Morgunblaðið - 15.07.1990, Qupperneq 32
32 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUD'AGUR 15. JÚLÍ
BAIiÞANKAR
Að missa af
strætisvagn-
inum
eftir Helgu
Thorberg
Þetta var einn af þessum dá-
samlegu sólskinsdögum i
júní. Ég var búin aö vera bíllaus
i hálfan mánuð því fjallabílar
þurfa sitt viðhald sem og önnur
farartæki og
mínir viðgerðar-
snillingar í Súð-
arvoginum taka
lífinu með ró. Þeir
gáfu sér góðan
tíma til að kikja á
varahlutina sem
ég bar í þá og út-
skýra fyrir mér
að þetta væri ekki
rétti hluturinn. 1 millitíðinni,
meðan ég fór að leiðrétta inn-
kaupin, þá gáfu þeir sér tíma tii
að finna eitthvað enn annað sem
þyrfti að skipta um eða laga. Mér
finnst það í raun alveg ótrúlegt
að það þyrftu vera svona margir
mismunandi varahlutir i einum
bíl! Er það ekki óþarflega flókið
að hanna t.d. eitt drifskaft með
þrjá mismunandi stúta sem þurfa
jafnmargar og ólíkar pakkdósir?
Manni, eða „konu". fyndist þetta
gæti verið eitthvað einfaldara.
Hvað um það. ég var bíllaus og
því þurfti ég að endurnýja kynnin
við SVR.
Ég sviftist út um rafmagns-
dyrnar á Útvarpshúsinu, rétt til
að sjá á eftir strætisvagninum aka
frá endastöðinni. Ég var á leiðinni
að láta þetta fara i mitt „fína
skap" . . . en það er dálítið erfitt
að standa einn úti á stoppustöð
og reyna að æsa sig upp í geð-
vonsku á yndislegum sumardegi.
Ég átti því ekki annan kost en að
líta á björtu hllðarnar og gera gott
úr þessu. Sko, þarna fékk ég á
silfurfati heilar 20 mínútur til að
vera úti, njóta góða veðursins,
fegurðar fjaílanna og náttúrunn-
ar. Ég gekk svo langt í þessu já-
kvæða hugarfari að ég fleygði mér
í grasið við biðskýlið og ákvað að
nota timann til að sóla mig. Þegar
ég var lögst í slakkann hafði ég
sólina beint i hnakkann. Það
fannst mér ekki nógu góð nýting
svo ég fór að hnika mér til svo ég
fengi sólina í andlitið enda þótt
ég þyrfti að liggfa svo gott sem á
haus. Strax kom næsti vagn. Ég
ákvað að halda mínu striki og
láta líta út eins og það færi vel
um mig þarna í sólbaðinu. Vagn-
stjórinn sté út úr vagninum, skildi
hurðina eftir opna og hvarf inn í
Útvarpshúsið. Tvær konur biðu i
vagninum og gáfu mér auga.
Eg losnaði úr prísundinni þeg-
ar vagnstjórinn sté um borð aftur
og af stað var haldið í sólskininu.
Mikið lifandis skelfing var nú
annars gaman að vera bara far-
þegi í strætó. Þurfa ekki að hafa
áhyggjur af eigin aksturslagi né
annarra, heldur sitja bara
áhyggjulaus og njóta þess sem
fyrir augun bar. í Háaleitinu var
ekið um glæsilega íbúðargötu og
snyrtimennskan blasti við í opnu
bílskúrunum. Garðslöngur og
siátturvélar, allt í röð og reglu.
Lítill snáði í stuttbuxum hljóp allt
í einu út á götuna en strætó átti
eftir að liðast blíðlega yfir upp-
hækkunina. Við nálguðumst
Hlemm og þá fór skrifstofufólkið
að sjást úti á gangstéttunum að
sleikja hádegissólina og ég tók
eftir manni í hjólastól scm sólaði
sig fyrir utan eina skrifstofubygg-
inguna. Fyrir utan hús á Rauðar-
árstígnum sat maður úti í sól-
inni, sem hafði fleygt yfir höfuð
sitt bláa sumarjakkanum sínum.
Já, skyldi vera mikil hætta á því
að fá sólstíng í hádegíssólinni á
Rauðarárstígnum í Reykjavík! Ég
skipti um vagn á Hlemmi sem
varð til þess að ég hitti vin minn
og skíðafélaga. Allt i cinu var
strætó kominn vestur í bæ. Þegar
ég fór út að aftan hafði mér
áskotnast bók um íslenska mynd-
list og ég veifaði vini mínum í
kveðjuskyni. Ég gluggaði aðeins í
þessa nýfengnu bók á göngunni
heim, sem ég gat þakkað að hafa
misst af strætó! Ég tók dreng-
skaparloforð af sjálfri mér að fara
aldrei í vont skap þegar ég missti
af strætó. Mér varð síðan hugsað
til ungu konunnar sem vagnstjór-
inn var svo elskulegur að bíða
eftir á stoppustöðinni á Háaleitis-
brautinni. Skyldi hún hafa misst
af einhverju?
ÚTSALA
hefst á mánudag kl. 10.00.
KRINGLUNNI
Njóttu þess besta
-útilokaðu regnið, rokið og kuldann
BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22
íslensk veörátta er ekkert
lamb að leika við. Þess vegna
nýtum við hverja þá tækni sem
léttir okkur sambúðina við veðrið.
LEXAN ylplastið er nýjung
sem gjörbreytir möguleikum okkar
til þess að njóta þess besta sem
íslensk veðrátta hefur að bjóða
- íslensku birtunnar.
LEXAN ylplastið er hægt að nota
hvar sem hægt er að hugsa sér að Ijósið
fái að skína, t.d. í garðsofur, yfir
sundlaugar, yfirbyggingu gatna, yfir
húsagarð, anddyri og húshluta.
Möguleikamir eru óþrjótandi.
LEXAN ylplast
• Flytur ekki eld. Er viðurkennt
af Brunamálastofnun.
• Mjög hátt brotþol. DIN 52290.
• Beygist kalt.
• Meiri hitaeinangrun en gengur
og gerist.
• Hluti innrauðra geisla ná í gegn.
GENERAL ELECTRIC PLáSTICS
LEXAN ylplast
velur það besta úr veðrinu
SINDRI