Morgunblaðið - 15.07.1990, Page 18

Morgunblaðið - 15.07.1990, Page 18
18 C NÍOftGUNBLAÐlÐ FJÖLIVHÐLAR SUNNUDAGUR 15. JULI Myndin úr auglýsingunni „Fyrirgefðu", sem hlotið hefúr fjölda viður- kenninga. Islensk ljósmynd meðal þeirra bestu LJÓSMYND eftir íslenskan ljós- myndara, Lárus Karl Ingason, var valin ein af 50 til sýningar á „Europanorama" í bænum Arles í Frakklandi en sú sýning er haldin á vegum Kodak og EPICA, sem eru samtök aðila sem vilja efla sköpunargáfú og hugvitsemi í evrópskum auglýs- ingum. „Þetta er ekki bara heið- ur og viðurkenning fyrir mig, heldur líka fyrir störf íslenskra ljósmyndara. Þetta sýnir að það er tekið eftir þeim,“ segir Lárus Karl, en sýningin mun fara víða um lönd, eftir að henni lýkur í Arles í sumar. Lárus Karl Ingason, ljósmyndari, Islenskar stjöninr? Fjölmiðlastjörnufræðingar í út- löndum telja að auk almennrar velmegunar og ákveðinnar upp- byggingar samfélags séu forsendur þess að stjömur verði til eftirfar- andi: — Þróuð fjölmiðlatækni. — Staðbundin menning á undan- haldi, fjölmenning í vexti. — Félagslegur hreyfanleiki, allir verða að geta orðið stjörnur. — Félagsleg breidd, allir þurfa að þekkja stjörnuna en hún á alls ekki að þekkja alla. Hafi einhvern tímann verið hægt að tala um íslenskar stjörnur þá er sem flýgur reglulega til stjörnuhim- ins. Samhliða auknum áhuga þjóðar- innar á þeim fjölmiðlum sem dreifa efni sínu frá Reykjavík hefur dæg- urmenning orðið miðstýrðari. Fjöl- miðlar hafa orðið æ ríkari þáttur í lífi allra um allt land. Yfir kaffísopa í sjávarþorpi úti á landi er rætt um Palla Magg og Stefán Jón þar sem áður var rætt um gæftir og gjöful mið. Afþreying og miðstýrðir fjöl- miðlar renna í eitt og staðbundin málefni komast síður á dagskrá. Reykjavík er orðin Mekka íslenskr- ar afþreyingar og popp- menningar á Stjörnur eru eins og skáldsagna- persónur, — einungis útlínur holdi klæddra einstaklinga. að var ljósmyndarinn Vincent Bertomeu sem stofnaði sýn- inguna árið 1986 undir nafninu The Journes de l’image professionell (JIP). Bertomeu hafði sérstakan áhuga á að ýta undir menningar- lega túlkun mynda og hugsaði sýn- inguna eingöngu fyrir atvinnuljós- myndara. Fyi'sta árið komu saman í smábænum Arles um 100 ljós- myndarar og árið 1989 voru 1.200. í ár sendu hins vegar 2.000 atvinnu- ljósmyndarar myndir til sýningar- innar. Mynd Lárusar Karls, sem fékk náð fyrir augum dómnefndar, er úr auglýsingaherferðinni „Akstur er dauðans alvara“, en auglýsingin heitir „Fyrirgefðu“ og hefur hlotið fjölda viðurkenninga, frá því her- ferðin var fyrir tveii,iur árum. Aug- lýsingaseríuna gerði GBB Auglýs- ingaþjónustan, sem nú heitir Hvíta húsið, fyrir Áhugahóp um umferð- armenningu, og var öll vinnan gef- in. Dagblaðsauglýsingin „Fyrir- gefðu“, með myndinni hans Lárusar Karls, var síðan valin athyglisverð- asta auglýsingin árið 1988 af ÍMARK (íslenska markaðsklúbbn- um), komst í úrslit í EPICA-sam- keppninni í Amsterdam og hlaut guliverðlaun í samkeppni AAAI (Affiliated Advertising Agencies International) í Aþenu. Lárus Karl lærði ljósmyndun í Gautaborg. Áður en hann fór í nám, vann hann í sjö ár hjá Myndamót- um. Hann segir að sú reynsla sem afiaði sér þar í prentmyndagerð, m.a. eftir að hafa unnið við litgrein- ingaskanner, h'afi komið sér að góðum notum. Hann rekur nú vinn- ustofu í Síðumúla 27 og fæst aðal- lega við auglýsinga- og iðnaðarljós- myndir. Lárus Karl segist ekki hvað síst ánægður með þann arangur sem myndir hans hafa náð, vegna þéss að þær eru svart/hvítar. „Kópí- ering á svart/hvítum myndum er eitt það erfiðasta sem ég fæst við og ég lagði mig 110 prósent fram við gerð þessarar seríu.“ það einmitt núna. fjölmiðlafyrir- tæki margs konar, vopnuð mjög þróuðum tækjum hafa á síðustu árum brotið sér æ greiðari leið inn í vitund lands- ins. Bryndís og Hemmi eru enn merkilegri og glæsilegri en þau hafa nokkru sinni verið og ungir og óþekktir einstaklingar tengdir listum, skemmtunum og fjölrniðlum, sleppa endrum og sinn- um um borð í geimskutlu sjón- varps, útvarps, blaða og tímarita sama hátt og Hollywood í heimi kvikmynda. í Reykjavík búa stjörn- ur sem brosa til landsmanna allra. En stjörnur væru ekki til án draumsins um að verða stjama. Hér á landi er mikill félagslegur hreyfanleiki. Jólasveinn verð- ur samgöngumálaráðherra, ungl- ingar í frystihúsum úti á landi verða á örfáum árum Hamletar og alheimsfegurðarundur og járnsmið- ur að norðan slær í gegn á La BAKSVID eftir Asgeir Fridgeirsson Um sjónvarpsnotkun, ólæsi o.fl. Islenskir sjónvarpsá- horfendur hafa fengið nokkra konfektmola úr tækjum sínum upp á síðkastið. íþróttaunnendur sem og ekki íþróttaunnendur hafa átt kost á íþróttaveislum í beinum útsendingum frá hinum stóra heimi. Heims- meistarakeppni í knatt- spyrnu, sem talið er að hall náð til 30 milljarða sjón- varpsáhorfenda, lauk 8. júlí á sögulegan hátt inni í stof- um Islendinga eftir mánaðar- dvöl þar og sama dag mættu meistarar í hinu heimsfræga Whnbledon-móti í Englandi í sönrú stofur til að hafa ofan af fyrir íslenskum áhorfend- um. En besti konfektmolinn ■ úr sjónvarpspakkanum þess- ar síðustu vikur er án efa að mati margra beina útsend- ingin frá tónleikum annars konar meistara sem tróðu upp í sjálfri Rómarborg. Það eru líklega flestir sem upp- lifðu tónleika Domir.go, Carr- eras og Pavarotti sammála um að ekkert hafi vantað þar á nema ef væri tilfinningin að sitja á staðnum og anda að sér ilminum á fögru sum- arkveldi í útióperunni Carac- allas. Þvílík sæla að hafa sjónvarp við svona tækifæri. Þvílíkur munaður að geta brugðið sér á svo stórkost- lega tónleika í sjálfri Romar- borg heima í stofu. Þvílíkur miðill sem sjónvarpið er. Lík- lega flokkast ofannefnd horf- un undir jákvæða notkun hans, efnið líklega talið í hágæðaflokki og áhrifín þro- skandi, fræðandi og hvetj- andi. En er þá eitthvað að setja út á sjónvarpsmiðilinn? Hvers vegna hljóðaði fyrir- sögn hér í Morgunblaðinu um daginn þannig: „Sjónvarpið hefur slæm áhrif á fólk.“ Og frásögnin hófst á staðhæf- ingu sem sagði að sjónvarpið væri víðsjárverður förtinaut- ur og að sjónvarpsnotandan- um liði oftast veri' eftir að hafa setið fyrir franian skjá- inn. Þarna höfðu tveir banda- rískir sálfræðingar kannað viðbrögð hjá hópi sjónvarp- snotenda í 13 ár og birt í bók sem fjallar um sjónvarpið og lífsgæðin og áhrif áhorfs á hversdagslífið. Þetta er að- eins ein af fjöldamörgum könnunum varðandi þennan umtalað miðil á Qölmiðlaöld og niðurstöður og ályktanir margar og margs konar. Eitt voru þátttakendur í ofan- nefndri könnuninni þó sam- mála um, að bóklestur væri erfiðari og reyndi meira á einbeitinguna en sjónvarps- gláp en samt væru menn að jafnaði afslappaðri eftir að hafa lesið bók en eftir að hafa setið fyrir framan skjá- inn. Og það voru fleiri frá- sagnir sem komu inn á sjón- varpsmiðilinn í sama blaði síðustu vikur. Ein kom frá Bretlandi og sagði frá því að ólæsi skólabama væri stöð- ugt að aukast þar og að í könnunum komi fram að Breti horfi venjulega á sjón- varp í 27 klukkustundir á viku en lesi bók í átta stund- ir, að foreldrar sinni börnum sínum lítið en lesi þeir með þeim í fímm mínútur á dag aukist lestrarþroski þeirra þrefalt hraðar en ella. I ann- arri frásögn gagði síðan af könnunum í Bandaríkjunum þar sem í ljós kemur að bandarískt æskufólk hefur ekki áhuga á þjóðfélagi sínu. Í skýrslum um kannanir þessar segir að þetta sé farið að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál og þjóðlíf og að þarna megi að hluta fá skýr- ingu á uppgangi léttvægra sjónvarpsstöðva og á áhrifa- mætti neikvæðra auglýsinga. Já, fræðingarnir þreytast seint á að velta fyrir sér áhrifamætti sjónvarpsmiðils- ins, hinum margvíslegu áhrifum hans bæði jákvæð- um og neikvæðum. Rómarkvöldstundin með Domingo, Carreras og Pa- varotti er áreiðanlega í já- kvæða pakkanum en það er þetta með að kunna sér hóf, að kunna að velja og hafna, taka stundum spennumynd- ina eða sápuóperuna með en sleppa þeim þegar þannig stendur á. Hún er nefninlega ekki alvitlaus fjölmiðlaform- úlan góða. Hver segir hvað á hvaða hátt við hvem og með hvaða áhrifum. Hún er heldur ekki út í loftið ákvörð- un Sameinuðu þjóðanna frá 1987 um að tileinka árið 1990 baráttunni gegn ólæsi. 8. september næstkomandi verður alþjóðlegur dagur læsis og hér í landi bókmenn- tanna er í undirbúningi dag- skrá í fjölmiðlum og eru jafn- vel uppi hugmyndir um að tengja átakið þeim degi þeg- ar virðisaukaskattur á bók- um verður felldur niður. Og þegar sá skattur verður num- inn brott geta þeir sem í nýlegri sjónvarpskönnun Gallups hér á landi voru sagðir horfa mest á sjónvarp keypt sér bækur til að vega upp á móti sjónvarpsglápinu — en eins komið hefur fram í ljölda erlendra kannana voru það þeir lægst launuðu sem horfðu hvað mest á sjón- varp á íslandi. Guðrún Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.