Morgunblaðið - 30.08.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
17
ekki í fólk, en hann komi ekki fram
fyrr en eftir 25 ár frá sýkingu.
„Riðuveiki er ekki fyrir hendi í
lömbum,“ svaraði Brynjólfur, „svo
Jmr á ekki að vera nein smithætta.
Á riðusvæðum þar sem niðurskurð-
ur hefur farið fram, hefur fénu
verið fargað og grafið og það fer
ekki á markaðinn."
Sjúkdómar í svínum
— Talsvert svínaeldi er í landinu,
hvaða sjúkdómar sækja á svínin?
„Snúðtrýni er nokkuð algengt,
því veldur baktería sem sækir á
slímhúð í nefi og eyðir brjóskinu
þannig að snúningur kemur á trýn-
ið og veldur öndunarsjúkdómum.
Dýrin ná ekki eðlilegum þroska, það
dregur úr vaxtarhraða, fóðurkostn-
aður eykst, skrokkurinn uppfyllii'
ekki eðlilegar kröfur og kjötið er
fellt í mati. Frá heilbrigðislegu sjón-
armiði hefur þetta sáralítil áhrif
fyrir neytendur. Fúkkalyf eru notuð
við þessu á vissu stigi. Við erum
nú með fúkkalyfsathuganir og
dýralæknar taka innyfli til fúkka-
lyfsprófana til að kanna hvort lyfin
hafi ekki brotnað niður í líkaman-
um.“
— Eru fleskormar, tricinoses,
hér á landi? (Þeir geta valdið mönn-
um skaða.)
„Það voru gerðar rannsóknir á
því hér fyrir nokkuð mörgum árum
og hefur aldrei verið staðfest að
trikínur séu til staðar hér á landi.“
— Fer ekki fram reglubundið
eftirlit á kjötinu? Hér eru framleidd-
ar afurðir úr hráu kjöti eins og
peperoni sem ætlast er til að borðað
sé hrátt. í verslunum er einnig selt
hakkað hrátt svínakjöt sem oft-er
snöggsteikt.
„Hér er ekki reglubundið eftirlit.
I nágrannalöndunum hefur sýni úr
hveiju svíni verið rannsakað og
hafa trikínur fundist í svínakjöti
u.þ.b. eitt tilfelli á ári. Þar er rætt
um að fella eftirlitið niður.“
Hormónar
— Eru hormónar notaðir við
svína-, nautgripa- eða kjúklinga-
eldi?
„Nei, eftir því sem ég best veit
þá er það ekki gert. Það eiga að
fylgja vottorð frá fóðurframleiðend-
um erlendis um að í fóðrið sé ekki
blandað fúkkalyfjum eða hormón-
um.“
Salmonella í kjúklingum?
— Salmonella og aðrir sjúkdóm-
ar eru í kjúklingum.
„Stærsti hluti salmonellu sem
kemst í kjúklinga berst með fóðr-
inu. Dýralæknisembættið hefur
barist fyrir því, að fá viðurkennt
að salmonella sé ekki í fóðrinu og
að sýni séu tekin úr kjúklingum á
kjúklingabúum áður en þau fara í
sláturhús, þannig að komið verði í
veg fyrir að sýktir kjúklingar fari
í sláturhús. Af öðrum sjúkdómum
má nefna mareks vírussjúkdóm og
hníslasótt (niðurgangur) sem al-
geng var í kjúklingum en á ekki
að skaða fólk.“
Auknar kröfur í
heilbrigðiseftirliti
„Ég vil leggja á það áherslu,“
sagði Bi-ynjólfur, „að heilbrigðiseft-
irlit verður aldrei fullkomið, mann:
legi þátturinn kemur þar inní. í
þessu eftirliti er alltaf reiknað með
að eitthvað magn fari í gegn sem
uppfyllir ekki allar kröfur. Nei, við
erum ekki að slá af kröfum, heldur
þvert á móti að auka þær. Það er
ekki hægt að gera ráð fyrir 100
prósent öryggi í eftirliti, það yrði
svo dýrt að enginn yrði tilbúninn
að greiða þann kostnað sem því
fylgdi."
M. Þorv.
HINN EINIOG SANNI
BILDSHOFÐA 10
hefst í dagkl. 13.00
OTRULEGT
VERD
'P’títOkfái.
1/UUi/tom fafnin ^wnin.
ARTÚNSBREKKA
VESTURLANDSVEGUR
straumub
OjiHBiartí®'
íöstudogo...
LaogaKÍoga-
IVðro dogQ;
w.
. J. «'5
STEINAR
Hljómplötur - kasettur
rmmn
Tískufatnaður herra og dömu
mm'mmumm
Sportvörur alls konar
VINNUFATABUDIN
Fatnaður
PARTY
Tískuvörur
BOMBEY
SAUMALIST
Alls konar efni
SKOVERSLUN FJOLSKYLDUNNAR
Skór ó alla fjölskylduna
SKÆÐI
Skófatnaður
BLOMALIST
Blóm og gjafavörur
STUDIO
Fatnaður
THEODORA
Kventískufatnaður
SONJA
Fatnaður
HENSON
Sportfatnaður
FATABÆR
Fatnaður
mýtt s\iv\AwOry\ER Barnafatnaður
60H3& Fjöldifyrirtœkja — gífurlegt vöruúrval
STÓRÚTSÖLUMARKAÐUR