Morgunblaðið - 30.08.1990, Page 1

Morgunblaðið - 30.08.1990, Page 1
56 SIÐUR B 195: tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: Morgunblaðið/Börkur Frakklandsforseti í Islandsheimsókn FRANQOIS Mitterrand, Frakklandsforseti, kom í opinbera heimsókn til íslands í gær. Átti forsetinn með- al annars viðræður við Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra, og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra. Á blaðamannafundi sem Frakklandsforseti hélt síðdegis í gær lýsti hann yfir skilningi sínum á sérstöðu Islands gagnvart EB, sökum þess hve háð þjóðin væri einni afurð og hversu fáir íbúarnir væru. Sagðist hann telja það vera skynsamlegast að ísland gerði sérsamning við Evrópubandalagið eða ef það gengi ekki að gerður yrði samningur á milli EFTA-ríkjanna og EB. Opinberri heimsókn Frakklandsforseta lauk síðdegis í gær en í dag verður hann hér í einkaheimsókn. Iieimsækir hann fyrst Árnastofnun en heldur síðan að Gullfossi og þaðan á Þingvelli. Heimför Frakklandsforseta er áætluð klukkan hálf fjögur í dag. Sjá nánar á bls. 2, 24, 25 og 26. Fundur Jeltsíns og Gorbatsjovs Þeir Míkhaíl S. Gorbatsjov, leið- togi sovéskra kommúnista, og Borís Jeltsín, forseti Sovétlýðveld- isins Rússlands og þekktasti leið- togi umbótasinna eystra, komu saman til fundar í Moskvu í gær til að ræða stöðu efnahagsmála. Sögðust þeir að fundinum loknum vilja að öll lýðveldi Sovétríkjanna undirrituðu sérstakan sáttmála þeirra og Sovétstjórnarinnar um framtíðarskipan efnahagsmála í því skyni að koma markaðsbúskap á í Sovétríkjunum. Sameiginlegar tillögur þeirra yrðu kynntar nánar í næstu viku. Neyðarástand og út- göngnbaiin 1 Armeníu Moskvu. Reuter. ARMENSKA þingið lýsti yfir neyðarástandi og útgöngubanni í gær og samþykkti samhljóða að banna stærstu hersveit armenskra þjóð- ernissinna, ANA, eftir að sex manns létu lifið, þ.á m. einn þingmaður, í átökum milli hersveitarinnar og hóps samningamanna yfirvalda snemma í gærmorgun. Þá skipaði þingið liðsmönnum hersveitarinnar að yfirgefa ramm- gerar höfuðstöðvar sínar í borginni Jerevan og afhenda vopn sín fyrir kl. 22. Ef ekki yrði staðið við þessa tímasetningu myndu innanríkis- ráðuneyti Armeníu og sérsveitir sovésku öryggislögreglunnar, KGB, grípatil aðgerða gegn hersveitinni. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- Líbería: étríkjanna, fyrirskipaði í júlí öllum hersveitum þjóðernissinna að skila vopnum sínum innan 15 daga en eftir viðræður við Levon Ter-Petro- sjan, forseta Armeníu, lengdi hann frestinn í tvo mánuði. Þjóðernishóp- arnir hafa notið stuðnings almenn- ings og óopinbers stuðnings þings- ins í deilum við Azera um héraðið Nagorno-Karabak sem staðið hafa í rúmlega tvö og hálft ár. Meiri- hluti íbúa Nagorno-Karabaks er Armenar. Friðargæslu- sveitir biðja um mat og lyf Monróvíu. Reuter. Friðargæslusveitirnar í Líberíu sendu frá sér neyðar- kall í gær og hvöttu ríki heims til að senda þegar í stað mat- væii og lyf til landsins til þess að lina þjáningar íbúa sem líða sult og seyru vegna borgara- styrjaldar. Skoruðu sveitirnar á alþjóðleg líknarsamtök að láta ástandið í Líberíu til sín taka og senda þang- að hjálpargögn. Daglega safnast þúsundir sveltandi borgarbúa sam- an við höfuðstöðvar friðargæslu- sveitanna í leit að mat en þar eð sveitirnar hafa aðeins 30 daga vist- ir geta þær litla matarbjörg veitt. Þá er orðinn tilfinnanlegur skortur á lyfjum og sáraumbúðum á eina sjúkrahúsi borgarinnar sem enn starfar. Friðargæslusveitirnar hafa náð fótfestu í norðurhluta Monróvíu. Eiga þær enn í átökum við sveitir uppreisnarmanna undir forystu Charles Taylors sem hafa úthverfi í austurhluta borgarinnar á valdi sínu. Vestrænir stjórnarerindrekar segja framtíð Líberíu í höndum Taylors því hann ráði um 90% landsins. Reuter Óháða fréttastofan Interfax skýrði frá því að þingmaðurinn Viktor Aivatsjan hefði ætlað að reyna að miðla málum í deilum tveggja þjóðernishópa ásamt öðrum sendimönnum stjórnvalda. Þeir voru við höfuðstöðvar ANA þegar þeir voru skotnir til bana. Þing Armeníu samþykkti þegar í stað að lýsa yfir neyðarástandi og setja útgöngubann. Þá skipaði þingið hópum þjóðernissinna að skila vopnum sínum fyrir kl. 22 í gærkvöld að staðartíma eða kl. 17 að íslenskum tíma. Þjóðernissinnar neituðu að láta vopn sín af hendi en báðu um viðræður við yfirvöld. Bretar væna íraka um blekkingar í gíslamáiinu: Ástæðulaust að leita mála- miðlana í Persaflóadeilunni - segir Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands Helsinki, Lundúnum, Nikósíu. Reuter. STJÓRNVÖLD í frak ítrekuðu í gær að öllum vestrænum konum og börnum sem haldið hefur ver- ið í gíslingu yrði leyft að halda frá írak og Kúvæt. Gíslarnir voru þó ekki á meðal farþega sem héldu flugleiðis frá höfuðborg íraks, Bagdad, til Jórdaníu og bresk stjórnvöld vændu Saddam Hussein íraksforseta um að stunda ómerkilegan blekkingar- leik með líf gíslanna. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, livatti Saddam í gær til að sleppa ölluin gíslum sínuin úr haldi, vændi hann um hug- leysi og lýsti yfir því að ástæðu- laust væri að leita málamiðlana í Persafióadeilunni. Forstöðumaður upplýsingaskrif- stofu ríkisstjórnar Iraks, Naji al- Hadithi, sagði í samtali við Reut- ers-fréttastofuna að vestrænar kon- ur gætu nálgast sérstök brottfarar- leyfi sín og barna sinna og haldið úr landi, æsktu þær þess. Saddam Hussein lýsti óvænt yfir því á þriðjudag að konur og börn gætu snúið til síns heima og var þeirri tilkynningu íraksforseta fagnað, með varfærnislegum hætti þó, á Vesturlöndum. Sérfræðingar í mál- efnum Iraks, sem fréttamenn Reut- ers ræddu við í gær, sögðu tilkynn- ingu forsetans til merkis urn að staðfesta hans væri tekin að dvína og að harin vonaðist til að vestræn ríki frestuðu þugsanlegum hern- aðaraðgei'ðum sökum þessa. Stjórnvöld á Bretlandi sögðu það fagnaðarefni yrði konum og börn- um leyft að fara frá írak en Dougl- as Hurd utanríkisráðherra sagði framferði íraka í gíslamálinu öld- ungis óafsakanlegt. Sagði hann Saddam forseta iðka ómet'kilegan hráskinnaleik með líf gíslanna að veði með því að beita fagurmælum og hótunum á víxl. Flugvélar voru í gærdag hafðar til taks í nágranna- ríkjum færi svo að gíslunum yrði sleppt en efasemdir um að sú yrði raunin fór vaxandi er líða tók á daginn. I dag, fimmtudag, munu fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, og utanrík- isráðherra íraks koma saman til fundar í Amman í Jórdaníu. Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði í Helsinki í Finn- landi í gær að ástæðulaust væri að leita málamiðlana í Persaflóadeil- unni. Samþykktir Öryggisráðs SÞ lægju fyrir og þær væru afdráttar- lausar; Irakar yrðu að kalla heim lierlið sitt frá Kúvæt. Saddam for- seta kvað hún fela sig í pilsfaldi kvenna og nota börn sem skjól. Sjá fréttir á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.