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna. Níels sagði að vegna sólar og hagstæðra ræktunarskilyrða hefði mikið borist að af grænmeti. Afurð- irnar væru farnar að safnast upp og því hefði verið ákveðið að slá upp þessari tómata- og papriku- veislu og láta fólk njóta góðs af góðri uppskeru. Sölufélagið lækkar heildsöluverð á tómötum úr 150 í 75 krónur kílóið og á grænni papr- iku úr 399 í 200 krónur. Útsöluverð er mismunandi á milli verslana, en búast má við að það lækki sem svarar lækkun heildsöluverðs. Níels sagði að nýtt íslenskt kínakál væri að byija að koma á markaðinn. Þá væru góð kaup í rabarbara um þessar mundir. Alviðræður í Reykjavík FUNDUR viðræðunefinda iðnað- arráðherra og Atlantsáls hófst í Reykjavík í gær og stendur fram á fimmtudag. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri og formaður álviðræðunefnd- ar, sagði við Morgunblaðið að í við- ræðunum væri farið yfir öll helstu mál varðandi byggingu nýs álvers hér á landi. Ekkert lægi fyrir í þeim efnum eftir fyrsta viðræðudaginn. A fundinum er meðal annars rætt um staðarval fyrir álverið. Jóhannes sagði að nokkrir úr Atl- antsálshópnum myndu fara og skoða þá staði sem helst koma til greina. Sjómenn í Eyjafírði ráðgera aðgerðir; Helmingi lægra verð en á fiskmörkuðum syðra í^RfÓMENN á Eyjafjarðarsvæðimi eru óánægðir með kjör sín, þar sem þeir njóta ekki hins háa fiskverðs fískmarkaðanna á suðvesturhorni landsins. Fyrir vænan togaraþorsk sem gengur á um 100 krónur á fiskmörkuðum fæst helmingi lægra verð í Eyjafirði, eða um 50 krón- ur. Sjómenn hafa rætt um aðgerðir í sínum hópi, þar sem þeim þyk- ir ástandið óviðunandi, en enn hefur ekki verið fastákveðið hvort og þá hvenær gripið verður til aðgerða. Sveinn Kristinsson varaformaður Sjómannafélags Eyjafjarðar sagði að búast mætti við aðgerðum af hálfu sjómanna kæmi ekki til þess að það kerfi sem nú væri við lýði yrði brotið upp. „Það kraumar í mönnum, sjómenn eru óánægðir '.•fcð þessi kjör og þeir hafa verið að ræða þessi mál í litlum hópum. Mér sýnist á öllu að til aðgerða verið gripið, en spurningin er bara hvenær,“ sagði Sveinn. Sveinn nefndi að á meðan fisk- verð var frjálst á árinu 1987 hafi sjómenn á Dalvíkurtogurunum gert ^^mning við frystihúsið og hefði það leitt til þess að verðið sem þá fékkst fyrir fisk var að meðaltali svipað og gerðist á Fiskmarkaðnum í Hafnarfirði. Meðalverð á þorski hafi þá verið um 42 krónur fyrir kílóið, en það væri svipað verð og fengist á Dalvík nú, þremur árum síðar. „Þetta ástand er algjörlega óviðunandi,“ sagði Sveinn. Eftir yfirtöku Kaupfélags Eyfirð- inga á Útgerðarfélagi Dalvíkinga, sagði Sveinn að engar siglingar væru fyrirhugaðar, en áður hefði um 30% aflans verið selt utan í gámum. Laun sjómanna á ÚD-tog- urunum hefðú því lækkað umtals- vert og þyrftu menn að vinna 6-8 vikum meira á þessu ári til að hafa sömu laun og þeir fengu greidd á síðasta ári. Félagar í Sjómannafélagi Eyja- fjarðar eru frá Akureyri, Dalvík og Hrísey og sagði Sveinn að rætt hefði verið um aðgerðir af hálfu félagsmanna til að fá leiðréttingu sinna mála. Sagði Sveinn að sam- stöðu þyrfti að ná á meðal undir- manna um að segja upp störfum sínum. „Það virkar auðvitað ekki nema allir taki sig saman og segi upp jafnt. Það er bara harkan sex sem dugar núna,“ sagði Sveinn. ''Hann nefndi að skipverjar á Björgúlfi EA hefðu sett um 47 tonn af þorski í gáma og selt í Vest- mannaeyjum skömmu fyrir páska. Hásetahluturinn hefði við það auk- ist um 84-5 þúsund krónur, en ef sami afli hefði verið seldur á Dalvík hefði hluturinn orðið um 29 þúsund krónur. Það verð sem fæst fyrir góðan togaraþorsk hjá útgerðunum í Eyjafirði losar um 50 krónur á kílóið, að sögn Sveins, á meðan meðalverðið er á bilinu 90-100 krónur á kílóið á fiskmörkuðum syðra. Morgunblaðið/KGA • Heimsókn drottningar lýkur í dag ÞRIGGJA daga opinberri heiinsókn Bretadrottningar og hertogans af Edinborg lýkur í dag. Héðan fer drottningin til Kanada. Þetta var fyrsta heimsókn drottningarinnar til íslands, en hertog- inn af Edinborg hefur komið hér áður í opinbera heimsókn og oft í einkaerindum. Aður en flugvél drottningar lyftir sér frá Keflavík á hádegi leggur Elísabet II. blómsveig að leiðum breskra hermanna í Fossvogskirkjugarði og kemur í kirkjuna að Bessastöðum. Þar sem viðgerð stendur yfir á Bessastaðastofu verður ekki farið þangað. Bresku gestirnir fóru í skoðunarferð í Mosfellssveit og á Þingvöll í gærdag. Borgarstjórinn í Reykjavík tók á móti þeim í Höfða og drottningin bauð til kvöldverðar og móttöku í snekkju sinni, Britt- aníu. Myndin af forseta, forsætisráðherra, drottningu og hertoga var tekin í lok veislunnar þegar þau komu út á þilfar ásamt fleiri gestum og fylgdust með lúðrasveit skipsins leika heiðurssyrpu á bryggjunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.