Morgunblaðið - 15.07.1990, Page 17

Morgunblaðið - 15.07.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ C 17 manngerðir sem fást við orðabóka- gerð? Valerij Pavlovitj hefur greinilega heyrt þennan áður því hann segir ákveðinn: „Nei nei, það er ekki rétt. Þetta eru menn með mörg áhuga- mál. Ég var til dæmis skíðastökkv- ari og fjallgöngumaður í ein 25 ár, hef jafnvel verið í Kákasus- og i Pamírfjöllum og leitað að snjómann- inum.“ — Snjómanninum?? „Já, ég hafði eitt sinn skiýtinn rektor. í stað þess að kenna sendi hann okkur í leiðangur til að leita snjómannsins. Þetta var í mars-apríl 1959. Ég man að ég sagði helsta skrýmslafræðingi ykkar, honum Þór- bergi Þórðarsyni, frá þessu þegar ég kom hérna 1966. Ég hafði þýtt „Islenskan aðal“ og heimsótti hann á Hringbraut 45. Hann hafði mikinn áhuga á þessu og við sátum með stórt landakort og ég skýrði honum frá ferðinni í smáatriðum. Við skrifuðumst síðar á og ég á ein fimm bréf frá honum sem ég hef hugsað mér að gefa Háskólanum. Mér skilst að meistarinn hafí ekki verið svo hrifínn af persónu minni, heldur viðskiptum mínum við snjó- manninn. Þegar hann kvaddi mig stóð hann í dyrunum og sagði: Ég er gamall maður. Við sjáumst ekki í þessum heimi, en áreiðanlega í öðrum.“ — Trúir þú því? „Ég vona það.“ Njála „Þegar ég þýddi Njálu sá ég hana fyrir mér eins og litkvikmynd," segir Berkov og teiknar með höndunum í loftið. „Það var oft erfitt að finna réttu orðin á rússnesku, því ekki máttu þau vera of ný, og ekki of gömul.“ Ég fer áð segja honum frá manni sem ég þekkti, sem kunni Njálu næstum utanbókar og Bérkov kinkar kolli og segir:„Já, einmitt.“ Horfir svo út í loftið annars hugar og hefur að þylja langan kafla úr Njálu á ís- lensku. Hættir svo í miðju kafi og segir: „Það var árið 1956 sem við Kamenskíj sáum lifandi íslendinga í fyrsta sinn. Þeir komu til Leningrad, Hákon Bjarnason, Sigurður Thor- oddsen, Benedikt Waage og fleiri, og við báðum þá um að lesa Njálu inn á segulband. Þeir lásu þarna textann á forníslensku og við vorum allt í einu með Njálu á segulbandi! Hugsaðu þér, fyrir okkur hafði þetta alltaf verið handrit frá miðöldum." Bérkov segist hafa þýtt fimm sjöttu hluta Njálu,_ Kamenskíj hafi þýtt afganginn. Ég spyr Bérkov hvaða persónum í Njálu hann hafi mestar mætur á, og hann nefnir Gunnar og Skarphéðin.„Það er mikil áhersla lögð á ytri styrk hetjanna í íslendingasögum, en Gunnar hafði þennan innri styrk." — Hvað finnst þér um konurnar? „Þær höfðu líka þennan innri styrk." — Nú, voru þær ekki svo vondar? „Jú, þær voru það,“ segir hann mjög kurteislega.„En þeii' Gunnar og Njáll voru nú víst eitthvað að * reyna að sætta þær.“ Ég spyr Bérkov hver hann haldi að sé höfundur Njálu, _en hann hrist- ir höfuðið og segir: „Ég hef skrifað nokkrar bækur um norræn fræði, og þau eru full af gátum. Það fást engin svör við þeim spurningum sem ■eru hvað mest áríðandi. Það eru til dæmis meira en 200 ár milli elstu og yngstu skáldakvæða, en þau eru þó byggð á sama hátt. Eldri rúnir höfðu 24 tákn rúnastafa, yngri 16. Af hverju? En það er erfitt að kenna bók- menntir á eftir Steblin Kamenskíj, hann var á heimsmæiikvarða.“ Ömmur Miklar breytingar hafa orðið í landi Bérkovs undanfarið. Ég spyr hann hvort Rússinn sjálfur hafi nokkuð breyst. „Rússland er mjög stórt land og þar búa allar manngerðir," segir Bérkov. „Höfuðvilla margra erlendra blaðamanna er sú, að þeir reyna að einfalda allt sem er að gerast heima. Það gengur ekki því samfélag okkar er svo fjölbreytilegt. Það er mikið talað heima, en dag- legt líf hefur ekkert breyst, þvert á móti. Fólk er orðið þreytt og bíður eftir áþreifanlegri breytingu." — Hvernig er daglega lífið? „Erfitt, það þykir gott ef ein teg- und af osti fæst í búðunum. Stundum fæst engin áleggspylsa. Nú svo erum við með skömmtunarkort. Sykurinn er skammtaður, — sjötíu og tveimur árum eftir byltingu," segir hann og brosir. Ég fer út í smáatriðin og spyr Bérkov um matmálstíma og þess háttar, og hann reynir að svara mér sem best hann getur.„Við borðum morgunverð um áttaleytið, hádegis- mat um tvöleytið, fáum okkur kaffi eða te klukkan fimm og borðum svo kvöldmat inilli klukkan átta og níu.“ — Já, kvöldmatur svona seint? Er þetta algengt? „Ég hef nú ekki gert samanburða- rannsóknir á matarvenjum í Rúss- landi,“ ansar hann, „en það eru margar venjur öðruvísi hjá okkur. Heima til dæmis hringja starfs- bræður oft á kvöldin og ræða svona prívat um kennsluna, en það væri alveg óhugsandi í Noregi. Ég býst við að skýringin sé sú, að í Noregi koma þeir til vinnu sinnar á hveijum degi, en það gerum við ekki því við höfum ekki starfsaðstöðu í háskólan- um. Önnur skýring gæti verið sú, að vinnan hefur miklu meiri þýðingu fyrir okkur heldur en Norðmennina." Bérkov segir mér að þau hjónin búi nú ein, en eigi tvær uppkomnar dætur og þijú barnabörn. „Síðan á dögum Krústjeffs geta konur farið á eftirlaun 55 ára. Hlutverk ömmunnar er stærra í Sovétríkjunum heldur en hér hjá ykkur. Konuna mína kalla ég oft í gamni „ömmu í föstu starfi", því hún hjálpar dætrum okk- ar með börnin og hefur mjög mikið að gera.“ Vorið Bérkov getur farið á eftirlaun sex- tugur ef hann vill, en hann segir það alls ekki standa til. Ég segist hafa heyrt að hann sé vinnuþjarkur mikill og hann segir það muni víst rétt vera. Áður fyrr hafi hann oft unnið frá átta á morgn- ana til eitt á næturnar, en fari sér nú aðeins hægar. Hann hafi einnig stundað íþróttir af kappi hér áður, auk skíðastökksins og fjallgöngunn- ar hlaupið tíu til fimmtán kílómetra annan hvern dag. En hann hafi jafn- framt reykt eins og ekkert væri með öllum hlaupunum og vinnunni, og hjartað ekki sætt sig við þá meðferð. — Áhugasviðin eru þá mörg? „Jú, það er orðabókagerð, norsk og íslensk málfræði, almenn málvís- indi, þýðingar og íþróttir, — með fyrirvara! — Hvað um tónlist? „Jú, til „hjemmebruk“,“ segir hann og hneigir höfuðið. „En ég hef alltaf elskað vinnu mína sem orða- bókahöfundur, málvísindamaður og þýðandi." Auk Njálu hefur Bérkov þýtt rit eftir Þórberg, Einar Olgeirsson, Njörð P. Njarðvík, Ólaf Jóhann Sig- urðsson, Úlfar Þormóðsson og fleiri. í ágúst mun hann fara til Noregs og kenna við Óslóarháskóla í eitt misseri. Tekur þar við stöðu prófess- ors sem er að fara í rannsóknarfrí. -Jæja, en hvernig er vorið í Rúss- landi? spyr ég. Hann horfir á mig kíminn, þykist vita að ég eigi við vorið í óeiginlegri merkingu en svarar: „Vorið gefur von. Við höfum haft tvo hlýja vetur og því ekki verið stór munur á árs tíðunum. En við höfum haft langt pólitískt vor og nú viljum við fara að sjá uppskeruna.“ — Bérkov, er það rétt sem sagt er um Rússa, að þeir geri ekkert, en hugsi mikið, og breyti ekki neinu, en byggi loftkastala? „Nei,“ segir hann ákveðinn. „Og ég er hræddur við svona alhæfingar. En þetta stökk ykkar fram á við, það sýnir hvað hægt er að gera í raun og veru. Við í Sovétríkjunum eigum miklar náttúruauðlindir, skóga, olíu, jarðir sem gott er að rækta, en þið lítið annað en fiskinn og heita vatnið. Nú sjáum við hvað þið hafið gert. Hvað samviskusemi og duglegar hendur geta áorkað. Þið gefið gott fordæmi." GEISLASPILARI á verði sem allir ráða við UMBOÐSMENN UM LAND ALLT • Fjarstýring. • 16 bita, 3ja geisla „Pick-Up“. ---------------------v-------- • Breidd 42 sm. • 16 laga minni o.fl. Gunnar Asgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 ■ Sími 680780 U&tmiSOLSTOFUR Sól og gróöur allt árið í EINANGRUÐUM ELITE-SÓLSTOFUM Framleiddar í stæröum: 9,1-15,4 og 24,3 ferm. Möguleikar á öörum stæröum samkv. sérpöntun. Auðveldar í uppsetningu - Hagstætt verð. HAFIÐ SAMBAND EF ÞIÐ ÓSKIÐ EFTIR NÁNARI UPPLÝSINGUM SINDRa/qiSTÁLHF Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222 Meira en þú geturímyndað þér!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.