Morgunblaðið - 30.08.1990, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 30.08.1990, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. AGUST 1990 37 Magnús T. Jónas- son — Minning Handbók um skólamál Fæddur 19. júní 1917 Dáinn 16. ágúst 1990 Já, þannig endar lífsins sólskinssaga! Vort sumar stendur aðeins fáa daga. (Tómás Guðmundsson) Ég hringdi til hennar kunningja- konu minnar, Ingveldur Guðjóns- dóttir heitir hún en flestir kalla hana Ingu, föstudaginn 17. ágúst. Auðvitað eru þau austur í Ási hugsaði ég um leið og ég valdi síma- númerið. En hún svaraði lágum rómi. Ertu lasin sagði ég, því síðast þegar við vorum hjá þeim var hún ekki jafn hress og ég mundi hana síðastliðið ár. „Nei, ekki er nú það,“ svaraði hún, „hann Maggi dó í gær fyrir austan.“ Ég varð hljóð um stund og fannst sem ég hefði gert eitt- hvað af mér. Fyrir rúmri viku höfðum við Ólaf- ur verið gestir á þeirra heimili. Það er svo fjarskalega oft stutt milli blíðu og éls. Magnús Tómas hét hann og for- eldrar hans voru sæmdarhjónin Vil- helmína Tómasdóttir og Jónas Magnússon. Jónas var um árabil verkstjóri hjá útgerðarfélaginu Kveldúlfi. Á árum kreppu og ör- birgðar hefur ekki verið auðvelt fyrir góðhjartaðan mann að stjórna þegar baráttan um brauðið var hvað hörðust. Sem unglingur byrjaði Maggi að vinna við þau störf sem faðir hans stjórnaði. Síðar vann hann öll sín vinnuár hjá Eimskip, iyrst sem bílstjóri, síðar við störf þar sem trúmennska og lipurð komu sér vel. Á síðari árum sagði ég stundum við Magga, „það var stór lífsreynsla fyrir okkar kynslóð að muna kreppuárin 1929-1940“. Yngra fólk hefur ekki gert sér grein fyrir þeirri baráttu sem þá var háð og jafnvel ímyndað sér að allar þær lífsbreytingar sem síðar urðu, hafi komið af sjálfu sér og jafnvel færð- ar okkur á silfurfati. Að vísu var Maggi barn þessarar borgar en ég sveitastelpa austan úr Suðursveit. Hin síðari ár var kransæðasjúk- dómur hans förunautur, en hann stundaði samt sína vinnu meðan samfélagið hafði þörf fyrir störf hans. Við Inga eigum okkur langa vin- áttusögu að baki. Sem lítt mótaðir unglingar höfðum við dvalið tvo vetur saman á Laugarvatnsskóla og síðari veturinn búið á sama her- bergi. Kringum 1954 lágu leiðir þeirra Magnúsar og Ingu saman. Á Njáls- götu 104 bjuggu þau öll sín búskap- arár. Það hús höfðu foreldrar hans keypt og þar bjó þeirra fjölskylda nokkur ár. Systkinin voru þrjú; tveir bræður og ein systir sem lifir bræð- ur sína. Þau Inga og Magnús eignuðust einn yndislegan son, hann ber nafn afa síns Jónasar. Jónas er rafiðn- fræðingur, hann á sér sambýlis- stúlku frá Húsavík af góðum ætt- um. Þau hafa búið sér hlýlegt hreið- ur þar sem hlýja og mannkærleikur eiga örugglega eftir að ráða ríkjum. Síðan Inga og Magnús hættu störfum, hafa þau að sumri til dval- ið meira og minna á hennar bernskuheimili að Ási í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Einhvern veginn er það nú svo, þegar aldurinn færist yfir, er lífið í sveitinni okkur svo kært, yfir því hvílir ró og friðsæld. Þar er líka gaman að ganga um grónar götur bernskunnar og rifja upp nöfn á ýmsum kennileitum og hugleiða önnur atvik. Þótt Magnús væri uppalinn í borg, og hafi unnið þar öll sín starfsár, þá átti hann svo auðvelt með að aðlagast sveitinni hennar Ingu. Þar var svo auðvelt að ganga um gróin tún eða tijálundinn, þar var líka margt hægt að finna til að betrumbæta og stytta sér stund- ir við á góðum sumardögum eftir sem þrekið leyfði. Síðastliðið vor, dagana fyrir hvítasunnu, dvöldum við fjögur saman þijár dagstundir austur í Olfusborgum. Það voru bjartir og hlýlegir dagar, þó vorið sem við íslendingar bíðum svo oft lengi eft- ir, kæmi seint. Við Inga áttum skólasystur á Bakka í Ölfusi. Hún og hennar maður voru okkar vina- fólk, á þeirra heimili áttum við þá ljúfa kvöldstund. Líka heimsóttum við frænku mína og hennar fólk sem búa á Selfossi. Alltaf var Magnús glaður og ljúfur að aka með okkur milli staða. Síðast vorum við á heimili þeirra 8. ágúst, öll hress og kát. (Eftir aldri er ég vön að taka til orða.) Um miðjan dag 16. ágúst gekk hann götuna sína til enda, austur í Ási, þar sem hann hné niður og var allur á samri stundu. I fáum orðum er þetta lífsbókin hans Magnúsar, þó fleira komi þar við sögu. Hver veit nema við eigum eftir að rölta saman aftur um grónar grundir einhvers annars lands eða hnattar. Til hvers er pá allt okkar lífsstríð, ef því er lokið með líkamsdauðan- um? Kæra Inga mín! Jónas og sambýl- isstúlkan þín, frá okkur Olafi fáið þið innilegustu samúðarkveðjur, og óskir um nýtt vor með blómum í haga, án þess að nokkru af því liðna verði gleymt. Anna Þóra Steinþórsdóttir HELGA Sigurjónsdóttir kennari og námsráðgjafí, hefur skrifað og gefið út bók um skólamál. Bókin heitir Foreldrar — nem- endur — kennarar og er hugsuð sem handbok fyrir þá aðila. Bók- in skiptist í 6 kafla sem heita Foreldrar og kennarar, Máltaka — lestur — læsi, Almennar reglur um skólanám, Stefnur i skólamál- um, Námstækni og Kvíði og streita. Höfundur segir í formála að bók- inni sé ekki síst ætlað að ná eyrum foreldra sem sér finnist að hafi verið nokkuð afskiptir og utangátta varðandi skóla og skólamál undan- farna tvo áratugi eða síðan nýi skólinn, þ.e. grunnskólinn og hug- myndafræðin sem hann byggir á, tók við af gamla, íslenska skyldu- námsskólanum. Foreldrar og allur almenningur þekkti þann skóla vel og var sammála markmiðum hans og skólastefnu, nú sé skólinn ókunnuglegri og fja>r almenningi eftir að nýtt námsefni og nýjar kennsluaðferðir ruddu sér til rúms fyrir 20-25 árum. Þar með hafi breikkað bilið milli heimila og skóla, Ieikara og lærðra og þetta bil þurfi HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga myndina „Aðrar 48 stundir". Með aðalhlutverk fara Eddie Murphy og Nick Nolte. Leikstjóri er Walter Hill. Myndin hefst á því að tveir vél- hjólamenn hittast á krá langt frá alfaraleið og það leynir sér ekki að þar eru engin góðmenni á ferð. Skömmu síðar bætist sá þriðji í hópinn. Nokkru síðar ber lögreglu- bifreið þar að og kemur til skotbar- daga, sem í fljótu bragði virðist að ástæðulausu. HF.LGA SIGIJRJÓNSDÓTTIR FORELDRAR - NEMENDUR - KENNARAR Handbók um skólamál ..Kcnnarat eru (agmcnn scm annast kcnnslu og upp- eldi í skólum. (oreldrar eru uppalcndur scm annast uppcldi og kcnnslu á hcimilum stnum. Þessir Iveir hópar ciga að haía sem ja(nasta aóstöóu og völd til aö sinna störfum sínum. Hvorugur hópurinn gctur komið í stað hins cn saman vínna þcir mikilvxgustu störfin i samfclaginu. Þeirra í milli vcrður því að rikja fullkomiö traust og gagnkvxm virðing* „Mannuðlcg viðhorf kennara. kxrlcikur þcirra og umhyggja fynr ncmendum sinum skiptir öllu máli. Hugmyndafrxði cr litilvxg i samanhurði við þaö. Ilugsjónamcnn í kennarastctl hafa alltaf vcrið til og kcnnsla þcirra er gcið og árangursrík hvaða kcnnslu- aðferðum scm þcir beita." Handbók um skólamál er komin út. að brúa. Þar verði skólinn að hafa frumkvæði og vera. Bókin er 85 bls. að stærð og fjöl- rituð í Offsettfjölritun hf. Hún verð- ur seld í Bóksölu stúdenta og bók- sölu Kennaraháskóla íslands. Panta má bókina hjá höfundi. (Frcttatilkynning) Eddie Murphy og Nick Nolte í hlutverkum sínum í myndinni „Aðrar 48 stundir". Háskólabíó sýnir „Aðrar 48 stundir“ t MARÍN S. GUÐMUNDSDÓTTIR, Barmahlíð 18, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 31. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast henn- ar, er bent á líknarstofnanir. Brynjólfur Jónsson, Brynjólfur Sveinsson, Jóhanna Fjetdsted, Guðfríður Ólafsdóttir, Doyle Bisbee. t Móðir okkar, GUÐRÚN TÓMASDÓTTIR, áður til heimilis að Hæðargarði 28, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. ágúst t AÐALBJÖRN S. GUNNLAUGSSON kennari, Lundi, Öxarfirði, verður jarðsunginn frá Skinnastaðarkirkju, laugardaginn 1. sept- ember kl. 14.00. Erla Óskarsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Steinunn Aðalbjarnardóttir, Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Huld Aðalbjarnardóttir, Óskar Aðalbjarnarson, Þröstur Aðalbjarnarson, Auður Aðalbjarnardóttir, tengdasynir og dóttursonur. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför AUÐUNS AUÐUNSSONAR, Ásgarði. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSNIIÐJA SKEMMUVEGI48. SlMl 76677 t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR frá Eyri í Svínadal, síðast til heimilis á Rauðarárstfg 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki vistheimilisins á Kumbara- vogi við Stokkseyri fyrir umönnurí hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna, Gréta Árnadóttir, Einar Hilmar Jónmundsson, Sigurður Rúnar Jónmundsson. t Okkar einlægustu þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur kærleik, vináttu og stuðning í veikindum, við fráfall og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, JÓNS GESTS BENEDIKTSSONAR hárgreiðslumeistara, Vighólastíg 12. Sérstakar þakkir til lækna og annars starfsfölks Landspítalans, Heimahlynningar Krabbameinsfélags- ins. Einnig til allra viðskiptavina okkar, sem hafa veitt okkur ómældan stuðning.. Heiða Ármannsdóttir, Guðjón Þór Jónsson, Auður Ösp Jónsdóttir, Auður Lella Eiríksdóttir, Benedikt E. Sigurðsson, Sigrún Benediktsdóttir, Eiríkur Benediktsson, Þorsteinn Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.