Morgunblaðið - 30.08.1990, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990
^14-
© 1990 Umvereal Press Syndicate
„Sndfa &u burt, /conex^, ej eraS /'eitci
d£ '£ón tg en c/eJ/<JCnrvC-."
*
Ast er...
... að láta hann svima í
návist þinni.
TM Reg. U.S. Pat Off —all rights reserved
© 1990 Los Angeles Times Syndicate
// M mioor veeo ée aotrufla
5ýW»W<5UNA ... .**
: % m
Ferðaskrifstofur
með auglýsingapretti?
Til Velvakanda.
Ég vil taka undir grein M.Þ. sem
birtist í Morgunblaðinu þ. 25. ágúst.
Það er hveiju orði sannara að ferða-
skrifstofur hérlendis hafa um langt
skeið komist uupp með alls kyns
svik og auglýsingapretti og þannig
tekist að seija græskulausum ís-
lendingum utanlandsferðir á dul-
búnu „útsöluverði", sem eru, þegar
allt kemur til alls, með litlum eða
engum afslætti.
Nú fyrir skömmu auglýsti ein
ferðaskrifstofan hér í bæ vikuferðir
til sólarlanda á hausttilboði. í fljótu
bragði virtist hér um að ræða ferðir
á sanngjörnu verði, svo ég stóðst
ekki mátið og hringdi í ferðaskrif-
stofuna. Þá fékk ég uppgefíð að
heildarverðið fyrir mig með lítið
barn væri um 66.000 krónur, miðað
við 12.000 króna afslátt fyrir barn-
ið, og með öllum þeim sköttum og
gjöldum sem fylgja þessum sólar-
landaferðum bæði á flugvelli hér
heima og á Spáni. Mér fannst það
strax hálf skrítið að barn innan fjög-
urra ára fengi ekki meiri afslátt en
sem næmi 12.000, á ferð sem kost-
aði 36.300 kr. pr. mann (miðað við
2 1 íbúð) eða 44.700 kr. pr. mann
(miðað við 1 í íbúð). Ég fór nú samt
á ferðaskrifstofuna samdægurs í
þeim tilgangi að staðfesta ferðina,
en þegar þangað kom var verðið
komið upp í tæpar 72.000 og mér
Þessir hringdu
Kettlingur tapaðist í
Grafarvogi
Svartur kettlingur með hvítt trýni
og tær tapaðist við Gullinbrúna í
Grafarvogshverfí á laugardag.
Góð fundarlaun. Finnandi vinsam-
legast hringi í s. 41649.
Kettlingar fást gefins
Tveir átta vikna kettlingar, högni
oglæða, fást gefinsí s. 674614.
Gleraugu fundust í Túngötu
Nýleg gullspangargleraugu fund-
ust á Túngötu í síðustu viku, trú-
lega fyrir framan þýska sendiráð-
ið. Upplýsingar gefur Hafdís í s.
625017.
Gullarmaband tapaðist
Gullarmaband með múrsteins-
munstri tapaðist við Sólheima 23
sl. föstudag. Finnandi vinsamleg-
ast hringi í s. 686725. Fundar-
laun.
Kápa týndist
Ljósbrún ullarkápa tapaðist í
Hollywood í lok júlí. Finnandi
vinsaml. hringi í s. 26467.
Brjóstnálar töpuðust
Tvær bijóstnælur töpuðust í aust-
urborginni, með nokkru millibili.
Önnur oddlaga stálnæla. Hin silf-
urnæla merkt m.j. að innanverðu.
Finnandi vinsaml. hringi í s.
10311 eða 685377.
Eyrnarlokkur týndist
Gulleyrnarlokkur með steini týnd-
ist mánudaginn 13. ágúst annað
hvort fyrir utan Vesturgötu 7 eða
Landsspítalann. Finnandi vinsam-
legast hringi í s. 12943.
Axlartaska týndist
Frekar lítil dökkblá axlartaska
tapaðist sl. laugardag á leiðinni
frá miðborginni upp í Seljahveri.
í henni voru tvær samfastar lykla-
kippur með sjö lyklum á. Finnandi
vinsamlegast skili töskunni á Lög-
reglustöðina.
Reiðhjól í óskilum
Dökkblátt Kynast-fjallahjól
fannst sl. fimmtudagskvöld á
Laufásvegi. Má vitja þess í s.
16908.
Reiðhjóli hnuplað
Tíu gíra grátt Motobecane karls-
mannshjól var tekið traustataki
við Haðaland 12 í Fossvogi annað
hvort að kvöldi miðvikudags eða
morgni fímmtudags í sl. viku.
Þeir sem veitt gætu upplýsingar
um afdrif þess hringi í s. 36560.
þangað tilkynnt að barnið ætti í
raun ekki að fá neinn afslátt þar
sem það færi bara með einum full-
orðnum, afslátturinn kæmi ekki til
fyrr en tveir fullorðnir væru saman
með barn! En fyrst að sölumaðurinn
hafði gefíð mér upp þessar „röngu“
upplýsingar ákváðu þau af góð-
mennsku sinni á ferðaskrifstofunni
að veita barninu 6.000 kr. afslátt!
Nú var það svo hér áður fyrr að
börn innan viss aldurs fengu allt
að helmings afs|átt á utanlandsferð-
um, en það virðist algerlega liðin
tíð og leikur mér forvitni á að vita
hveiju þessi breyting sætir. Að
krefjast fulls verðs fyrir lítil börn
vekur óneitanlega með manni
spurningu um það hveijir séu að
græða á hveijum?
Annað dæmi sem ég vil nefna er
reynsla nokkurra meðlima innan
fjölskyldunnar. Ferðin var fengin í
gegnum eitt verkalýðsfélagið en það
var algerlega á vegum einnar ferða-
skrifstofunnar að sjá um hana. Fjöl-
skyldan hafði bókað þessa ferð með
löngum fyrirvara, eða hálfu ári áð-
ur, svo hún var hin rólegasta og
átti sér einskis ills von. Þegar svo
kom að því að greiða upp ferðina
nokkrum vikum fyrir brottför kom
í ljós að fátt af því sem þau höfðu
pantað stóðst. Sumarhúsið sem þau
ætluðu að leigja í 3 vikur áttu þau
bara að fá að hafa í eina viku, og
virtist á öllu að ætlast væri til að
sex manna fjölskyldan myndi búa í
bílaleigubílnum næstu tvær vikurn-
ar! Auk þessa klúðurs höfðu þau
beðið um að fá bílstól með bílnum,
en það brást einnig og ferðaskrif-
stofan taldi sér ekki fært að leið-
rétta þau mistök þó svo að nægur
tími virtist vera til þess ennþá. Eft-
ir mikið þref við ferðaskrifstofuna,
var þeim boðið annað sumarhús á
öðrum stað þessar tvær vikur, sem
þýddi töluvert rót og umstang við
að flytja sig um set svo stuttu eftir
að komið var á fyrri staðinn.
Ég vil eindregið hvetja fólk til
að hafa gát á gylliboðum ferðaskrif-
stofanna, vera vakandi fyrir verð-
hækkunum, og klár í kollinum gegn
öllu klúðri! Bindum hnút á skóna
og spyrnum við öllu plati!
S.H.
Hjóli stolið
Um hvítasunnuhelgina var stolið
kvenreiðhjóli fyrir utan Vesturgötu
40. Hjólið er blátt og frekar stórt
af tegundinni Panasonic. Ef einhver
rekst á hjólið er viðkomandi vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
19193.
Víkverji skrifar
Tvær vestur-íslenskar konur
voru nýlega gestir á heimili
Víkveija dagsins. Heimilisfólkinu
þótti margt athyglisvert í viðhorfum
þeirra til lands og þjóðar. Konurnar
skilja ekki orð í íslensku en eru
samt að mörgu leyti miklu meiri
og betri íslendingar en við sem
landið byggjum nú. Þær hrifust
mjög af landinu, nánast öllu sem
fyrir augu bar á ferðalagi þeirra.
Þessi sérstaka tilfinning þeirra virð-
ist ná til barna þeirra líka. Önnur
konan hefur áður komið til íslands.
Hún sagði: „Þá skildi ég eftir hluta
af mér. Nú skil ég eftir annan
hluta. Ætli ég verði ekki eftir í
þriðju ferðinni?"
xxx
Sem dæmi um Iítið atvik sem
einhverjir hefðu gert að miklu
leið- indaatviki en íslensku konurn-
ar að vestan hrifust af má nefna
málsverð þeirra í Borgarnesi. Hóp-
urinn þurfti að bíða lengi eftir laxin-
um á hótelinu og var biðin skýrð
með því að verið væri að vitja um
netin. Laxinn bragðaðist sérstak-
lega vel, þær sögðust aldrei hafa
fengið jafn góðan lax. Hann hefði
verið mátulega soðinn og ekki
drekkt í sósum og kryddi til að fela
eðlilegt bragð og lykt. Og að bíða
eftir matnum á meðan kokkurinn
var að veiða laxinn (hvort sem það
er nú rétt eða ekki) gerði máltíðina
ennþá eftirminnilegri.
xxx
lesa bréfin frá þeim. Stundum væri
þetta svo slæmt að viðtakandinn
þyrfti að reyna að átta sig á efni
bréfsins með því að rýna í förin
eftir prentarahausinn á bréfsefninu.
Víkveiji er mjög fylgjandi sparnaði
í ríkisrekstrinum en þarna finnst
honum full langt gengið. Það getur
varla verið svo mikill kostnaður í
blekborðum að ekki sé skipt um þá
mánuðum saman, eins og viðmæl-
andinn fullyrti.
xxx
að var einlægur ásetningur
Fimmtudagsvíkveijans að
nöldra ekkert að þessu sinni. Þau
áform ruku þó út um veður og vind
þegar í hann hringdi maður sem
átt hefur í bréfaskriftum við tvö
skattstjóraembætti, skattstjórann f
Reykjanesumdæmi og skattstjór-
ann í Reykjavík. Maðurinn sagði
að blekborðarnir í tölvuprenturum
embættanna væru svo slæmir og
hefðu lengi verið að erfitt væri að
Til þess að verða aftur jákvæður
þó af litlu tilefni sé er hér
sagt frá ferð upp í Borgarnes á
dögunum. Borgarnesrútan var að
þessu sinni tveggja hæða útsýn-
isbíll Sæmundar Sigmundssonar
sérleyfíshafa. Notaði Víkveiji sér
það að vera á annarri hæðinni og
naut ferðarinnar vel, sá umhverfið
á þessari leið í allt öðru ljósi en
venjulega.