Morgunblaðið - 15.07.1990, Page 9
C 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ
Michnik (fyrir miðju) ásamt Walesa: sakar
hann um að vilja verða keisari.
Grær um heilt: Mazowiecki og Walesa áður en eijurn-
ar hófust.
Jaruzelski: verður hann rekinn að kröfu Walesa? Sætir gagnrýni: vildi reka ritstjóra málgagns Sam-
stöðu.
Verðhækkanir: þröngt í búi hjá mörgum.
kröfur hans um örari breytingar,
en hann hefur ekki getað komið á
fót stjómmálahreyfíngu til að fá
baráttumálum sínum framgengt.
Nokkrir stuðningsmenn hans hafa
myndað laustengt bandalag, „Lýð-
ræðis-miðjuna", en þeir segjast ekki
vilja stofna stjórnmálaflokk eða
kljúfa sig úr meginfylkingu Sam-
stöðu.
Borgaranefndirnar — kosninga-
samtök Samstöðu sem Mazowiecki
reyndi að fá til fylgis við sig —
hafa hvarvetna barizt undir merkj-
um Walesa. En þær hafa ekki litið
á sig sem stjórnmálasamtök og
áhrif þeirra hafa ekki verið mikil,
þar sem þau hafa ekki fylgt skýrt
mótaðri stefnu og ekki haft raun-
vemlegan leiðtoga. Tengsl nefnd-
anna og Walesa hafa verið óljós og
tengsl þeirra við þingið og Mazowi-
ecki forsætisráðherra enn óljósari.
Í apríl var Walesa endurkjörinn
formaður Samstöðu á fýrsta lands-
fundi samtakanna síðan þau voru
stofnuð 1981. Á fundinum var hann
gagnrýndur fyrir „ólýðræðislega
framkomu“ og sakaður um að van-
rækja Samstöðu, en fáir gátu hugs-
að sér hreyfínguna án hans.
í maí fóru fram fyrstu bæjar-
og sveitarstjórnakosningar frá því
valdatíma kommúnista lauk. Rúm-
lega 80 stjómmálaflokkar buðu
fram, en flestir þeirra voru örsmáir
og borgaranefndir Walesa sigmðu
víðast hvar. Kjörsókn var hins veg-
ar aðeins 42% og það bar vott um
áhugaleysi kjósenda. Þrátt fyrir
baráttu Walesa fýrir stofnun stjórn-
málaflokka hafa flestir kjósendur
óbeit á flokkum. Orðið táknar í
huga fólks að fáir útvaldir drottni
yfir öllum öðrum eins og á valda-
tíma kommúnista.
„Keisarinn“ Walesa
Um sama leyti batt Walesa enda
á ólögleg verkföll járnbrautar-
starfsmanna. Verkfallsmennirnir
voru ekki í neino verkalýðsfélagi,
en fengu stuðning frá fyrrverandi
verkalýðsleiðtoga og kommúnista,
Alfred Miodowicz, og róttækum
andstæðingi Walesa í Samstöðu,
Marian Jurczyk. Stjórn Mazowieck-
is óttast fátt meira en slíkt banda-
lag óánægjuhópa og margir voru
uggandi um að verkföllin mundu
breiðast út og stofna stjórninni í
hættu.
Mazowiecki neitaði að semja við
verkfallsmenn um kröfur þeirra um
110% kauphækkun og efndir á lof-
orðum um að dregið yrði úr „bákn-
inu“, sem stjórnar járnbrautunum.
Rúmlega 60% Pólveija virtust and-
vígir verkfallinu og þegar járn-
brautarstarfsmennirnir höfðu snúið
sér til Walesa samþykktu þeir að
aflýsa því um stundarsakir.
Verkfallið og dræm kjörsókn í
kosningunum sýndu að breyting-
arnar í Póllandi hafa verið hæg-
fara, að Walesa kemur í stað póli-
tískra stofnana og að óánægja er
með 40% lífskjararýrnun, sem djörf
stefna Mazowieckis hefur valdið,
þótt verðbólga hafi minnkað úr 54%
í 5%.
Klofningurinn í Samstöðu jókst
í kringum kosningarnar. I júníbyij-
un reyndi Walesa að reka tvo af
leiðtogum hreyfingarinnar, Henryk
Wujec, leiðtoga borgaranefndanna,
og Adam Michnik, ritstjóra Gazeta
Wyborcza, málgagns Samstöðu.
Báðir neituðu að víkja og Michnik
vildi ekki verða við kröfu Walesa
um að blaðið hætti að nota merki
Samstöðu.
„Þú ert smám saman að breytast
úr leiðtoga Samstöðu og baráttu-
manni lýðræðis í keisara," sagði
Michnik í opnu bréfi til Walesa.
Hann fullyrti að forsetadraumar
Walesa hefðu grafíð undan póli-
tískri dómgreind hans og ítrekaði
stuðning við tillögu frá Mazowiecki
um kosningar snemma á næsta
ári. „Ég sé fyrir mér pólskt af-
brigði af perónisma, sem mun leiða
til öngþveitis og verða banabiti
efnahagsumbótanna," sagði Michn-
ik.
„Stjórnmálaþróunin hefur stöðv-
azt og ég vil koma henni aftur á
skrið,“ sagði Walesa. Skömmu síðar
sagði hann í viðtali við Gazeta: „Ég
vil ekki verða forseti, en ég verð
að verða forseti. Pólland þarf for-
seta með exi, eitilharðan mann, sem
þolir enga vitleysu, stendur ekki í
vegi fyrir lýðræði og bætir það sem
aflaga fer.“
Mótleikur Mazowieckis
Eftir kosningarnar í maí hófst
Mazowiecki handa um að sameina
borgaranefndirnar í stuðningsflokk
stjórnarinnar. Fyrir honum vakti
að tryggja stjórninni stuðning þeirr-
ar breiðfylkingar, sem kom komm-
únistum frá völdum, til þess að
geta stjórnað landinu. Stjórnin
stendur höllum fæti vegna þeirra
þrenginga og ólgu, sem efnahags-
stefnan hefur valdið, en margt hef-
ur áunnizt og Mazowiecki er sann-
færður um að stefna hans sé hin
eina rétta.
Við tók hrein valdabarátta milli
Mazowiecki og Walesa í borgara-
nefndunum. Hvor aðili um sig hefur
sakað hinn um að vinna gegn lýð-
ræðisþróuninni, en deilurnar hafa
vakið óbeit flestra Pólveija. Sú
hætta jókst stöðugt að Samstöðu-
hreyfingin splundraðist og klofnaði
í fylkingar miðju- og hægrimanna
annars vegar og miðju- og vinstri-
manna hins vegar. Stundum hefur
Walesa virzt hlynntur slíkri þróun,
en hann vill að borgaranefndirnar
verði óháðar sem hingað til, ýti
undir fjölræði og stuðli að stofnun
nýrra flokka.
Walesa hefur sagt að áhugi fólks
á stjórnmálum muni aukast, ef
meiri umræður fari fram milli leið-
toga þjóðarinnar en hingað til, en
tekið fram að nokkuð „sterk stjórn"
mundi ekki saka. Hann hefur neitað
því að hann reyni að ógna forsætis-
ráðherranum, en hamrað á því að
Mazowiecki reyni að ná undirtökun-
um í borgaranefndunum til að
tryggja sér endurkosningu og
stjórninni sömu valdaeinokun og
kommúnistar höfðu.
Stuðningsmenn Walesa í „miðju-
bandalaginu" ítrekuðu kröfur um
að fyrrverandi kommúnistar yrðu
reknir úr stjórninni og efnt yrði til
kosninga hið fyrsta. Walesa ræddi
við leiðtoga Bænda- og Lýðræðis-
flokkanna og í sameiginlegri yfir-
lýsingu kom fram dulbúin hótun
um myndun öflugrar fylkingar
stjórnarandstæðinga og jafnvel
nýrrar ríkisstjórnar. Um leið varð
klofningurinn í Samstöðu enn
greinilegri, þegar áhrifamestu
menntamenn hreyfingarinnar
sögðu sig úr borgaranefndunum og
sökuðu Walesa um að haga sér eins
og einræðisherra og grafa undan
stjórninni.
íhlutun páfans
Úrsagnirnar virtust fá á Walesa.
Það hafði einnig áhrif á hann að
Jóhannes Páll páfi II skarst í leikinn
og sendi honum og Mazowiecki
bréf. Páfi kallaði Mazowiecki per-
sónugerving óska pólsku þjóðarinn-
ar og Walesa „leiðtoga og samein-
ingartákn" Pólveija á langri frelsis-
göngu. „Allir þeir sem unna Pól-
landi verða að vinna saman og bind-
ast samtökum um að endurreisa
lýðveldið," sagði páfinn í bréfinu
til Walesa.
Þá hafði Mazowiecki haft for-
göngu um að fulltrúar borgara-
nefndanna í öllum 49 héruðum Pól-
lands kæmu sáman 1. júlí til að
ræða stofnun formlegra heildar-
samtaka, sem styddu stjórnina.
Fáum duldist að hann vildi breyta
nefndunum í stjórnmálaflokk til að
vega upp á móti vaxandi áhrifum
Samstöðu.
Að beiðni Walesa voru nefndirnar
boðaðar til annars fundar einum
degi fyrr. Fyrirfram var búizt við
hörðum átökum og jafnvel klofn-
ingi, en Walesa virtist ekki óttast
það. „Samstaða verður að klofna
til að halda fegurð sinni,“ sagði
hann.
Vikuna fyrir fundinn reyndu
Mazowiecki og Walesa að breiða
yfír ágreining sinn. Um tíma virt-
ust þeir geta náð samkomulagi, en
þegar fundirnir hófust var óvíst
hvort það mundi takast. Ritstjórinn
Kazimierz Woycicki, sem hefur
reynt að miðla málum, taldi að
„Walesa og Mazowiecki hefðu
gengið svo langt að hæpið væri að
þeir gætu snúið við.“
Greinilegt var að bæði Mazowi-
ecki og Walesa ætluðu að nota
fundahöldin til að treysta stöðu sína
fyrir næstu þingkosningar. Walesa
hótaði að breyta Samstöðu í önnur
kosningasamtök, ef ríkisstjórnin
næði yfirráðum yfir borgaranefnd-
unum.
Hróp og ásakanir
Þegar fyrri fundurinn hófst
gerðu stuðningsmenn Mazowieckis
hróp að fylgismönnum Walesa, en
þeir svöruðu með hrópum um „svik“
og „ill markmið". Helztu mennta-
menn Samstöðu gengu af fundi í
stað þess að styðja Walesa.
Áður en gengið var til atkvæða
ítrekaði Walesa að tillagan um að
breyta nefndunum í stuðningsflokk
stjórnarinnar jafngilti tilraun til að
koma á raunverulegri valdaaeinok-
un og gæti að lokum leitt til þess
að Pólland yrði aftur einræðisríki.
Hann neitaði því að hann reyndi
að stofna til illinda við stjórnina,
þar sem hún væri treg að sam-
þykkja að hann yrði forseti. „Ef ég
vil verða forseti væri heimskulegt
af mér að heyja stríð við Mazow-
iecki, Bronislaw Geremek og
Michnik," sagði hann.
Walesa sagði að hætta væri á
því að bylting Samstöðu villtist af
leið eins og allar aðrar byltingar.
Til þess að rækja það hlutverk sitt
að efla veikburða lýðræði Póllands
ættu nefndirnar að styðja pólitískt
fjölræði, en ekki þá einingu, sem
stjórnin beitti sér fyrir. „Ég get vel
skilið fólk, sem segir að við þurfum
einingu í uppbyggingarstarfí okk-
ar,“ sagði hann, „en ég óttast slíkt
tal. Við þurfum að koma á fót fjöl-
ræðisskipulagi til þess að koma í
veg fyrir valdatöku einræðisherra í
framtíðinni."
Hann hvatti fundarmenn til að
hugsa sig vandlega um áður en þær
samþykktu tillöguna um að borg-
aranefndirnar yrðu sameinaðar í ein
miðstýrð heildarsamtök, sem
styddu stjórnina. Hver ræðumaður-
inn á fætur öðrum lýsti yfír stuðn-
ingi við andstöðu hans við tillöguna
og hún var felld með 150 atkvæðum
gegn 10. Walesa vann glæsilegan
sigur og draumur Mazowieckis um
stuðningsflokk á breiðum grund-
velli virtist úr sögunni.
í staðinn samþykktu fulltrúarnir
tillögu frá Walesa um að þeir kæmu
aftur saman að þremur viknum liðn-
um til að ræða möguleika á því að
nefndirnar hittist óformlega einu
sinni í mánuði og ræði leiðir til að
koma á pólitísku skipulagi. Stuðn-
ingsmenn Walesa munu skipuleggja
þessar ráðstefnur og þær geta orð-
ið vettvangur fyrir gagnrýni á
stjórnina. Eftir sigurinn virtist
Walesa hins vegar staðráðinn í að
koma í veg fyrir að deilurnar við
stuðningsmenn Mazowieckis leiddu
til endanlegs klofnings.
Viðurkenndi ósigur
Ósigur Mazowieckis var svo mik-
411 að hann ákvað að friðmælast við
Walesa. Þegar hann mætti óvænt
á síðari fundinn kvaðst hann fús
að ræða við Walesa um „það sem
við gætum gert til að tryggja að
ágreiningur okkar eyðileggi ekki
Samstöðu". Hins vegar væri hann
ekki reiðubúinn að ganga á fund
Walesa til að votta honum hollustu
— hann vildi ræða við hann sem
„samheija“ og sýna honum að hann
vildi samvinnu. Pólverjar þyrftu að
velja á milli þess að „fylgja hinni
erfíðu braut umbóta" eða að gera
stjórninni ókleift að starfa“.
Fundir borgaranefndanna leiddu
í ljós að þær vilja ekki klofning í
röðum sínum og halda tryggð við
Walesa. Walesa sýndi að hann ræð-
ur lögum og lofum í nefndunum og
treysti pólitíska stöðu sína eftir
þann álitshnekki, sem hann hafði
beðið vegna tilraunanna til að verða
forseti. Ekki virðist með öllu útilok-
að að sá draumur hans geti rætzt,
ef aðstæður krefjast styrkari stjórn-
ar.
Mazowiecki hefur reynt að bæta
veika stöðu sína. Tæpri viku síðar
rak hann þijá fyrrverandi kommún-
ista og tvo bandamenn þeirra úr
stjórninni og hvatti til skjótra kosn-
inga. Þá er Jaruzelski forseti eini
kommúnistinn sem enn gegnir
valdamiklu embætti.
Síðan fundir borgaranefndanna
fóru fram hefur virzt að Walesa sé
fús að komast að málamiðlunar-
samkomulagi við stjórnina og setji
ekki lengur það skilyrði að gengið
verði tafarlaust til forseta- og þing-
kosninga.
Walesa bauð Mazowiecki og öðr-
um leiðtogum Samstöðu til við-
ræðna í Gdansk til að sýna fram á
einingu hreyfingarinnar. Samn-
ingsaðstaða hans var sterk. Við-
ræðurnar halda áfram og báðir
aðilar virðast hafa dregið í land.