Morgunblaðið - 15.07.1990, Page 28

Morgunblaðið - 15.07.1990, Page 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ t,/-(erra c/ómari, hanrt /eidtr i/Hni&. " Afsakið, drengir. En ég gleynuli gleraugunum ... Á FÖRIMUM VEGI Engin von fyrir þrast- arungana Til Velvakanda. BERIR AÐ OFAN: Hljóm- sveitin er alltaf númer eitt Eg heyrði einu sinni konu segja með beygju á vör og svip af móðursýki: „Ja, ég hef nú alltaf getað komið út öllum mínum kettl- ingum.“ Þessi kona var að lósa sig við síðasta kettling af fjórum í það sinn. Hún átti þrjá ketti og eina læðu kettlingafulla. Ég er stundum að hugsa þegar ég sé allar þessar auglýsingar í Velvak- anda hvort þetta séu kannski allt- af sömu konurnar sem fjölga kött- unum í Reykjavík og nágrenni. Ég las þarft bréf í Morgunblaðinu 11. júlí frá konu í Vesturbæ um kattamergðina þar, en það er víst síður en svo betra í öðrum hverf- um. í einu úthverfí Reykjavíkur er það þannig að það heyrist ekki nema í einu þrastapari þar sem áður verptu þrestir í nær hvetjum garði. Þar hefur eiturúðun sett mestan svip á fuglalífið og svo hefur kötturinn tekið við því sem eftir var. Það er bara einn köttur sem gengur hér um hverfið á nótt- unni að ég held, en hann er dugleg- ur. Þetta hefur verið svona í nokk- ur ár. Þetta er ósköp rólegur kött- ur en hann er fugladrápari. Hann er vel merktur, en kemur alltaf út á kvöldin og er úti allar nætur. Eigendunum finnst það auðvitað þægilegast að geta sofið áhyggju- lausir og losna við köttinn á nótt- unni. Hann er vetur sem sumar að reyna að smeygja sér inn ef einhvérs staðar er glufa. En ég hef horft á hann tína upp ungana sem voru að koma í fyrsta sinn úr hreiðrinu niður á jörðina. Ég varð of sein að bjarga þeim. Þessi eini köttur drap líka mömmuna frá ungunum sem hún lá á og að hlusta á kveinstafi fuglanna er grátlegt, sérstaklega þar sem þre- stirnir halda tryggð saman alla ævi og finna sér ekki annan maka. Nú hafa þessi einu þrastahjón í hverfinu orpið í annað sinn eftir að ungarnir voru étnir í fyrra skip- tið, en það er engin von meðan kötturinn gengur laus með fína hálsbandið sitt og eigendurnir sofa svefni hinna réttlátu á meðan. Og ég sem var svo mikill kattavinur. Ég hata ketti. Ein í úthverfi EIR sem gerðu sér dagamun á þjóðhátíðardaginn og röltu niður í Hljómskálagarð hafa eflaust lagt eyru við tónlist hljómsveitar- innar Berir að ofan sem tróð upp á hljómsveitarpalli við Tjarnar- brúna. Berir að ofan var upphaflega stofnuð af þremur sjöundubekking- um í Árbæjarskóla fyrir um það bil þremur árum en seinna bættust þrír við og úr varð sveit sem fékk nafnið Berir að ofan. Þeir fjórir meðlimir sveitarinnar, sem ráku nefið inn í Morgunblaðs- húsið í vikunni, voru ekki berir að ofan en kynntu sig kurteislega fyr- ir blaðamanni sem langaði að vita hvernig tónlist hljómBveitin léki. ,tVið leikum aðallega rokk,“ segir Ágúst Sveinsson trymbill hljóm- sveitarinnar. „Yfirleitt eftir aðra en við erum aðeins farnir að semja sjálfir. Við höfum verið kallaðir ballhljómsveit," segir hann og lítur á félaga sína sem kinka kolli til samþykkis. Gítaristinn, Gunnar Möller, bætir við að hljómsveitin hafi leikið á nokkrum menntaskóla- böllum. „Við höfum til dæmis verið á MS-balli, MR-balli og MK-balli,“ segir hann. „Svo höfum við líka leikið fyrir krakka í grunnskólanum og í Glym. Við tókum líka þátt ! Rykkrokktónleikum í Fellahelli í vetur,“ segir hann og bætir við að hljómsveitin hafi tekið þátt í Músíktilraunum í Tónabæ en þær eru greinilega ekki vinsælt um- ræðuefni meðal strákanna. Aftur á móti kemur í Ijós að hljómsveitin verður með á safnplötu Krísuvíkur- samtakanna sem er í bígerð. Til að bytja með æfðu strákarnir í bílskúrnum heima hjá Ágústi en nú hefur hljómsveitin sitt eigið æf- ingahúsnæði. „Spilamennskunni fylgdi auðvitað hávaði og svo lang- aði okkur til að hafa okkar eigið húsnæði," segir Ottó Guðnason, gítarleikari, en harðneitar að segja hvar húsnæðið er í bænum. „Við erum með dýr tæki sem við verðum að passa upp á,“ segir Gunnar til skýringar, „það er alltaf verið að stela dýrum græjum,“ bætir hann við og segir að ágóði af tónleika- haldi hljómsveitarinnar renni óskiptur til tækjakaupa. Það koma vöflur á strákana þeg- ar þeir eru spurðir að því hvort ekki væri ráð að hafa söngkonu í hljómsveitinni. „Ég hef svosem ekk- Víkverji skrifar að er mikilli prentsvertu ejdt í að vara menn við þeirri hættu sem í umferðinni býr og varla líður sá dagur að varnaðarorð séu ekki látin falla í útvarpi. Ekki verður dregið í efa að þetta hefur áhrif, en samt sem áður sýnir tölfræðin að slysum fækkar ekki. Er hér tal- að fyrir daufum eyrum? Víkveiji hyggur að svo sé ekki, það sýnir hinn mikli fjöldi sem sýnir varfærni og ekur af öryggi. Hitt er þó ljóst að ýmsir, sem þyrftu að taka til sín hin prentuðu orð eða talaða mál, láta það sem vind um eyru þjóta. Það er lofsvert að þeir, sem berjast hvað mest fyrir bættri umferð, skuli ekki hreinlega gefast upp - en þeim er vafalaust ljóst að slík upp- gjöf kostaði enn fleiri mannslíf. XXX Komum heil heim eru einkunn- arorð áróðursherferðar, sem Slysavarnaféiag Islands gengst fyr- ir nú á sumarmánuðum. Auðvitað erum við öll sannfærð um þegar lagt er af stað að við komum aftur heil heim, við erum svo góðir bílstjórar! En staðreyndin er sú að hvað góðir bílstjórar sem við erum getum við ekki verið alveg viss. Þó getum við með aksturslagi okkar aukið líkurnar á að svo verði. Við ráðum ekki því hvernig náunginn, sem er að flýta sér óskaplega mik- ið, ekur. Þeim mun meiri ástæða er til að fylgjast vel með honum og sýna aukna varkárni ef við verð- um þess vör að hann ekur glanna- lega. I ferðum út á land er nauðsyn- legt að vera með hugann við akstur- inn og leiða hjá sér annað sem glep- ur, til dæmis fagurt landslag. Við verðum að stansa til þess að virða það fyrir okkur. Víkveiji átti núna í vikunni leið í bíl frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur. Umferðin var jöfn og greið (ekið á 80-90 km), en skyndilega heyrist hvinur við hlið bílsins og fram úr ekur X-bíll á ofsahraða, og síðan framúr hverjum bílnum af öðrum. Víkveija er enn ráðgáta hvernig bílstjóranum tókst þetta þar sem umferð var mikil á móti. Þessi bflstjóri slapp og þeir sem voru á veginum á sama tíma, en þannig verða mörg slysin, vegna óvarkárni — nei, vegna heimsku. XXX En það er fleira að varast en hættur í umferðinni, þegar farið er út á land. Borgarbörnin mæta þar ýmsu sem þau eiga ekki að venjast og getur reynst þeim hættulegt. Slysavarnafélagið minnir einnig á þetta í áróðursher- ferð sinni. Það getur t.d. verið vara- samt að láta ung börn valsa ein um í „guðs grænni náttúrunni“. Þar leynast stundum gjótur og pyttir sem geta verið viðsjárverðir. Ýmsum finnst sjálfsagt að hér sé verið að mála skrattann á vegg- inn, en reynslan sýnir að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Það vita þau vel hjá Slysavarnafélagi Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.