Morgunblaðið - 15.07.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ
---------------------------------.
C 15
Maðurinn sem vissi of mikið
Kvikmyndir
Amaldur Indridason
Total Recall. Sýnd í Bíóborginni
og Bióhöllinni. Leikstjóri: Paul
Verhoeven. Handrit: Ron Shu-
sett og Dan O’Bannon. Aðalhlut-
verk: Arnold Schwarzenegger,
Sharon Stone, Michael Ironside.
Ronnie Cox.
Velkomin til Mars. Feitlagin
kona lendir í vandræðum í tollinum
en allt í einu sneiðist af henni haus-
inn og í ljos kemur Amold
Schwarzenegger undir honum.
Hann grípur gervihausinn, sem
búinn er að raða sér aftur saman
fyrir ofan hann, og hendir honum
í öryggisverði. Þar springur hann,
skothríð hefst og kúlumar tætast
inní mannslíkama. Ein fer í hlífðar-
glerið sem skilur mennina frá loft-
leysinu á Mars og helmingur leikar-
anna hendist út í svartnættið í
hrikalegu útsogi. Schwarzenegger
er lentur.
Hollywood-sumarið er komið í
hraðpósti með framtíðarþrillernum
Fullkominn hugur, nýjasta Arnold
Schwarzenegger-smellinum, sem
frumsýndur var vestra fyrir aðeins
nokkram vikum. Ef eitthvað er að
marka þessa fyrstu sumarkomu
eigum við góða tíð í vændum.
í Fullkomnum hug er flest af
því sem maður átti von á frá sam-
starfi Schwarzeneggers og hol-
lenska leikstjórans Paul Verhoe-
vens (RoboCop) og meira en það.
Myndin er nánast stanslaus árás á
sjón og heyrn með hverju blóðugu
hasaratriðinu á fætur öðru, þrot-
lausum eltingarleikjum, blossandi
skotbardögum og skefjalausu of-
beldi í bland við kaldranalega
framtíðarsýn og spaugilegar
framtíðarbrellur eins og þá sem
Schwarzenegger notar til að dulbú-
ast við komuna til Mars. Hún kost-
aði sjálfsagt gommu af peningum
en þú færð líka sannarlega að njóta
þess. Fullkominn hugur er fullkom-
inn sumarsmellur og þótt ofbeldið
sé mikið er það fjarlægt manni og
nær fráleitt innfyrir hörundið í
grínaktugum teiknimyndasögustíl
sínum. Schwarzenegger á alltaf
brandara fyrir réttu tækifærin svo
salurinn getur klappað með.
Handrit þeirra Ron Shucetts og
Dan O’Bannons er ansi lunkinn
vísindaskáldskapur byggt á smá-
sögu Philips K. Dick. Myndin gæti
verið ein löng martröð verka-
mannsins Doug Quaids (Schwarz-
enegger), sem hann hefur pantað
með minnisígræðslu, og hún gæti
líka verið raunveruleikinn. Hún
gerist seint á 21. öldinni og Quaid,
sem hefur tilfínningu fyrir því að
hafa komið til Mars — nú orðin
námunýlenda — þótt hann telji sig
líka vita að þar hafi hann aldrei
verið, pantar minnisígræðslu hjá
fyrirtækinu Recall og velur að vera
njósnari í hættulegri sendiför til
Mars þar sem hann „vinnur á bóf-
unum, hreppir gelluna og bjargar
plánetunni” eins og sölumaðurinn
segir.
En eitthvað fer úrskeiðis og ekki
batnar það þegar Quaid svo kemst
að því að hann hafi ekki aðeins
komið á Mars áður heldur verið
þar sannkallaður óþverri, morðingi
í þjónustu námufyrirtækisins sem
virðist eiga plánetuna, og hann
veit stóra leyndarmálið í sambandi
við Mars.
Quaid er í aðra röndina klassísk
Hitchcock-persóna, lengst af er
hann sakleysingi sem lendir í
hremmingum sem hann hefur enga
stjórn eða skilning á. Hann er
Maðurinn sem vissi of mikið og
lenti á Mars fyrir vikið.
Eitt af því sem myndin gerir en
gleymist sjálfsagt strax í öllum
-hamaganginum í Verhoeven er að
leika mjög skemmtilega með bilið
á milli draums og veruleika. Við
getum aldrei vitað hvort er hvað
og Quaid að lokum ekki heldur en
í einu eftirminnilegasta atriði
myndarinnar bankar skyndilega
prófessor uppá hjá Quaid og segist
hafa verið sendur inní draum hans
til að vekja hann. Quaid er andar-
tak á báðum áttum. Er hann virki-
lega að dreyma þetta allt saman?
En það er aðeins andartak.
Svo eru það náttúrulega ekki
krefjandi vangaveltur sem skipta
svona glæsilega innbundinn hasar-
pakka máli. Hér er allt kapp lagt
á afþreyinguna. Hinar framand-
legu sviðsmyndir era sérlega vel
úr garði gerðar og hasarinn pump-
ast látlaust um þær, kröftuglega
sviðsettur af Verhoeven. Eins og í
RoboCop er óvinurinn stórfyrirtæk-
ið á staðnum (Ronnie Cox endur-
tekur hlutverk höfuðandstæðings-
ins sem forstjóri þess) sem á í bar-
áttu við uppreisnaröfl á pláne-
tunni. Helmingur þeirra sem
byggja Mars er hryllilega afmynd-
aður vegna geislunar og byggir
melluhverfið Venusville á Mars.
Það er furðulega lítið sláandi (nema
uppreisnarforinginn er skemmti-
lega staðsettur). en gefur Verhoe-
ven sérstakt tækfæri til að upplýsa
okkur um sirkushúmor sinn sem
birtist in.a. í mörgum skotum af
þríbijósta mellu.
Illmennasérfræðingurinn Mich-
ael Ironside er vondi kallinn og
hlýtur að vonum makleg endalok.
Sharon Stone er voðakvendið og
tekur hlutverkið fantatökum en
enginn skyggir á Schwarzenegger
sem er í hveiju atriði gersamlega
óbugandi ofurmenni. Hinn full-
komni harðhaus.
Arnold Schwarzenegger
Mannúð og menning
Rauði kross íslands heldur námskeið fyrir|
börn á aldrinum 8-10 ára dagana 7.-17.
ágúst nk. Námskeiðið verður haldið í félags-
heimilinu Bóli í Mosfellsbæ.
Meðal efnis á námskeiðinu: Skyndihjálp,
fræðsla um þróunarlönd, flóttamenn, um-
hverfismál, myndlist, leikir o.fl.
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í
SÍMA 91-26722.
Raudi Krosslslands
B&nltaEEtbaBiíí 2> » RfteyKjpuí sámii 6i2i7?T4)44
p jri
| Metsölublad á hveijum degi!
0
SAY
ANYTHING...
Útgáfa 16. júlí
John Cusack
leikur ráðvilltan
kickboxara sem
á sér aðeins eitt
takmark, að
negla flottustu
píuna á svæðinu
LEAN
ON
ME Vih
Q
Morgan Freeman
fer á kostum sem
Joe Clark, skólastjóri
vopnaður kylfu og
gjallarhorni.
Ótrúleg mynd um
sannsögulega
atburði.
A
SUMMER
STORY
Útgáfa 16. júlí
Virkilega vönduð
og góð mynd
sem nær
sterkum tökum
á áhorfandanum.
▲ 1 n JOHNNY HANDSOME
▲ 2 CHILD S PLAY
▲ 3 /] THE PACKAGE
A 4 Vj THE ABYSS
▲ 5 YOUNG EINSTEIN
cs 6 PET SEMATERY
▲ 7 HISTORY OF THE WORLD, PART 1
V 8 ■-] WHEN HARRY MET SALLY
▲ 9 DEAD CALM
▲ 10 '1 IT TAKES TWO
▲ 11 i K-9000
V1 12 ERIKTHE VIKING
▲ 13 MEMORIES OF ME
V C3 14 15 4TJ COUSINS CRY FOR HELP
▲ 16 PINK PANTHER "SAFNIÐ"
▲ 17 18 DEAD BANG FIELD OF DREAMS
▲ 19 JAMES BOND "SAFNIÐ"
V 20 U GHOSTBUSTERS 2
VIÐ MINNUM Á
ENDURÚTGÁFURNAR:
JAMES BOND - ALLAR
THE SHINING
THE BOYS FROM BRAZIL
CAPRICORN ONE
THE MAN WITH TWO BRAINS
TOUNG FRANKENSTEIN
THE GOOD, THE BAD AND THE UGLY
PINK PANTHER - ALLAR
OG MEIRA Á LEIÐINNI!
Greinagóðar merkingar
Fj0rir verðflokkar: 200 kr, 300 kr, 350 kr, 400 kr.
BÓNUSKORT, tíunda hver spóla frí!
S T E I N A R
Þar sem myndirnar fást
MYNDIR
myndbandaleigur
SKIPH0LTI 9 s: 626171 - ÁLFABAKKA 14 MJÓDD S: 79050
KRINGLAN 4 s: 679015 - REYKJAVÍKURVEGUR 64 s: 651425