Morgunblaðið - 30.08.1990, Síða 45

Morgunblaðið - 30.08.1990, Síða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTHR FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 1990 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Morgunblaðið/Árni Sæberg^ Aron Tómas Haraldsson fyrirliði Breiðabliks með ís- landsbikarinn. Drengjalandslið- ið leikur í Wales Dréngjalandsliðið í knattsþymu leikur gegn Wales í Evrópukeppni drangjalandsliða í dag á Somerset-leikvanginum í Newport. Seinni leikurinn verður hér á landi 24. september. Kristinn Björnsson, þjálfari drengjaliðsins, valdi eftirtalda leikmenn í ferðina til írlands: Markverðir: Árni Arason, Akranesi og Egill Þórisson, Víkingi. Aðrir leikmenn: Alfreð Karls- son, Gunnlaugur Jónsson og Pálmi Haraldsson, Akranesi. Helgi Sigurðsson, Víkingi. Guðmund- ur Benediktsson, Þór Akureyri, Brynjólfur Sveinsson, KA, Jóhann Steinarsson, Keflavík. Sigurbjörn Hreiðarsson, Dalvík. Einar Árnason, KR, Hrafnkell Kristjánsson, Orri Þórðarson og Jón Gunnar Gunnarsson, FH. Lúðvík Jónasson og Viðar Erlingsson, Stjörnunni. Þetta eru sömu leikmenn og tóku þátt í Norðurlandamótinu í Finnlandi fyrir skömmu. Skráning ferfmm í Golfskálanum í Grafarholtt ísíma 82815. Þátttökugjald er kr. 6.000.- á sveit. Álfabakki 16, PO box 9180, 129 Reykjavílc, Sími 60 3060 Við vorum lengi að komast í gang í sumar en síðan kom þetta hjá okkur. Við komumst ekki beint í úrslitakeppnina en þurftum að fara til .Akur- eyrar til að keppa sérstaklega um tvö laus sæti úrslitakeppnini. Síðan þá hefur allt gengið upp. Við vissum, að við ættum möguleika gegn KR-ingum, þótt þeim hefði gengið vel í sumar og þættu líklegir til að vinna. Við stefndum á að vera á undan að skora og j)að tókst,“ sagði Aron Tómas Haraldsson, fyrirliði Islandsmeistara Breiðabliks, við Morgun- blaðið eftir sigurleikinn gegn KR. Það var skammt stórra högga á milli hjá honum, því að helgina áður náði hann glæsilegum árangri í Reykjavíkurmaraþoninu. „Ég fann það í leiknum að ég var ennþá hálfþreyttur eftir maraþonið. í framtíðinni ætla ég að einbeita mér að hlaupunum og fótboltanum en veit ekki hvort ég tek síðan fram yfir þegar ég verð ennþá eldri. En ég ætla að hætta í handboltanum. Ég hef áður orðið íslandsmeistari í hlaupum og handbolta en ég held að þetta sé sætasti sigurinn á ferlinum sagði Aron Tómas. Hann sagðist þakka sigurinn góðri liðsheild og frábærum þjálfara, Antoni Bjarnasyni. ÚRVALS-ÚTSÝNAR Um nœstu helgi, laugardag og sunnudag, fer fram STÓRMÓT ÚRVALS-ÚTSÝNAR hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti. Leiknar veröa 36 holur á tveimur dögum ísveitakeppni. Hver sveit skal skipuö þrem kylfingum. íhverri sveit leikureinn kylfíngur án forgjafar en tveir meö forgjöf. Tvö bestu skor reiknast á hverja holu. í verölaun eru veglegir ferbavinningar, ab verömæti kr. 300.000.-, í golfferbir ó þessu dri eba því næsta, d vegum URVALS-ÚTSÝNAR. 1. sæti. Þrír ferbavinningar ab verbmæti 50.000 hver. 2. sæti. Þrír ferbavinningar ab verbmæti 30.000 hver. 3. sæti. Þrír ferbavinningar ab verbmæti 20.000 hver. UBK meistari í 4. flokki ÞAÐ voru strákarnir úr Breiða- bliki sem urðu íslandsmeistar- ar í 4. flokki. Þeir unnu KR-inga 2:1 íjöfnum og spennandi úr- slitaleik á Kópavogsvelli á sunnudag. Framan af sumri var fátt sem benti til þess að Breiðablik myndi hreppa titilinn eftirsótta, því að liðið tapaði nokkrum leikjum í röð í upphafi móts Guðmundur og tókst með erfiðis- Jóhannsson munum að komast í skrifar úrslitakeppnina. En í úrslitakeppninni gekk þeim allt í haginn og upp- skáru íslandsmeistaratitilinn. Úrslitaleikurinn var spennandi og oft brá fyrir ágætum samleik á báða bóga. KR-liðið virtist líkam- lega sterkara og líklegra til afreka í upphafi. Breiðabliksmenn léku hins vegar agaðri leik og náðu bet- ur saman sem liðsheild. Mörkin létu standa á séj þangað til í lok fyrri hálfleiks. Þa skoraði Aron Tómas Haraldsson, fyrirliði Breiðabliks, með glæsilegum skalla eftir að hafa fengið góða sendingu fyrir markið. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleik með látum og sóttu stíft en án ár- „ Morgunblaðið/Ami Sæberg Lið Breiðabliks, Islandsmeistari í 4. flokki. Aftari röð frá vinstri: Eyþór Arnason liðsstjóri, Atli Már Daðason, Hreiðar Þór Jónssn, Albert Egilsson, Gunnar Olafsson, Kjartan Antonsson, Bjami Jónsson, Guðmundur Árnason, Jóhann G. Harðarson, Guðmundur Guðmundsson, Anton Bjarnason þjálfari, Valdimar Bergs- son, formaður knattspyrnudeildar. Fremri röð frá vinstri: Ómar Ómarsson, ívar Siguijónsson, Grétar Már Sveinsson, Gísli Þór Einarsson, Aron Tómas Haralds- son fyrirliði, Magnús Sighvatsson, Arni Þór Eyþórsson, Einar Sumarliðason liðsstjóri. angurs. Stundum gleymdu þeir sér í sóknaraðgerðum sínum og það notfærðu Blikar sér og komust í 2:0 um miðjan síðari hálfleik með marki Guðmundar Árnasonar af stuttu færi. KR-ingum tókst að klóra í bakkann skömmu síðar þeg- ar Bjami Jónsson skoraði af stuttu færi en fleiri urðu mörkin ekki og Breiðabliksmenn stóðu uppi sem íslandsmeistarar. Leikurinn hefði getað farið á hvorn veginn sem var en það sem gerði gæfumuninn í þessum leik var að leikmenn Breiðabliks héldu stöð- um sínum betur en KR-ingarnir sem gerðust of „villtir" í leik sínum er þeir komust marki undir. „Ennþá hálfþreytftur eftir maraþonið“ - sagði Aron Tómas Haraldsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn Ljótur blettur Eitt setti leiðinlegan svip á úrsiitaleik Breiðabliks og KR í 4. flokki íslandsmótsins í knattspyrnu. Það var ljótur munnsöfnuður sumra piltanna, sem eru aðeins 13-14 ára. Voru þeir sífellt að agnúast út í dómarann og kaila hann illum nöfnum í stað þess að einbeita sér að leiknum. Svo fór að einum leikmanna KR var vikið af leikvelli fyrir síendurtekinn ljótan munnsöfnuð. Orð eins og „dómaradrulla" og fleiri siík eiga ekki að heyrast í knattspyrnuleik og koma ekki að neinu gagni í leiknum heldur eru þeim sem þau nota einungis til vansæmdar. Það er ekkert að því að menn hafi keppnisskap en því þarf að beina í réttan farveg, þannig að menn gefi sig enn betur í leikinn og takist á við vandamáiin í stað þess að flýja þau og eyða orkunni í skítkast. STORMOT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.