Morgunblaðið - 30.08.1990, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
BJARTIR
TfMAR
fyrir bókaþjóðina
frá 1. septeraber
V lll»IS \l ll \
siivrini
fellur af öllum bókum
á íslensku.
Kauptu þér bók í tilefni dagsins
FÉLAG BÓKAÚTGEFENDA
Nóbelsskáldið
HALLDÓR
laxness
SNILLDARVERK
HÓBELSSKÁLDSINS
Fútt er betur við hæfi en að fagna nýjum menningar-
áfanga með því að kaupa íslenskar heimsbókmenntir.
Sigildar perlur Halldórs Laxness eiga erindi inn á öll
Umtalsverð verðlækkun Áður
Brekkukotsannáll
Salka Valka
3.139 kr.-
3.413 kr.-
Frá 1 .sept.
2.521 kr-
2.741 kr-
Til hamingju með 1. september 1990!
HELCAFELL
Siðumúla 6 • sími 688300
Tilmæli til Þjóð-
hag’ssto fnunar
og Seðlabanka
eftir Ögmund
Jónasson
í umræðum um kjaramál er oft
skírskotað til hlutdeildar launatekna
í þjóðartekjum og vilja launagreið-
endur iðulega gera sem mest úr
launareikningnum. Ríkisstjórnir
hafa oftsinnis borið saman launa-
reikning íslensku þjóðarinnar við það
sem gerist hjá grannþjóðum okkar
og hefur þetta yfirleitt verið gert til
að færa sönnur á að íslenskir launa-
menn geti sæmilega unað við sinn
hiut. í greinargerð sem Þjóðhags-
stofnun sendi frá sér fyrir síðustu
áramót kom fram að hlutur launa-
tekna á árinu 1988 hefði verið 72,7%
sem er mun hærra hlutfall en gerist
víðast hvar annars staðar. Ráðherrar
hentu þetta á lofti í umræðu um
kjaramál.
Nú er spurningin hversu rétt sé
reiknað. í mjög athyglisverðri grein
sem Gunnar Tómasson hagfræðing-
ur ritar í Morgunblaðið 22. ágúst
kemst hann að þeirri niðurstöðu að
launareikningurinn væri miklum
mun lægri, eða af e.t.v. um 60% á
árinu 1988, ef vaxtakostnaður hefði
verið reiknaður með sömu aðferðum
og aðrar þjóðhagsstærðir. Þar sem
vaxtakostnaður hafi hins vegar verið
vanreiknaður hafi vægi launatekna
aukist að sama skapi. Ekki er deilt
um tölulegar grunnforsendur því
Gunnar notar sömu gögn og Þjóð-
hagsstofnun og Seðlabanki.
Kjarninn í málflutningi Gunnars
Tómassonar er sá að útreikningar á
hlutfalli vaxtakostnaðar miðað við
þjóðartekjur hljóti að reiknast ann-
aðhvort á verðlagi hvers árs eða á
föstu verðlagi, en um samræmi þurfi
að vera að ræða í öllum útreikning-
um. Seðlabanki íslands og Þjóðhags-
stofnun byggja sína útreikninga á
þeirri forsendu að þar sem verðbólga
hafi verið mikil á íslandi þurfi að
„leiðrétta" upphæð fjármagnskostn-
aðar. Sú upphæð er með öðrum orð-
um reiknuð á „föstu verðlagi"
samtímis því að upphæðir annarra
þátta þjóðartekna, launatekjur og
atvinnutekjur, eru reiknaðar á verð-
lagi hvers árs.
Nú segir það sína sögu um við-
Ögmundur Jónasson
„Því er hér með komið
á framfæri við Seðla-
banka og Þjóðhags-
stofnun að framvegis
verði gætt samræmis í
útreikningum þjóð-
hagsstærða.“
horf þessara reiknistofnana ríkisins
til launamanna annars vegar og fjár-
magnseigenda hins vegar að reikna
Nokkur orð um þing-
bréf iiin kiistnitökuna
eftirReyni
Harðarson
Hinn 22. ágúst sl. birtist í Morg-
unblaðinu þingbréf Stefáns Frið-
bjarnarsonar þar sem hann fer
nokkrum fögrum orðum um kristni-
tökuna og áhrif hennar á íslenskt
samfélag. Ég verð þó að játa að
mér þykir afstaða Stefáns og flestra
annarra sem um þetta fjalla vera
helst til einfeldnisleg og skammsýn.
Menn tína til allt það sem þeir telja
best og fegurst við þessa ákvörðun
og afleiðingar hennar en loka augun-
um fyrir öllu því sem miður fór.
Vissulega ber að minnast þessa
merka atburðar er Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði ákvað að allir skyldu kristn-
ir vera og skírn taka þótt þeir mættu
blóta á laun. Reyndar fór kristnitaka
líklega fram árið 999 en það þykir
eflaust ekki nógu fín tala. Við skul-
um þó ekki gleyma því að kristni-
taka fór fram undir ógnandi sverði
Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs
sem leit á hana sem fyrsta skrefið
í þá átt að ná völdum og áhrifum á
þessari fjarlægu eyju. Það sama gild-
ir raunar um siðaskiptin er hér fóru
fram fyrir „danska slekt og kóngsins
mekt“. Er við fögnum kristnitökunni
„fögnum" við því einnig fyrstu beinu
afskiptum erlends konungsvalds af
íslensku þjóðlífi.
Stefán vill einnig eigna katólskum
IALAÍ
Reynir Harðarson
klaustrum heiðurinn að gullaldar-
bókmenntum okkar en lítur framhjá
því að þær sögur sem mest gildi
hafa voru ritaðar af veraldlegum
höfðingjum áður en kirkjan náði
heljartaki því á íslendingum sem hún
hefur ekki sleppt enn þótt máttur
hennar sé þorrinn.
Menntir bárust hingað með kirkj-
unni og þær náðu að springa út á
undan valdi kirkjunnar. Þannig eign-
uðumst við gullaldarbókmenntirnar
en þegar kirkjan færði sig upp á
„Ekkert hef ég séð gert
fyrir Þór og Oðin eða
minninguna um Valhöll
og ask Yggdrasils.“
skaptið urðu bókmenntirnar mærð-
arlegar og ýkjukenndar dýrlinga- og
biskupasögur og annað þess háttar.
Þegar kirkjan hafði svo sölsað
undir sig öll völd og helming jarða
á Islandi var hún komin í nógu sterka
stöðu til að skipa mönnum fyrir verk-
um. Og þá var það nú öðru nær að
frelsi og listir fengju að dafna. I
stað þess að efla enn frekar sögurit-
un voru íslendingasögurnar og ann-
ar ámóta „ósómi“ litinn hornauga
því hann gat ekki talist guði þóknan-
legur. Biskuparnir gengu svo langt
að banna ýmsa þjóðlega siðu og þjóð-
legar skemmtanir og hótuðu bann-
færingu kirkjunnar ef menn létu sér
ekki segjast. En sem betur fer þumb-
uðust Islendingar við og lásu forn-
sögurnar, sögðu sögur og þjóðsögur,
ortu og kváðu rímur og annað þess
háttar.
Ofsóknir þessar héldust langa
hríð og í Húsvitjunar Forordningu
sem kom út árið 1746 stendur með-
al annars: „Presturinn skal það al-
varlegasta áminna heimilisfólkið að
vakta sig fyrir ónytsamlegum sögum
og ólíklegum ævintýrum og uppdikt-
26908
■'énskoLjiyska, franska, ííalská'spænska og ísle
Innritun daglega frá kl.
jnnslfl hefst '17. .september. „
Í -Q'Skírteini afhentJL september. (föstud.) fr
□ Auk kvaldtíma eru líka síðdegistímafí nokl
Þ □ Fiölbreytfkennslutækí, m.a. seguL
□ 10% afsláttur fyrir hjón, systkini,' öryrkja og ellilífeyrisþega.
□ Starfsmenntunarsjóður BSRB og BHMR greiðir skólagjöld félagsmanna og
Verslunarmannafétag Reykjavíkur veitir sínum mönnum námsstyjk.
m