Morgunblaðið - 30.08.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
21
Caput-hópurinn.ásamt Finni Torfa Stefánssyni tónskáldi
Ljósmynd/Kristinn íngvarsson
Fernir tónleikar Caput-tónlistarhópsins
HÓPUR ungs tónlistarfólks sem kallar sig „Caput“ mun í septem-
ber halda ferna tónleika á höfuðborgarsvæðinu. Leikin verða ýmis
tónverk eftir íslensk og erlend tónskáld, en alls munu nítján tónlist-
armenn taka þátt í þessari tónleikaröð, og verða fyrstu tónleikarn-
ir laugardaginn 1. september kl. 16 í Borgarleikhúsinu. Þar verða
leikin verk eftir Finn Torfa Stefánsson.
Caput-hópurinn er ekki nýr af
nálinni, því hann hefur starfað í
þijú ár undir nafninu Nýi Músík-
hópurinn. Að Caput standa um 15
hljómlistarmenn úr yngsta geira
íslensks tónlistarlífs, og starfar
hópurinn í nánu samstarfí við
íslensk tónskáld. Starfið takmark-
ast hins vegar nokkuð af því að
um helmingur hópsins er búsettur
erlendis við nám og störf.
Sem fyrr segir verða fyrstu tón-
leikamir í þessari tónleikaröð hóps-
ins í Borgarleikhúsinu þann 1. sept-
ember næstkomandi. Á þeim tón-
leikum verða eingöngu leikin verk
eftir Finn Torfa Stefánsson, en
verk hans hafa ekki verið flutt
áður hérlendis. Aðrir tónleikar Cap-
ut verða síðan í íslensku óperunni
fimmtudaginn 6. september kl. 21,
en þar verður tónlist fyrir kammer-
hljómsveit í fyrirrúmi. Á efnis-
skránni ber einna hæst flutning
Kammerkonsertsins eftir Györgi
Ligeti, sem saminn var á árunum
1969-70.
Þriðju tónleikarnir verða þann
10. september í Borgarleikhúsinu,
og hefjast klukkan 21.30. Þarna
verður mikil áhersla lögð á söng,
en það verður Signý Sæmundsdótt-
ir sópransöngkona sem syngur á
þessum tónleikum Caput.
Að síðustu mun hópurinn standa
að tónleikum þann 27. september
í Listasafni Sigurjóns Olafssonar,
og verða þeir haldnir í samvinnu
við Ung Nordisk Musik. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 20.30.
r
Vöhvamótorar
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
l^olcs&cil með stíS
Salome Þorkelsdóttir
Formsatriði að fara fram á greiðslu
SALOME Þorkelsdóttir, varaforseti Sameinaðs þings, segir það vera
forsmatriði af hennar hálfu að óska eftir greiðslum fyrir störf sín sem
einn af handhöfum forsetavalds í fjarveru forseta íslands. Hefur hún
nokkrum sinnum sinnt þeim störfum sem staðgengill forseta samein-
aðs þings.
Salome sagði að hún hefði ákveð-
ið að senda bréf til skrifstofu for-
seta íslands eftir að hafa gegnt
störfum handhafa forsetavalds í
fimm daga í júní. Hefði hún þá þeg-
ar sinnt þessum störfum nokkrum
sinnum en ekki velt því fyrir sér
hvort greitt væri fyrir þau eða ekki.
Sagðist Salome hafa vanist því að
þegar varamenn gripu inn í störf
launaðra aðalmanna fengju þeir
greiðslu fyrir. Þannig væri það til
dæmis með varaþingmenn og vara-
borgarfulltrúa. „Þetta er ekki stórt
mál í mínum huga og ég hef ekki
hugsað mér að gera meira í því en
fannst formsins vegna vera rétt að
snúa mér til réttra aðila.“
Salome sagðist ekki hafa borið
þessi mál upp við Guðrúnu Helga-
dóttur, forseta Sameinaðs þings,
enda hefði það aldrei hvarflað að
henni að kreíja hana um greiðslu.
Forseti sameinaðs þings væri laun-
þegi en ekki launagreiðandi. Þetta
væri líka nokkurs konar prófmál og
gott að fá úrskurð um þetta atriði
í eitt skipti fyrir öll.
Hefur skrifstofa forseta íslands
falið ríkislögmanni að semja álits-
gerð um greiðslur til handhafa for-
setavalds en það mun ekki hafa
komið upp áður að staðgengill fari
fram á greiðslu fyrir störf sín. Sam-
kvæmt lögum um laun forseta ís-
lands eiga þeir sem fara með forseta-
vald um stundarsakir í fjarveru for-
seta að „njóta jafnra launa, miðað
við mánaðarstarfstíma, og mánaðar-
laun forsetans eru“ á meðan þeir
gegna starfanum. Skiptast launin
jafnt á milli hinna þriggja handhafa
forsetavalds í fjarveru forseta: For-
sætisráðherra, forseta sameinaðs
þings og forseta hæstaréttar.
Piannja
þakstál
Aðrlr helstu sölu- og
þjónustuaðilar:
Blikksmiöjan Funi sf, Kópavogi,
sími 78733.
Blikkrás hf, Akureyri,
sími 96-26524.
Vélaverkstæði Bjöms og Kristjáns,
Reyðarfiröi, sími 97-41271.
Vélaverksteeðið Þór,
Vestmannaeyjum, sími 98-12111
Hjá okkur færðu allar
nýjustu gerðir hins vinsæla
og vandaða þakstáls
frá Plannja. Urval lita
og mynstra, m.a. Plannja
jiakstál með mattri litaáferð,
svartri eða tígulrauðri.
ÍSVÖR HF.
Smiðjuveg 4e, 200 Kópavogur.
Póstbox: 435,202 Kópavogur.
S: 91-67 04 55. Fax: 67 04 67
... Já, vœntanlega.
Leitaðu ráða hjá okkur.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF.
- Löggilt verðbréfafyrirtæki -
HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYR111100