Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.07.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JULI 5 Sjúkrahúsið á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn: Tveir Islendingar standa fyr ir tilraun í áfengismeðferð TVEIR íslenskir meðferðarráðgjafar, Gizur í. Helgason og Guðrún íslandi, hafa gert samkomulag við forráðamenn sjúkrahússins á Friðriksbergi í Kaupmannahöfii um að standa þar fyrir áfengismeð- ferð af því tagi, sem stunduð hefur verið á meðferðarstofnunum hér á landi um nokkurra ára skeið. Þessi aðferð við meðferð áfeng- issjúklinga hefúr aldrei áður verið notuð á opinberum stofiiunum í Danmörku. Gizur í. Helgason og Guðrún íslandi hafa unnið að með- ferðarmálum í Danmörku um nokkurt skeið. Þau leituðu til forr- áðamanna Friðriksbergsspítala í vetur og spurðust fyrir um það, hvort ekki væri mögulegt að gera í nafni spítalans tilraun með áfeng- ismeðferð á göngudeild samkvæmt svokallaðri Minnesota-aðferð, sem notuð hefur verið á meðferðar- stofnunum hér á landi og í Banda- ríkjunum um nokkurra ára skeið. Niðurstaðan varð sú, að spítalinn mun taka þátt í tilraun, sem standa á í 12 mánuði. Samkvæmt sam- komulaginu útvegar spítalinn hús- næði, síma og alla aðstöðu, en ætlunin er að laun starfsfólks verði greidd með styrkjum frá fyrirtækj- um og sjóðum. Munu læknar við geðdeild spítalans fylgjast með framkvæmdinni. Meðferðin verður sjúklingunum að kostnaðarlausu. Fyrsti hópurinn kom í meðferðina 9. þessa mánaðar. Gizur í. Helgason segir að til þessa hafi hið opinbera danska heilbrigðiskerfi ekki þekkt aðra aðferð við meðferð alkóhólisma 'en að gefa antabus og róandi lyf. Sú barátta hafi ekki tekist vel og hafi sömu sjúkiingarnir leitað á náðir stofnana aftur og aftur án þess að ná bata. Árangurinn innan hins opinbera kerfis hafi nánast ekki verið neinn og því megi búast við að sjúkrahús um alla Danmörku muni fylgjast grannt með árangri þessarar tilraunar. Hann segir að í þeirri tegund áfengismeðferðar, sem þau hygg- ist beita, sé gengið út frá því, að alkóhólismi sé í senn andlegur, líkamlegur og félagslegur sjúk- dómur og meðhöndlaður í sam- ræmi við það. í meðferðinni sé hverjum sjúklingi mörkuð ákveðin lífsbraut í samráði við hann sjálf- Gizur í. Helgason, meðferðar- ráðgjafi. an, og fylgi hann henni náist árangur. Af þessum sökum sé einnig lögð mikil áhersla á íjöl- skyldumeðferð, enda sýkist öll Qöl- skyldan í raun, þótt aðeins einn drekki. Að sögn Gizurar stendur göngu- deildarmeðferðin yfjr í sex vikur. Heppilegra hefði verið að geta lagt alkóhólistana inn, en göngudeildin væri næstbesti kosturinn. Þeir sem verst væru staddir og hefðu misst fjölskyldu sína og vinnu ættu litla möguleika í göngudeildarkerfinu, en reynslan sýndi hins vegar að alls um 60% þeirra, sem farið hefðu í slíka meðferð, næðu bata. Hann segir að áfengisneysla sé mikið vandamál í Danmörku en afar stutt sé síðan Danir fóru að viðurkenna það. Hlutfallslega drekki Danir meira af hreinum vínanda á hveiju ári en hinar Norð- urlandaþjóðirnar. Umræður um þessi mál hafi aukist mikið í landinu að undanförnu, ekki síst eftir að Von Veritas hóf starfsemi sína. Jafnframt hafi skilningur vaxið til muna innan fyrirtækja á gagnsemi áfengismeðferðar og sífellt verði algengara að þau að- stoði starfsmenn sína við að fara í meðferð. Reynslan sé líka sú, að yfirleitt borgi það sig frekar fyrir fyrirtækin en að segja starfámönn- unum upp og þjálfa nýja. Norrænt skátaþing á Islandi ELDRI skátar í St. Georgsgild- um á Norðurlöndum fjölmenna til íslands til að halda reglulegt þing sitt hér nú i vikunni. Skráð- ir þátttakendur eru 254. Þing St. Georgsskáta erU lialdin til skiptis á Norðurlöndum annað hvert ár. Nú halda íslenskir skátar þing í þriðja sinn. St. Georgsskátar eru hópur starf- andi og fyrrverandi foringja, sem vilja standa við bakið á skátastarfinu og efla samvinnu skáta í mismunandi löndum. Þingið hefst með fánaathöfn á Hótel Loftleiðum, mánudag- inn 16. júlí kl. 14.00. Að fánaat- höfn lokinni verður þingið sett formlega með athöfn í Hallgríms- kirkju kl. 14.30'. Þingfulltrúar munu ræða innra starf sitt meðan á þinginu stend- ur, hlýða á fyrirlestra, ferðast um landið og jafnframt kynnast íslenskum skátum í starfi sem og á heimilum þeirra. Rætt verður um þá stöðu sem nú er komin upp í Austantjald- slöndunum. Eftir 45 ára bann á skátastarfi þar, eru eldri skátar, sem störfuðu fyrir heimsstyrjöld- ina, að koma upp skátafélögum og þjálfa nýja foringja til starfa. Vitað er um nokkra skátahópa sem störfuðu leynilega þrátt fyrir að skátastarf væri þar bannað. Þing St. Georgsskáta að þessu sinni ber yfirskriftina „Betri heim- ur — Hvað geta gildin lagt af mörkum?“ Undirbúningur að þessu sinni hefur verið í fullum gangi sl. tvö ár undir stjórn Ás- laugar Friðriksdóttur, landsgildis- meistara, ásamt undirbúnings- nefnd sem Björn Stefánsson er formaður fyrir, en honum til halds ■ og trausts eru Guðni Jónsson og Hilmar Bjartmarz. Þingforsetar verða Franch Michelsen og Þor- steinn Magnússon. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Nýr samningur vió þennan nýja gististaé tryggir þér lægsta veróió til Mallorka í sumar 24. julí frá kr. 7. og 14. ágúst frá kr. 30.900,- 41.050,- 2 í íbúð kr. 49.900,- 2 í íbúð kr. 59.600,- í síðustu viku seldust yfir 100 sæti á þessu einstaka verói Á MÁNUDAG SELJUM VIÐ SÍÐUSTU 28 SÆTIN Gestir okkar sem gistu í á þessum glæsilega nýja gististað júlí voru sammála um frábæra aðstöðu á þessari fegurstu strönd Mallorka. Nú getum við boðið nýjan samning við þetta glæsilega hótel á einstöku verðifyrirsíðustu sætin í júlí og ágúst. ví AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK , SÍMI: (91) 622 011 & 62 22 00 LONDON Helgarveislan 19. júlí Aðeins þetta eina tækifæri Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli og íslensk farar- stjórn, aðeins kr. 29.900,- 8 sæti laus * Miðað við hjón með tvö börn 2ja-5 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.