Morgunblaðið - 15.07.1990, Page 22

Morgunblaðið - 15.07.1990, Page 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENNIINIGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. JÚLÍ LEIIiHÚS/Setur heimsókn Kantors spor t íslenskt leikhúslíff Umáhrífamátt meistarans I SIÐASTA pistli var vikið stuttlega að komu pólskra leikliús- mannsins Tadeus Kantors, sem áhugafólk um leiklist hreifst mjög af, ef marka má undirtektir áhorfenda á síðustu sýningu hans. Viðbrögðin við Kantor vekja upp ýmsar spurningar Um gagnrýni og umræðu í leiklist hérlendis. Vandinn er sá, að okkur hættir til að láta segja okkur fyrirfram hvað sé gott og vont í leikhúsi, án þess að fá tækifæri til að mynda okkur sjálfstæða skoðun á því eftir að sýningu er lokið. Og þannig var það í tilviki Kantors. Flestum þótti hann og leiklist hans geðug. Framkall leikhópsins og lófatak áhorfenda var eins og eftirleikur við sýning- una og fór fram við undirleik af segulbandi — en eitt af stílbrögð- um Kantors er öflug tónlistar- beiting, sem er ótvírætt einn af sterkustu áhrifa- miðlunum í upp- setningum hans. Tónlistin sem hann velur verkum sínum er til- finningaleg eðlis og verkar sefj- andi á áhorfandann m.a. vegna stöðugrar endurtekningar á sömu stefum og minnum. Þannig tókst Kantor að sameina alla áhorfend- ur í þeirri leikhúsupplifun sem það hafði beðið spennt eftir að verða hluti af. Hrifning íslenskra áhorfenda er svo sem engin undantekning, Kantor hefur farið sigurför víðs vegar um heim þar sem leikhús- menning er ríkjandi. Hann er umtalaður, dáður, goðsögn í lif- anda lífi, merkilegasti leikhús- maður aldarinnar, vilja sumir meina. Það er alltaf dálítið skoplegt að vera viðstaddur heimsókn er- lendra leikhúsgúrúa til íslands. í litla leikhúsheiminum okkar fer oggulítil múgsefjun í gang og á meðan er ekki talað um annað. Það verður mætingarskylda hjá úrvalsliðinu og reyndar hjá öllum deildum leikhússins. Engan má vanta. Maður verður að taka þátt í samkomunni og helst að segja hallelúja með hinum. Enginn sem vill láta kenna sig við leiklist er maður með leikhúsmönnum ef hann hefur ekki séð Kantor. Og ef honum hefur ekki þótt neitt sérstaklega gaman, eða hrifíst ofboðslega, þá hefur hann ekki nógu næmt auga fyrir listinni, því listin er stærri og meiri hjá Kant- or en flestum öðrum. Allir verða helst að vera á sama máli um snilld hans, sem er ekki hvað síst fólgin í því að skapa stemningu, ná áhorfendum á sitt vald með sviðsgöldrum. Um leið og lófatak- inu lýkur og áhorfendur standa úr sætum sínum byija spurning- arnar: „Hvernig fannst þér?“ eða það sem er enn algengara: „Fannst þér ekki gaman?“ Og án þess að fá ráðrúm til að hugsa eða melta með sér það sem fyrir skilningarvitin bar kemur aðeins tvennt til greina; að finnast gam- an eða leiðinlegt. Gott eða vont. Já eða nei. Svart eða hvítt. Með eða á móti. Ef skoðanir okkar eru persónulegar, þá litast þær um of af duttlungum og geðþótta, annaðhvort geðjast okkur að við- komandi listamanni eða höfum vanþóknun á honum. Það er ekk- ert þar á milli. Þar með er málið útrætt og við gefum ekki færi á að rætt sé málefnalega um for- sendur og innihald listviðleitni hans. Þannig verður umræðan afskaplega klippt og skorin og dálítið geld. Svo fyrnist yfir, fólk gleymir Kantor jafn fljótt og það uppgötvaði hann. Heim- sókn hans var vissulega kær- komin og áhugaverð að mörgu leyti. Við sáum leik- hóp, sem ger- samlega laut meistara sínum og ástríðum hans. Sjálfur tók hann óbein- an þátt í sýn- ingunni, persóna hans sveif yfir vötnunum. Án leikstjóra síns væri leikhópurinn líklega ekki til. Áhrifamáttur hans er athyglis- verður á tímum, þar sem listrænt vald leikstjórans er sífellt dregið í efa. Kantor sjálfur kemur áreið- anlega aldrei aftur, nú eigum við bara eftir að sjá hvort hann setti einhver spor í íslenskt leikhúslíf. eftir Hlín Agnarsdóttur SÍGILD TÓNLIST /Verdur neistaflug á Norburlandi? r FIHstendur sig beturenFHH ELÍSABET Waage hörpuleikari er stödd á íslandi um þessar mundir en hún hefur verið búsett í Hollandi hátt í 8 ár, eða allt frá því hún hóf þar framhaldsnám í Den Haag. Mörgum eru eflaust enn þá í fersku minni skemmtilegir tónleikar Elísabetar og Peters Verduyn Lunel flautuleikara er þau léku nútímatónlist í safni Siguijóns Ólafsson- ar í vetur. Því miður ætlar Elísabet ekki að spila hér iyrir sunnan að þessu sinni, en ferðinni er heitið norður í land ásamt fíðlulcikaranum Laufeyju Sigurðardóttur og leika þær fjölbreytta elhisskrá á Húsavik, Reykjahlíð og Akureyri um næstu helgi. Elísabet og Laufey verða með sónötu eftir Spohr, Laufey leik- ur Sonorities VI, einleiksverk fyrir fiðlu eftir Magnús Bl. Jóhannsson, en þetta ljúfa verk frumflutti Lau- fey á listahátíð í sumar. Þá flytur Elísabet sarabande og tokkötu eftir ít- alann Nino Rota sem er kannski kunnastur fyrir kvikmyndatónlist sína. Og ennfremur fá tónleikagestir að heyra. fantasíu eftir Saint Saens og Vokalise eftir Rakhmanínov. Elísabet hefur mikið spilað kamm- ertónlist en einnig í hljómsveitum og einleik. Hún fór t.a.m. í tónleikaferð með lítilli hljómsveit um Holland og spilaði Debussy-dans- ana sem hún frumflutti svo hér heima með Kammersveit Reykjavík- ur. Eg spurði Elísabetu hvemig væri að vera tón- listarmaður I Hollandi. „Ég hef ekki langa reynslu, en í Holiandi þarf maður helst að hafa skapað sér nafn, annars hefur verið nóg að gera í spilamennskkunni hjá mér en ekki eins vel borgað og hér. FHH stendur sig ekki eins vel og FIH. Það eru alls konar minni klúbbar sem skipu- leggja tónleika og fá þá efnilegt fólk til að spila. Það er líka umboðsmann- akerfi en þrátt fyrir það er ekki eins vel borgað. Hljómsveitir hafa þó sér- samninga. Það er að mörgu leyti gott að hafa nóg að gera, þú getur t.a.m. endurtekið prógramm, sem er alveg nauðsynlegt að geta gert. Styttri tónleikar eru mjög vinsælir í Hollandi, t.d. hádegistónleikar eða kaffitónleikar.“ Er einhver munur á tónleikum hér og þar? „Ég get ekki dæmt um allt Hol- land, en még man eftir því í Den Haag að á tónleikum voru fáir áheyr- endur úr tónlistarskólanum, það var frekar eldra fólk sem var með áskrif- endakort og stundum fannst mér vanta þetta neistaflug sem myndast oft milli áheyrenda og tónlistarmann- anna. Hér finnst mér meiri áhugi á nýrri tónlist og það myndast oft meiri spenna á tónleikum þótt listamennirnir spili kannski færri feilnótur þar. Þetta hefur eitthvað með stærð landsins og fólksíjöldann að gera. Hollendingar eru ekki eins miklir einstaklings- hyggjumenn og við. Það hefði líka verið óhugsandi að ég hefði verið að frum- flytja Debussy-dansana í Hollandi eins og ég gerði hér. Tónlistarhefðin er miklu eldri úti. En það er einhver frumherjahugur í okkur íslendingum sem mér h'kar vel við.“ Elísabet ætlar að búa á íslandi næsta vetur og það verður spenn- andi að fylgjast með henni og ég hvet Norðlendinga að láta tónleika þeirra Elísabetar og Laufeyjar ekki framhjá sér fara. eftir Jóhönnu V. Þórhallsdóttur Elísabet Waage hörpuleikari. MYNDLIST /Er menningþab sem fólkib vill? Hlutverk myndlistar EINHVERN veginn er það svo, að á sumrin daprast öll umræða um menningu og listir. Landsmenn eru í sumarfríi, og hafa þessar vikurnar meiri áhuga á tijárækt, sumarhúsum, ferðalögum og íþróttum en andans málum. Um þau heyrist lítið frá öðrum en þeim, sem hafa sett sér að koma málefnum listanna á framfæri við öll möguleg tækifæri, hvort sem aðrir væru móttækilegir fyrir slíku eða ekki. Nýlega skrifaði þó ungur maður kjallaragrein í eitt dagblaðanna þar sem hann fjallaði um menningar- mál, og samspil markaðarins og lista. í máli hans kom sterklega fram, að hann teldi að opin- berir aðilar ættu helst engin afskipti að hafa af menn- ingarmálum, en eftirláta markaðn- um að styðja það starf sem ætti sér stað á því sviði. Þessa skoðun sína 'byggði hann á þeirri skilgreiningu, að menning væri það, sem fólkið vildi — og þá væntanlega að markað- urinn sæi sér hag í að bjóða upp á þá menningu sem fólkið vill. Af þessu má ráða, að markaðs- hyggjan er farin að rugla margan manninn illilega í riminu. Sú skoðun að fijáls markaður vinsælda og fjár- magns, framboðs og eftirepurnar, leysi öll vandamál mannfélagsins, er að verða hættulega ríkjandi meðal þeirra sem hrífast af einföldum skyndilausnum. Því er rétt að benda á nokkrar sögulegar afleiðingar slíkra lausna, og síðan hvernig hlut- verk myndlistar í mannlegu samfé- lagi hefur stundum verið skilgreint, sérstaklega af þeim sem hafa valið sér það erfiða hlutskipti að starfa að myndlist., Ef það sem fólkið vill er þá um leið hin æðsta menning, verður að endurskoða margt í sögu mannsins. Þá verður að telja helsta framlag rómverska keisaradæmisins til heimsmenningarinnar fólgið í því að bjóða upp á blóðugar fórnarathafnir, þar sem villidýr rifu í sig varnarlaúsa fanga og skylmingaþrælar murkuðu lífið hver úr öðrum, þar til aðeins einn stóð uppi. Þetta voru jú vinsæl- ustu skemmtanir fólksins á þeim tím- um, og því ótvíræðir menningarat- burðir. En um leið er rétt að gleyma þeim verkum Rómveija, sem oft er bent á þeim til framdráttar, svo sem vatnsveitum, vegakerfum, verkfræði- undrum eins og hvolfþaki Pantheon og Kólosseum-leikvanginum, þar sem fimmtíu þúsund áhorfendur gátu se- tíð undir yfirdregnu seglþaki sem hlífði þeim við sólinni og horft á hvort sem var sviðsetta leiki eða sjó- orrustur. Og jafnframt má gleyma sagnaritun Rómveija og eftirmynd- um af grískum höggmyndum, sem oft eru einu heimildirnar um gríska list. Við þurfiim á list að halda sem ber í bakið á okkur. Á áratugunum kringum síðustu aldamót var París ótvíræð menning- armiðstöð Evrópu, og því hlýtur það sem fólkið sóttist eftir þar að vera merkasta framlag þess tíma til menn- ingarsögunnar. Djaifasti dansinn var Can-Can, vinsælasti skemmtistaður- inn Rauða Myllan og skuggalegasti tískudrykkurinn var absinta. Þetta var það sem fóikið vildi. Það hafði enginn áhuga á list Van Goghs, sem svifti sig lífi fyrir einni öld, og hafði einungis selt eitt verk á meðan hann lifði; fáir höfðu áhuga á framlagi Monets, sem þó barðist áfram, Seur- ats, sem einnig dó ungur, og í byijun átti Picasso, sem kom til Parísat' rétt eftir Eiiík Þorlóksson eftir aldamót, fáa aðdáendur. Nei, það er auðsætt að tískusveifl- ur hafa lítið með menningu að gera, og menn eru sfaldan raunsæir dómar- ar um menningarverðmæti eigin tíma. Því er einasta ráðið til að tryggja listræna grósku og sköpun menningarverðmæta hveiju sinni að ýta undir alla hugsanlega listsköpun í samtímanum og láta síðari tíma velja hið bitastæða úr. Til að tryggja að ekki aðeins það, sem tímabundnar vinsældir hreykja hæst, fái að njóta sín á hveijum tíma, þarf að koma til víðtækur stuðningur við sköpunar- freisi listamanna, bæði frá samfélag- inu, samtökum einstaklinga og stofn- unum. Jafnframt er nauðsynlegt að sá stuðningur sé algjörlega án skil- yrða, því að skilyrði eru ekkert annað en haft á listafólk. — Þessu til áherslu má benda á að nú á sér stað sorgleg þróun varðandi opinberan stuðning við listsköpun í Bandaríkj- unum, þar sem þingmenn eru að reyna að skilyrða opinbera styrki til sýningahalds og uppsetningar nýrra listaverka; þetta er þegar farið að hafa neikvæð áhrif á bandaríska list- amenn og starf þeirra. Orðabók Menningarsjóðs skil- greinir menningu sem „þroska mann- legra eiginleika mannsins, þjálfun mannsins, þjálfun hugans". Sama bók skilgreinir list sem þá „íþrótt að búa til e-ð fagurt eða eftirtektar- vert“. Nokkuð vel að orði komist; þó er víst að hver og einn á sér sína einkaskilgreiningu um þessa hluti, útfrá eigin reynslu. Marcel Duchamp sagði að list væri vanabindandi lyf, og Turner skilgreindi listiná sem skrítið starfssvið. Ásmundur Sveins- son taldi höggmyndalistina einfald- lega vera spurningu um að taka -efni, forma það og láta ijósið leika við það; hún væri leikur að ljósi. Þannig geta viðhorfin verið margvís- leg, en til hvers er þá myndlist í mannlegu samfélagi? í samræmi við skilgreiningu orða- bókarinnar hér að framan telja sum- ir að myndlist eigi að vera skreyting við mannlífið, fegra það og bæta; hún eigi aðeins að vera mönnum til ánægju. Þetta viðhorf hefur stundum verið kallað aðdáun á „stofulist". Aðrir telja að listin eigi að hreyfa við fólki, og hér er gott að vitna til orða Ásmundar Sveinssonar:........ég er á móti sefjunarlistinni. Þessari list, sem við höfum ánægju af. Við þurfum á list að halda sem ber í bakið á okkur. Ýtir við okkur. Þegar karlar og kerlingar koma á sýningar og segja: „Ó, hvað þetta er fallegt!" þá gerist ekkert. En ef fólkið segir: „Hver andskotinn er nú þetta?“ þá gerist eitthvað. Spurningar vakna, grunur læðist að og fólk vex til lífs- ins. Vaknar til meðvitundar um að það er ekki skynlausar skepnur." Víst er, að í list sinni vann Ás- mundur sjálfur eftir þessum for- merkjum, og naut lengi vel lítillar hylli landsmanna fyrir; því var jafn- vel hótað 1952 að ákveðin verk hans yrðu mölbrotin, yrðu þau reist á opin- berum stöðum. Nú gætu fáir hugsað sér Öskjuhlíðina án „Vatnsberans", eða Laugardalinn án „Móður Jarðar“, en svipuð viðhorf eru stöðugt uppi í garð nýrri listar af öllu tagi, eins og stundum kom í ljós á nýliðinni Lista- hátíð. En í raun eru slík viðbrögð fagnað- arefni, ef málið er skoðáð í réttu ljósi; því þau sýna ótvírætt, að mynd- listin heldur áfram að gegna því hlut- verki sínu að ögra fólki og ýta við því, vekja það til lífsins. Þá er eitt- hvað að gerast — og listamenn því enn á réttri braut, eins og Ásmundur Sveinsson hefði sagt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.