Morgunblaðið - 15.07.1990, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.07.1990, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ C 7 Við sundlaugina í garðinum heima í Scottsdale, Arizona. Náttúrufegurð er mikil við Tahoe-vatnið, jafnt að sumri sem vetri. hjá strætisvagnafyrirtæki í Washing- ton og töldust heppnir að fá vinnu því að fæstir vilja ráða flugmenn í vinnu, vitandi það að þeir eru roknir um leið og aftur fer að rofa til. En það var á vegum Air Charter West- flugfélagsins, sem ég flaug fyrst til Phoenix í Arizona og kynntist þar staðháttum sem síðar varð'svo til að ég settist þar að. Ég fann það strax þegar ég kom út úr vélinni í fyrsta skiptið að þetta var staður sem átti vel við mig.“ Þegar bensínskömmtuninni lauk var Sigurður kallaður aftur til starfa hjá Allegheny-flugfélaginu og fór hann þá að fljúga DC 9 og Boeing- 727 þotum hjá félaginu. Síðan 1984 hefur hann verið flugstjóri á Boeing 737 og.flýgur frá Pittsburgh í Penn- sylvania til borga vítt og breytt um Bandaríkin og aftur til baka. Þetta er skorpuvinna með góðum fríum á milli, en þar sem eiginkonan Sjöfn vinnur einnig í Pittsburgh, fyrir Delta-flugfélagið, eiga þau hjón einn- ig raðhús þar í borginni þar sem þau dvelja á meðan á þessum törnum stendur. Hann sagði að til stæði að selja það hús þar sem Sjöfn hyggðist fá sig flutta til í vinnu, til Phoenix. Þau hafa líka fest kaup á skíðahúsi á einu eftirsóttasta skíðasvæði Bandaríkjanna, við Tahoe-vatn á mörkum Nevada og Kaliforníu. Aðspurður um áhugamál fyrir utan flugið sagði Sigurður að skíðaíþróttin hefði lengi verið sitt aðaláhugamál og reyndar allrar fjöl- skyldunnar. Hér áðui' fyrr fóru þau gjarnan í vetrarfrí til Austurríkis, en síðan kynntust þau aðstöðunni við Tahoe-vatnið og eftir að þau keyptu húsið þar hafa þau dvalið þar yfir vetrartímann. Hann sagði að staður- inn væri reyndar ekki síður vinsæll sumardvalarstaður enda væri afar fallegt þarna hvort heldur sem er að sumri eða vetri og hefðu þau hug á að láta á það reyna, hvort skíðahús- ið dygði ekki eins vel sem sumarbú- • staður. Sigurður kvaðst hafa „dottið niður á“ húsið fyrir hálfgerða tilvilj- un, en sá sem seldi þurfti að losa fé í skyndi og þannig fengu þau húsið á góðum kjörum. „Annars eru fasteignakaup ekki eins mikið mál í Bandaríkjunum og hér á íslandi,“ segir Sigurður þegar ég spyr hann út í þau mál. „Þú verð- ur auðvitað að vera í öruggri vinnu og geta sýnt fram á að það sé líklegt að þú haldir henni til að fá fyrir- greiðslu í bönkunum. Síðan semja menn um fastar greiðslur til tíu, tutt- ugu eða þijátíu ára, og þú getur verið nokkuð öruggur um að afborg- anir haldist eins og um var sarnið en ijúki ekki upp úr öllu valdi eins og hér hefur tíðkast til skamms tíma. Fasteignaverð er heldur ekki eins hátt þar og hér á landi og þú getur fengið sæmilega gott einbýlishús með sundlaug fyrir svona tíu milljón- ir íslenskar." - Þú ert auðvitað með sundlaug >arna í Arizona? „Já, í Scottsdale er það nú frekar reglan en undantekningin. Stað- reyndin er að í svona loftslagi er jafnvel þýðingarmeira að aðstaðan úti við sé góð því að sjálft húsið nota menn yfirleitt ekki til annars en að sofa í. Menn borða oftast úti í garði og eru úti við allan daginn. Lífíð þarna er að þessu leyti afar ólíkt því sem menn eiga að venjast á íslandi." - Gætir þú hugsað þér að söðla aftur um og flytjast heim til íslands? „Ég vil taka það skýrt fram, að í Bandaríkjunum lít ég alltaf á mig sem íslending, þótt ég sé með ríkis- fang í báðum löndunum. Við reynum að koma eins oft hingað heim og við getum og tölum alltaf íslensku á heimilinu. Dóttir okkar, Svandís Unnur, sem er sex ára, lítur líka á sig sem íslending og segir það öllum, þótt hún sé fædd og uppalin í Banda- ríkjunum. Ég sé hins vegar ekki ástæðu til að flytjast hingað heim að svo stöddu. Mér finnst að ég sé oksins að festa rætur og myndi sjálf- lagt eiga erfítt með að breyta um ífsstíi úr því sem komið er. En ég ir og verð alltaf íslendingur." ______________Brids___________________ Arnór Ragnarsson Sumarbrids Fimmtudaginn 10. júlí mættu 40 pör til leiks og er þáttakan nú að glæðast eftir að HM í knattspyrnu lauk. I A-riðli voru 16 pör og urðu úrslit þess: A-riðill (meðalskor 210): Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 257 Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson 255 Friðrik Jónsson — Óskar Sigurðsson 237 Hulda Hjálmarsdóttir - Andrés Þórarinsson 226 Guðrún Jóhannesdóttir - Jón H. Elíasson 222 I B-riðli voru 14 pör og urðu úrslit þessi: B-riðill (meðalskor 156): Sigurður B. Þorsteinsson - Gylfi Baldursson 206 Sigurður ívarsson - Unnar Guðmundsson 177 Hrund Einarsdóttir - Einar Sigurðsson 167 Erla Sigurjónsdóttir - ’Oskar Karlsson 167 BaldurBjartmarsson-BjömArnason 167 í C-riðli voru 10 pör og urðu úrslit þessi: C-riðill (meðalskor 108): Helgi Viborg-OddurJakobsson 126 Magnús Sverrisson - Rúnar Lárusson 120 Albert Þorsteinsson - Sigurður Helgason 11S Spilað er í Sigtúni-9 alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 17.00, en síðasti riðill fer í gang kl. 19.00. Allir eru veikotnnir. Sumarbrids Fimmtudaginn 12. júlí mættu 36 pör til leiks. f A-riðli voru 16 pör (meðal- skor 210) og urðu úrslit þessi: A-riðill: Óskar Sigurðsson - Friðrik Jónsson 242 Jón Stefánsson - Ragnar Þorvaldsson 238 Björn Árnason - Baldur Bjartmarsson 228 ■Gunnþórunn Erlingsdóttir - Ingunn Bernburg 227 Ingólfur Böðvarsson - Jón St. Ingólfsson 227 í B-riðli voru 12 pör (meðalskor 165) og urðu úrslit þessi: B-riðill: Sigurður B. Þorsteinsson - Gylfi Baldursson 212 Guðlaug Jónsdóttir- Sveinn Þorvaldsson 195 MuratSerdaroglu-JónHjaltason 194 Kristjana Steingrímsdóttir - Erla Siguijónsdóttir 177 í C-riðli voru 8 pör (meðalskor 1400) og urðu úrslit þessi: C-riðill: Reynir Eiríksson - Sigtryggur Jónsson 1591 Páll Valdimarsson - Magnús Ólaísson 1538 Anna Þóra Jónsdóttir - Ragnar Hermannsson 1439 1088 spilarar hafa nú mætt í sum- arbrids, það eru 272 einstaklingar og þar af hafa 135 fengið stig. Þeir sem hafa fengið yfir 100 stig eru: Þröstur Ingimarsson 235 Þórður 0. Bjömsson 177 Murat Serdaroglu 162 SigurðurB.Þorsteinsson v 160 Gylfi Baldursson 144 RagnarJónsson 117 FriðrikJónsson 112 LánisHennannsson 104 Vilhjálmur Sigurðsson 103 Þráinn Sigurðsson 103 GuðrúnJóhannesdóttir 101 Spilað er í Sigtúni 9 alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 17.00, en síðasti riðill fer í gang kl. 19.00. Allir eru velkomnir. STÓRÚTSALA Á GARNI AHt Giýor9es Picaod acu+tpers garmó a utsölu J7 ÖTORKURINN Kjörgarói KAFFI STRÆTO" ftir breytingarnar á Kaffi strætó eru stelpurnar á barnum í bana stuði, og gætu þurft á aðstoð þinni að halda þ.e.a.s ef þú ert orðin tveggja tuga að aldri þroskuð og þurfandi (eftir vinnu) en umfram allt kannt að brosa. Þá vantar okkur ekki síður fallega vaxna menn (konur eru líka menn) með stjörnur augum til að sjá um dyravörslu. Nánari upplýsingar veröa veittar á staðnum mánudaginn 16 júlí á milli kl. 16 og 18 KAFFI STRÆTO- BARINN I BÆNUM NY SMURÐUR OG FREISTANDl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.