Morgunblaðið - 30.08.1990, Side 38

Morgunblaðið - 30.08.1990, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 Ekki er dregið af sér við blöðrurnar og voru allar sprengdar á augabragði. HUNDAKUNSTIR Hundakúnstir á hestamóti Santo kemur á fullri ferð að Snældu frá Miðhjáleigu sem ekki kippti sér upp við hundakúnstirnar. Reynir Aðalsteinsson heldur í Snældu. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Að síðustu stökk Santo upp á öxl eigandans Unn Kroghen og virtist kunna vel við sig þar. Nýbökuðum íslandsmeistara í tölti og fjórgangi, Unn Kroghen, er fleira til lista lagt en að ríða hestum svo vel fari. Unn er Norðurlandámeistari í hlýðni- keppni hunda og á íslandsmótinu í Borgarnesi sýndi hún ýmsar list- ir með hundi sínum Santo sem hún hefur nýverið endurheimt úr einangrunarstöðinni í Hrísey eftir að hafa flutt hann með sér frá Noregi þaðan sem hún er. Voru Unn og Santo fengin til að sýna á kvöldvöku mótsins og aftur í mótslok og var hreint undravert að sjá hvað hún gat fengið Santo til að gera sem virt- ist ekki síður skemmta sér en áhorfendur. Fyrst lét Unn Santo ganga við hæl og var alveg sama hvort hún gekk áfram aftur á bak eða til hliðar, hratt eða hægt, alltaf var eins og hann væri bundin við vinstri fót hennar. Þá lét hún hann sækja teskeið ofan í vatns- fötu, hlaupa í áttu milli fóta sér og stökkva á hestbak og grípa tauminn í kjaftinn og ýmislegt fleira. Þessu næst voru nokkrar blöðrur bundnar við stutta stöng og Santo stökk sem óður væri á þær og linnti ekki látum fyrr en hann hafði sprengt þær allar. Að síðustu stökk Santo upp á öxl eig- andans og áhorfendur klöppuðu þeim lof í lófa fyrir stórkostlega sýningu. Þá er Santo kominn á bak og tekur tauminn. RFMJELISTILBOfl «* BMX: 20“ BMX Paihorn óður 9.700,- nfi 6.900,- 20“ BMX Gitane Freestyle óður 21.580,- nfi 15.200,- stgr. 14.400,- fJALLAHJOL: 24“ Gitane Rio 10 gíra óður 30.400,- nfi 20.950,- 26“ Gifane Sofari 15 gíra óður 33.800,- nfi 20.950,- 26“ Gitane Sovane 18 gíra óður 40.200,- nfi 31.500,- 26“ Haro Explorer 18 gíra óður 49.900,- nfi 24.950,- stgr. 19.900,- stgr. 19.900,- stgr. 29.900,- stgr. 23.700,- RAFMA6NSBÍLAR - KETTLER óður 20.500,- nfi 10.450,- stgr. 9.900,- STI6NIR BÍLAR - BUNNY óður 4.950,- nfi 2.900,- FJALLAHJÓLASKÓR LEÐUR óður 5.100,- nfi 2.900,- BQRÐTENNISBORÐ Á HJÓLUM MED NETI - KETTLER óður 21.065,- nfi 17.900,- stgr. 17.000,- DOMUHJOL: 26“ Gitane Faubourg 3 gíra óður 23.200,- nfi 10.750,- stgr. 15.900,- © „SKATEBIKE" - LE RUN óður 12.900,- nfi 10.320,- stgr. 9.000,- GREIÐSLUKORTAÞJONUSTA Varahluta- og viðgerðarþjónusta ÁRMÚLA 40 - SÍMI 35320 1/erslunin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.