Morgunblaðið - 30.08.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
15
launin í krónum, án tillits til þess
hvert verðgildi þær hafa, á sama
tíma og séð er til þess að fjármagn-
seigendur hafi allt sitt á þurru að
þessu leyti. Þá fyrst er farið að
reikna vexti að verðbótaþátturinn
hafi verið dreginn frá fjármagnstekj-
unum. Launin eru reiknuð út frá
tekjustreymi en ijármagnið sam-
kvæmt eignastöðu fyrst og síðan
tekjustreymi.
Erlendis mun þessi reikningsmáti
ekki tíðkast og alls ekki hjá þeim
þjóðum sem menn bera sig saman
við varðandi hlutfall launatekna. Nú
geri ég ráð fyrir því að á það yrði
bent að þar sem verðbólga hefur
verið mjög há hér á landi en í þess-
um löndum lág þá sé samanburður
óraunhæfur án þess að leiðréttingum
verði komið við. Það breytir ekki
þeirri staðreynd að menn eru að
bera saman ósambærilegar stærðir.
Svo vitnað sé í grein Gunnars Tóm-
assonar: „Tillitssemi lö-ggjafans í
garð Jjármagnseigenda breytir ekki
hagsmunavörzlu þeirra í hagfræði-
leg rök“.
Því er hér með komið á framfæri
við Seðlabanka og Þjóðhagsstofnun
að framvegis verði gætt samræmis
í útreikningum þjóðhagsstærða jafn-
framt því sem athyglisvert væri að
fá þjóðhagsstærðir fyrri ára leiðrétt-
ar til samræmis við veruleikann.
Upplýsingum um hann á ekki að
hagræða í þágu eignafólks og íjár-
magnseigenda heldur skal einfald-
lega hafa það sem réttast er og sann-
ast.
Höfundur er formaður BSRB.
um, sem í landinu hafa verið brúkan-
legir, og engan veginn líða að þær
sé lesnar eður kveðnar í þeirra hús-
um, svo börnin og þeir uppvaxandi
villist ekki þar af... “
Engin leið er að vita hvað kirkj-
unni tókst með þessu móti að drepa
mikið af menningu okkar. Perlurnar
sem við eigum eftir eru stórkostleg-
ar en við vitum að margt er það sem
hefur glatast um aldur og ævi.
í stað þess að læra um Egil Skal-
lagrímsson, Guðrúnu Ósvífursdótt-
ur, Hlíðarenda og Helgafell, hafa
íslensk börn í aldanna rás lært um
Kain, Rut, Kapemaum og Olíufjallið.
Svo virðist það alveg gleymast að
norrænir menn áttu sér sína eigin
trú og það var hér á landi sem sá
germanski arfur hélst lengst og
bestu heimildimar um ásatrú éru
íslenskar. Ekkert hef ég séð gert
fyrir Þór og Óðin eða minninguna
um Valhöll og ask Yggdrasils. Ekki
skortir okkur fé til kirkjubygginga,
guðfræðideildar og prestastéttar en
það fæst ekki einu sinni fé til að
rannsaka hofrústir, og ekki er Árna-
stofnun eða okkar fáu norrænufræð-
ingar ofaldir.
Það eru gömul sannindi að það
eru sigurvegararnir sem skrifa
mannkynssöguna og hún er því oftar
en ekki afbökuð. Winston Churchill
var sannfærður um að hann kæmi
vel út í mannkynssögunni og þegar
hann var spurður hvers vegna hann
héldi það, svaraði hann: „Því ég
ætla mér að skrifa hana.“ Og hann
gerði það. Með þetta í huga ættum
við að íhuga okkar eigin sögu og
ekki síst þá ákvörðun Alþingis nú
nýlega sem hljóðar svo:
„Alþingi samþykkir, með tilvísun
til þingsályktunar frá 17. apríl 1986
um þúsund ára afmæli kristnitök-
unnar, að fela forsetum þingsins, í
samráði við þjóðkirkju Islands og
guðfræðideild Háskóla íslands, að
standa fyrir samningu ritverks um
kristni á íslandi og áhrif hennar á
þjóðlíf og menningu í Þúsund ár.“
(Leturbr. R.H.)
Ég legg til að við hugum að okk-
ar eigin sögu, og það í réttu ljósi,
og árið 2000 verði ríki og kirkja
skilin að fyrir fullt og allt. Það sam-
ræmist ekki almennum mannréttind-
um og upplýsingu síðustu alda að
ríkisstjórnin haldi hér uppi einni
ríkistrú með gífurlegum kostnaði
fyrir alla skattgreiðendur. Eitt þús-
und ára veldi trúarstefnu frá Aust-
urlöndum hlýtur að vera meira en
nóg hér á íslandi. Sé trúin á testa-
mentin jafnsterk og almenn og af
er látið ætti hún að geta staðið hér
óstudd á eigin fótum, illu heilli.
óskum eftir
fleiri söluaðilum.
K.E.W HOBBY
Þessar litlu en kraftmiklu háþrýstidælur fást nú hjá
söluaðilúm okkar um land allt á ótrúlega
hagstæðu verði.
Þekking - Úrval - Þjónusta
REKSTRARVÖRUR
Réttarhálsi2 - HOR.vik - Simar31956-685554
Reykjavfk:
RV-Markaöur Réttarhálsi 2,
sími: 685554.
Gripiö og Greitt
Skútuvogi 4.
Feröamarkaöurinn
Skeifunni 8.
Bæjarnesti
vA/esturlandsveg.
Kópavogur:
BYKÓ Breiddinni
Akranes:
Trésmiöjan Akur
sími: 12666.
Borgarnes:
B.T.B.
sími: 71000.
ísafjöröur:
Hafsteinn Vilhjálmsson
sími: 3207.
Sauöárkrókur:
Röst
sími: 36700.
Akureyri:
Þ. Björgúlfsson hf.
Hafnarstræti 19
sími: 25411.
Húsavfkt
Á. G. Guömundsson sf.
sími: 41580.
Egilsstaöir:
M. Snædal
sími: 11415.
Neskaupstaöur:
Varahlutaverslunin Vík
sími: 71776.
Höfn:
Tindur
Dalbraut 6
sími: 81517.
Hella
Hjólbarðaverkstæöi
Björns Jóhannssonar
simi: 75960.
Selfoss:
Vörubásinn
Gagnheiöi 31
simi: 22590.
Vestmannaeyjar:
Skipaafgreiösla Vestmannaeyja
simi: 12004.
NÝJUNG !
\mumsHi
MEIRI ORKA - SAMA BENSINEYÐSLA
NYIR HREYFI_______________
1,3 lítrar/1,5 lítrar — 12 ventlar — Einn yfirliggjandi kambás
Þessir nýhönnuðu 12 ventla hreyflar hafa áberandi meira snúningsvægi yfir allt snúningshraða-
sviðið, en þeir eldri. Þetta hefur tekist með því að koma fyrir þremur ventlum fyrir hvern strokk,
tveimur mismunandi stórum sogventlum og einum mjög stórum'útblástursventli. Með þessu
móti verður gegnumstreymi eldsneytisblöndunnar virkaraog skolun útblástursloftsins betri.
Þannig afkastar 1,3 I hreyfillinn 79 hö. í stað 70 áðurog 1,5 I hreyfillinn 87 hö. í stað 75 áður.
Höfundur er þýðandi.
fc t |
iftJkUI