Morgunblaðið - 15.07.1990, Qupperneq 19
C 19
Scala. Svo vel er búið að þegnum
þessa lands að flestir hafa tækifæri
til að ná frama svo lengi sem ekki
skortir ásetning, hæfileika og ekki
hvað síst heppni.
Séríslenskt fyrirbæri í þessum
stjörnufræðum er innflutta frægðin
sem íslenskasta stjarna allra tíma,
Garðar Hólm, er kaldhæðið dæmi
um. Víst er að þær stjörnur sem
glitra hvað tærast hér á landi baða
sig í einnig í erlendum frægðar-
ljóma. Hér á landi berast frekar
fréttir af umsögnum erlendra fjöl-
miðla af afrekum landans en af
afrekunum sjálfum. Hvert hefði
hlutskipti Sykurmola orðið hér á
landi hefði Melody Maker ekki tek-
ið þá upp á sína arma? Eins fjalla
flestar fréttir af Ásgeiri Sigurvins-
syni eða Arnóri, Guðna Bergs,
Sigga Jóns o.s.frv. um frásagnir
misjafnlega merkilegra blaða og
tímarita um þá. Þó svo dalakofa-
komplex okkar, þ.e. ekkert íslenskt
er merkilegt, geti verið orsök þessa
þá er þetta einnig vísbending um
að raunverulegar stjörnur þrífist illa
á íslandi. Önnur vísbending er sú
að þrátt fyrir umtalsverða félags-
lega breidd hér á landi þá er ofg-
nóttinni og öfgunum ekki fyrir að
fara eins og meðal hinna sönnu
stjarna í Hollywood, New York,
París og Róm. Hér á landi lifa allir
gráu hvunndagslífi. Þegar kvik-
myndaleikarar vestanhafs eru að
hafa sig til kvöldverðar í miðri viku
á úrvals veitingastað þá eru starfs-
bræður þeirra í fremstu röð hér á
landi að sækja börnin á barnaheim-
ilið eða hlaupandi á eftir þeim í
Kringlunni. Eða þegar erlendu tón-
listarsjéníin vakna til tilbúnis morg-
unverðar á sunnudagsmorgnum eru
snillingar okkar að naglhreinsa og
skafa timbur upp í Seljahverfi í
Breiðholti.
Ekki má heldur gleyma í þessu
samhengi því að einkalíf íslenskra
stjarna virðist hinn mesti lognpollur
í samanburði við stormasöm hjóna-
bönd alheimsstjarnanna. Islenskar
stjörnur, með mjög fáum undan-
tekningum, eru því ekki fet.i framar
almenningi eða „einum of“ í einka-
og félagslífi eins og þær erlendu.
Að þessu leyti eru alþjóðlegar meg-
astjörnur oft fyrirmyndir eða víti
til varnaðar. Enn sem komið er
hafa íslenskar stjörnur ekki ölast
það hlutverk. E.t.v. stafar það af
því að almenningur þekkir þær ekki
nægjanlega. Fréttafjölmiðlar hafa
lengst af lítið sinnt einkamáium
frægra íslendinga. Að líkindum
læsum við fyrr um hjúskaparvanda
forseta Bandaríkjanna en kollega
hans hér á landi.
Af þessu má ljóst vera að ís-
lensku stjörnurnar þurfa að upp-
fylla allmörg skilyrði til þess að
verða almennilegar stórstjörnur
sem virkilega geislar af.
FÓLK
i jjölmiðlum
■Eggert Skúlason, hefur verið
ráðinn fréttamaður á Stöð 2. Egg-
ért hefur starfað við blaðamennsku
um árabil, síðast sem fréttastjóri á
Tímanum. Annar nýr fréttamaður,
Jóhanna Tómasdóttir, kemur til
starfa á Stöð 2 undir Iok mánaðar-
ins. Jóhanna hefur nýlokið masters
námi í fjölmiðlafræðum í New York
en í 16 ár starfaði hún sem ritari
í utanríkisþjónustunni í Reykjavík,
New York, Genf, París og Brussel.
Auk þessara nýju fréttamanna er
Auðbjörg Haraldsdóttir í afleys-
ingum í sumar, en hún er í námi í
fjölmiðlafræðum í Boston í Banda-
ríkjunum.
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ
Bergerac kominn í
útrýmingarhættu
BRESKA ríkissjónvarpið BBC inun líklega hætta við að flytja
gamalt og vinsælt sjónvarpsefni á borð við þættina um Bergerac —
sem nú er verið að sýna í íslenska ríkissjónvarpinu — til að bæta
versnandi stöðu í keppninni um hylli áhorfenda í Bretlandi að sögn
The Observer. þættirnir Dýrin mín stór og smá verða líklega einnig
Látnir (júka.
BBC hefur ekki haft jafnfáa
áhorfendur í sex ár vegna
harðnandi keppni frá óháðu sjón-
varpssamsteypunni ITV. Nokkrum
milljónum punda verður varið til
að vinna aftur hylli áhorfenda, sem
hafa leitað á önnur mið, með endur-
skipulagningu efnis og framleiðslu
nýrra þáttaraða, þrátt fyrir áætlun
um 75 milljóna punda sparnað fyrir
1993.
„Þreytulegir" þættir verða látnir
víkja fyrir „aðgengilegum gæða-
leikritum" á besta sýningartíma.
Nýjar sápuóperur eru einnig áform-
aðar í síðdegisdagskránni. í ráði er
að nýir þættir taki um síðir við af
gömlum og vinsælum staðreynda-
þáttum eins og That’s Life og Mast-
ermind — getraunaþætti Magnúsar
Magnússonar.
í nóvember horfði nánast sami
fjöldi á BBCl og ITV. í lok júní
horfðu 36,5% á BBCl, en 45,5% á
ITV. Tíu af hundraði horfðu á
BBC2 og 8% á „fjórðu rásina“
(Channel Four).
Aðalbreytingarnar verða kl. 7-9
e.h. Ein helsta skráveifan, sem ITV
Líflátsliótun? John Nettles í hlut-
verki Bergerac, rannsóknarlög-
reglumanns á eynni Jersey.
hefur gert BBC, var að fjölga þátt-
um sápuóperunnar Coronation
Street í þijá f viku. Tvær aðrar
sápuóperur, önnur þeirra um sveita-
líf, hafa verið bættar og endurnýj-
aðar. Þættir ITV um Morse lög-
regluforingja hafa náð hylli vel-
stæðs fólks. Blómaskeið BBC-þátta
eins og Austurhæingar og Wogan
virðist á enda runnið.
Rás 1 fær
nútímalegra
yfirbragð
Með haustinu eru fyrirliug-
aðar töluverðar breytingar á
dagskrá Rásar 1 lijá Ríkisút-
varpinu. Að sögn Margrétar
Oddsdóttur dagskrárstjóra
hefúr útvarpsráð samþykkt
helstu áherslur, en endanleg
mynd af dagskránni verður
ákveðin þegar nýtt fólk kemur
til slarfa. Auglýst hefur verið
eftir umsjónarmanni morg-
unútvarps og ritstjórum ár-
degisútvarps, midegisútvarps
og síðdegisútvarps.
ið höldum áfram í ákveðnar
hefðir, en teljum tímabært
að ljá Rás 1 nútímalegra yfir-
bragð og byggja dagskrána upp
á markvissari hátt en verið hef-
ur,“ sagði Margrét Oddsdóttir.
Aðspurð sagði hún of sterkt til
orða tekið að verið sé „poppa
upp“ dagskrána, en engu að síð-
ur verði breytingar töluverðar.