Morgunblaðið - 30.08.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.08.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 33 TANGÓ OG SVEIFLA __________Jass____________ Guðjón Guðmundsson Suður-amerískir tónar, arg- entínskur tregatangó og jass- standardar hljómuðu í Heita pottinum síðastliðið sunnudags- kvöld á tónleikum kvartetts franska nikkuleikarans OIivi- ers Manoury. Sveitin var skipuð Tómasi R. Einarsson bassaleik- ara, Martin Van der Valk trommuleikara og Kjartan Valdimarsson píanóleikara auk Manoury. Kvöldið hófst á Ólagi með sömbutakti eftir Tómas og því næst kom undurfalleg túlkun Manoury á Corcovado eftir Jobim. Tónar takkanikkunnar, eða bandeoneóns eins og hún nefnist á erlendum málum, eru ákaflega brothættir og aðeins á færi musi- kanta með næma skynjun og til- finningu að fá réttan styrk og hugblæ út úr hljóðfærinu. Það gerði Manoury sannarlega í Corcovado og hann leyfði sér líka að spila algjörlega út úr lagi, ómstrítt, í hraðari bopp-lögum með eftirminnilegum árangri. Kvartettinn lék sjö verk fyrir hlé, þeirra á meðal nýstárlega útsetningu af So What, þar sem nikka og píanó fóru styttri vega— lengdir í skóm stórsveitarinnar og sveiflan var heit og hröð. Hún lék líka Torpedo eftir Manoury, hrað- an suður-amerískan dans og drag- spilið hlóð hljómum ofan á hljóma, Vangadans ballöðu í sígildri main- stream-upppbyggingu eftir Tóm- as R. og svo var aftur leikin sveifla, Birk’s Work, eftir meist- ara Gillespie. Fyrri hluta tónleikanna lauk á því sem flestir fjölmargra áheyr- enda virtust vera komnir til að hlýða á: Hreinræktaðan argentín- skan tangó í flutningi Manoury. Tónlist sem lítið hefur heyrst hér nyrst á Dumbshafí. Ástríðurnar flæddu af hnjám Manoury og tón- listin var þrungin kvöðinni af því að finna til og vera. Argentínskur tangó eins og hann gerist sannast- ur og Astor Piazolla, argentínskur nikkuleikari sem hefur getið sér gott órð í Bandaríkjunum upp á síðkastið, er frægur fyrir. Eftir hlé lék kvartettinn tvö verk eftir Tómas R. og önnúr tvö eftir Manoury. Tangoneando var eins og nafnið gefur til kynna með tangóáhrifum og sömuleiðis Milongue. Inn á milli kom boppað .Húlabopp og ballaðan Það sem einu sinni var eftir Tómas og heildarsvipur tónleikanna, Suður-Ameríka, Afríka og Evr- ópa, var fullkomnaður. Manoury kvaddi síðan gesti með einleik og velheppnuðum tónleikum var lok- ið. TILBOÐ FRYSTIKISTUR MÁL H x B X D STÆRÐ GERÐ STAÐGR. VERÐ 90x73x65 1851 B20 31.950 90 x 98 x 65 2751 B30 35.730 90x128x65 3801 B40 39.960 90x150x65 4601 B50 43.470 ÁRATUCAREYNSLA DÖNSK CÆÐATÆKI A GÓÐU VERÐI j’Skrifstofutækninám 5 Betra verö \ Varist eftirlíkingar j Tölvuskóli íslands * s: 67 14 66, opið til kl.22 SAMBANDSINS VIÐ MIKLAGARÐ SÍMAR 68 55 50 - 681266 hmbOM á «boösv«« 10% afslóttur af öllum skolatöskum - ÍÁ _ í skólann: 298,-“*“ ““ nAift’ 99,- Nopa pvottaduft 3kg. • ■ • | / m— .............. ## 9 Coca Cola mr Ö# 1 Haust fV 1 _ vinnubókarbtöö 99,- 689,- Bynkeby ávaxtasafi 11- _ — Pennaveski m1w6 6„a, C ... 1098,” oplð laugardag 165,- Unghsenur pr. kg. @| KAUPSTADUR AIIKLIG4RDUR “ íh/l innn reykja vík-garðabæ HAFNARFÍRÐÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.