Morgunblaðið - 30.08.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 30.08.1990, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 800 tonna samdrátt- ur í sölu kindakjöts Reykjuin í Hrútafirði. Frá Helga Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. SALA á kindakjöti verður £00 tonnum minni á því verðlagsári sem nú er að ljúka en hún var á síðasta ári samkvæmt nýrri áætlun Samstarfshóps um sölu lambakjöts. Salan verður rétt um 8.000 tonn sem er 9,2% samdráttur. Steingrímur J. Sigfússon landbúnað- arráðherra greindi frá þessu í ávarpi sinu á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda á Reykjum í Hrútafirði í gær. Landbúnaðarráðherra sagði að þetta væru dapurleg tíðindi. Ljóst væri að þau markmið sem sett hefðu verið um birgðaminnkun á þessu ári næðust ekki. Nú stefnir í að birgðir fyrir upphaf sláturtíðar verði 1.700 tonn, rúmlega 300 Eyjólfur Konráð Jónsson: Yfírlýsing Mitterrands mikilvæg og ánægjuleg EYJÓLFUR Konráð Jóns- son, formaður EB-nefndar Alþingis, segir yfírlýsingu Frakklandsforseta um Is- land og EB vera mjög mikil- væga og ánægjulega. Hún sé einnig í samræmi við það sem hann og fleiri hafí hald- ið fram að væri eðlilegt og sjálfsagt. „Það var meðal annars deilt um þessi mál í mjög hörðum umræðum á Alþingi í fyrra þar sem því var jafnvel haldið fram að hættulegt væri að óska eft- ir viðræðum við EB. Var þá sérstaklega talað um bókun sex í því sambandi,“ sagði Eyjólfur Konráð. „Nú nefndi Frakklandsforseti hér almenna samninga og greinir frá skiln- ingi sínum á okkar sérstöðu og fyrirvörum. Þetta finnst mér að eigi að verða til þess að við leggjum mikla áherslu á að fá málin í þennan farveg og það höfum við sjálfstæðis- menn gert bæði í EB-nefndinni óg í utanríkismálanefnd Al- þingis." Eyjólfur Konráð sagði að svo vel vildi til að EB-nefndin væri að fara í hálfs mánaðar ferð til Evrópu til að hlusta á menn og setja fram sjónarmið íslendinga. Yrði þessi yfirlýs- ing eflaust til þess að menn myndu fylgja enn harðar þeirri stefnu sem Frakklandsforseti talaði um og að reynt yrði að hraða slíkum samningum sem mest. tonnum minni en fyrir ári, en stefnt hafði verið að mun meiri birgða- minnkun og unnið að því meðal annars með niðurgreiðslum og söluátakinu Lambakjöt á lág- marksverði. I ávarpi sínu sagði landbúnaðar- ráðherra að tilraunir til útflutnings á dilkakjöti hefðu ekki gengið nógu vel. Hann spurði hvort rétt væri að hætta þeim alveg eða hvað bændur vildu leggja á sig til að halda þeim áfram af alvöru. Sló ráðherrann fram þeirri hug- mynd að hvert meðalsauðfjárbú legði fram einn dilk á ári til þess verkefnis að reyna að afla markaða erlendis fyrir kjötið. Þannig væri hægt að reyna fyrir sér erlendis með 45-50 tonn á ári. Þannig væri hægt að láta á það reyna hvort grundvöllur væri til útflutn- ings á einhverri viðbótarfram- leiðslu á hveijum tíma. Sjá frétt á bls. 20. MorgunDiaoio/övernr Forsetarnir hlýddu á Sykurmolana Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, og Frakk- landsforseti, Francois Mitterrand, mættu óvænt ásamt Jack Lang menningarmálaráðherra Frakka til tónleika sem Sykurmolarnir héldu Lang í Duus- húsi við Fischersund síðdegis í gær. Að sögn Árna Benediktssonar framkvæmdastjóra Sykurmolanna vissi hljómsveitin með hálftíma fyrirvara að forset- amir yrðu einnig meðal gesta. Hljómsveitin spilaði í um það bil 45 mínútur en að loknum fjórum lögum þurftu forsetarnir að fara vegna strangrar dagskrár. Hljómleikarnir héldu áfram fyrir Lang og um það bil 70 gesti mennta- málaráðuneytisins og Sykurmolanna. Að loknum tónleikunum heilsaði Jack Lang upp á hljómsveitina og virtist hinn ánægðasti, að sögn Braga Ólafssonar bassaléikara. Framhaldsskólar hefjast ekki á tilskildum tíma: HIK með margvíslegar aðgerðir í undirbúningi segir Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður félagsins KENNSLA í nokkrum framhaldsskólum landsins hefst ekki á venju- legum tíma, það er að segja mánudaginn 3. september næstkom- andi. Kennarar í Hinu íslenska kennarafélagi vilja með þessu mót- mæla setningu bráðabirgðalaga á kjarasamning BHMR og ríkisin^ Fjölbrautaskólinn í Breiðholti verður settur mánudaginn 3. septem- ber og ráðgert er að kennsla hefjist þar sama dag. Kennsla í Fjölbrauta- skólanum í Ármúla og Menntaskól- anum í Reykjavík hefst 4. septem- ber, í Verslunarskólanum, Mennta- skólanum við Sund og í Fjölbrauta- skólanum á Akranesi hefst kennsla 5. september. Kennsla í Menntaskól- anum við Hamrahlíð hefst 6. septem- ber. í kjarasamningum framhalds- skólakennara segir meðal annars: „Árlegan vinnutíma í bóklegum greinum í skóla með 9 mánaða starfstíma innir kennari svo af hendi: 1. Með viðverutíma, þ.e. kennslu og öðrum störfum í skólanum í 28 klukkustundir á viku á árlegum starfstíma skólans. 2. Með undirbúningi undir kennslu í 20 klukkustundir og 26 mínútur. 3. Með undirbúningi undir kennslu í samtals 153 klukkustundir utan árlegs starfstíma skólans.“ Undir- búningur framhaldsskólakennara í fullu starfi fyrir kennslu utan starfs- tíma skólans er því tæpar fjórar vik- ur samkvæmt kjarasamningnum. Elna Katrín Jónsdóttir, varaform- aður Hins íslenska kennarafélags, sagði að 153 tíma starfsSkylda utan árlegs starfstíma skólans sem kveðið væri á um í kjarasamningi fram- haldsskólakennara væri almennt að fullu nýtt til að semja námsefni og kennsluáætlun. Auk þess væri í kjarasamningnum ákvæði um að hið opinbera geti ákveðið námskeið fyrir kennara í tvær vikur utan árlegs starfstíma skóla annað hvert ár. Hún benti einnig á að í nýrri reglugerð um framhaldsskóla væri skýrt tekið fram að kennarafundi skuli halda innan starfstíma skólans. Elna sagði að kennarar hefðu ákveðið að taka kjarasamning sinn bókstaflega og hefja ekki störf fyrr en á tilskildum tíma. Líta mætti á þetta sem eina af mörgum aðgerðum sem kennarar hyggjast grípa til í því skyni að rétta hag sinn. „Við erum með margvíslegar að- gerðir í smíðum og ein af þeim er sú að við munum ekki vinna sjálf- boðavinnu í ágústmánuði. Þá má nefna það að víða er pottur brotinn hvað varðar vinnuaðstöðu kennara og við ætlum að ná fram leiðréttingu á því máli. Einnig ætlum við að fara gaumgæfilega ofan í saumana á vinnutíma kennara en sú hefð hefur skapast að kennarar vinni óhóflega langan vinnudag þegar próf standa yfir í skólunum. Það er einnig ljóst að við munum standa með BHMR- félögum í hverjum þeim aðgerðum sem þeir efna til í því skyni að ná fram leiðréttingu á sínum kjörum," sagði Elna Katrín. Olíuverð fallandi 68% íslendinga telja af- brot verulegt vandamál 87% andvígir dauðarefsingn UM 68% íslendinga telja að af- brot séu frekar mikið eða mjög mikið vandamál hér á landi, og 90% telja að sá vandi fari vax- andi, ef marka má könnun sem Helgi Gunnlaugsson afbrota- fræðingur hefur gert og náði til 1.000 íslendinga á aldrinum 15-80 ára. Um 87% svarenda reyndust andvígir því að beita dauðarefsingu við alvarlegum glæpum. Tæplega 73% telja refsingar við afbrotum of væg- ar hér á landi. Aðeins um 2% þó nefna vægar refsingar sem mikilvægustu ástæðu þess að fólk leiðisl út í afbrot, 55% telja að þar sé um að kenna áfengis- eða eiturlyfjaneyslu en 22% nefna erfíðar heimilisaðstæður. 40% svarenda töldu fíkniefn- amisferli mesta vandamálið af þessu tagi hér á landi og 25% nefndu kynferðisafbrot. Um 18% nefndu fjársvik tengd viðskiptum og um 13% ofbeldi og líkamsárás- ir. í tengslum við þá spurningu eins og aðrar í könnuninni var athugað hvort munur reyndist á afstöðu kynjanna og kom í ljós að nær jafnmargir karlar töldu ijársvikamál og kynferðisafbrot mesta vandamálið. 20,5% þeirra nefndu fjársvik en um 22% kyn- ferðisafbrot. Hins vegar töldu um 29% kvenna að kynferðisafbrot væru mesta vandamálið en um 14% þeirra nefndu fjársvikamál. Ekki greindist marktækur munur á kynbundinni afstöðu þess fjórðungs svarenda sem töldu refsingar hæfilegar né heldur meðal þeirra 2% sem töldu þær of strangar. Hins vegar töldu 57% kvenna að refsingar væru helst til vægar en um 47% karla. 25% karla töldu refsingar allt of vægar en 20% kvenna töldu þá skilgrein- ingu eiga við. Fleiri konur en karlar telja að afbrot séu frekar mikið eða mjög mikið vandamál á Islandi. 50% karla telja að afbrot séu frekar mikið vandamál en 62% kvenna eru sömu skoðunar. 37% karla en 25% kvenna telja hins vegar að afbrot séu frekar lítið vandamál hérlendis og um 1%, eingöngu karlar, telja vandamálið mjög lítið. OLÍUVERÐ féll talsvert á olíu- mörkuðum á þriðjudag. Verð á bensíni í Rotterdam féll um 40 til 56 dollara tonnið og hráolíu- tunnan fór niður fyrir 26 dollara. Að sögn Sigurgeirs Þorkelssonar hjá Olíufélaginu hf. virðist ótti manna við olíuleysi vera að sjatna, hins vegar megi búast við miklum hækkunum þegar í stað ef átök verði við Persaflóann. Sjá olíuverð á bls. 27 Fyrstu umferð skákþings lokið FYRSTA umferð Skákþings ís- lands var tefíd á Hótel Höfn á Hornafirði. í gærkvöldi. Úrslit urðu þau að Margeir Pét- ursson vann Björgvin Jónsson, Jón L. Ámason vann Þröst Árnason, Héðinn Steingrímsson vann Þröst Þórhallsson, Hannes Hlífar Stefáns- son vann Tómas Björnsson og Snorri Bergsson vann Sigurð Daða. Halldór Grétar hafði betra tafl gegn Árna Árnasyni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.