Morgunblaðið - 30.08.1990, Side 7
Skattstjóri:
Bifreiða-
hlunnindi
rannsökuð
SKATTSTJÓRINN í Rcykjavík er
nú að undirbúa rannsókn á bif-
reiðahlunnindum skattborgara.
Gestur Steinþórsson skattstjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að mjög fljótlega færu frá emb-
ættinu fyrirspurnir til stofnana
og fyrirtækja, sem ekki hafa gert
nægilega grein fyrir mögulegum
hlunnindum starfsmanna af bif-
reiðum í eigu þessara aðila, og
þess farið á leit að gerð verði
grein fyrir notkun bílanna og
hvort einhverjir hafi af þeim
hlunnindi. Beri svörum um hlunn-
indi ekki saman við skattframtöl
viðkomandi manna, verði áætlað-
ur á þá skattur samkvæmt því.
Gestur segir að þessi athugun
sé mjög viðamikil, enda um margar
stofnanir og fyrirtæki að ræða með
allmarga bíla á sínum vegum. Hann
á þó von á að úrvinnsla svara geti
hafíst í næsta mánuði.
Skattstjóraembættið hefur skrá
yfír þá aðila sem eru með skráða
bíla og ef þessi fyrirtæki og stofn-
anir hafa ekki gert nægilega grein
fyrir mögulegum hlunnindum af
þeim eða afnotum starfsmanna, er
þeim skrifað bréf og þeir beðnir um
að gera grein fyrir hvar bílarnir eru
og hvernig þeir eru notaðir og hvort
einhver hefur heimild til að nota
þá, að hluta eða án takmarkana.
Svörin eru síðan borin saman við
skattframtöl viðkomandi manna og
ef hlunnindin eru ekki talin fram
þar, er áætlaður á þá skattur vegna
þeirra.
Fram hefur komið í Morgunblað-
inu, að ráðherrar greiða ekki stað-
greiðsluskatt af bifreiðahlunnind-
um, einnig að hlunnindi þeirra séu
þó gefín upp á launamiða. Einnig
hefur komið fram það álit ríkis-
skattstjóra að ráðherrum beri að
greiða skatt af bifreiðahlunnindum
á sama hátt og öðrum skattborgur-
um sem njóta slíkra hlunninda.
Athugun skattstjórans í Reykjavík
mun samkvæmt orðum Gests Stein-
þórssonar leiða í ljós hvort einhverj-
ir opinberir starfsmenn eða starfs-
menn fyrirtækja hafí vanrækt að
teija fram skattskyld hlunnindi og
greiða af þeim skatta.
Flugleiðir Qölga
ferðum til
Lúxemborgar
í september
FLUGLEIÐIR hf. hafa ákveðið
að fjölga ferðum til Lúxemborg-
ar um 16% í septembermánuði^
vegna mikillar eftirspurnar. I
frétt frá félaginu segir, að ákveð-
ið hafí verið að bæta við að
minnsta kosti fimm ferðum í
mánuðinum.
í fréttinni segir ennfremur, að
fjölgunin sé tilkomin vegna góðrar
sölu í Norður-Atlantshafsflugi, og
eftirspurn eftir ferðum á milli Is-
lands og Lúxemborgar. Áður var
gert ráð fyrir daglegu flugi til Lúx-
emborgar, og tveimur ferðum suma
daga.
Tónleikar
í Firðinum
ROKKABILLYBAND Reykjavík-
ur verður með tónleika í veit-
ingahúsinu Firðinum í kvöld,
fimmtudagskvöld klukkan 22.
Húsið opnað klukkan 21.30.
Á Nillabar skemmtir Guðmundur
Rúnar gestum fram á nótt.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
7
A vit ævintýra og íburðar með Hemma Qunn.
10.OKT. Flogið til Kaupmanna-
hafnar með Flugleiðum og þaðan
beint til Bangkok með
Thai International.
11.-16. OKT. Dvalið í Bangkok
og borgin skoðuð til hlítar. Fljótandi
markaður, Rósagarðurinn, konungs-
höllin, Gull-Búdda, krókódíla-
búgarður, gull- og silfurverslanir, o.fl.
16.-18. OKT. Priggja daga ævintýri
á Kwai-fljótinu. Dauðalestin
skoðuð og farið yfir brúna frægu,
auk þess sem skoðaðir verða
staðhættir á draumastöðum.
18.-20. OKT. Ferð til Chiang Mai
og „Rós Norðursins" tekin
með trompi. Farið í frumskógar-
ferð á fílum og fleira í þeim dúr.
20.-22. OKT. Þriggja daga ferð
á framandi slóðir í Norður
Thailandi, meðal annars í gullna
þríhyrninginn, auk heimsóknar
í frumstætt fjallaþorp,
þar sem lífið hefur staðið í stað
í aldaraðir og fólk afneitar aðstoð
nútímasamfélagsins.
22.-31. OKT. Flogið frá Chiang
Mai til ævintýra og paradísareyjunnar
Phuket í suðri, þar sem allir finna
eitthvað við sitt hæfi. Þetta
er draumastaður kafara og
froskmanna. Sjávarlífið er eitt það
fjölskrúðugusta í veröldinni, drifhvítar
strendur og skemmtanafíklar fá
nægju sína. Auk þess verður siglt út í
smáeyjar í nágrenninu t.d. Phi Phi
eyju, eða farið á slóðir James Bond,
við Phang-nga flóann. Afslöppun
eða ævintýri á hverjum degi, allt eftir
óskum hvers og eins.
Möguleiki er einnig á 3 daga ferð
til Malasíu frá Phuket.
Hægt er að framlengja dvölina
í Thailandi um eina viku á frábæru
hóteli á Pattaya ströndinni.
31. OKT. Flogið til Bangkok
og þaðan til London, þar sem fólk
getur framlengt dvöl.
1.NÓV. Flogið heim til
Keflavíkur.
essemm